Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 Þúsundir kvenna tóku þátt í hlaupinu í fyrra Kvennahlaup Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í Garðabæ sunnudaginn 16. júní. Á síðastliðnu ári fór fram kvennahlaup í Garðabæ og heppn- aðist það svo vel að ákveðið hefur verið að halda annað I ár. í fyrra tóku þátt á sjöunda þús- und konur og vonast er til þess að þátttakan verði ekki síðri í ár. Hægt verður að velja um þrjár hlaupaleiðir sem eru tveggja, fimm og sjö kílómetra langar og má hlaupa þær, ganga eða skokka. Markmiðið með hlaupinu er að leggja áherslu á íþróttaiðkun kvenna og holla lífshætti sem konur fá með því að stunda íþróttir. Safnast verður saman við Flata- skóla kl. 13.30 og gerðar léttar upp- hitunaræfingar en hlaupið sjálft hefst kl. 14. Hlaupinu lýkur við Flataskóla með skemmtidagskrá ásamt því að veitingar verða í boði. -SF Akranes: Sumar og sandur 1996 Um helgina verður hin árlega sumarhátið Akumesinga, Sumar og sandur, haldin. Að þessu sinni stendur hátíðin í tvo daga. Á laugardaginn byrjar dagskráin kl. 10 á Æðarodda þar sem krakkar geta fengið að sitja eina ferð á hestbaki. Eftir hádegi færist dagskráin á Langasand og hafnarsvæðið auk þess sem skátar munu setja upp tjaldbúðir á Skaga- verstúninu. Hægt verður að skoða fornbíla á hafnarsvæðinu ásamt sjávardýrasýningu og kajakasýn- ingu í höfninni. Þá verður fjölbreytt dagskrá ásamt ýmiss konar leik- tækjum og uppákomum á svæðinu. Fyrir eldri unglinga verður gegn greiðslu hægt að prófa gókart-bíla, teygjustökk, rafmagnsbíla, sæþotur og fara i útsýnisflug hjá þyrluþjón- ustunni. Um kvöldið verður varðeldur við Langasand undir stjórn hljómsveit- arinnar Ebbi og lukkutríóið. Sunnudagurinn verður á rólegu nótunum og getur fólk valið um mismunandi gönguferð með leið- sögn góðra manna. Gengið verður á Akrafjall, farið í fjöruferð, fugla- skoðunarferð og ferð í gamla bæinn. Þá kemur hópur frá vinabæ Akraness, Qaqortoq á Grænlandi, sem setur skemmtilegan svip á há- tíðina. Grænlendingarnir munu sýna kajaka á sjó og landi, þjóðbún- inga og dansa. Þá verður grænlensk listsýning í Kirkjuhvoli. Um kvöldið verður svo dansleik- ur við Stjómsýsluhúsið þar sem Sól- strandargæjamir munu skemmta ásamt fleiri. -SF Norræna húsið um helgina Á sunnudaginn kl. 17.30 verður flutt erindi um íslenskt samfélag fyrir norræna ferðamenn. Bergþór Kjærnested mun fjalla um það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu og verður erindið flutt á sænsku og finnsku. Á mánudaginn verður heimildar- myndin Island ett levende land sýnd kl. 17.30 og kvikmyndin Á köldum klaka (Cold Fever) kl. 19. Þá hefur Norræna húsið sett sam- an sérstaka sumardagskrá fyrir nor- ræna ferðamenn sem koma til landsins. Er ætlunin að bjóða frændum okkar upp á fræðandi og lifandi kynningu á menningu okk- ar, landi og þjóð. -SF Strandveisla í Nauthólsvík Unglingadeild siglingafélagsins Brokeyjar og Sportkafarafélag ís- lands býður landsmönnum til strandveislu í Nauthólsvík á morg- un og sunnudag. Hægt verður að leigja báta, sjó- skíði og fleira gegn vægu gjaldi. Þá verður hægt að sigla um á seglbát- um, árabátum, kappróðrarbátum, sjókajökum eða kafa og busla í sjón- um. Jafnframt verður hægt að skoða starfsemi félaganna. -SF Tvær sýningar á verkum Kristínar Magnúsdóttur Kristín Magnúsdótir opnar tvær sýningar á skúlptúrum um helgina. Sú fyrri verður opnuð á morgun kl. 14 til 16 í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Hún stendur til 1. júli og er opin daglega. Hin sýningin verður I Gallerí Laugavegi 20b í Reykjavík. Hún verður opnuð á sunnudaginn kl. 16 til 18. Sýningunni á Laugavegi lýkur 28. júní og er opið virka daga frá kl. 12 til 18 og 14 til 18 um helgar. -SF Sýning á tréskurði Félag áhugamanna um tréskurð heldur sýningu á verkum félags- manna í húsakynnum íspan að Smiðjuvegi 7 í Kópavogi 15. og 16. júní milli kl. 13 og 18. Félag áhugamanna um tréskurð var stofhað í mars. Þátttaka var mun meiri en aðstandendur höfðu vænst og er ljóst að tréskurður er vinsælt handverk. Markmið félagsins er að efla og kynna tréskurð á íslandi, m.a. með því aö standa að sýningum á verkum félagsmanna. Fyrstu sýningu félagsins er ætlað að gefa yfirlit yfir vinnu og verk fé- lagsmanna. Fræðimenn hafa lýst því yfir að íslenskur alþýðuútskurður hafi liðið undir lok um aldamótin.-Á sýningunni má sjá allt það helsta sem er að gerast í alþýðuútskurði á íslandi í dag. -SF I>V Lögreglan: Allt í lagi í Reykj avík Mótorfákar lögreglunnar verða til sýnis. Lögreglan í Reykjavík kynnir sögu sína og starfsemi frá kl. 13 til 17 á sunnudaginn í Árbæjarsafni. Starfandi lögregluþjónar munu klæðast gömlum búningum og veita leiðsögn um lögreglusýningu sem verður á safninu i sumar. Þar má m.a. sjá vopn úr fórum lögreglunnar í Reykjavík og eftirlík- ingu af hinni illræmdu morgun- stjörnu sem vaktarar bæjarins not- uðu frá 18. öld til að stugga við drykkjumönnum. Hestar verða á svæðinu fyrir bömin og fá þau að bregða sér á bak en umferðardeild lögreglunnar mun einnig sýna vélfáka sína og þannig verður á svæðinu elsta mótorhjól lögreglunnar frá 8. áratugnum. Gömul Svarta-María verður opin fyrir gesti og vilji menn fá að smeygja sér inn í slíkan farkost er slíkt heimilt. Lögreglukórinn syngur svo af' sinni alkunnu snilld kl. 15 og Lúlli löggubangsi skemmtir börnum en á sýningunni má sjá forvera hans sem notaður var í umferðarfræðslu lög- reglunnar, Lása löggu. -SF Ljóðakvöld í Þingvalla- kirkju Útgáfufyrirtækið Andblær stend- ur fyrir ljóðakvöldi í Þingvallakirkju annað kvöld. Kvöldið er haldið í tilefni af út- komu fjórða heftis bókmenntatima- ritsins Andblæs og ljóðabókarinnar Hús á heiðinni eftir Steinunni Ás- mundsdóttur en hún hefur að geyma Þingvallaljóð. Andblær hefur að geyma efni eftir 23 höfúnda og er rúmar 70 blaðsíður. Lesturinn hefst kl. 20.30 en í hléi verður gengið út að Skötuvatni þar sem Steinunn mun segja ævintýri. -SF Kjarvalsstaðir: Útnefning borgarlista- manns 1996 Mánudaginn 17. júni kl. 14 verður útnefhdur borgarlistamaður 1996 og honum veitt viðurkenning. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í ís- lensku listalífi. Útnefningin fer fram 17. júní ár hvert. Að þessu sinni fer útnefningin fram á Kjar- valsstöðum. Guðrún Jónsdóttir, for- maður menningarmálanefndar, mun flytja ávarp og síðan mun borgarstjóri, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir útnefna borgarlista- mann. Bernardel strengjakvartett- inn mun leika við útnefninguna. 17. júní verður almenningi boðið að skoða endurgjaldslaust sýning- una íslensk náttúrusýn en hún er framlag Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum til Listahátíðar í Reykjavík. -SF Síðasta sýning í Þjóðleikhúsinu: Hamingj ur ánið Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á söngleiknum Hamingjuráninu,, sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir á smíðaverkstæðinu. Verkið er laufléttiu' söngleikur um hvunndagshetjur sem taka til sinna ráða til þess að glæða lífið rómantík og spennu. Þetta er hug- ljúf og bráðfyndin saga um óvenjú- legan bankaræningja og italska draumadís sem eiga það sameigin- legt að láta sig dreyma um betra líf. Leikendur eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Örn Ámason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Gunnars- dóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Flosi Ólafsson. Leikstjóri er Kol- brún Halldórsdóttir, búninga gerði Þórunn E. Sveinsdóttir, Þórarinn Eldjám þýddi. Jóhann G. Jóhanns- son sér um tónlistarstjórn, Axel H. Jóhannesson er höfundur leikmynd- ar og Björn Bergsteinn Guðmunds- son hannar lýsingu. Höfundur verksins er Bengt Ahlfors, einn fremsti revíu- og gamanleikjahöf- undur Norðurlanda. Siðustu sýningar eru í kvöld og á sunnudagskvöld. -SF Örn Árnason á góðum spretti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.