Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 4
20
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
3
^list
T Ó N L ! ST H S
■ Æm VI
^ 11
| V/ \| |
Reaggae on lce -1 berjamó
Sundurlaust
og
ómarkvisst
Fjölbreytnin í íslensku tón-
listarltfi er óneitanlega mikil og
hljómsveitin Reaggae on Ice
eykur enn á hana með reagga;
etöktum sínum á nýrri plötu í
berjamó. Reyndar er tónlist hljómsveitarinnar fjarri þvi að vera hrein-
ræktað reaggae, þetta er mikið frekar einhvers konar reaggaepopp sem
öðrum þræði á að vera fyndið en er það ekki fyrir mína parta. Platan ber
þess öll merki að vera sniðin fyrir sveitaballamarkaðinn; blanda af klass-
ískum erlendum og innlendum slögurum eins og Reaggae Nights, Many
Rivers to Cross, Hvers vegna varstu ekki kyrr, Upp í sveit, Lóan er kom-
in og Kyrrlátt kvöld við fjörðinn er það sem boðið er upp á ásamt
nokkrum nýjum lögum sem því miður eru í slakari kantinum. Mér finnst
að nær hefði verið fyrir sveitina að fylla plötuna einfaidlega af erlendum
stuðlögum og ballööum í stað þess að blanda þessu svona saman því út-
koman er hvorki fugl né fiskur. Og reyndar er ég orðinn æði þreyttur á
þessum endurgerðum af gömlum islenskum dægurlögum; það kemur
varla orðið út plata hérlendis lengur öðruvísi en að þar sé jaxlast meira
og minna á gömlum íslenskum lögum með einhvem hallærishúmor að
leiðarljósi. Þaö sem upp úr stendur á þessari plötu er söngur og flutning-
ur, Matthías Matthíasson er afbragsgóður söngvari eins og hann hefur
reyndar áður sannað og félagar hans bila hvergi i spilamennskunni. Og
ég efa það ekki að Reaggae on Ice getur náð upp góðu stuði á sveitaböllun-
um.
Sigurður Þór Salvarsson
Sixties - Ástfangnir
irk
Enn fleiri
íslensk
bítlalög
Fyrsta plata Sixties, Bítil-
æði, sló í gegn og hví þá ekki_______________________
að'reyna aftur á sömu nótum og fyrr? Bjóða upp á gleðipopp sem
naut vinsælda hér á landi á sjöunda og áttunda áratugnum, lög sem
í mörgum tilfellum eru hætt að heyrast og flestum gleymd nema
frumflytjendunum og aðstandendum þeirra!
Liösmenn Sixties og útgefandi þeirra grófu enn dýpra niður í dægurtón-
bókmenntir sjöunda áratugarins en fyrr þegar þeir völdu lög á plötuna
Ástfangnir. Lag Dúmbó og Steina, Ég sendi henni blikk, féli til dæmis
alltaf í skuggann af Angelínu á sínum tíma. Pónik-lagið Ástfanginn lét í
minni pokann fyrir Viltu dansa? og Hvers vegna? með Dátum fékk ekki
nándar nærri eins mikla athygli og Gvendur á Eyrinni af sömu plötu.
Þetta er ekki talið upp til að lasta lagavalið heldur til að benda á að vinna
var lögð í að tína saman lög á plötuna en rjóminn ekki fleyttur ofan af vin-
sælasta poppi sjöunda áratugarins eins og auðveldast hefði verið að gera.
Upphaflega stóð til að á nýju plötunni yrðu óútgefm íslensk bltlalög I
bland við önnur sem komust á plast á sínum tíma. Eitthvað mun vera til
af lögum eftir valinkunna höfunda sem ekki voru gefin út á sínum tfma
en hafa varðveist á böndum. Plata með slíku efhi hefði haft mun meira
gildi en sú sem kom út í byrjun mánaðarins. Vonandi verður af því að
Sixties sendi frá sér slíka plötu síðar.
Viðtökur plötunnar Bitilæði í fyrra sönnuðu að Sixties hittu í mark
með því að draga fram gamla poppiö og bjóða upp á það með sínum hætti.
Þeir hafa í sjálfu sér ekkert nýtt fram að færa á plötunni Ástfangnir. Hún
er nánast sami grautur I sömu skál og fyrr. Alis ekki vondur grautur en
orðinn dálítið venjulegur.
Ásgeir Tómasson
• 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín.
Þú þarft aðeins eitt símtal
í Kvikmyndasíma DV til aö fá
upplýsingar um allar sýningar
kvikmyndahúsanna ♦
KVIKMYNDAsmw
9 0 4 - 5 0 0 0
Brjóta upp formið, gefa út í sameiningu:
Súper 5
SSSÓL, Botnleöja, Funkstrasse, Spoon og Astral Sextettinn ákváðu að
sameina krafta sína í því skynl að gefa út plötu. Hópurinn gengur undir
nafninu Súper 5.
„Þetta er praktískt. í staðinn fyr-
ir fjórar tólf laga plötur í sumar,
sem er ekki góður sölutími, fær
kaupandinn þverskurð, einn fjórða
af plötu frá fjórum hljómsveitum á
verði einnar. Þetta vekur athygli á
hljómsveitunum sem eru að vinna
yfir sumarið, bryddar upp á nýjung-
um og brýtur upp formið," segir
Helgi Björnsson.
Útgefendur
Smáskífuútgáfa er dýr hér á landi
og safnplötur vekja ekki næga at-
hygli á flytjendum. Þetta eru aðalá-
stæður þess að SSSÓL, Botnleðja,
Funkstrasse, Spoon og Astral Sext-
ettinn ákváðu að sameina krafta
sína í því skyni að gefa út plötu.
Hópurinn gengur undir nafninu
Súper 5 og hefur gefið út 14 laga
plötu undir sama nafni.
Nýja afurðin inniheldur fjögur ný
lög frá SSSÓL. Hljómsveitin er þar
af leiðandi afkastamest, enda þekkt-
asta nafnið af þeim sem þar koma
fram. SSSÓL heldur upp á tíu ára
afmæli sitt fyrir jól og hefur unnið
saman nær sleitulaust i þann tíma
(sem er lengri en meðalgifting í nú-
tímaþjóðfélagi).
Spoon snýr aftur með nýja söng-
konu og þrjár glænýjar frumsmíðir
í rassvasanum.
Botnleðja býður upp á eitt nýtt
lag „Ég vil allt“, enska útgáfu af
„Þið eruð frábær" og pönkútgáfu af
Gauta laginu sem varð vinsælt i út-
varpsþættinum „í klóm drekans"
fyrr á árinu en það eru einmitt
stjórnendur þáttarins sem taka að
sér textaflutning í laginu af miklum
móð.
Funkstrasse, með „Hamarana",
Óttar Proppe og Sigurjón og „Risa-
eðluna" Möggu Stínu í fararbroddi
býður upp á frumsamið ofurfónk
með gleði og glitterívafi.
Aukalagið á síðan Astral Sextett-
inn sívinsæli, „Standing on the
Corner“, bíðandi eftir hverju?
Þess má geta að SSSÓL er á tón-
leikaferð um landið. Stefnan er að
hafa tónleikana færri en stærri og
má búast við að hinar sveitirnar í
Súper 5 fylgi með. Dagskráin fram
að Verslunarmannahelgi er sem hér
segir: 28. júní - 16 ára ball á Sjallan-
um, Isafirði, 6. júlí - Ýdalir, 13. júlí
- Njálsbúð, 20. júlí - Miðgarður, 26.
júli - Sjallinn Akureyri, 27. júlí -
Valaskjálf og Verslunarmannahelg-
in - Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Upphitun fyrir Pulp
Súper 5 hópurinn kemur síðan
fram á undan bresku hljómsveitinni
Pulp í Laugardalshöllinni 2. júlí
næstkomandi. Því hefur einnig ver-
ið fleygt að besti vinur okkar,
Damon Albarn, láti sjá sig. Eitt er
víst að Súper 5 er súpergrúppa
hljómsveita og útgefenda. -GBG
Greifarnir „dukka upp"
Áður hefur verið skrifað og skraf-
að um hringrás tísku og tónlistar
hér í tónlistarblaði DV. Nú er
ástæðan tæplega tíu ára gamalt
tímabil sem hefur fengið titilinn
„Með sítt að aftan“.
Um þetta leyti rennur nostalgían
um æðar Greifanna sem halda upp
á tíu ára afmæli hljómsveitarinnar.
Hljómsveitin dúkkaði upp síðasta
sumar, fékk góðar viðtökur (alltaf
troðfullt), fannst gaman, ákvað að
koma aftur í ár, halda upp á tíu ára
afmælið og gefa út plötu.
Platan ber nafnið „Dúkka upp“,
titifl í tvískinnungi eins og við kom-
um að hér á eftir. Á henni eru 20
lög, fjögur þeirra ný, eitt endurgert
og 15 endurtíðnigreind svo þau
hljómi betur í nútíma tæknivæddu
hljómflutningsumhverfi.
Þegar er lagið „Óhemja" farið að
hljóma á öldum ljósvakamiðlanna
en er það dæmigert fyrir Greifatón-
listina þá og nú?
„Fannst þér það sérstaklega
Greifalegt?" spyr Viddi. „Við höfum
alltaf verið að gera það sem okkur
Greifarnir hafa dúkkað upp aftur og
njóta mikilla vinsælda.
finnst skemmtilegast, aldrei dottið
niður á formúlu og búið til lög eftir
henni.“ Eftir smáumræður kom í
ljós að Greifatónninn hélt sér vegna
svipaðra raddana Vidda og Felixar.
„Við höfum farið mjög víða í tónlist-
inni og gerum það einnig í nýju lög-
unum,“ segir Viddi.
Gömlu lögin er lög sem við þekkj-
um öfl. „Frystikistulagið", „Hrað-
lestin", „Viskubrunnur", „Útihátíð"
og fleiri, enda strákarnir í vandræð-
um með að stöðva fólk þegar það
byrjar að syngja með.
„Við héldum ball á Akureyri um
daginn og fólkið hélt áfram að
syngja í fjörutíu og fimm mínútur
eftir að við hættum að spila. Það
neitaði að fara út.“ segir Viddi.
Greifarnir virðast sem sagt vera
jafnvinsælir núna og þeir voru þeg-
ar þeir hættu á sinum tíma.
Dúkkulegir
Framhlið nýju plötunnar á lík-
lega eftir að vekja mikla athygli.
Þar eru hljómsveitarmeðlimir um-
kringdir dúkkum. Ekki dúkkuleg-
um stelpum heldur alvörudúkkum,
enda eru þeir að dúkka upp á nýjan
leik eftir þónokkurt hlé.
Spurðir um framtíðina eru strák-
arnir óvissir. Sérstaða sveitarinnar
er jú sú að það hafa alltaf verið
sömu mennirnir í henni og enginn
þeirra hefur verið í annarri hljóm-
sveit. Karakter hljómsveitarinnar
byggir sem sagt á öllum meðlimum,
ekki einum „aðalfrontara".
Greifamir ætla að spila í sumar.
Svo bara sjáum við til. -GBG
Older - George Michael:
★★★
Platan er fyllilega samboðin
fólki sem kann að meta þægilega
hljómandi og vel samansettar lag-
línur. -ÁT
Fairweather Johnson - Hootie & The
Blowfish:
★★★
Lögin á plötu Hootie & The
Blowfish eru jöfn og góð, melódísk
og vel flutt og aflt eins og það á að
vera. -SÞS
The Score - Fugees:
★★★
The Score er í heild sinni góð
viðbót við það poppaða og meló-
díska rapp sem komið hefur fram
á sjónarsviðið hingað til. -GBG
Mersybeast - lan McNabb:
★★★
Tónlist McNabbs er melódískt
rokk með sterkum blúsáhrifum og
eilítið hráum undirtón. Það er
sama hvar borið er niður, hvergi
er veikan punkt að finna; hvert
lagið er öðru betra og þetta er
besta rokkplata ársins það sem af
er. -SÞS
Ledbetter Heights - Kenny Wayne
Shepard:
★★★"Í
Hér er á ferðinni upprennandi
snillingur. Kenny Wayne er kom-
ungur hvítur strákur sem afsann-
ar það að hvítir geti ekki leikið
blús enda hlaða gamlir blúshund-
ar hann lofi. Tónlistin er rokkskot-
ið gítarblús í anda Stevie Ray
Vaughans og ef hann heldur rétt á
spilunum gæti Kenny Wayne orðið
arftaki Stevie Ray . -SÞS
Lesters Bowie Brass Fantasy - The
Fire This Time
★★★ •
Flutningurinn spannar marga
stíla og kynslóðir í djassi. Tónlist-
in , vill stundum hljóma dálítið
tómleg i neðri registrum, þar sem
túba gefur ekki sömu fyllingu og
rafmagns- eða kontrabassi en það
venst bærilega. Það er nóg af góðri
tónlist hér en það er uppáfinninga-
samur gleðskapur sem er í fyrir-
rúmi frekar en nákvæmni. -IÞK