Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 Eldri borgarar munu kynna handverk fyrri tíma. Árbæjarsafn: Glatt á hj alla Teymt verður undir bömum frá kl. 14 til 15 á morgun, laugardag. Leiðsögn verður um leikfangasýn- inguna fyrir yngstu safngestina og farið verður í gamla leiki. Þeir sem vilja geta spreytt sig á léttum spum- Útvarp Umferðarráðs enda sem varða öryggi þeirra í um- ferðinni. í samvinnu við Vegagerð- ina, lögreglu og fleiri aðila leitast ráðið við að gefa upplýsingar um ástand vega og færð, jafht utan þétt- býlis sem innan. Fastir útsendingar- tímar eru á útvarpsstöðvunum virka daga. FM 957 sendir út kl. 7.45 og 17.10 Rás 2 sendir út kl. 7.55 og 16.55 Lindin sendir út kl. 8.10 Aðalstöðin sendir út kl. 8.20 og 17.20 Sígilt FM sendir út kl. 8.40 og 17:35 Bylgjan sendir út kl. 16.45 Rás 1 sendir út kl. 8.40 á þriðju- dögum og 17.52 mánudaga, miðviku- daga og fostudaga. Utan þessa er sent út á laugardög- um og á öðrum tímum ef sérstök ástæða þykir til. Vatnaskógur: Útvarp Umferðarráðs hefur nú skeið. Ráðið sendir daglega út upp- verið starfandi um fjögurra ára lýsingar og ábendingar til vegfar- Dagskrárgerðarmenn Útvarps Umferðarráðs eru: Helga Sigrún Harðardóttir, Óli H. Þórðarson, Sigurður Helgason, Þorsteinn G. Gunnarsson og Þuríður Sigurðardóttir. ingaleik og dregið verður úr réttiun svöram 1. júlí og fá vinningshafar þá glaðning frá safninu. Á sunnudaginn verður hins vegar dagskráin Glatt á hjalla en þá munu eldri borgarar kynnna handverk fyrri tíma. Boðið verður upp á ný- bakaðar lummur og harmóníkuleik auk þess sem kór eldri borgara mun taka lagið. -ilk Kristilegt fj ölskyldumót Kristniboðssambandið gengst fyr- ir almennu, kristilegu móti í Vatna- skógi um helgina. Þetta er í 51. skipti sem þetta mót er haldið. Yfirskrift mótsins er Hamingju- leiðin og er þar vitnað til ritningar- orðs. Mótið hefst ki. 21.30 í kvöld og lýkur með samkomu sem byrjar kl. 14.00 á sunnudag. Sérstök fjölskyldu- samkoma verður á laugardag í um- sjón tvennra hjóna sem starfað hafa í Afríku. Mikill almennur söngur verður á mótinu nú sem fyrr og leit- ast verður við að flytja einfaldan og skýran boðskap. Hægt verður að tjalda eða fá svefnpokapláss inni í skálum. Veit- ingar verða á borðstólum og gert er ráð fyrir öllum aldurshópum. Fyrirlestur um fæðubótarefni Hallgeir Toften, sérfræðingur í fæðubótarefnum, heldur fyrirlestra á vegum Golden Neo Life Diamite (GNLD) á íslandi. Fyrirlestrarnir verða á Hótel KEA á Akureyri kl. 14 á laugardag og á Hótel íslandi kl. 20 á sunnudag. Hallgeir mun sérstak- lega ræða um þörfina fyrir fæðubót- arefni og hvemig þau geta hjálpað til við að bæta heilsu okkar og fyr- irbyggja sjúkdóma. Hægt verður að leggja fyrirspum- ir fyrir Hallgeir sem varða fæðubót- arefni. Aðgangur að fyrirlestranum er ókeypis. -ilk Hallgeir Toften er sérfræðingur í fæðubótarefnum Norræna húsið: ísland í dag Á sunnudaginn verður ísland í dag á dagskrá Norræna hússins. Þessi dagskrá er í fyrirlestraformi og hefur verið í g£mgi síðastliðin fimm sumur. Fyrirlestrarnir eru sérstaklega ætlaðir norrænum ferðamönnum og fjallað verður um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í íslenskum þjóðmálum. Einar Karl Haraldsson mun íjalla sérstaklega um nýafstaðnar forseta- kosningar. Einnig gefst fólki tæki- færi til að koma með fyrirspumir en þessi dagskrá verður flutt á sænsku og finnsku. ísland í dag verður í Norræna húsinu alla sunnudaga og byrjar kl. 17.30. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á sérstaka rétti fyrir ferða- menn. -ilk Þorsmörk: Fj ölskylduhelgi Ferðafélag Islands stendur fyrir fjölskylduhelgi í Þórsmörk um helg- ina. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla. Farið verður í léttar gönguferðir, fólk getur tekið þátt í ratleik, það verður grillað og kvöldvaka verður fyrir þá sem vilja. Boðið verður upp á gistingu í skál- anum í Langadal en einnig er hægt að tjalda. í tengslum við fjölskylduferðina verður farið í nýstárlega Fimm- vörðuhálsgöngu. Lagt verður af stað kl. 20.00 í kvöld og gengið úr Þórs- mörk, yfir hálsinn og komið niður vestan Skógár. Þetta er leið sem ekki hefur verið farin áöur í þessum ferðum. Farið verður í Seljavalla- laug eftir gönguna. Það er tilvalið fyrir börn, ung- menni og foreldra að fjölmenna í skemmtilega ferð um helgina. -ilk Það verður gaman í Þórsmörk um helgina. Þorvaldsdalsskokk Hiö árlega skokk eftir endilöng- um Þorvaldsdal í Eyjafirði verður á laugardag. Hlaupið hefst kl. 10 að morgni og kostar þátttakan 700 krónur. Þetta er dæmigerð óbyggðaferð þar sem menn fylgja fjárgötum eða fara sínar eigin leið- ir. Vegalengdin er 26 kílómetrar og eru allir yfir 16 ára aldri hvatt- ir til þátttöku, hlauparar jafnt sem göngufólk. -ilk Sjómennska og sjávarhættir Gamall sjómaður mun sýna vinnu við lóðir í Sjóminjasafninu í Hafnar- firði á sunnudaginn. Stefnan er að kynna verklega sjóvinnu alla sunnudaga í sumar. í forsal Sjóminjasafns stendur auk þess yfir sýning á 15 olíumál- verkum eftir Bjarna Jónsson list- málara. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrir daga vélvæðingar. Sýning sjómannsins mun standa frá 13.00 til 17.00. -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.