Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 23 Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Prestarnir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Fermd- ar verða systurnar Aníta og Anja Ped- ersen frá Kolding í Danmörku, p.t. Nönnugötu 6, Rvk. Árni Bergur Sigur- björnsson. Breiðhoitskirkja: Guðsþjónusta ki. 11. Samkoma ungs fóiks með hlutverk kl. 20. Gísii Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Gunnar Sigurjónsson. Dómkirkjan: Prestsvígsla kl. 10.30. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir cand. theol. Guðjón Skarphéðins- son til sóknarprests í Staðastaðar- prestakalli í Snæfellsness- og Dalapró- fastsdæmi. Vígsluvottar: Sr. Ingiberg Hannesson prófastur, sem lýsir vígslu, sr. Gísli Kolbeins, sr. Jón Bjarman og sr. Lárus P. Guðmundsson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjón- ar fyrir altari ásamt biskupi. Dómkórinn syngur. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fella- og Hólakirkja: Messa ki. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. GrensáskirkjaiGuðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Fríkirkjan: Guðsþjónusta kl. 14. Cecil Haraldsson. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sókn- arnefnd. Garðakirkja: Messa kl. 11 fyrir hádegi. Fermd verður Svanhildur Rósa Pálma- dóttir, Ásbúð 40, Garðabæ. Kristín Þórunn Tómasdóttir guðfræðingur flyt- ur hugvekju. Kór Vídalínskirkju syngur. Sr. Bragi Friðriksson. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestarnir. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Kam- merkór Dómkirkjunnar í Haderslev í Danmörku syngur í messunni. Tónleik- ar Kammerkórs Dómkirkjunnar í Haderslev kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Hjallakirkja: Guðsþjónusta fellur niður í Hjallakirkju vegna sumarleyfa starfs- fólks. Sóknarbörnum er bent á guðs- þjónustu afleysingaprests í Breiðholts- kirkju. Kristján Einar Þorvarðarson. Hofskirkja á Skaga: Fermingarmessa kl. 14. Fermdur verður Magnús Ámi Hallgrímsson, Skeggjastöðum, Skaga- hreppi. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Kópavogskirkja: Messa og ferming kl. 11. Fermd verður Harpa Hannes- dóttir, Þinghólsbraut 82. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Laugarneskirkja: Vegna sumarleyfa er minnt á guðsþjónustu í Áskirkju. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestúrsr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju (hópur IV) syngur. Kaffisopi eftir messu. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Halldór Reynisson. Seljakirkja: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson predikar. Söng- hópurinn Smávinir kemur fram í guðs- þjónustunni. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Stórólfshvolskirkja: Messa kl. 14. Séra Sigurður Jónsson í Odda kveður söfnuðinn en hinn 1. júlí nk. flyst Stór- ólfshvolssókn frá Oddaprestakalli til Breiðabólsstaðarprestakalls. Verður sókninni upp frá því þjónað af sóknar- prestinum á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð. Ko sninga vökur f orsetaframbj óðenda Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að kosningar til embættis forseta íslands koma til með að fara fram á laugardaginn. Frambjóðendur verða allir hver með sína kosningavökuna þar sem fylgst verður með talningu atkvæða og nýj- ustu tölum. Frambjóðendurnir verða staddir á eftirfarandi stöðum: Pétur Kr. Hafstein verður ásamt stuðnings- mönnum sínum á Hótel íslandi og hefst kosninga- vakan þar kl. 21. Guðrún Agnarsdóttir og stuðningsmenn henn- ar verða á Hótel Borg frá kl. 22. Ástþór Magnússon og stuðningsmenn munu verða á Píanóbamum frá kl. 20.30. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ætla að verða á Hótel Sögu og hefst vakan þar kl. 21. -ilk Kosningasveifla í Glæsibæ í kvöld mun hljómsveitin Upplyft- ing standa fyrir miklu fjöri í Dans- húsinu Glæsibæ. Annað kvöld mun sama hljómsveit halda uppi dúndr- andi kosningasveiflu á sama stað. Þessa hressu hljómsveit skipa Krist- ján Snorrason, Már Elíasson og Haukur Ingibergsson. -ilk Bylting í Kántrýbæ Það verður fjör á morgun á Skagaströnd. Þar mun hljómsveitin Bylting troða upp í Kántrýbæ fyrir alla sem vilja hlusta. Hljómsveitin hefur heldur ekki hugsað sér að sitja auðum höndum í kvöld því þá ætlar hún að skemmta á Hótel Ólafsfirði. -ilk ÍS-dagurinn mikli í dag mun starfsfólk íslenskra sjávaraafurða hf. halda upp á ÍS- daginn að Sigtúni 42. Fjölskyldur þeirra verða á svæð- inu og gert er ráð fyrir skemmti- legri dagskrá. Ætlunin er að grilla ýmislegt góðgæti úr sjónum eins og lýsing, alaskaufsa og loðnu. Þá mun Lúðrasveit Laugarnesskóla leika fyrir ÍS-dagsgesti og karlakórinn Fóstbræður ætlar að taka lagið. Skemmtunin mun standa yfir frá kl. 16.00 til 19.00 og er einnig haldin fyrir alla nágranna ÍS. -ilk Listhús Ófeigs: Augnablik! Hin þýska Margret Schopka frá Köln ætlar að opna sýningu á verkum sínum á morgun, laugar- dag, í Listhúsi Ófeigs. Yfirskrift sýningarinnar er Augnablik! og þar munu koma til með að vera 16 myndir. Viðfangsefni Margretar er manneskjan, vamarlaus, ein- mana og særð. Myndirnar eru í akrýl á dúk, þar sem listakonan hefur skafið og krafsað hvert lag- ið af öðru. Þannig vill hún meina að innri mynd manneskjunnar speglist í hrjúfu yfirborði verks- ins. Margret stundaði nám í mynd- list í Hamborg. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin verður opin alla daga nema sunnudaga þangað til 13. júlí. -ilk Um 200 hundar verða á Akureyri á sunnudag. Akureyri: Alþjóðleg hundasýning Það verða sýndir um 200 hundar í íþróttahúsinu á Akureyri á sunnu- dag. Um er að ræða alþjóðlega hundasýningu á vegum Hundarækt- arfélags íslands. Áður en úrslit hefj- ast munu ungir sýnendur á aldrin- um 10 til 16 ára koma fram með hundana sína. Þá tekur dómari ekki tillit til hundsins heldur dæmir sýn- andann, hvernig hann ber sig að. Dómarar eru tveir, Gitta Ringwall frá Finnlandi og Paul Stanton frá Svíþjóð. Sýningin hefst kl. 9.00 og lýkur rúmlega 16.00. ilk Kór Islensku óperunnar: Vinsæl íslensk kórlög í Hveragerði Vestmannaeyj ar: A A móti sól Vestmannaeyingum á ekki að þurfa leiðast um helgina. Hljóm- sveitin Á móti sól mun nefiii- lega skemmta þeim á Lundan- um í Vestmannaeyjum í kvöld, fostudagskvöld, og annað kvöld. Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölf- uss stendur fyrir tónleikum í Hvera- gerðiskirkju i kvöld. Á tónleikunum mun kór íslensku óperunnar syngja undir stjórn Garðars Cortes. Á efn- isskránni eru vel þekkt og vinsæl ís- lensk kórlög og nokkrir óperukórar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. -ilk Garðar Cortes stjórnar kór íslensku óperunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.