Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Qupperneq 2
16 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 tónlist TÓNLISUR Upplyfting - 20 vinsæl lög *★ Afmælisgjöf Upplyftingar Hljómsveitin Upplyfting fagnar tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári með því að senda frá sér safndisk með tuttugu vinsælum lögum. Lögin á plötunni eru reyndar miklu fleiri því tveir titlarnir innihalda syrpur sem hafa notið tölu- verðra vinsælda á liðnum árum, fyrst syrpan í sum- arskapi og löngu síðar La- la syrpan („Góðan daginn gamla gráa skólahús, menntaveginn gekk ég og fékk aldrei lús!“) Upplyfting fór reyndar ekki að láta að sér kveða fyrr en tveir stofnendur hennar hófu nám við Samvinnuskólann að Bifröst. Þar komu nokkrir aðrir nemendur til sögunnar, svo og skóla- stjórinn og eftir það fékk ekkert stöðvað hljómsveitina. Hún sendi fyrstu plötuna frá sér árið 1980 og síðan tvær til viðbótar næstu tvö árin á eftir. Síðan liðu átta ár þar til fjórða platan kom út. Rjómann af þessum fjórum plötum er að finna á 20 vinsælum lögum. Kveðjustund, titillag fyrstu plötunnar, hefur reyndar ver- ið hljóðritað að nýju og syngur Sigrún Eva Ármannsdóttir það að þessu sinni. Þá er á plötunni eitt lag sem Upplyfting hefur áreið- anlega spilað ótal sinnum en hefur ekki verið til á plötu fyrr en nú. Það er lagið 17. júní eftir skólastjórann sem fyrr var getið, Hauk Ingibergsson. Það var hins vegar Dúmbó sextettinn sem hljóðritaði það fyrst. 20 vinsæl lög er eflaust kærkominn gripur fyrir aðdáendur Upplyftingar. Fyrstu þrjár plötur hljómsveitarinnar hafa verið ófáanlegar um margra ára skeið. Nú er sem sagt hægt að endur- nýja kynnin við Traustan vin, Rabarbara Rúnu og fleiri iög sem nutu vinsælda í óskalagaþáttum gömlu gufunnar viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár. Margt af lögum Upplyft- ingar er reyndar álika nútímalegt og þessir gömlu óskalagaþætt- ir en það er eitthvað vinalegt við þau sem vekur upp endurminn- ingar um löngu liðna tíð. Og meðan kaupendur finnast sem vilja láta löngu gleymda smelli ylja sér um hjartarætúr á útgáfa eins og 20 vinsæl lög með Upplyftingu rétt á sér. -ÁT Crowded House ★★★ - Recurring Dream (The very Best of) I anda Cohens og McCartneys RiarsHVS’ Það er ekki að ástæðu- lausu sem Neil Finn, laga- höfundur Crowded House, hefur uppnefnt höfundarstíl sinn Leonard & McCartney. Margt í textunum minnir á hina dökku lífssýn Leon- ards Cohens en síðan koma viðlögin eins og beint úr lagasafni McCartneys. Ekki beinlínis stælingar en eitt og annað minnir óneitan- lega á Bítlana, sérstaklega þegar raddsetningarnar eru látnar hljóma svipað og hjá gömlu meisturunum. Nokkru eftir að platan sem hér er til umfjöllunar kom út til- kynnti Finn, höfuð og heili Crowded House, að dagar hljómsveit- arinnar væru senn allir. Standi sú yfirlýsing náði Crowded Hou- se að senda frá sér fjórar hljóðversplötur á ferlinum. Á Recurr- ing Dream (The very Best of) eru fjögur lög af hverri þessara platna og þrjú ný til viðbótar, Not The Girl You Think You Are, Instinct og Everything Is Good for You. Þau falla ágætlega inn í heildina, sérstaklega síðast talda lagið. Að öðru leyti er hið áheyrilegasta popp á plötunni. Þekktustu lögin eru þarna að sjálfsögðu, lög eins og Don’t Dream It’s Over, Four Seasons in One Day, Something so Strong og Better Be Home soon. Önnur hafa kannski ekki heyrst jafn oft í útvarpinu en eru þó ágætlega hlustunarvæn. í heildina er Recurring Dream þokkalegasti gripur. Lög Neils Finns eru svo sem engin meistara- verk eða tímamóta lagasmíðar. Handverkið er hins vegar gott ef hægt er aö nota slíkt orð um dægurlagasmíð. -ÁT Salsaveisla aldarinnar er heitið á nýrri sumarplötu sem var að koma út. Á henni er blandað sam- an nýrri og gamalli tónlist í suð- ur- amerískum stíl með innlend- um flytjendum og erlendum. Af þeim innlendu eru Milljónamær- ingarnir atkvæðamestir. Þeir flytja fjögur lög, þar af þrjú áður óútgefin sem þegar eru farin að hljóma oft á dag á öldum ljós- vakans. Milljónamæringarnir hafa þeg- ar gefið út tvær plötur í fullri lengd, Ekki þessi leiðindi, sem kom út árið 1993, og Milljón á mann sem kom út ári síðar. Á þessum tveimur plötum var að finna eitt frumsamið lag, Marsbúa Cha Cha sem er einmitt á Salsa- veislunni. Þar er einnig nýtt frum- samið Milljónamæringalag, Lúð- vík, sem er eftir Ástvald Trausta- son hljómborðsleikara. Textann samdi Stefán Hilmarsson sem syngur með Milljónamæringunum um þessar mundir sem Vestur-ís- lendingurinn Stephan Hilmarz. Hin lögin tvö sem Stephan Hilmarz og Milljónamæringarnir eiga á Salsaveislu aldarinnar eru erlend en hafa fengið íslenska texta Stefáns Hilmarssonar. Ann- að nefnist á frummálinu Coffee Song en heitir hér Kaffi til Brasil- íu. Hitt er gamli smellurinn Shim- my Shimmy Koko Bop sem nú nefnist Svimi, svimi, svitabað. í því lagi kveðja Stefán og Milljóna- mæringarnir Önnu Mjöll Ólafs- dóttur til leiks. Gamalkunnir mambó- smellir Önnur lög með íslenskum flytj- endum á Salsaveislu aldarinnar eru Pabbi vill mambó sem Jóhann Möller syngur, Hæ mambó með Hauki Morthens og Kóngasamba hljómsveitarinnar Júpiters. Tvö fyrrnefndu lögin eru komin nokk- uð til ára sinna. Pabbi vill mambó var hljóðritað í Reykjavík árið 1955 og gefið út sama ár. Hljóm- sveit Jans Moráveks lék undir hjá Jóhanni og Tónasystur sungu með honum. Haukur Morthens hljóð- ritaði Hæ mambó einnig árið 1955. Hann vann sitt lag í Kaupmanna- höfn meö dyggri aðstoð hljóm- sveitar Jörns Grauengaards. Kóngasamban kom fyrst út árið 1992 á plötu Júpíters, Tja tja. Erlend frá ýmsum tím- um Erlendu lögin eru úr öllum átt- um og frá ýmsum tímum. Nýju lögin eru Macarena með Los Del Mar og Soul Limbo með Mr. Bongo. Af hinum eldri má nefna Guaglione, flutt af mambókóngin- um Perez Prado. Það kom fyrst út árið 1959 en stendur enn fyllilega fyrir sínu. Ellefu árum yngra er Mas Que Nada sem flutt er af Sergio Mendes og Brasil 66 hljóm- sveitinni. Öllu nýrri af nálinni er Oye Mi Canto með Gloriu Estefan sem varð öllu þekktara í ensku- mælandi löndum sem Hear My Voice. Gipsy Kings syrpan sívin- sæla er einnig á plötunni, sömu- leiðis diskó-saisa smellurinn Cuba með Gibson Brothers og eitt fyrsta lagið sem varð vinsælt með hljómsveitinni Santana, Oye Como Va. Þá er einnig vert að geta „heits“ lags sem Buster Poin- texter gerði vinsælt fyrir nokkr- um árum, lagið Hot Hot Hot. Á Salsaveislu aldarinnar er það hins vegar í eldri útgáfu með Ar- row. Það voru forkólfar hljómplötu- útgáfunnar Spors, Steinar Berg ís- leifsson og Jónatan Garðarsson, sem höfðu veg og vanda að því að velja lög á Salsaveislu aldarinnar og samkvæmt upplýsingablaði með diskinum er hugmyndin frá Steinari komin. Milljónamæringarnir með Stephan Hilmarz í fararbroddi eru atkvæðamiklir á Salsaveislu aldarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.