Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 10
24 jmyndbönd
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 JDV
- lék fyrst í kvikmynd 14 ára gömul og krækti íTom Cruise rúmlega tvítug
í níunda sæti þessa vikuna á
myndbandalistanum er hin ágæta
kvikmynd To Die for, sem leikstýrð
er af Gus Van Sant, en eftir hann
liggja tvö meistaraverk, Drugstore
Cowboy og My Private Idaho. To
Die for fékk góðar viðtökur hjá
gagnrýnendum og var það ekki síst
að þakka frábærum leik Nicole
Kidman í aðalhlutverkinu, óá-
nægðrar eiginkonu sem svífst
einskis til að koma sér áfram í
sjónvarpsbransanum. To Die for er
svört kómedía og tekst Nicole Kid-
man á einkar áhrifaríkan hátt að
lýsa hinni spilltu ef ekki geðveiku
aðalpersónu.
Nicole Kidman hefur átt nokkuð
á brattann að sækja í Hollywood á
undanförnum árum og það voru
margir sem töldu að frami hennar
væri eiginmanninum Tom Cruise
að þakka. Hún kynntist honum við
gerð Days of Thunder og hafa þau
búið saman í hamingjusömu hjóna-
bandi síðan og að auki leikið sam-
an í annarri kvikmynd, Far and
Away.
Hlaut frægð í sjónvarpsseríu
Nicole Kidman fæddist á Hawaii
en ólst upp í Ástralíu. Hún hafði
frá bamæsku haft áhuga á leiklist
og sýndi strax góða tilburði. Hún
er komin af einni af ríkustu og
virtust fjölskyldu í Ástralíu, svo að
ekki eru það peningarnir sem hún
sóttist eftir.
Strax á barnsaldri var hún bæði
í ballett og leiklist og var sett í leik-
listarskóla aðeins tíu ára gömul.
Hún fékk sitt fyrsta hlutverk í
kvikmynd fjórtán ára gömul, mynd
sem hét Bush Christmas. Eftir það
má segja að hún hafi lagt allt ann-
að á hilluna og snúið sér algjörlega
að leiklistinni. Hún lék í mörgum
misgóðum táningamyndum. Má
þar nefna BMX Bandits,
Windrider, Winners og míniserí-
una Five Mile Creek. Milli þess
sem hún var fyrir framan kvik-
myndavélina lék hún í tveimur
leikhúsum sem sérhæfðu sig í
verkum fyrir börn, Theatre for
Young People og Martin’s Youth
Theatre, þar hlaut hún talkennslu
og las leikhússögu.
Það var fyrir leik sinn i hinni
rómuðu sjónvarpsseríu Vietnam
sem frægðarsól hennar fór fyrst að
hækka og má segja að hún hafi orð-
ið stjarna á einni nóttu í Ástralíu.
Þetta var árið 1985 og þá var Kidm-
an 17 ára gömul. Hún fékk verð-
laun sem besta leikkona ársins,
bæði hjá áströlsku kvikmyndaaka-
demíunni og áströlskum áhorfend-
um. Nú fóru hinir „stóru“ leikstjór-
ar Ástrala að fá áhuga á þessari
ungu leikkonu og streymdu tilboð-
in til hennar. Lék hún nú í úrvals-
myndunum Emerald City, Flirting,
The Year My Voice Broke og
Dead Calm, en það var sú
síðasttalda sem braut ís-
inn fyrir h
Bandaríkjun-
um.
Eiginmaður Nicole Kidman, Tom Cruise, leikur aðalhlutverkiö í Mission Impossible. Á myndinni mæta þau hjónin
Cruise og Kidman á leiö tii frumsýningarinnar
milli hennar og Tom Cruise og
hafa þau verið óaðskiljanleg síðan.
Nicole Kidman hefur síðan leik-
ið í nokkrum kvikmyndum, flestar
hafa þær hlotið góðar viðtökur og
leikur hennar hefur ávallt þótt
góður. Hún fékk Golden Globe
verðlaunin fyrir leik sinn í Billy
Bathgate þar sem hún lék á móti
Dustin Hoffman en upp úr stendur
þó leikur hennar í To Die for og
með leiksigri sínum í þeirri mynd
er víst að fáir verða til þess að
segja að frægð hennar eigi hún eig-
inmanninum að þakka. Aðrar
kvikmyndir, sem Nicole Kidman
hefur leikið í, eru: Malice, þar sem
hún lék á móti Alec Baldwin, My
Life, á móti Michael Keaton, og þá
lék hún í nýjustu Batman-mynd-
inni, Batman Forever. Næsta kvik-
mynd sem bíógestir fá að að sjá
þessa áströlsku leikkonu i er
Portrait of a Lady, sem er byggð á
klassískri skáldsögu eftir Henry
James.
-HK
í To Die for leikur Nicole Kidman
hættulega konu. Á myndinni er hún
með Mat Dillon sem ieikur eigin-
mann hennar.
Frægð í Hollywood
I kjölfar vinsælda
Dead Calm fóru að
koma tilboð frá
Hollywood. Áður
en Kidman fór
til Banda-
ríkj-
anna lék hún i sjónvarpsseríunni
Bankok Hilton fyrir sömu aðila og
höfðu gert Vietnam. Hún kaus í
sinni fyrstu bandarísku kvikmynd
að leika í spennumyndinni Days of
Thunder. Þetta var örlaga-
rík ákvörðun
því ekki
leið á
löngu
þar til
ástin
blossaði
upp á
Nicole Kidman fædd-
ist á Hawaii en ólst
upp í Ástralíu. Hún
ha fði frá barnæsku
haft áhuga á leiklist
og sýndi strax góða
tilburði. Hún er kom-
in af einni af ríkustu
og virtustu fjölskyldu
í Ástralíu, svo að ekki
eru það peningarnir
sem hún
sóttist eftir.
Guðlaugur Gttesen
SÖlumaður: Dennis the
Menace og hún var góð.
Þorsteina Adolfsson:
Four Weddings and a Funeral.
Jóhann Samsonarson:
Nýjasta James Bond og hún
var þokkaleg.
Erla Björk Guðmunds-
dóttir: Ég horfði síðast á
SeVen, held ég. Hún var góð.