Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 6
um helgina
WWlF&Mi*
I ¥eihínvm»i
m
A. Hansen Vesturgölu 4, Hf„ s
mm
mi 565 1693.
Opið 11.30-22.30 alla daga.
Á næstu grösum Laugavegi 20, sfmi 552
8410. Opið 11.30-14 og 18-22 v.d., 18-22 sd.
og lokað Id.
Argentína Barónsstíg 11a, sími 551 9555. Opið
18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
Asía Laugavegi 10, sími 562 6210. Opiö
11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd„ 11.30-23.30 fd.
og Id.
Askur Suðurlandsbraut 4, sfmi 553 8550. Opið
11- 22 sd.-fid„ 11-23.30, fd. og Id.
Áslákur Ási, Mosfellsbæ. Opið fi. og su. 18-01
ogfð. og lau. 18-03.
Atlas Bankastræti, sfmi 551 9900. Opið
18-23.30 sd.-fi. og 18-23.30 fd Jd.
Austur Indía Fjelagið Hverfisgötu 56, sími 552
1630. Opið alla daga frá kl. 18.
Banthal Laugavegur 130, sfmi 552 2444. Opið
18-22 md. til fi. og 18-23 fd. til sd.
Blál barinn Klapparstig 38, sfmi 561 3131.
Opið vd. 11.30 til 1.00 og um helgar til 3.00,
Café Ópera Lækjargötu 2, simi 552 9499/562
4045. Opið 18-1 fd. og ld„ 11.30-1 v.d.
Café Kim Rauðarárstíg 37, sfmi 562 6259. Opið
8-23.30.
Carpe Diem Rauðarárstíg 18, sími 562 3350.
Opiö 11-23 alla daga.
Grand hótel Sigtúni 38, sfmi 568 9000. Opið
12- 15 og 18-23.
Gullni haninn Laugav. 178, s. 588 9967. Opið
11.30- 14.30 og 18-22 v.d„ 18-23 fd. og Id.
Hard Rock Café Kringlunni, sími 568 9888.
Opið 11.45-23.30 md.-ld„ 12-23.30 sd.
Hornið Hafnarsfræti 15, sfmi 551 3340. Opið
11— 23.30 alla daga.
Hótel Borg Pósthússtræti 11, slmi 551 1440.
Opiö 8-23.30 alla daga.
Hótel Holt Bergstaðastræti 37, sfmi 552 5700.
Oplð 12-14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30 og
18-22 fd. og Id.
Hótel ísland v/Ármúla, sími 568 7111. Opið
20-3 fd„ 19-3 Id.
Hótel Loftleiðlr Reykjavíkurflugvelii, simi 552
2322. Opið í Lóninu 0-18, f Blómasal 18.30-22.
Hótel Oðlnsvé v/Óðinstorg, sfmi 552 5224.
Opið 12-15 og 18-23 v.d„ 12-15 og 18-23.30
fd. og Id.
Hótel Saga Grillið, sfmi 552 5033, Súlnasalur,
sími 552 0221. Skrúður, sími 552 9900. Grillið
opið 19-22.30 alla daga, Súlnasalur 19-3 ld„
Skrúður 12-14 og 18-22 alla daga.
Humarhúslð Amtmannsstfg 1, sími 561 3303.
Opið 10-23.30 v.d„ 10-1 Id. og sd.
Ítalía Laugavegi 11, simi 552 4630. Opiö
11.30- 23.30 alla daga.
Jónatan Livingston Mávur Tryggvagötu 4-6,
sfmi 551 5520. Opiö 17.30-23 v,d„
17.30- 23.30 fd. og Id.
Kaffi Austurstræti 6, sími 552 2615. Opiö
11.30- 01 ad,-fi. og 12-03 fd.-ld.
Kaffi Árbær Hraunbæ 102, sími 567 4333.
Oplð 11-23.30 v.d. og 11-01 fd. og Id.
Keisarinn Laugavegi 116, sími 551 0312. Opið
12- 01 sd.-fi. og 12-03 fd.-ld.
Kfnahoflö Nýbýlavegi 20, sfmi 554 5022. Opiö
17- 21.45 v.d„ 17-22.45 fd„ Id. og sd.
Kfna-húslð Lækjargötu 8, sími 551 1014. Opið
11.30- 14 og 17.30-22 v.d„ 17.30-23 ld„ 15-23
ld„ 17-22 sd.
Kínamúrinn Laugavegi 126, sfml 562 2258. fd„
ld„ sd. 11-23. má.-fl. 11-22.00.
Kofl Tomasar frænda Laugavegl 2, sfmi 551
1855. Opiö 10-01 sd.-fi. og 11-03 fd. og Id.
Krlnglukráln Kringlunnl 4, simi 568 0878. Opið
12-1 v.d„ 12-3 fd. og Id.
Lauga-ás Laugarásvegi 1, sfmi 553 1620. Opið
11- 22 og 11-21 um helgar.
Las Candilejas Laugavegi 73, sfmi 562 2631.
Opið 11-24 alladaga.
Leikhúskjallarlnn sfmi 551 9636. Opið öll fd.
og Idkv.
Lækjarbrekka Bankastrætí 2, sími 551 4430.
Opið md.-miðvd. 11,00-23.30, fi.-sd.
11.00-0.30.
Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími 562 1988.
Opiö 11.30-23.30 alla daga.
Marhaba Rauðarárstfg 37, sfmi 562 6766. Opiö
alla daga nema md. 11.30-14.30 og
17.30- 23.30.
Naustiö Vesturgötu 6-8, sími 551 7759. Opiö
12- 14 og 18-01 v.d„ 12-14 og 18-03 fd. og Id.
Nikkabar Hraunbergi, sími 557 2100. Opiö 17-
24.00 sd.-fi. 12-02 fd. og Id.
Ópera Lækjargðtu 2, sími 552 9499. Opið
18- 23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id.
Pasta Basta Klapparstíg 38, simi 561 3131.
Opiö v.d. frá 11.30 til 1.00 og um helgar til 3.00.
Perlan Öskjuhlíð, simi 562 0200. Opiö
18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld.
Potturinn og pannan Brautarholti 22, sfmi 551
1690. Opið alla daga 11.30-22.
Samurai Ingólfsstræti 1a, sfmi 551 7776, Opiö
v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23.
Selið Laugavegi 72, sími 551 1499. Opið 11-23
alla daga
Siam Skólavörðustíg 22, sími 552 8208, Opið
18-22 v.d„ 18-22.30 fd. og Id. Lokað á md.
Slngapore Reykjavikurvegl 68, síml 555 4999.
Opið 18-22 þd.-fi. 18-23 fd.-sd.
Sjanghæ Laugavegi 28, sfmi 551 6513. Opið
11.30- 23.30 v.d„ 12-22.30 sd.
Sjö rósir Sigtúni 38, sfmi 588 3550. Opið
7-23.30 alla daga.
Skólabrú Skólabrú 1, sfmi 562 4455. Opið frá
kl. 18.00 alla daga. Opið f hádeginu.
Steikhús Harðar Laugavegi 34, sfmi 551 3088.
Opið 11.30-21 v.d. og sd„ 11.30-23.30 fd. og
Id.
Svartakaffi Laugavegi 54, sfmi 551 2999. Opið
v.d. 10-24, fd„ ld„ 10-01, sd„ 14-24.
Thalland matstofa Laugavegi 11, sfmi 551
8111 og 551 7627. Opið 18-22 alla daga.
Tilveran Linnetsstíg 1, sfmi 565 5250. Opið
11-23 alla daga.
Veitingahúsið Esja Suöurlandsbraut 2, sfmi
568 9509. Opið 11-22 alla daga.
Verdi Suöurlandsbraut 14, sfmi 581 1844. Opið
md.-fd„ 11.30-22 og fd.-sd.11.30-23.
Vlð TJörnina Templarasundi 3, sími 551 8666.
Opiö 12-14 og 18-22.30 md.-fd„ 18-23 Id.-sd.
Viðeyjarstofa Viðey, sími 568 1045 og 562
1934. Opiö fi.-sd. Kaffistofa opin 14-17.
Veitingasalur opinn 18-23.30.
Vitabar Bergpórugötu 21, sfmi 551 7200. Opiö
15-23.30 v.d„ 12-02 annars.
Prír Frakkar hjá Úlfarl Baldursgötu 14, slmi
552 3939. Opiö 11-14.30 og 18-23.30 Id. og
sd.
helgina 21
1
fá
Varmahlíð:
Veflistar-
! <
sýning
Nú stendur yflr í Gallerí
Lundi í Varmahlíð veflistar-
sýning Oddnýjar E. Magnús-
dóttur. Oddný stundaði nám
við Myndlista- og handíða-
skóla íslands á árunum 1969
til 1973 og útskrifaðist úr
Vefnaðarkennaradeild. Þetta
er önnur einkasýning veflist-
arkonunnar en hún hefur tek-
ið þátt í nokkrum samsýning-
if um. Oddný er búsett á Húsa-
; vík og kennir mynd og hand-
mennt við Borgarhólsskóla.
-ilk
■
Akranes:
Trésmiður
09
sjómaður
Nýlega var opnuð sýning á
verkum Guðlaugs Jóns
j| Bjarnasonar í Listahorni Upp-
lýsingamiðstöðvar ferðamála
; á Akranesi. Sýningin státar af
ljósmyndum sem teknar voru
, á íslandi og sýna þæi>ýmislegt
sem viðkemur lífi og starfi
I trésmiða og sjómanna. Ætlun-
I in er að sýningin standi til 4.
ágúst.
-ilk
Hótel Edda:
S Dýrðirí
Dýrafirði
Á sunnudaginn fer fram
[- hin árlega handverkssýning
Koltru hópsins á Núpi í Dýra-
firði. Til sýnis verður margt
Iglæsilegra handverksmuna
sem eflaust gleðja margt aug-
að.
1 Nú i vikunni var opnuð
i sýning á málverkum Jóns
; Hermannssonar. Um er að
íj ræða vatnslitamyndir af
þekktum stöðum á Vestfjörö-
um og eru þær allar til sölu.
Samhliða þessu öllu saman
‘i verður kaftihlaðborö og undir
; borðum spilar Rúnar Þórisson
á gítar.
Handverkssýningin er opin
frá kl. 14.00 til 18.00 en mál-
verkasýningin er opin allan
daginn í allt sumar.
-ilk
Leikhús
Borgarleikhúsið
Stone Free
fóstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Loftkastalinn
Á sama tima að ári
laugardag kl. 20.00
Sirkús Skara Skrípó
fostudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.00
FOSTUDAGUR 19. JULI1996
FOSTUDAGUR 19. JULI1996
Það er alltaf gaman í Galtalæk.
Galtalækjarskógur:
Ulfaldinn '96
Nú um helgina verður í Galta-
lækjarskógi haldin sumarhátíð
SÁÁ. Þetta er í þriðja skipti sem há-
tíðin er haldin og hefur hún hlotið
nafnið Úlfaldinn 196. Hátíð þessi er
opin öllum þejm sem vilja njóta úti-
veru og félagsskapar án vímuefna.
Reynt verður að höfða til allra
fjölskyldumeðlima en sérstök dag-
skrá er í boði fyrir yngstu kynslóð-
ina. Það verða útileikir, íþróttir fyr-
ir börn, hestar og hestakerrur svo
eitthvað sé nefnt. Á morgun, laugar-
dag, kemur svo Magnús Scheving
og sprellar með unga fólkinu.
Kristján Kristjánsson, betur
þekktur sem KK, mun leika fyrir
dansi í kvöld ásamt Ellen Kristjáns-
dóttur og félögum. Bjami Ara og
Ruth Reginalds ætla ekki heldur að
láta sig vanta.
Hátíðarsvæðið verður hið þekkta
útivistarsvæði templara og verður
það opnað kl. 18 í dag. Aðgangseyr-
ir er 2500 krónur en ókeypis fyrir
börn yngri en 14 ára í fylgd með for-
eldrum.
-ilk
Akureyri:
Ungt fólk
frá Kansas
í dag er hópur ungs fólks frá
Kansas í heimsókn á Akureyri. í
hópnum eru 17 ungmenni sem voru
með samkomu í Hvítasunnukirkj-
unni I gær og í kvöld verða þau
með kröftuga tónleika þar. Dag-
skráin héfst kl. 20.30 og aðgangur er
ókeypis.
-ilk
Faxaflóasund
DV, Akranesi:_______________________
Á morgun, laugardag, mun hóp-
ur úr Sundfélagi Akraness synda
frá Reykjavík til Akraness. Þetta
er í þriðja sinn sem synt er og hef-
ur sundið verið nefnt Faxaflóa-
sund.
Sundið er um 21 km á lengd og
mun sundfólkið skiptast á að
synda. Fyllsta öryggis er gætt þar
sem synt er úti á rúmsjó og má þar
nefna að um borð í bátnum sem
fylgir sundfólkinu er læknir og
gúmbátur fylgir eftir þeim sund-
manni sem syndir í hvert skipti.
Sund þetta er liður í fjáröflun fé-
lagsins en nú er stefnt að þvi að
fara í æfingabúðir í útlöndum þar
sem kostur gefst á að æfa við bestu
skilyrði.
-DÓ
Þessir tveir kalla ekki allt ömmu sína
Akstur „go-kart“ bílanna er vinsæll.
DV-mynd gk
Smábílakappakstur
vinsæll meðal
ferðamanna
DV.Akureyri:
„Þessi smábílakappakstur er mjög
vinsæll meðal ferðamanna, en ein-
hverra hluta vegna virðast Akur-
eyringar ekki mjög áhugasamir um
þetta, hvað sem veldur," segir
Gunnar Hákonarson sem hefur að-
stöðu á skautasvellinu í innbænum
á Akureyri fyrir smábílaakstur og
akstur á örlitlum hjólum sem knúin
eru með mótorum eins og bílarnir.
Gunnar segist vera með smábílana
þriðja sumarið og vinsældirnar
aukast sífellt. Að leigja sér bíl kost-
ar 300 krónur fyrir 3 minútur, 500
krónur fyrir 6 mínútur og 1000
krónur fyrir 12 mínútur. Sama verð
ér fyrir leigu á mótorhjólunum
litlu.
Bílarnir eru öflugir þrátt fyrir
smæð sína og geta náð 40-50 km
hraða á skautasvellinu þar sem
ékið er eftir sérstakri braut sem
liggur í ótal beygjum. Þrátt fyrir
hraðann hafa engin óhöpp átt sér
stað enda hafa menn hjálma og eru
reyndar enn betur varðir þegar þeir
fara á hjólunum.
-gk
Drangsnes:
Bryggjuhátíð
Drangsnesingar ætla ekki að láta
sér leiðast á morgun og eru búnir
að skipuleggja allsherjar bryggju-
hátíð. Morgundagurinn verður und-
irlagður af ýmiss konar skemmtun
og uppákomum fyrir alla fjölskyld-
una og fjörið mun standa langt
fram á kvöld.
Það verða skipulagðar ævintýra-
ferðir út í Grímsey á Steingríms-
firði og opnuð verður sýning á
listaverkum Lilju Sigrúnar Jóns-
dóttur og dætra hennar. Ungir og
vaskir veiðimenn taka að sjálf-
sögðu þátt í marhnútaveiðikeppn-
inni í Kokkálsvíkurhöfn og úti-
markaður verður í tjaldi Stranda-
kúnstar auk þess sem hægt verður
að fá sjávarréttasmakk við frysti-
húsið.
Leikir, grín og gönguferðir eru á
dagskránni og ferðaþjónusta bænda
á Bæ III býður upp á kaffi á opnu
húsi. Grillveisla verður við sam-
komuhúsið Baldur þar sem boðið
verður upp á Strandalamb, pylsur,
leiki, söng og gamanmál. Hátíðinni
lýkur svo undir miðnætti með varð-
eldi og brekkusöng.
-ilk
í dag opnar Hallgrímur Helgason
sýningu á myndverkum sínum í
Galleríi Sævars Karls í Banka-
stræti. Sýningin samanstendur af
teiknimyndum og málverkum. Að-
alpersóna sýningarinnar er „Grim“
en það er teiknimyndfigúra sem er
eins konar sjálfsmynd listamanns-
ins. Textar myndanna eru allir á
ensku eða frönsku enda er sýningin
unnin af alþjóðlegri fyndni.
Hallgrímur er kunnur hér á landi
sem skemmtikraftur en hann hefur
einnig sent frá sér tvær skáldsögur
og von er á þeirri þriðju í haust.
Þessi fjölhæfi listamaður hefur
haldið fjölda myndlistarsýninga
bæði hér og í útlöndum en nú eru
liðin fimm ár frá síðustu
einkasýningu hans hér
á landi.
Sýningin stendur
til 7. ágúst og er
opin á verslunar-
tíma.
-ilk
Grim er sjálfsmynd
listamannsins.
Hann er kannski betur þekktur sem
kvikmyndagerðarmaður hann Óskar
Jónasson sem nú kemur fram undir
nafninu Skari skrípó. Hann stóð til
dæmis á bak við myndavélamar þeg-
ar hann vann að gerð myndarinnar
Sódóma Reykjavík sem fór fram hjá
fáum íslendingum. Nú hefur Óskar
hins vegar vent kvæði sínu í kross og
er orðinn öllum sýnilegur sem töfra-
maður. Hann kemur fram í Loftkastal-
anum og frumsýnir töfrabrögð sín í
kvöld.
„Þetta er ekki leikrit eins og marg-
ir halda. Þetta er töfrabragðasýning.
Ég er bara ég sjálfur þarna uppi á
sviði og leik engan annan. Ég er samt
ekki aleinn þarna. Mér til aðstoðar
eru abrakadabra-systurnar, Ragna
Sara og Eva María en hún er líka
unnusta mín. Svo syngur einnig dúett
Sigurjóns Kjartanssonar og Kristjönu
Stefánsdóttur áhorfendum til mikillar
gleði og ánægju."
Skari er búinn að vera að æfa töfra-
brögð í tvö ár en hann lærði aldrei hjá
fagmanni.
„Ég læri heilmikið á því sem ég sé í
sjónvarpinu og æfi mig eftir því. Ég
set aðra abrakadabra-systurina í
kassa og saga hana í tvennt án þess að
sjái á henni og svo nota ég hina sem
fallbyssukúlu og kasta hnífum að
þeim og geri ýmislegt fleira. Ef eitt-
hvað fer úrskeiðis þá er ég með eina
aðstoðarkonu til vara.“
Töframaðurinn
er bjartsýnn og
gerir ráð fyrir að
sýningarnar verði
vel sóttar. Þetta er
ekki í fyrsta sii
sem hann
ur fram i
töfrabrögð
sín
hann hef-
ur hingað
til fengið
góð viðbrögð
„Björk Guð-
mundsdóttir bið
ur oft um
þegar hún
ur hingað heim
og vill þá fá mig
í einkasam- f
kvæmi sem hún
heldur. Svo var
ég á Garðaholt.
þar sem sam-
kvæmi hennar oj
Davids Bowie var
núna fyrir skömmu
og vakti mikla
kátinu þar. Ég er
bjartsýnn og hlakks
til frumsýningarinn
ar“, segir
urinn knái, Skar
skripó.
Skari skrípó ásamt Abraka-
dabra-systrunum.
Höndlað við höfnina
Það er afmælishátíð á Þórshöfn um helgina. Há-
tíðin hefst með opnun fjölda málverkasýninga í dag
og má í því sambandi nefna listamenn eins og
Svein Björnsson, Rut Rebekku Sigurjónsdóttur,
Örn Karlsson og Freyju Önundardóttur.
Á morgun kl. 13 kemur forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, flytur ávarp og opnar formlega há-
- saga verslunar á Þórshöfn í 150 ár
tíðarhöldin. Mun þetta vera síðasta embættisferð
Vigdísar út á landsbyggðina sem forseti íslands.
Fjölbreytt skemmtidagskrá verður í boði. Bús-
bræður skemmta auk Súrheyssystra, harmóníku-
leikara, Samkórsins, töframanns og götuleikhúss
unglinga. Á plani Hraðfrystistöðvarinnar verður
matarveisla og í Þórsveri kemur fram fjöldi leikara
og tónlistarmanna. Um kvöldið verður dansleikur á
plani Hraðfrystistöðvarinnar, flugeldasýning og
brennur.
Á sunnudag heldur dagskráin áfram og búist er
við mikilli skemmtan.
-ilk
Gallerí Sævars Karls:
Teiknimyndasýning
Loftkastalinn:
Skari skrípó með töfrabrögð