Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Blaðsíða 6
24
MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996
MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996
íþróttir
Fimm verölaun
hjá Merlene Ottey
Merlene Ottey,
hlaupakonan
glæsilega frá
Jamaíka, hefur
nú unniö til
fimm verö-
launa á Ólymp-
íuleikum. Hún
átti fjögur brons fyrir
og bætti svo silifri í safnið í 100
metrunum í fyrrinótt. Aöeins
þrjár frjálsíþróttakonur hafa
gert betur í sögu leikanna. Ottey
á eftir að keppa í 200 metrunum
og þar gæti gullið langþráða litið
dagsins ljós.
Bara gullid telur
hjá Fredericks
fFrankie Freder-
mátt sætta sig
verðlauna á ferl-
inum. Hann var tal-
inn sigurstranglegur í 100 metr-
unum en réð ekki við Donovan
Bailey og hefur enn ekki sigrað á
stórmóti. „Það er bara gullið sem
telur. Ég heföi getað náð í fyrstu
gullverðlaun Afríku í sprett-
hlaupum," sagði Fredericks sem
ætlar að freista þess að sigra
Michael Johnson í 200 metrun-
um.
Önnur konan sem
ver titilinn
Gail Devers er aðeins önnur
konan í sögunni sem ver Ólymp-
íutitil sinn í 100 m hlaupinu en
hún sigraði líka í Barcelona
1992. Sú sem afrekaði það á und-
an henni var Wyomia Tyus frá
Bandaríkjunum sem sigraði i
Tókíó 1964 og Mexíkó 1968.
Startið til skammar
segir Mitchell
Dennis Mitchell frá Bandaríkj-
unum, sem varð fjórði í 100 m
hlaupi karla, var óhress eins og
fleiri vegna þjófstartanna. „Þetta
var til skammar, ég hef aldrei
séð eins illa staðið að starti,"
sagði Mitchell. Bandaríkjamenn
misstu af verðlaunum í 100
metra hlaupinu, rétt eins og í
Barcelona 1992, og þetta eru mik-
il viöbrigði fyrir þjóð sem hrein-
lega „átti“ þessa grein svo ára-
tugum skipti. -VS
Q5^P
Frjálsar íbróttir
100 m hlaup karla
Donovan Bailey, Kanada........9,84
Frank Fredericks, Namibíu .... 9,89
Ato Boldon, Trinidad .........9,90
Dennis Mitchell, Bandar.......9,99
Michael Marsh, Bandar.........10,00
100 m hlaup kvenna
Gail Devers, Bandar...........10,94
Merlene Ottey, Jamaíka.......10,94
Gwen Torrence, Bandar........10,96
Chandra Sturrup, Bahama .... 11,00
Marina Trandenkova, Rúss. . . . 11,06
Söguleg úrslit í spretthlaupunum í fyrrinótt:
- Gail Devers og Merlene Ottey komu hnífjafnar í mark og Devers vann
Gail Devers fagnar sigrinum í 100 m hlaupinu ásamt þjálfara sínum, Bob Kersee. Á litlu
myndinni kemur hún fyrst í mark, lengst til hægri. Merlene Ottey er fyrir miðju og Gwen
Torrence til vinstri. Símamyndir Reuter
Donovan Bailey frá Kanada og Gail Devers frá
Bandaríkjunum urðu Ólympíumeistarar í 100 metra
hlaupum karla og kvenna í Atlanta í fyrrinótt.
Spennan var gífurleg í báðum greinum, Bailey setti
nýtt heimsmet, 9,84 sekúndur, eftir aö hlaupararnir
höfðu þjófstartað þrisvar og Devers fékk sama tíma
og Merlene Ottey frá Jamaíka, 10,94 sekúndur, en
var sjónarmun á undan, samkvæmt úrskurði dóm-
ara.
Taugamar voru þandar til hins ýtrasta þegar átta
fljótustu spretthlauparar heims I karlaflokki mættu
í rásmarkið. Hinn 36 ára gamli Ólympíumeistari frá
1992, Linford Christie, þjófstartaði í fyrstu atrennu
og Ato Boldon frá Trínidad varð sekur um það sama
þegar hlaupararnir stilltu sér upp á ný. Þá var kom-
ið að Christie á ný - hann var dæmdur úr leik eftir
annað þjófstart.
Þegar hlauparamir loksins geystust af stað fyrir
alvöru virtist baráttan standa á milli Ato Boldons og
Namibíumannsins Frank Fredericks. En það var
Baiiey sem stal senunni, hann geystist fram úr þeim
og þrátt fyrir að hann liti við til að kanna stöðuna
var nýtt heimsmet staðreynd. Met Leroys Burrefls
hafði verið bætt um 1/100 úr sekúndu.
Líka fyrir Jamaíka
„Ég lét þjófstörtin ekki hafa nein áhrif á mig. Ég
hleyp fyrir sjáifan mig og þjóð mína, Kanada - líka
fyrir Jcimaíka. Ég hugsaði ekki um heimsmet. Mér
mistekst alltaf þegar ég er með hugann við slíkt,“
sagði Donovan Bailey sem er fæddur á Jamaíka eins
og margir fleiri frægir íþróttamenn.
Devers 5/1000 á undan Ottey
Spennan var ekki síðri hjá konunum en þar
mættust bandarísku stúlkurnar Gail Devers,
Ólympíumeistarinn frá 1992, og Gwen Torrance, og
hin 36 ára gamla Merlene Ottey frá Jamaíka sem
var að keppa á sínum fimmtu Ólympíuleikum.
Devers og Ottey háðu gífurlegt einvígi, Ottey virtist
vera að sigla fram úr á síðustu metrunum en Devers
náði að kasta sér fram á línunni. Eftir nokkra bið
var hún úrskurðaður sigurvegari, Jcimaíkamenn
kærðu þann úrskurð strax eftir hlaupið en eftir nán-
ari skoðun var sigur Devers staðfestur endanlega.
Munurinn var 5/1000 úr sekúndu þegar nákvæm
mæling hafði farið fram, öxl Devers snerti línuna
fyrst. Devers vann Ottey á nákvæmlega sama hátt á
heimsmeistaramótinu í Stuttgart 1993. Enn einu
sinni mátti Ottey sætta sig við silfurverðlaun en það
hafa verið örlög hennar á flestum stórmótum.
„Ég trúi því ekki að þetta hafí gerst aftur. Ef vega-
lengdin væri 102 metrar í staðinn fyrir 100 myndi ég
vinna öfl hlaup,“ sagði Merlene Ottey.
-VS
Ato Boldon grét og skalf eftir hlaupiö:
„Christie eyðilagði allt“
- Linford Christie fleygöi hlaupaskónum í ruslið
Trinidadbúinn Ato Boldon
sem hlaut bronsið í 100 metra
hlaupinu, var sár og reiöur útí
Bretann Linford Christie og
litlu munaði að þeir lentu í
slagsmálum eftir hlaupið.
„Framkoma hans setti mig al-
veg úr jafnvægi. Ef ég hefði
þjófstartað tvisvar hefði ég farið
en hann truflaði einbeitingu
allra,“ sagð Boldon, titrandi af
reiði og með tárin í augunum,
en Christie fór ekki frá rás-
markinu fyrr en eftir mótmæli
og rökræður við dómarana.
Christie gekk að Boldon eftir
hlaupið og sagði: „Ég heyrði að
þú hefðir sagt að ég hefði sýnt
þér lítilsvirðingu." Boldon mót-
mælti því en starfsmenn leik-
anna stíuðu þeim í sundur áður
en til frekari orðaskipta eða at-
hafna kom.
Linford Christie lauk senni-
lega löngum og glæsilegum
keppnisferli á leiðinlegan hátt í
fyrrinótt. Síðara þjófstartið var
tæpt en sást 1 hægri endurtekn-
ingu. Vonbrigði Bretans voru
skiljanlega mikil og þegar hann
gekk útaf vellinum henti hann
hlaupaskónum sínum í ruslið.
Táknrænt, eða hvað? -VS
„A framtiðina fyrir ser“
- segir Norbert Elliot, þjálfari Guðrúnar Arnardóttur
DV, Atlanta:
Norbert Elliot, þjálfari Guð-
rúnar Arnardóttur, var að von-
um í sjöunda himni með árang-
ur Guörúnar í gær en hann hef-
ur verið þjálfari hennar í þau
fjögur ár sem hún hefur verið
við nám í Athens í Georgíu.
„Guðrún getur gert betur en
þetta. Það er allt opið í fram-
haldinu, meiru vil ég ekki lofa í
þeim efnum.
Ég hef 100% trú á þessari
stelpu og hún á framtíðina fyr-
ir sér. Hún hefur líkamlega
burði til að hlaupa hraðar en
það er erfitt andlega að bæta sig
í hvert skipti.
Ég vissi allan tímann að hún
ætti að einbeita sér að 400
metra grindinni,” sagði Norbert
Elliot í samtali við DV í Atlanta
í gær. -MT
Hvað gerir Guðrún í kvöld?
- setti íslandsmet og var með annan besta tímann í riðlakeppninni
DV, Atlanta:
Guðrún Amardóttir stal senunni i
undanrásum 400 metra grindahlaups
kvenna á Ólympíuleikunum í
Atlanta í gær. Guðrún vann riðill
sinn með glæsibrag og setti nýtt
íslandsmet. Guðrún hljóp á 54,88
sekúndum en gamla metið hennar,
54,94 sekúndur, setti hún á
bandaríska háskólamótinu fyrr í
sumar. Guðrún vann yfirburðasigur
í sínum riðli þar sem hún hljóp á
fyrstu braut. Tími hennar var sá
annar besti í undanrásum.
Þrír hlauparar í riðlinum fjórum í
gær tryggðu sér sæti í
undanúrslitum hlaupsins sem verða
í kvöld, hálf tvö að íslenskum tíma,
en sjálft úrslitahlaupið verður á
miðvikudaginn þar sem átta stúlkur
berjast um verlaunin.
Meðal keppenda í hennar riðli var
hinn heimsfrægi hlaupari Sandra
Farmer-Patrick frá Bandaríkjunum.
Sú bandaríska átti aldrei möguleika í
Guðrúnu og lét hún óánægju sína í
ljós með því að fella tár. Hlaup
Guðrúnar var vel útfært frá byrjun
þess til enda. Fyrir hlaupið í gær var
hún skráð með 12. besta tíma ársins
í heiminum í ár.
Heimsmethafinn Kim Batten frá
Bandaríkjunum náði þriðja besta
tíma undarásanna, hljóp á 54,92
sekúndum, en það var Deon
Hemmings frá Jamaíka sem átti
besta tímann, hljóp á 54,70
sekúndum. Sally Gunnell frá
Bretlandi, einn frægasti
kvenhlaupari í heiminum, varð að
gera sér að góðu annað sætið í sínum
riðlí á tímanum 55,29. Það skal þó
hafa í huga að í undanrásum eru
hlauparar fyrst og fremst að tryggja
sig áfram en ekki að keppa við
klukkuna.
„Ég er ánægð að hafa hlaupið
undir 55 sekúndum sem sýnir vissan
stöðugleika. Þessi árangur gefur mér
að sjálfsögðu aukið sjálfstraust.
Breiddin í grindinni er meiri núna
og fram undan er erfið keppni. Það
skipti miklu máli fyrir mig að mæta
aflsöppuð í hlaupið en á síðustu
vikum hef ég verið að byggja upp
andlegu hliðina. Taktíkin i hlaupinu
var að hlaupa fyrstu fimm
grindurnar af krafti og hlaupa síðan
eftir mitt hlaup. Þessi árangur í
undanrásunum segir ekkert fyrir um
hvemig ég hleyp í undanúrslitum.
Ég ætla fyrst og fremst að nota sömu
taktíkina aftur. Markmiðið var að
komast áfram en æfingamar hér úti
undir handleiðslu frábærs þjálfara
eru farnar að skila sér. Það er
ólýsanleg tilfmning að vera innan
um stórstjörnurnar hér í Atlanta,”
sagði Guðrún Amardóttir. -JKS/MT
t
25
jSjpriijrwPjigij^
Donovan Bailey fagnar Ólympíutitlinum innilega á meðan Linford Christie
gengur dapur af velli eftir aö hafa veriö vísaö úr keppni. Fyrir ofan er
markmyndin úr 100 m hlaupinu, frá vinstri Michael Green, Davidson
Ezinwa, Donovan Bailey, Frankie Fredericks, Dennis Mitchell, Ato Boldon
og Michael Marsh. Símamyndir Reuter
íþróttir
Áhorfendur á bandi
hinnar nígerísku
Rachinda Mahamane, 16 ára
gömul hlaupakona frá Níger,
vann hug og hjörtu áhorfenda á
ólympíuleikvanginum. Hún kom
þá langsíðust í mark í einum af
riðlunum í 5.000 metra hlaupi
kvenna og var tveimur hringjum
á eftir næstu manneskju. Ma-
hamane fékk krampa í fætuma í
hlaupinu en neitaði aö gefast upp,
mest fýrir mikinn stuðning áhorf-
enda sem hvöttu hana til dáða.
Vildu ekki fá
van Dyken í liðið
Stúlkumar, sem syntu með
Amy van Dyken í háskólaliðinu,
vildu að hún yrði rekin úr liðinu
þai' sem þær héldu að hún væri
það slök. Núna, þegar sundkeppn-
inni er lokið á Ólympíuleikunum,
hefur van Dyken heldur betur
stungið upp í þessar stúlkur því
hún varð fýrst kvenna í Banda-
ríkjunum til aö vinna fem gull-
verðlaun á einum leikum.
Mikill hagnaður
af leikunum
Það er ljóst aö mikill hagnað-
ur verður af Ólympíuleikunum
enda hefur aðsóknin á leikunum
farið fram úr björtustu vonum.
Bandaríkjamenn áætla að hagn-
aðurinn verði 1,7 milljón banda-
ríkjadalir. Það er bandaríska
Ólympíuneflidin sem nýtur góðs
af hagnaðinum og mestur hluti
hans fer til bandarískra íþrótta-
sambanda líkt og gert var eftir
leikana í Los Angles 1994 sem
einnig skiluðu miklum hagnaði.
Jackie varð að
hætta keppni
Jackie Joyner-Kersee frá
Bandaríkjunum, ein mesta af-
rekskona frjálsra íþrótta frá upp-
hafi, sem stefndi að þriðju gull-
verölaunum sínum í röð á Ólymp-
íuleikunum í sjöþraut, varð að
hætta keppni í greininni á laug-
ardaginn. Hún varð fýrir meiðsl-
um í fyrstu greininni, 100 metra
grindahlaupinu, þar sem hún
vann sigur í sínum riðli. Jackie
hefur lengi átti við nárameiðsli
að stríða og þau tóku sig upp rétt
áður en hlaupinu lauk.
Óvæntar vinsældir
handboltans
Handknattleikskeppnin í Atl-
anta hefur notið óvæntra vin-
sælda en íþróttin er nær óþekkt
í Bandaríkjunum. Miðar á hand-
boltaieiki, sem kostuðu 1.100
krónur, ganga nú kaupum og
sölum á svörtum markaði fyrir
5.000 krónur.
Fern gullverðlaun
á fjórum leikum
Breski ræðarinn Steve Red-
grave vann glæsilegt afrek á
laugardaginn en þá vann hann
sín fjórðu gullverðlaun á jafn-
mörgum Ólympíuleikum þegar
hann og félagi hans komu fyrstir
í mark í keppni á tveggja manna
bátum. Hann er fyrsti siglinga-
kappi í sögu Ólympíuleikanna
sem nær þessum áfanga og ein-
ungis þrír aðrir íþróttamenn
hafa leikið þetta eftir í sögu leik-
anna. Eftir sigurinn gaf Redgra-
ve það út aö hann væri hættur
keppni. -VS/GH