Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996 íþróttir DV Sprengingin í Ólympíugarðinum í Atlanta aðfaranótt laugardagsins: Fólk flykkist áfram á leikana - ódæðið dró ekki úr aðsókn en margir íþróttamenn eru smeykir Ólympíuleikarnir í Atlanta héldu sínu striki um helgina þrátt fyrir sprenginguna í Ólympíugárð- inum aðfaranótt laugardagsins. Áhorfendur létu hana og herta ör- yggisgæslu ekki hindra sig í að flykkjast á íþróttaviðburðina og troðfylltu Ólympíuleikvangana, sérstaklega á frjálsíþróttakeppn- inni. Martröðin sem hefur vofað yfir Ólympíuleikum í 24 ár, síðan ell- efu ísraelskir íþróttamenn voru drepnir á leikunum í Munchen árið 1972, varð að veruleika að- faranótt laugardagsins. Klukkan 5.20 að íslenskum tíma, 1.20 að staðartima í Atlanta, sprakk heimatilbúin rörasprengja, full af nöglum og skrúfum, í ruslatunnu í Ólympíugarðinum þar sem mikill fjöldi fólks var samcmkominn en þar voru popptónleikar á dagskrá. Tveir létust og 111 særöust Tveir létust við sprenginguna og 111 særðust, ellefu þeirra nokkuð alvairlega, þegar brotum rigndi yfir mannfjöldann. Engir íþrótta- menn eða aðilar tengdir leikunum voru í hópi þeirra sem slösuðust. Annar hinna látnu var fertugur tyrkneskur sjónvarpstöku- og fréttamaður, Melih Uzunyol að nafni. Hann fékk hjartaáfall við sprenginguna og lést á leiðinni á sjúkrahús. Hitt fómarlambið var 44 ára gömul bandarísk kona, Alice Hawthome, frá nágranna- borginni Albany sem lést af völd- um sprengjubrota. Fjórtán ára gömul dóttir hennar varð fyrir talsverðum meiðslum. ' Haldiö áfram en hinum látnu sýnd virðing Alþjóða Ólympíunefndin boðaði til blaðamannafundar strax um nóttina og lýsti því yfir að leikarn- ir myndu halda áfram eins og ekk- ert hefði ískorist. Hinum látnu yrði sýnd virðing með mínútu þögn á undan öllum greinum og allir fánar yrðu dregnir í hálfa stöng. Bandaríska alríkislögregl- an, FBI, tók strax við rannsókn málsins. Gefumst ekki upp fyrir þessum skepnum Viðbrögð íþróttamanna hafa verið mjög mismunandi. Körfu- boltastjarnan Charles Barkley, sem skömmu áður hafði skemmt áhorfendum af varamannabekkn- um á leik Bandaríkjanna og Kína, sagði um nóttina: „Ég fmn til með þeim fjölskyldum sem eiga um sárt að binda eftir sprenginguna. En ef við hættum væri það sama og að gefast upp fyrir þessum skepnum." Bæði körfuknattleiks- lið Bandaríkjanna, karla og kvenna, sendu síðan frá sér form- legar yflrlýsingar í svipuðum dúr en spurningum um framhaldið hafði rignt yfir leikmenn draumaliðsins, enda eru þeir einna mest áberandi af öllum þátt- takendum á leikunum. Hræðsla viö maraþoniö og bæjarferöir Aðrir lýstu yfir miklum áhyggj- um, sérstaklega maraþonhlaup- arar sem þurfa að hlaupa um opin svæði þar sem þeir gætu verið auðveld bráð. Margir hafa hætt við að fara í skoðunarferðir um Atlantaborg, til dæmis suður- afríska sunddrottningin Penny Heyns, sem vann til tvennra gull- verðlauna á leikunum. Hún sagð- ist ekki þora út úr Ólympíuþorp- inu eftir þennan atburð og fleiri hafa tekið í sama streng. -VS Helgi til TB Berlin fyrir 9 milljónir Helgi Sigurðs- son, knatt- spyrnumaður. sem hefur verið hjá Stuttgart i Þýskalandi síðustu tvö árin, var á föstu- daginn seldur til 3. deildar liðsins Tennis Borussia Berlin. Sjónvarpsstöðin SATl skýrði frá því að TB Berlín hefði greitt Stuttgart um 9 milljónir króna fyrir Helga sem fyrst og fremst hefúr spilað með varaliði Stuttgart í 4. deild. -DÓ/VS Parma selur fyrliðann Fyrirliði Parma, Lorenzo Minotti, skrifaði um helgina undir fjögurra ára samning við franska félagið Marseille. Parma selur fyrirliðann á 114 milljónir króna. Minotti er vamarmaöur sem missti mest af siðasta keppnistímabili vegna meiðsla. -GH Stefán og Rögnvald: Setja stefn una á ÓL í Sydney DV, Akureyri: „Segðu bara með þessari mynd að við séum farnir að æfa fyrir Ólymp- íuleikana í Sydney árið 2000,“ sagði Rögnvald Erlingsson sem hefur um árabil verið annar helmingur okkar besta dómarapars í handknattleik á móti Stefáni Arnaldssyni. Þeir félagar urðu á vegi DV á Drottningarbrautinni á Akureyri um helgina þar sem þeir vom á hlaupum frá Kjarnaskógi að sund- laug bæjarins en í Kjarnaskógi höfðu þeir verið að ræða það að hætta við að hætta sem dómarar í handbolta. „Öll okkar áform miðast við að vera í þessu fjögur ár til viðbótar með stefnuna á Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Við erum ekkert að horfa til annarra móta eins og HM því við vitum að við eram þar inni,“ sagði Stefán. Klíkuskapurinn sem varð til þess að þeir félagar fengu ekki dómarastörf á leikunum í Atlanta varð til þess að þeir hugð- ust leggja flauturnar á hilluna enda mun slakari og óreyndari dómarar teknir fram yfir þá. Það sem hefur breyst er ekki síst það að Kjartan Steinbach hefur ver- ið kjörinn formaður dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambands- ins og getur væntanlega tryggt það sem slíkur að þeir félagar njóti sannmælis meðan hann gegnir því starfi. „Það að formaður nefndar- innar talar sama tungumál og við ætti a.m.k. að gefa okkur sann- gjarna möguleika á að komast á Ólympíuleikana árið 2000. Við höf- um prófað allt annað sem hægt er að prófa í dómaramálum og Ólymp- íuleikar eru draumurinn sem okkur dreymir um,“ sögðu þeir félagar. Þeir tóku að vísu fram að þeir ættu eftir að „hnýta örfáa lausa enda“ áður en endanleg ákvörðun lægi fyrir en telja má fullvíst að þeir haldi áfram með flauturnar sínar. Það ættu að vera góð tíðindi fyrir ís- lenskan handknattleik jafnt sem al- þjóðlegan, þótt klíkuskapurinn sem viðgengst innan IHF hafi útilokað þá frá dómgæslu á Ólympíuleikum til þessa. -gk Dómararnir Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson á hlaupum á Drottningarbrautinni á Akureyri um helgina. DV-mynd gk íslendingar skammt undan Markamet í Eyjum - þegar Smástund skoraöi 31 mark DV, Atlanta Nýtt markamet i deildakeppni íslandsmótsins í knattspyrnu var sett í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Smástund sigraði þá Skautafélag Reykjavíkur með ótrúlegum mun í 4. deildinni, 31-1. Óðinn Sæbjörnsson skoraði 8 mörk í leiknum og Rúnar Vöggsson 6. Leikmenn Skautafélagsins mættu aðeins 10 til Eyja og snemma leiks meiddist einn þeirra þannig að þeir léku níu mestallan leikinn. Annars hefur liðinu ekki gengið sem best í sumar og í 9 leikjum hefur liðið skorað 5 mörk en fengið á sig 108. -VS Enginn af íslensku íþróttamönnunum eða fararstjórunum urðu vitni að sprengingunni í Ólympíugarðinum að- faranótt laugardagsins. Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður var hins vegar á göngu, skammt frá. Hópur íslendinga var á ferð um garðinn um 20 mínútum áður. íslenska sundfólkið var þá í garðinum ásamt Elsu Nielsen badmintonkonu, Rúnari Alexanderssyni fimleika- manni, Klaus-Júrgen Ohk sundþjálfara og fréttaritara DV. Iþróttafólkið fór inn í Global Village, nokkurs konar „Kringlu" sem er í 50 metra fjarlægð frá garðinum, en tveir þeir síðarnefndu stigu inn í járnbrautarlest og á hvorugum staðnum heyrðist hvellurinn þótt fjarlægðin væri ekki mikil. -MT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.