Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1996, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 1996 íþróttir Fyrsta afríska kvennagullið DV, Atlanta: Gullverðlaun hins 25 ára gamla lögregluvaröstjóra, Fatuma Roba frá Addis Ababa, i marþoni kvenna í gær eru þau fyrstu sem kvenmaður frá Afr- íku vinnur í þessari íþrótta- grein. Abebe Bikila frá Eþiópíu vann karlamaraþonið á leikun- um 1960 og 1964 og Mamo Wolde 1968. Sundmenn fara til Rostock Sundsamband íslands hefur ákveðið að senda landsliðið til þátttöku í desember á Evrópu- mótið sem haldið verður í Rostock í 25 metra laug. Þaö er góður undirbúningur sundmanna fyrir Evrópumótið í 50 metra laug í Sevilla næsta sumar. Þjálfar landslið Lúxemborgar Þjóðverjinn Klaus Jilrgen Okh, landsliðsþjálfari í sundi, lætur að störfum hjá sundsam- bandinu eftir leikana í Atlanta. Hann hefur verið ráðmn þjálfari Lúxemborgar. Hann segist kveðja ísland með söknuði en þar hafi hann átt góðar stundir. Klaus kemur því með landslið Lúxemborgara þegar það tekur þátt í Smáþjóðaleikunum á íslandi sem haldnir verða í maí á næsta vori. Ekvador vann gull í göngu Jefferson Perez frá Ekvador kom fyrstur í mark í 12 km göngu karla á Ólympíuleikunum í Atlanta. Þessi 22 ára gamli göngukappi hafði nokkra yfir- burði í göngunni. Ilya Martov frá Rússlandi varð annar og Bemando Segura frá Mexikó lenti í þriðja sæti. Guðrún ekki í 110 m grindina Guðrún Arnardóttir hefur skráð sig úr 110 metra grinda- hlaupinu sem fram á fara í kvöld. Það var sjálfhætt því í kvöld keppir Guðrún í undanúr- slitum 400 metra grindahlaups- ins. Hefja markvissan undirbúning Sævar Stefánsson, formaður Sundsamband íslands, er þokka- lega ánægður með frammistööu íslensku sundmannanna í Atl- anta. Hann segir að undirbún- ingur fyrir leikanna hafa verið góður síöustu sex mánuðina en hann þurfi að veröa lengri og markvissari. Að þessu verður unnið fyrir næsta stórmót og ljóst er að meira fjármagn þarf til að hlutimir gangi betur upp. -JKS/MT DV „Spenntur að byrja“ - segir Jón Arnar Magnússon DV, Atlanta: „Ég er orðinn spenntur að hefja keppni í tugþrautinni á miðvikudag. Ég er sannfærður um að fram undan er spennandi keppni og það verður gaman að mæta Dan O’Brian. Ég er jákvæður og einbeittur svo manni er ekkert að vanbúnaði og ég mun leggja allt í sölumar að ná sem bestum árangri. Árangur Guðrúnar í grindinni kveikir svo sannarlega í manni,“ sagði Jón Amar Magnússon við DV i Atlanta í gær. „Þetta lítur allt vel út og ökklinn á honum er orðinn góður. Ég sé ekki annað en að Jón sé klár í slaginn," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars, við DV í gær. -MT „Inn á með eldmóði“ - segir Vésteinn Hafsteinsson DV, Atlanta: „Mér líst vel á kringlukastskeppnina og ég er staðráðinn aö gera mitt besta. Hugafai'ið er gott og ég stefni að sjálfsögðu að því að komast í úr- slit. Ég væri ekki annars hér í Atlanta og ég fer inn á Ólympíuleikvang- inn með eldmóði," sagði Vésteinn Hafsteinsson við DV í gær en í dag hefst keppni i kringlukasti. Á Ólympíuleikunum í Barcelona fyrir fjór- um árum lenti Vésteinn í 11. sæti. „Ég hef verið að kasta þokklega á æFingum hér í Atlanta. Ég hef reynsluna sem ætti að koma sér vel og ég hef trú á sjálfum mér. Árang- ur Guðrúnar í grindahlaupinu er hvatning fyrir okkur öll.“ -MT Knattspyrna: Nígeríumenn í undanúrslitin Nígeríumenn komúst i undanúrslit í knatt- spyrnukeppni Ólympíu- leikanna í gærkvöldi með því að bera sigurorð af Mexíkönum, 2-0. Mörkin skoruðu Austin Okocha og Celestin Babayaro, 17 ára gamall bakvörður frá Anderlecht í Belgíu, hvort i sínum hálfleik. Nígeríumenn mæta sig- urvegaranum í leik Bras- ilíu og Gana í undanúr- slitunum en þeim leik var ekki lokiö þegar DV fór í prentun í gærkvöld. Portúgal vann í bráðabana Portúgal er eina Evr- ópuþjóðin sem eftir er i keppninni. Portúgalar unnu Frakka í hörku- spennandi leik í Miami í fyrrinótt, 2-1. Þar réðust úrslitin á bráðabana i framlengingu, Calado skoraði úr vítaspyrnu eft- ir 15 mínútur og það réð úrslitum samkvæmt nýj- um reglum. Áður hafði Capucho komið Portúgal yfir en Florian Maurice jafnað fyrir Frakka. Stórsigur Argentínu Argentínumenn léku Spánverja, Ólympíumeist- arana frá því í Barcelona, grátt í Birmingham, 4-0, en öll mörkin komu í síð- ari hálfleik. Hernan Crespo skoraði tvö markanna, Claudio Lopez eitt og eitt var sjálfsmark. -VS/GH Ellefu borgir vilja halda leikana 2004 Ellefu borgir keppast um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2004. Þetta eru Höfðaborg, Aþena, Buenos Aires, Rio de Janeiro, San Juan, Stokkhólmur, Sevilla, Pétursborg, Lille, Róm og Istanbúl. Næstu Ólympíuleikar, árið 2000, verða haldnir í Sydney í Ástralíu. Sannur Ólympíuandi hjá Grænhöfðaeyingi Henry Andrade, grindahlaup- ari frá Grænhöfðaeyjum, sýndi sannan Ólympíuanda. Kappinn meiddist illa á hásin fyrir nokkrum vikum en vildi fyrir alla muni ekki missa af stóra tækifærinu, að keppa á Ólympíu- leikunum. Andrade mætti til leiks vafinn um ökklann en allt kom fyrir ekki. Hann hné niður eftir að hafa farið yfir tvær grindur og varð að hætta keppni. Honum var klappað lof í lófa af 80.000 áhorfendum sem fylltu Ólympíuleikvanginn. Knattsovma karla: 8 liða úrslit: Portúgal-Frakkland............2-1 Argentina-Spánn...............4-0 Mexíkó-Nígería................... Brasilía-Gana..........ekki lokið Knattsnvrna kvenna: Undanúrslit: Kína-Brasilía ...........3-2 Bandaríkin-Noregur .... ekki lokið Friálsar íbróttir: Maraþon kvenna: Fatuma Roba, Eþíópíu .....2:26:05 Valentina Jegborova, Rúss. . . 2:28:05 Yuko Arimori, Japan........2:28:39 20 km ganga karla: Jefferscn Perez, Ekvador .. . 1:20:07 Ilja Markov, Rússlandi.....1:20:16 Bernardo Segura, Mexikó . . . 1:20:23 Sleggjukast karla: Balazs Kiss, Ung............81,24 Lance Deal, Bandar..........81,12 Oleksiy Krykum, Úkr.........80,02

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.