Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1996, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1996, Qupperneq 1
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1996 IÞROTTIR Getraunir: Enski bottinn 122 x11 x2x 1121 Lottó 5/38: 4 14 20 23 34 (25) //////////////////////////////////// FIFA vill bann við barnaþrælkun Alþjóða knattspymusamband- ið (FIFA) gaf um helgina út þá yfirlýsingu að það vildi fyrir alla muni koma í veg fyrir að börn ynnu bolta með merki FIFA. í Evrópukeppninni í sumar voru allir boltar, sem notaðir voru, unnir af bömum. Bandaríski stjómmálamaðurinn Joseph Kennedy segir að 25% af þeim 35 milljónum bolta sem Pakistanar flytja út séu unnir af bömum. Atvinnumálaráðherra Pakistans sagði fyrr í sumar að allir þeir sem nota börn við framleiðslu á boltum yrðu tafarlaust hand- teknir. Það væri hlutverk barna að horfa á fótbolta en ekki vinna við framleiðslu á þeim. Forsala á úrslitaleikinn gengur vel Forsala á úrslitaleikinn í Mjólkurbikarkeppninni stendur yfir af fuflum krafti. Ljóst er að leikurinn nýtur mikillar athygli og mun fjöldi stuöningsmanna liðanna frá Akranesi og Vest- mannaeyjum fylgja sínum liðum í Laugardalinn á sunnudaginn kemur. Forsala aðgöngumiða stendur yfir á bensínstöðvum Esso við Lækjargötu í Hafnar- firði, í Ártúnsbrekku og við Geirsgötu. Miði í stúku kostar 1.100 kr„ 700 kr. í stæði og 300 kr. fyrir böm. Fýrsti sigur Stoke City á Oldham í 10 ár Láms Orri Sigurðsson og sam- herjar hans í Stoke City lögðu Þorvald Örlygsson og félaga í Oldham að vefli í 1. deild ensku knattspymunnar, 1-2, sem hófst um helgina. Þetta var fyrsti sig- ur Stoke gegn Oldham í tíu ár. Guöni Bergsson lék ekki með Bolton sem gerði jafntefli við Port Vale. 28 mörk skoruð í fyrstu umferð á Englandi Óhætt er að segja aö leikmenn liðanna i ensku úrvalsdeildinni hefi verið á skotskónum í 1. um- ferö mótsins um helgina. 28 mörk voru skoruð í tíu leikjum eða það sama og skorað var í fyrstu umferð á síðasta tímabili. Áf þessu að dæma sjá menn fyr- ir sér skemmtilegan og fjörugan vetur í ensku knattspymunni. Frábær byrjun hjá Ravanelli „Félagar minir eru mér meira virði en mörkin sem ég skoraði gegn Liverpool. Þetta var athygl- isverður dagur en hann hefði verið betri ef við hefðum náð að sigra,“ sagði Fabrizio Ravanelli eftir sinn fyrsta leik með Middlesboro. Vebankar stóðu 33-1 að Ravanelli yröi markakóngur en oddsinn fór í 10-1 eftir leikinn á laugardaginn. -JKS Bibercic vill fara frá Skagamönnum - ósáttur með störf þjálfarans og fór ekki með til Moskvu DV, Akranesi: Mihaljo Bibercic, framherji ÍA í knattspymu, hefur óskað eftir því við stjórn Knattspymufélag Akra- ness að hætta að leika með liðinu og mun hann hafa farið fram á þetta eftir leik Skagamanna gegn Valsmönnum á fóstudagskvöldið. Bibercic hefur verið ósáttur með störf Guðjóns Þórðarsonar þjálfara og fór hann ekki út með liðinu sem hélt tfl Moskvu á laug- ardaginn en Skagamenn mæta CSKA Moskva í síðari leik sínum í Evrópukeppninni annað kvöld. Að sögn Arnar Gunnarssonar, varaformanns Knattspymufélags Akraness, hefur Bibercic farið fram á þetta við félagið en ekki hefur verið tekin afstaða um mál- ið í stjórninni að sögn Arnar og verður ekki gert fyrr en liðið kem- ur heim frá Moskvu. Samkvæmt heimildum DV hyggst Bibercic halda af landi brott í vikunni en eins og kunnugt leika ÍA og ÍBV til úrslita 1 Mjólkurbikamum um næstu helgi. Steinar ekki með Skagamenn tefla ekki fram sínu sterkasta liði í leiknum gegn CSKA, sem eins og kunnugt, vann fyrri leikinn á Akranesi, 2-0. Steinar Adolfsson fékk leyfi frá fé- laginu til að sleppa ferðinni vegna prófa og Sturlaugur Haraldsson tekur út leikbann. -DVÓ Mihaljo Bibercic vill fara frá ÍA. jRaab WS FLUGLEIÐIi > ? Tpíjpi 'vy qty W| l 5 ii l 1 j ¥ ' ‘ 1 Vqv ¥ «: ‘. 5 < ■:'í \ '•V-ir»:' v;' /f \ ' : 7TF, ■'mtín í m ÉrAJmBmí M Bretinn Hugh Jones sigurreifur eftir sigur í 13. Reykjavíkur maraþoninu sem þreytt var í gær. Sigur Jones var öruggur en þetta er annað árið í röð sem hann kemur fyrstur í mark. DV-mynd GS Reykj avíkurmaraþon: Jones fyrstur í mark annað árið í röð Bretinn Hugh Jones sigraði í karlaflokki í maraþoni karla í 13. Reykjavíkur maraþoni sem þreytt var í gær í blíðskaparveðri. Jones kom í mark á 2:24,16 klst. og tókst þar með ekki að bæta brautarmetið. „Tíminn var í lagi en það er ekki auðvelt að hlaupa á íslandi, jafnvel á degi sem þessum. Frábært verður fyrir íslendinga en í samanburði við aðra staði þá var hvassara hér. Þetta var mun betra en í fyrra en ég held að ég hafi samt hlaupið betur þá út af aðstæðunum sem voru mjög erfiðar. Ég er samt mjög ánægður með sigurinn," sagði Hugh Jones við DV eftir sigurinn. Jones var 5 mínútum á undan næsta manni, landa sinum, Chris Penny, sem átti í efiðleikum á síð- ustu kílómetrunum. „Þetta var gott hlaup en ég lenti i erfiðleikum og þurfti að æla þegar 39 km voru bún- ir og 5 km áður var ég mjög slappur en eftir að ég kastaði upp leið mér betur,“ sagði Penny eftir hlaupið. í kvennaflokki kom breska hlaupakonan Angaharad Mair fyrst i mark á 2:38,47 klst. sem er nýtt og glæsilegt brautarmet í maraþoni kvenna. Hún bætti brautarmetið um rúmar 9 mínútur. „Ég er himinlifandi því ég vissi að metið var 2:47 klst. og minn besti tími fyrir daginn í dag var 2:46. All- ir sögðu mér að maður gæti ekki náð góðum tíma í Reykjavík ef vindurinn væri á móti. Aðstæðurn- ar voru frábærar og ég er mjög ánægð,“ sagði Mair. í hálfmaraþoni karla var það Bretinn Kevin McCluskey sem kom fyrstur i mark á 1:05,36 klst. og setti um leið nýtt brautarmet. „Ég er mjög ánægður með hlaup- ið, leiðin var skemmtfleg en örlítið hvasst en ég er sáttur. Þetta var ekki minn besti tími en ég er búinn að vera meiddur í tvö ár og er ný- farinn að hlaupa aftur,“ sagði McCluskey eftir hlaupið. -JGG Miklir yfirburðir hjá Mörthu í hálfmaraþoni Martha Ernstdóttir sigraði í hálfmaraþoni kvenna og voru yf- irburðir hennar miklir. Martha kom í mark á 1:11,40 klst sem er nýtt brautarmet kvenna. „Ég er rosalega ánægð með hlaupið. Aðstæðurnar voru miklu betri núna heldur en i fyrra, enda voru þær hryllilegar þá, rok og rigning. Það var svo- litill mótvindur núna í lokin, ég var ein og hljóp með maraþon- hlaupurunum í fyrstu sem var mjög gott, þeir hjálpuðu mér rosalega mikið. Ég sannaði það fyrir sjálfri mér að ég átti alveg erindi á Ólympíuleikana i mara- þoni, þannig að ég er mjög ánægð,“ sagði Martha. Um 3000 manns tóku þátt í Reykjavíkur maraþoninu og ekki er hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við hlauparana. Mikfl örtröð var við skráninguna áður en hlaupið hófst enda margir sem klæddu sig í hlaupagallann eftir að hafa litið út um gluggann. Öll úrslit í Reykjavíkur maraþoninu eru birt á bls. 26 og 27. -JGG Martha Ernstdóttir kemur í mark sem sigurvegari í hálf- maraþoni kvenna. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.