Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1996, Side 8
28
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1996
íþróttir
Góður leikur Helga
Helgi Sigurðsson átti góðan
leik með TEBE Berlín í þýsku 3.
deildinni í knattspyrnu í gær
þegar liðið gerði markalaust
jafntefli við Union Berlin á úti-
velli. Helgi og félagar hans eru í
5. sæti norðurausturhluta deild-
arinnar með 5 stig.
Sacchi verður áfram
ítalska knattspyrnusambandið
ákvað um helgina að Arrigo
Sacchi yrði áfram við stjórvöl-
inn sem þjálfari ítalska lands-
liðsins í knattspymu.
Ajax steinlá
PSV sigraði Ajax, 3-0, í leik
deildarmeistaranna og bikar-
meistaranna í Hollandi í gær.
Marc Degryse skoraði tvívegis
og Rene Eykelkamp einu sinni.
Birkir varði
oft vel í markinu
Brann, lið þeirra Birkis Krist-
inssonar og Ágústs Gylfasonar,
tapaði í gær fyrir Moss, 2-1, í
norsku 1. deildinni. Birkir varð
oft að taka á honum stóra sínum
í leiknum. Rosenborg er sem
fyrr með yfirburðastöðu. Liðið
vann Viking, 2-1, og hefúr 43 stig
í efsta sæti. Brann er í 5.-8. sæti
með 26 stig.
-JKS/GH
Golf - sveitakeppni:
Úrslit réðust
í bráðabana
í Hvaleyrinni
A-sveit Golfklúbbs Suðumesja
sigraði í sveitakeppni GSÍ í golfí
karla en keppninni lauk á Hval-
eyrinni í Hafnarfirði í gær. A-
sveit Keilis varð í öðru sæti og
sveit Golfklúbbsins Leynis frá
Akranesi hafnaði í þriðja sæti.
Þessar þrjár sveitir urðu allar
jafnar að stigum en eftir taln-
ingu á fjölda unninna leikja og
innbyrðisúrslitum kom í ljós að
Suðurnesjamenn voru hlut-
skarpastir.
A-sveit Golfklúbbs Reykjavík-
ur var í fjórða sætinu og í neðstu
tveimur sætunum urðu A-sveit
Golfklúbbs Akureyrar og B-sveit
GR og féllu þar með í 2. deild.
Sigursveit GS var þannig skip-
uð: Helgi Birkir Þórisson, Öm
Ævar Hjartarson, Guðmundur
Rúnar Hallgrímsson, Davíð
Jónsson og Hilmar Björgvins-
son. Liðstjóri var Sturlaugur
Ólafsson.
Hjá konunum var það A-sveit
Golfklúbbsins Keilis í Hafnar-
firði sem fagnaði sigri á glæsi-
legan hátt en sveitin vann allar
viðureignir sínar, 3-0. A-sveit
GR varð í öðru sæti og sveit
Golfklúbbs Suðurnesja í þriðja
sæti. Sveitir GA og Golfklúbbs
Sauðárkróks féllu í 2. deild.
Sigursveit Keilis var þannig
skipuð: Þórdís Geirsdóttir, Ólöf
M. Jónsdóttir, Kristín Pálsdóttir,
Lilja Karlsdóttir og Inga Magn-
úsdóttir. Liðsstjóri sveitarinnar
var Guðbrandur Sigurbergsson.
Veður lék við keppendur og
var glæsilegt golf leikið í Hval-
eyrinni.
-GH
Ólympíumót fatlaöra:
Kristín Rós
vann gull
- og Ólafur Eiríksson bronsverðlaun
íslensku þátttakendurnir á
Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta
hófu keppni með glæsibrag um
helgina. Strax á fyrsta keppnisdegi
var uppskeran eitt gull og ein
bronsverðlaun.
Kristín Rós Hákonardóttir úr
íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík
sigraði í 200 metra fjórsundi og
setti að auki nýtt og glæsilegt
heimsmet. Kristín Rós synti
vegalengdina á 3.15,16 mínútum.
Ólafur Eiríksson úr Sundfélagi
Hafnarfjarðar krækti sér í
bronsverðlaun í 200 metra
fjórsundi. Ólafur synti á 2.32,39
mínútum.
Haukur Gunnarsson lenti i 7.
sæti í langstökki.
-JKS
Hrafnhildur Hannesdóttir og Gunnar Einarsson sópuðu til sín verðlaunum á
íslandsmótinu í tennis i Kópavogi um helgina. DV-mynd Sveinn
íslandsmótiö í tennis:
Hrafnhildur og
Gunnar meistarar
í einliðaleik
íslandsmótið í tenn-
is fór fram í Kópavogi
um helgina. Gunnar
Einarsson úr TFK
sigraði í einliðaleik
karla og Hrafnhildur
Hannesdóttir úr Fjölni
varð íslandsmeistari í
kvennaflokki. Þetta
var annað áriö í röð
sem þau fagna sigri á
íslandsmótinu.
Á leið sinni í úr-
slitaleikinn sigraði
Gunnar Arnar Sig-
urðsson úr TFK. Einar
Sigurgeirsson lagði
hins vegar Ólaf
Sveinsson að velli í
hinum undanúrslita-
leiknum. Gunnar
mætti síðan Einari
Sigurgeirssyni, TFK, í
úrslitaleiknum og
urðu lyktir leiksins,
6-2, og 6-4, Gunnari í
vil.
í undanúrslitum
kvennaleiksins vann
Hrafnhildur Rakel Pét-
ursdóttur og íris Staub
sigraði Stefaníu Stef-
ánsdóttur. í úrslita-
leiknum hafði Hrafn-
hildur betur gegn írisi
í mjög jöfnum og
spennandi leik. Iris
vann fyrstu hrinu, 4-6,
Hrafnhildur þá næstu,
6-2, og síðan þá þriðju,
6-4.
Tvíliðaleik karla
unnu Gunnar Einars-
son og Stefán Pálsson.
Tvíliðaleik kvenna
unnu Hrafnhildur
Hannesdóttir og Stef-
anía Stefánsdóttir.
Tvenndarleikinn
unnu Gunnar Einars-
son og Hrafhildur
Hannesdóttir.
-JKS
TENNIS - TENNIS - TENNIS - TENNIS
Vetraráskrift hefst 1. sept. nk. Þeir sem voru meö
fastan tíma síðastiiðinn vetur og vilja halda honum
eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta bókun
á völlum eigi síðar en 26. ágúst nk.
Að þeim tíma liðnum verða vellir leigðir öðrum.
TENNISHÖLLIN
Dalsmára 9-11, Kópavogi.
Sími 564-4050, fax 564-4051, tennis islandia.is.
Staðan í 2. deild
Fram 12 7 4 i 34-14 25
Skallagr. 12 7 3 2 23-8 24
Þróttur R. 12 6 5 1 28-17 23
FH 12 5 3 4 20-16 18
KA 12 5 3 4 22-22 18
Þór A. 13' 5 3 5 17-23 18
Völsungur 13 4 3 6 20-24 15
ÍR 13 4 1 8 14-29 13
Víkingur R. 13 3 3 7 16-21 12
Leiknir R. 12 1 2 9 13-33 5
DV
Jón Kr. leikur
meó Grindavík
„Ég gerði upp hug minn i sum-
ar að leika einn vetur til viðbótar.
Grindvíkingar höfðu samband við
mig sögðu sig vanta bakvörð og
leikstjórnanda. Ég sló til eftir að
hafa ráðfært mig við KKÍ. Þeir
töldu aö þetta stangaðist ekki á við
þjálfunina með landsliðið sem mun
æfa með sama hætti og undanfarin
ár. Næsta vetur mun landsliðið
æfa mun meira þegar
Evrópukeppnin hefst. Það var ljóst
eftir að ég var ákveðinn að leika í
vetur að ég varð að breyta um um-
hverfi. Ég er svolítið spenntur að
sjá hvar ég stend eftir að hafa ver-
ið spilandi þjálfari hjá Keflvíking-
um síðan 1990,“ sagði Jón Kr.
Gíslason, landsliðsþjálfari í
körfuknattleik og leikmaður með
Keflvíkingum siðan 1979 og eitt
árið lék hann í Danmörku, í sam-
tali við DV í gær um þá ákvörðun
sína aö leika með Grindvíkingum í
úrvalsdeildinni næsta vetur.
„Ég átti frábæran tíma hjá Kefl-
víkingum. Þeh- eiga fullt af
bakvörðum," sagði Jón Kr. enn
fremur við DV.
-JKS
Víkingur í
fallsætið
- eftir 0-2 tap gegn Völsungi
0-1 Guðni R. Helgason (52.)
0-2 Guðni R. Helgason (86.)
Völsungar náðu að hifa sig úr
fallsæti 2. deildar eftir góðan sigur,
0-2, á Víkingum í gær.
Leikurinn bar þess merki að
bæði lið eru að berjast um sæti sitt
í deildinni. Fyrri hálfleikur var til-
þrifalítill. Víkingar voru meira með
boltann en Völsungar beittu skyndi-
sóknum sem voru stórhættulegar.
Völsungar komu mjög ákveðnir
til leiks í síðari hálfleik og á 52.
mínútu skoraði Guðni R. Helgason
með laglegu skoti eftir frábæra
aukaspyrnu Ásgeirs Baldurs sem
hann tók frá eigin vítateig. Eftir
markið jafnaðist leikurinn nokkuð
en Vikingar létu mótlætið fara í
taugamar á sér og þrátt fyrir ágætt
spil á köflum tókst þeim ekki að
skapa verulega hættu við mark
Völsunga. Guðni gulltryggði síðan
Húsvíkingum 3 stig með fallegu
marki undir lok leiksins.
„Við stefnum að því að halda
sæti okkar í deildinni. Við komum
út i seinni hálfleik með fullan bar-
áttuhug og náðum okkur í dýrmæt
stig,“ sagði Ásgeir Baldurs, leik-
maður Völsungs.
Maður leiksins: Guðni R.
Helgason, Völsungi.
-ih
Framarar í
efsta sætið
0-1 Ágúst ólafsson (40.)
0-2 Hólmsteinn Jónasson (53.)
0-3 Þorbjörn Atli Sveinsson (74.)
Framarar endurheimtu efsta sæt-
ið í 2. deildinni í gærkvöld þegar
þeir sigruðu ÍR-inga í Mjóddinni,
0-3. Framarar voru betri á öllum
sviðum og var sigurinn því fyllilega
sanngjam.
Undir lok fyrri hálfleiks kom
Ágúst Ólafsson Fram á blað með
marki úr markteignum eftir fyrir-
gjöf Steinars Guðgeirssonar. í síðari
hálfleik tóku Framarar öll völd á
vellinum og voru afgerandi betri að-
ilinn. í liöinu var baráttan allsráð-
andi og spilamennskan á köflum
skínandi góð.
Annað mark Framara gerði
Hólmsteinn Jónasson af stuttu færi.
Markvörður ÍR hélt ekki boltanum
og enn fremur svaf vörnin á verðin-
um og þetta nýtti Hólmsteinn sér til
fulls. Þriðja markið var glæsilegt.
Góða fyrirgjöf Hólmsteins tók Þor-
bjöm Atli á lofti og skoraði með við-
stöðulausu skoti.
ÍR-liðið náði sér ekki á strik og
enginn úr þeirra röðum skaraði
fram úr. Hólmsteinn Jónasson var
beittur í Framliðinu, sívinnandi all-
an leikinn og barðist af krafti. Ant-
on Björn var einnig sterkur í
annars jöfnu liði.
Maður leiksins: Hólmsteinn
Jónasson, Fram.
-SS
Ótrúlega létt hjá
Skallagrími
1- 0 Sindri Grétarsson (21.)
2- 0 Hilmar Hákonarson (37.)
3- 0 Valdimar Sigurðsson (44.)
3-1 Hreinn Hringsson (87.)
DV, Borgarnesi:
„Þetta var ótrúlega léttur sigur
þegar staða beggja liða er höfö til
hliðsjónar. Ég átti von á Þórsurum
mun ákveðnari en raunin varð á ,“
sagði Garðar Newman hjá Skalla-
grími við DV eftir sigurinn á Þór,
3-0, í Borgamesi í gærkvöld.
Skallagrímsmenn vom mun beitt-
ari frá byrjun til enda. Sigurinn var
síst of stór og máttu Þórsarar ef eitt-
hvað var bara prísa sig sæla að fá
ekki á sig fleiri mörk. Norðanmenn
fengu sitt eina raunhæfa tækifæri
þegar skammt var til leiksloka og
nýttu það fulls.
Garðar Newman komst mjög vel
frá leiknum og var sterkur hlekkur
í vöminni þegar á hana reyndi.
Liðsheildin var mjög sterk en i fyrri
hálfleik lék liðið oft á tíðum vel og
lék gestina sundur og saman.
Hreinn Hringsson stóð upp úr í
slöku Þórsliði.
Maður leiksins: Garðar New-
man, Skallagrími.
-EP