Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1996, Page 2
22
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1996
íþróttir
i>v
[~í §4 England
Úrvalsdeild:
Arsenal-West Ham ........2-0
1-0 Hartson (27.), 2-0 Bergkamp vlti
(40.) 38.065
Blackburn-Tottenham .... 0-2
0-1 Armstrong (33.), 0-2 Armstrong
(67.) 26.960
Coventry-Nott. Forest .... 0-3
0-1 Campbell (13.), 0-2 Campbell
(36.), 0-3 Campbell (47.) 19.468
Derby-Leeds .............. 3-3
0-1 Laursen sjálfsm. (19.), 0-2 Harte
(72.), 1-2 Sturridge (77.), 2-2
Simpson (78.), 2-3 Boweyr (85.), 3-3
Sturridge (88.)
Everton-Newcastle ........2-0
1-0 Unsworth (29.), 2-0 Speed (40.)
40.117
Middlesbro-Liverpool .... 3-3
0-1 Björneby (4.), 1-1 Ravanelli viti
(26.), 1-2 Barnes (29.), 2-2 Ravanelli
(36.), 2-3 Fowler (65.), 3-3 Ravanelli
(81.) 30.039
Sheff. Wed-Aston Villa ... 2-1
1-0 Humphries (56.), 2-0
Wittingham (84.), 2-1 Johnson (88.)
26.861
Southampton-Chelsea .... 0-0
15.186
Sunderland-Leicester .... 0-0
19.262
Wimbledon-Manch. Utd . . . 0-3
0-1 Cantona (25.), 0-2 Irwin (58.), 0-3
Beckham (90.) 25.786
Liverpool-Arsenal......í kvöld
l.deild:
Bradford-Portsmouth .... . . 3-1
Grimsby-Wolves . . 1-3
Huddersfield-Charlton .... . . 2-0
Maneh. City-Ipswich . . 1-0
Norwich-Swindon . . 2-0
Oldham-Stoke . . 1-2
Port Vale-Bolton . . 1-1
Q.P.R.-Oxford . . 2-1
Reading-Sheff. Utd . . 1-0
Southend-Tranmere . . 1-1
W.B.A.-Barnsley . . 1-2
Birmingham-C. Palace . . . . . 1-0
2. deild:
Blackpool-Chesterfield . . . . . 0-1
Bournemouth-Warford . . . . . 1-2
Bristol R.-Peterborough . . . . 1-0
Bury-Brentford . . 1-1
Crewe-Stockport . . 1-0
Gillingham-Bristol City . . . . . 3-2
Luton-Burnley . . 1-2
Millwall-Wrexham . . 1-1
Notts County-Preston .... . . 2-1
Plymouth-York . . 2-1
Walsall-Rotherham . . 1-1
3. deild:
Brighton-Chester . . 2-1
Cambridge-Barnet . . 1-0
Colchester-Hartlepool .... . . 0-2
Doncaster-Carlisle . . 0-1
Fulham-Hereford . . 1-0
Hull-Darlington . . 3-2
Leyton Orient-Scunthorpe . . . 0-1
Mansfield-Exeter . . 0-1
Scarborough-Cardiff . . 0-0
Swansea-Rochdale . . 2-1
Torquay-Lincoln . . 2-1
Wigan-Northampton . . 2-1
Arsenal vann nágrannaslaginn við West Ham á Highbury á laugardaginn var. Króatíski varnarmaðurinn í liði West
Ham, Slaven Bilic, hefur hér betur í baráttunni við Dennis Bergkamp sem skoraði síðara mark Arsenal úr vítaspyrnu.
Enska knattspyrnan hófst um helgina:
Fyrsta umferðin
gefur góð fyrirheit
- Manchester United byrjaði af krafti en Newcastle tapaði
Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni
gefur góð fyrirheit ef marka má
hina miklu markaskorun í leikjun-
um. Sóknarleikur var settur á odd-
inn í mörgum viðureignum og ekki
vantaði mörkin. Meistarar
Manchester United hófu tímabilið
með góðum útisigri gegn
Wimbledon en keppnistímabil
enskra knattspyrnumanna hófst á
laugardaginn var. Það sem einna
mest kom á óvart var sigur Everton
á Newcastle og ítalinn Fabrizio
Ravanelli hjá Middlesbro gerði held-
ur betur vart við sig, sem og Kevin
Campbell hjá Nottingham Forest, en
þeir gerðu báðir þrennu með í leikj-
um með sínum félögum.
Sigur Manchester United var
átakalaus og ljóst að liðið mætir
mjög sterkt til leiks og hefur alla
burði til að verja meistaratitilinn.
Það var Frakkinn Eric Cantona
sem opnaði markareikning liðsins
en fyrsta markið kom um miðjan
fyrri hálfleik eftir góðan undirbún-
ing Nickys Butts. Irwin gerði annað
markið og á síðustu mínútu leiksins
skoraði David Beckham þriðja
markið. United sýndi á köflum góða
knattspyrnu og mörkin hefðu hæg-
lega getað orðið fleiri.
Newcastle byrjaði illa með því að
tapa fyrir Everton á Goodison Park.
AÚt hefur verið lagt undir til að ná
titlinum sem liðið hefur ekki unnið
síðan 1927, leikmenn keyptir til liðs-
ins dýrum dómum, en svo virðist
sem liðið nái ekki að stilla saman
strengi sína. David Unsworth og
Gary Speed gerðu mörk Everton og
var fögnuður stuðningsmanna liðs-
ins, sem troðfylltu leikvanginn, óg-
urlegur í leikslok á meðan leikmenn
Newcastle gengu hnípnir af leik-
velli.
italinn Fabrizio Ravanelli gat
varla byrjað með glæsilegri hætti.
Hann skoraði öll þrjú mörkin fyrir
Middlesbro í fjörugum leik gegn
Liverpool á Riverside. Liverpool var
alltaf fyrri til að skora en ítalinn
jafnaði jafnharðan. Viðureign lið-
anna þótti með þeim betri i fyrstu
umferð mótsins.
Kevin Campbell hjá Nottingham
Forest var enginn eftirbátur ítalans
en hann skoraði þrennu í útisigri
gegn Coventry. Campbell hefur ver-
ið iðinn að skora að undanfórnu en
á undirbúningstímabilinu skoraði
hann átta mörk fyrir Forest.
Chris Armstrong skoraði bæði
mörk Tottenham í útisigri á Black-
burn og var klaufi að skora ekki
fleiri mörk. Lið Blackburn lék illa í
þessum leik.
Arsenal, sem rak framkvæmda-
stjórann sinn í síðustu viku, vann
góðan sigur á nágrönnum sínum i
West Ham.
Nýliðarnir í Derby County stóðu
sig með ágætum gegn Leeds á Base-
ball Ground og það var Dean
Sturridge sem tryggði Derby annað
stigið undir lokin.
Aðeins 15.000 áhorfendur sáu
Southampton og Chelsea gera
markalaust jafntefli á The Dell í
gær.
JKS
9 0 4 • 5 0 0 0
Verð aðeins
39,90 mín.
Þú þarft aöeins eitt símtal í Íþróttasíma
DV til aö heyra nýjustu úrslitin í fótbolta,
handbolta og körfubolta. þar er einnig
aö finna úrslit í NBA deildinni og í enska,
ítalska og þýska boltanum.
LHáí SÞROITAsmw
9 0 4-5 0 0 0
Skoska knattspyrnan:
McCoist skoraði
þrjú fyrir Rangers
Ally McCoist skor-
aði þrjú mörk fyrir
Glasgow Rangers sem
vann stóran útisigur
gegn Dunfermline.
Hollendingurinn Pet-
er Van Vossen skor-
aði hin tvö mörkin.
Rangers hefur því
unniö tvo fyrstu leiki
sína í deildinni.
Helstu andstæðingar
Glasgow Rangers í
vetur um skoska
meistaratitilinn,
Celtic, unnu stórsig-
ur á Raith Rovers á
Parkhead í Glasgow,
Þar var Þjóðverjinn
Andreas Thom á
skortskónum en hann
skoraði tvö mörk í
leiknum. Hollending-
urinn Pierre Van
Hooydonk og Simon
Donnelly gerðu hin
tvö mörkin.
Celtic hafði um-
talsverða yfirburði í
leiknum og þótti
Raith Rovers heppið
að sleppa með aðeins
fjögur mörk.
David Bowman,
fyrirliða Dundee Un
ited, var vikið af leik-
velli eftir aðeins
þriggja minútna leik
gegn Hibemian.
Hann sló olnboganum
til Keith Wright og
var umsvifalaust sýnt
rauða spjaldið. Hi-
bernian vann með
marki frá Kevin
McAllister.
-JKS
Mark ársins?
Menn á Englandi eru þegar
farnir að tala um mark ársins
þar í landi þótt ekki sé búið að
leika nema eina umferð. David
Beckham hjá Manchester United
skoraði þriðja mark liðsins gegn
Wimbledon á 90. mínútu. Þetta
er það mark sem margir eru
farnir að kalla mark ársins.
Beckham var með boltann rétt
fyrir framan miðjuna þegar
hann sá að markvörðurinn var
kominn of framarlega út úr
markinu. Beckham lét skot riða
af, boltinn yfir markvörðinn og í
netið. Sannarlega gott mark!
Svar á morgun
Frakkinn Arsene Wengel, sem
talinn er líklegur í fram-
kvæmdastjórastól hjá Arsenal,
hefur tilkynnt að hann muni á
morgun gefa svar um það hvort
hann taki tilboði Arsenal eður
ei. Wengle er sem stendur við
þjálfarastörf I Japan og er samn-
ingsbundinn fram í nóvember.
Keane í uppskurð
Roy Keane hjá Manchester
United fer í uppskurð á morgun
og verður frá keppni um þriggja
vika tíma. Alex Ferguson vonast
til að hann verði klár í slaginn
þegar meistaradeild Evrópu
hefst.
Weah til Arsenal?
Bresk blöð greindu frá því í
gær að Arsenal ætlaði sér að kló-
festa Goerge Weah hjá AC Milan
og á leiðinni væri 10 milljón
punda tilboð í hann. Weah er
mikill aðdánadi Wengers síðan
hann lék undir hans stjórn hjá
Mónakó.
Þýskaland:
Meistarar
Dortmund
töpuðu
Meistarnir i Borussia Dort-
mund töpuðu gegn Bayer
Leverkusen í þýsku úrvalsdeild-
in í knattspymu sem hófst um
helgina. Leverkusen fékk óska-
byrjun með því að skora tvö
mörk á fyrstu sjö mínútum leiks-
ins. Það var meira en meistar-
arnir réðu við.
Bayern Múunchen, sem flestir
búast við að verði meistarar,
hófu tímabilið með sigri gegn St.
Pauli í Hamborg.
Stuttgart, sem er þjálfaralaust,
vann stórsigur á Schalke. Rolf
Fringer hætti með liðið i síðustu
viku þegar hann var ráðinn
þjálfari svissneska landsliðsins.
-JKS
Þýskaland
Úrvalsdeild:
Bochum-Duisburg..........1-6
Stuttgart-Schalke........4-0
Hansa Rostock-Karlsruhe .... 2-2
Freiburg-Werder Bremen .... 3-2
Míinchen 1860-Hamburg ...2-1
Leverkusen-Dortmund......4-2
St. Pauli-Bayern ........1-2
Gladbach-Bielefeld ......0-0
Diisseidorf-FC Köln......0-3
Skotland
Úrvalsdeild:
Celtic-Raith Rovers.......4-1
Dundee Utd-Hibemian ......0-1
Dunfennline-Rangers ......2-2
Hearts-Kilmamock .........3-2
Motherwell-Aberdeen ......2-2