Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Síða 5
33'"V" FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996
tónlist
- fjöldi tón-
listarmanna
kemur saman
á Hótel íslandi
Laugardaginn 7. september verður
haldinn einn stærsti dansleikur sem
haldinn hefur verið á íslandi. Tilefni
hans eru veikindi Rúnars Júlíusson-
ar tónlistarmanns en hann var skor-
inn upp við hjartagalla í vor. Fjöldi
landsþekktra listamanna kemur
fram og verður sennilega einsdæmi
að svo margir þekktir rokkarar
komi saman á einum dansleik.
ÍUÍJjiiJUUJÍJf
★★★
Klám - Sóldögg:
Sóldögg er þokkalegasta
hljómsveit sem hefur innan-
borðs ágætis söngvara. Á
Klámi eru aðeins fimm lög.
Platan er því stutt og laggóð.
Hljómsveitir sem hafa ekkert
sérstaklega mikið fram að
færa mættu taka sér Sóldögg
til fyrirmyndar og gefa út
stutta og snarpa plötu.
-ÁT
Odelay - Beck og
Aðalsteinn Ásberg:
trk'k'k
Það eru varla til orð til að
lýsa þeirri tónlist sem Beck
hefur framleitt á Odelay. Hún
er einfold en samt margslung-
in. Melódíumar era flestar
grípandi, stimdum nánast ær-
andi. í raun er aðeins hægt að
lýsa plötunni með þessum ein-
földu en samt flóknu stikkorð-
um: Platan er frábær. Ég segi
það aftur: „Beck ’n’roll."
-GBG
Salsaveisla aldarinnar - ýmsir
flytjendur:
★★★
Það er ágætis skemmtun og
virkilegur gleðigjafl að hlusta
á Salsaveislu aldarinnar þó
varla sé hægt að óska aðstand-
endum hennar til hamingju
með árangurinn í þetta sinn
fyrir vel unnið verk.
-ÁT
Prince - Chaos and Disorder
★★★
Enginn Prince-aðdáandi
verður svikinn af þessari plötu
þó að hún lendi ekki í hópi
þess besta sem hann hefur lát-
ið frá sér fara. Svo er bara að
vona að frelsið færi okkur nýj-
an og enn betri Prince.
-SÞS
Fræbbblarnir - Viltu bjór, væna?:
★★★
Það kemur eflaust flestum á
óvart hversu fáguð platan er.
Áferðin er ekki eins gróf og
við var að búast. Platan sýnir
að Fræbbblamir voru stór-
merkileg hljómsveit sem fram-
leiddi mikið af góðri tónlist.
-SÞS
Michael Brecker-Tales from the
Hudson
tcktck
Tónlistin á Tales from the
Hudson krefst allnokkurrar at-
hygli hlustandans. Hún er
fremur innhverf og ljóðræn en
ekki endilega hæg, oft mjög
falleg en gersamlega laus við
væmni. Við endurtekna hlust-
un venst hún gríðarvel og lyft-
ir huga og sál yfir hversdag-
inn.
-IÞK
Allir gefa vinnu sína
Eingöngu landsfrægir listamenn
og hljómsveitir koma fram á Hótel
íslandi á laugardaginn. Hér er um
að ræða stórhljómsveit Gunnars
Þórðarsonar og landslið Islands í
poppi. Það skipar meðal annars
Bubbi Morthens, K.K., Björgvin
Halldórsson, Bjarni Arason, Pálmi
Gunnarsson, Einar Júlíusson, Eng-
ilbert Jenssen og Ari Jónsson.
Hljómsveitirnar, sem koma fram,
eru meðal annars Hljómar, Trú-
brot, Lónlí Blú Bojs, Sléttuúlfarnir,
Brimkló, GCD, Pops, Gömlu brýnin
og Fánar.
Tryggjum hver annan
„Það má segja að Rúnari hafi
verið kippt úr umferð svo til fyrir-
varalaust fyrir fjórum mánuðum
og hann hefur ekki getað unnið
fyrir sér síðan,“ segir Magnús
Kjartansson sem er einn af hvata-
mönnum að dansleiknum. Að hans
sögn voru það þeir Ólafur Laufdal,
sem lánar húsnæðið undir dans-
leikinn, og Gunnar Þórðarson sem
áttu upphaflega hugmyndina að
þessum tónleikum „Þetta hefur
svona smám saman verið að fæð-
ast,“ segir Magnús.
„Margir aðrir einyrkjar og þá
sérstaklega listamenn lenda í
slæmri aðstöðu ef heilsan bregst.
Listamaður eins og Rúnar fær ekk-
ert veikindafrí,“ segir Magnús. Að
hans sögn er þessi dansleikur við-
brögð við þessu. „Við erum að
tryggja hver annan með þessu,“
segir hann.
Allt í botn
Magnús telur að hér sé einstakt
tækifæri fyrir unnendur rokk- og
popptónlistar á íslandi til að sjá
alla helstu tónlistarmenn landsins
á einum stað. Hann leggur áherslu
á að hér sé um að ræða hreina
stuðhátíð þar sem ætlunin er að
sýna Rúnari Júlíussyni samstöðu í
veikindum hans. „Þetta er bara til
þess að minna á að Rúnar missir
ekkert taktinn þó að hann hafi orð-
ið fyrir þessu áfalli. Rúnar hefur
verið mikill gleðigjafi um langan
aldur. Því er full ástæða fyrir aðdá-
endur hans og lífs og fjörs að láta
sig ekki vanta á laugardaginn,“
segir Magnús að lokum.
Hljómsveitin Sixties veröur umvafin blómarósum í Hverageröi laugardaginn
7. september.
r Hljómsveitin Sixties
Astfangnir sem fyrr
- spila á Sauðárkróki og í Hveragerði
Sixties ætla að halda tvo
stórdansleiki um helgina. Föstudag-
inn 6. september halda þeir til Sauð-
árkróks og spila þar á Kaffi Króki.
Laugardaginn 7. september verð-
ur sveitin með árlegan blómadcms-
leik á Hótel Örk í Hveragerði. Þar
verður jafhframt keppt um titilinn
blómastúlka Suðurlands og mætir
mikill kvennablómi frá Suðurlandi
á þá keppni.
Félagamir í Sixties hafa verið
með eindæmum duglegir við spila-
mennskuna í sumar út
um allt land og
notið mikilla
vinsælda. í
haust verð-
ur Sixties I
húshljóm-
sveit á Hótel
íslandi og
spilar þar
fram eftir
vetri.
Hljóm-
sveitina
Sixties
skipa þeir
Rúnar
Örn Frið-
riksson
söngvari,
Þórarinn
Freysson
bassaleik-
ari, Guð-
mundur
Gunnlaugs-
son trommu-
leikari og
Andrés Gunn-
laugsson gítar-
leikari.
Árlegir tónleikar Harðar Torfasonar
Allt efni nýtt
- spilað í Borgarleikhúsinu í kvöld
Ljóðskáldið og tónlistarmaðurinn Hörður Torfason verður með árlega
tónleika sína í Borgarleikhúsinu föstudaginn 6. september. 1 þetta sinn verð-
ur öll tónlistin og ljóðin sem hann flytur ný enda er ný plata á leiðinni frá
Herði.
Hörður Torfason hefúr haldið tónleika sína í tvo áratugi en framan af fór
lítið fyrir þessmn tónleikum. Fyrir ellefu árum urðu ákveðin vatnaskil þeg-
ar hann leigði Austurbæjarbíó og fyllti húsið. „Fólk hélt að ég væri orðinn
eitthvað skrýtinn en þetta voru afar skemmtilegir og góðir tónleikar. Þetta
lifir í minningunni" segir Hörður. Hann segir að tónleikamir nú verði með
hefðbundnu sniði. „Þetta verður bara eins og venjulega, ég ætla að
skemmta mér og reyna að skemmta öðrum. Núna verð ég
einungis með nýtt efni, það eru kannski 20-25 ný lög
og Ijóð sem ég ætla að flytja í kvöld. Það hefur
líka verið þannig á þessum hausttónleikmn að
ég hef verið að kynna nýtt efni á þeim,“ segir
Hörður.
Tónleikunum skipt í tvennt
Hörður segir að þessir tónleikar verði í raun
tvískiptir. „Fyrir hlé verð ég bara einn með gít-
arinn. Eftir hlé koma strákarnir úr hljómsveit-
inni og spila með mér,“ segir hann.
Hörður vill lítið tjá sig um nýja efnið og seg-
ir að fólk verði bara að mæta og heyra hvernig
efnið hljómar. „Maður veit oftast lítið hvað
maður er að gera, maður bara skapar. Það er
annarra að dæma hvemig efhið er,“ segir hann.
Hann segir að hópurinn sem sæki tónleika
hans sé afar fjölbreyttur. „Það drífur fólk víða
að. Þetta er alls konar fólk, allt frá átta ára upp
í áttrætt“ segir Hörður. Að hans sögn er tölu-
verð eftirvænting fyrir þessa tónleika. „Það er
alltaf þannig þegar það er komið fram í ágúst þá
byrjar síminn að klingja.“
Tónleikamjr byrja klukkan 20.00 í kvöld og
hlj ómlistarmennimir sem spila með Herði í kvöld
eru þeir Hjörtur Howser, Jón Hansson, Friðrik
Sturluson, Björgvin Gíslason, Eysteinn Eysteinsson
og Magnús R. Einarsson verður sérstakur gestur.
-JHÞ
Stjörnugjöf
tónlistargagnrýnenda
Óútgáfuhæf
★ Slæm
★★ Slök
★★ í meðallagi
■ktc'k Sæmileg
★★★ Góð
:★'★★ Frábær
★★★ Meistaraverk