Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Blaðsíða 10
 ★ 24* ★ ★ ★ tyndbönd FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 13 "V Ralph Fiennes: Heldur tryggð við sviðsleikinn „Aö vera eða vera ekki kvik- myndastjarna, það er spumingin. Ég vona að Ralph Fiennes verði aldrei kvikmyndastjama," sagði leikstjórinn Steven Spielberg eitt sinn um þennan breska leikara sem sló í gegn í kvikmyndinni Schindlers List. Orð Spielbergs hafa þó alls ekki neikvæða merkingu þó að þau hljómi þannig. Sannleikur- inn er sá að Spielberg hefur mikið álit á Ralph Fiennes. Áður en Fiennes varð heiminum kunnur sem kvikmyndaleikari var hann búinn að skapa sér nafn sem einn færasti sviðsleikari Breta. Það sem Spielberg átti við með orðunum hér á undan er að of mikill kvik- myndaleikur myndi örugglega skemma hæfileika Fiennes sem sviðsleikara. „Þrátt fyrir að Fiennes sé örugg- læga fær um að leika í fjölda aðal- hlutverka nýtur hann sín frábær- lega i aukahlutverki. í myndum síð- ustu ára hefur orðið meira áberandi að það eru leikaramir í aukahlut- verkunum sem slá í gegn og skyggja á aðalpersónumar. Sú varð til dæm- is raunin með Schindlers List. Einnig má nefna myndina „The Fugitive“ þar sem Tommy Lee Jo- nes, í aukahlutverki, skyggði alger- lega á Harrison Ford í aðalhlutverk- inu,“ sagði Spielberg. Stór fjölskylda Ralph Fiennes er fæddur í heim- inn þann 22. desember 1962 í bæn- um Suffolk á Englandi. Hann er elst- ur sex systkina sem fæddust á að- eins 7 áram. Fljótlega á æskuárum hans kom í Ijós að hugur hans beindist til lista. Hann fór í lista- skóla að lokna grunnskólanámi en var ekki búinn að gera upp við sig hvað hann ætti að fást við. Fiennes þótti strax i æsku vera drátthagur og stefndi fyrst að því að verða málari. En eftir að hafa stund- að nám í eitt ár í teiknun söðlaði hann um og fékk inngöngu í „Royal Academy of Dramatic Arts“ leiklist- arskólanum og útskrifaðist það- an með láði 1985. Þar komu hæfileikar hans fljótt í ljós og hlut- verkin létu ekki biöa eftir sér. Fiennes komst strax á samning hjá National Theater Company þar sem hann starfaði næstu tvö árin. Að þeim loknum var honum boöið að ganga til liðs við hið konunglega leiklistarfélag Shakespeare’s. Þar lék hann hlutverk Hinriks IV, Lér konung, Hamlet og fleiri þekktar persónur. Stuttu síðar fékk hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í sjónvarpsmyndinni „A Dangerous Man“ sem byggð var á sögu T.E.Lawrence. Sagt er að Spielberg hafi þá fyrst tekið eftir honum. Fiennes haföi alla tíð mikinn stuðning foreldra sinna sem hvöttu hann til dáða. Því var það honum mikið áfall þegar móðir hans lést aðeins 54 ára að aldri úr krabba- meini, stuttu eftir að Schindlers List var frumsýnd. Kom á óvart Fiennes lék hinn ógeðfellda nazista Amon Goeth í Lista Schindlers. Hann þótti gera það á mjög sannfærandi hátt og það kom Spielberg nokkuð á óvart. „Ég var svo hræddur um að erfiölega gengi að búa til óþokka úr Fiennes því hann hefur óvenjulega töfrandi og seiðandi augnaráð,” sagði Spiel- berg. Fiennes fékk ekki síður lof fyrir leik sinn í næstu kvikmynd sinni, The Quiz Show. Sú mynd er byggð á sönnum atburðum frá sjötta ára- tugnum. Þá var vinsælasta sjón- varpsefhið í Bandcirikjunum sam- nefndur spurningaþáttur og Charles Van Doren var aðalstjama þeirrar keppni. Hann var eftirlæti Banda- ríkjamanna þar til í ljós kom að svindlað var í þáttunum til að tryggja honum sigurinn. Túlkun Fiennes á Van Doren er slík að allir sem myndina sjá kenna i brjósti um hann. Vandlátur á hlutverk Fiennes hefur hafnað mörgum kvikmyndahlutverkum og er vand- látur mjög á hlutverk. Hann heldur reglulega áffam leik á leiksviði og hefur raðað að sér viðurkenningum á því sviði. Eftir leik í Quiz Show sneri hann sér að leik í Hamlet á leiksviði í London og fékk fyrir það Tony verðlaunin sem besti leikari á sviði 1995. Þar á eft- ir lék hann í fram- tíðartryllinum „Strange Days“ á móti Angelu Bassett sem gat sér frægð fyrir frá- bæra túlk- un á söng- konunni Tinu Tum- er. Sú mynd er væntan- leg á mynd- bandi þann 11. september. Fiennes liggur ekk- ert á að slá í gegn í kvikmyndunum og fer sér rólega. Aðdáendur hans vona samt sem áður að hann leiki í sem flest- um myndum því ekki gefast mörg tækifæri til þess að sjá hann á sviði. -ÍS Ralph Fiennes er fæddur í heiminn þann 22. desember 1962 í bænum Suffolk á Englandi. Hann er elstur sex systkina sem fæddust á aðeins 7 árum. Fljótlega á æskuárum hans kom í Ijós að hugur hans beindist til lista. .SPÓLAH I TÆKINU Smári Guðmundsson: Und- er Siege H með Steven Seagal. Ég mæli með henni. Gunnar Hjálmarsson: Mallrats. Hún var skítsæmileg. Oddný Eir Ævarsdóttir: Priest. Mér fannst hún fín. Eva Hrund Sigurðardóttir: Dirty Dancing í 10. eða 11. sinn. Hún er góð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.