Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Síða 11
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 'myndbönd25 Wamer-myndbönd gefa út eftir helgina á myndbandi The Bridges of Madison County sem er byggð á samnefndri skáldsögu Roberts James Wallers en bók hans var gef- in út árið 1992 og hefúr verið þaul- setin á metsölulistum síðan og selst í samtals nálægt níu milljónum ein- taka. Myndin segir frá Francescu sem er leikin af Meryl Streep. Hún er ítölsk kona sem fylgdi eigin- manni sínum, amerískum her- manni, þegar seinni heimsstyrjöld- inni lauk. Hún er ein heima þegar Robert Kincaid, ljósmyndari hjá National Geographic Magazine, bankar upp á, en hann er leikinn af Clint Eastwood sem jafnframt leik- stýrir myndinni. Hann er á ferðinni til að mynda yfirbyggðar brýr í Madison County í Iowa og fær Francescu til að fylgja sér um sýsl- una og sýna sér brýmar. Þau fella hugi saman og eiga í ástarsambandi í fjóra daga en skynsemi og skyldu- rækni koma í veg fyrir áframhald á sambandinu. Framboð og eftirspurn Myndin er að því leyti frábrugðin hefðbundnum stórsmellum í Hollywood að hún sniðgengur stærsta áhorfendahópinn - unga fólkið. Samkvæmt upplýsingum frá Warner Brothers er yfirgnæfandi meirihluti áhorfenda yfir þrítugu, enda fjallar myndin um ástarsam- band pars sem er samtals 97 ára - Robert Kincaid á að vera 52 ára og Francesca 45 ára. Myndin er ástar- saga um þroskað fólk og fyrir þrosk- að fólk. Áhrif myndarinnar og bók- arinnar á almenning sjást vel í því tískufyrirbrigði meðal bandarískra para að gifta sig á Roseman-brúnni í Madison County og óteljandi fyrir- spurnum til skrifstofu National Ge- ographic frá fólki sem vill fá upplýs- ingar um hinn raunverulega Robert Kincaid (sem er ekki til). Með því að ganga fram hjá stærsta markaðs- hópnum hefur myndinni því greini- lega tekist að virkja markaðshóp sem hingað til hefur ekki verið sinnt - lögmálið um framboð og eft- irspum í hnotskum. Betri og betri með aldrinum Clint Eastwood á að baki 40 ára feril í kvikmyndum sem leikari og hefur leikstýrt fjölmörgum mynd- um síðan 1971 þegar hann leikstýrði sinni fyrstu mynd, Play Misty for Me. Ferill hans byrjaði á miðjum sjötta áratugnum og lék hann þá gjaman smáhlutverk í þriðja flokks myndum en vendipunktur í leikferli hans varð á árunum 1964-1966 þeg- ar hann lék í spagettívestraþrenn- ingu Sergios Leones. Á næstum ámm treysti hann ímynd sína sem yfirvegað hörkutól í myndum eins og Hang Em High, Where Eagles Dare, Two Mules for Sister Sara og Dirty Harry, sem jafnframt er ein- hver frægasta persóna sem Clint Eastwood hefur skapað og hefur hann leikið hann í fimm myndum. Eins og áður segir leikstýrði hann sinni fyrstu mynd 1971 og hefur síð- an leikstýrt rúmlega helmingi mynda sinna. Hann hélt áfram að leika þögul hörkutól og var talinn ákaflega takmarkaður leikari. Hon- um tókst loks að sanna hæfileika sina sem leikstjóri þegar hann leik- stýrði Bird 1988 og öðlaðist loks virðingu, bæði sem leikstjóri og leikari, með Unforgiven 1992. Gamli kallinn Clint virðist vera eins og gott vín sem þroskast og verður betra með aldrinum. Enginn talar lengur um að hann geti ekki sýnt önnur svipbrigði en að gretta sig. Ótrúlegur ferill Clint Eastwood hafði frá upphafi augastað á Meryl Streep í hlutverk Francescu en kvikmynda- mógúlunum hjá Warner Brothers þótti hún of gömul í hlutverkið (hún er 46 ára en Clint 65 ára). Clint hafði betur að lok- um og tókst að telja Meryl Streep á að taka hlutverk- ið að sér. Ferill hennar er mjög frábrugðinn ferli Clints því strax í upphafi var tekið eftir leikhæfi- leikum hennar. Hún lék í sinni fyrstu mynd 1977 og tveimur árum síðar fékk hún óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Kramer vs. Kramer og aftur þremur árum síðar fyrir Sophies + Choice, en alls hefur hún verið tilnefnd til ósk- arsverðlauna tíu sinnum á tuttugu ára löngum ferli. Hún er þekkt fyrir að leika ólík hlutverk og geta tileinkað sér fas og hreim fólks af öllum stétt- um og úr ollum heims- hornum. Meðal mynda hennar eru The Deer Hunter, The French Lieutenants Woman, Silkwood, Out of Africa, Ironweed, A Cry in the Dark, Postcards from "** the Edge, Death Becomes Her, The House of the Spirits og The River Wild þar sem hún lék í fyrsta skipti í hasarmynd. Hún hefur skapað sér nafn sem hæfíleikaríkasta leikkona í Hollywood. -PJ Neðanmáls: í þessari grein var að hluta til stuðst við grein í tímaritinu People frá 26/6 sl. UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Friðrik Sophusson Ég horfi ákaflega lítið á myndbönd og það líður langt á milli þeirra fáu sem ég sé. Það eina sem ég hef skoðað almenni- lega upp á síðkastið er upptaka úr afmælisveislu dóttur minnar en hún varð tveggja ára í vor. Það er uppáhaldsmyndbandið mitt um þessar mundir þótt ekki sé gæðun- um fyrir að fara, því miður. Afi hennar og ég skipt- umst á að taka þetta upp og við verðum satt að segja varla Jkall- aðir snillingar í kvikmynda- gerð. Sumt heppnaðist þó og það er afskaplega gaman að horfa á það. Stundum fer ég í bíó, bæði hér á landi og í útlöndum. Síðast fór ég í bíó með dóttur minni og sá þá Mission Impossible með Tom Cruise. Þær voru flnar tæknibrell- umar i henni og ég hafði meira gaman af henni heldur en ég átti von á. Þegar ég var ungur reyndi ég að sjá allar kúrekamyndir sem buðust en í seinni tíð hef ég meira gaman af rómantískum myndum. Ég á mjög erfitt með að skilja all- ar þessar framtíðar- og geimmynd- ir. Þær liggja fyrir utan hugarsvið mitt og ég hef engan smekk fyrir þeim. Vil frekar sjá nostalgískar myndir sem rifja upp tím- ann þegar ég var ung- lingur. Sjálfsagt er aldurinn bara að fær- ast yflr mig. -ilka Company Affairs Strange Days Trevor er forríkur viðskiptajöfur sem rekur fyrirtæki sitt í Brasiliu. En Trevor lifir tvöfoldu og jafnvel marg- foldu lífi. Hann er kvæntur gullfallegri og snjallri konu en heldur við tvær aðrar konur. Önnur þeirra, Paige, er vinkona eig- inkonu Trevors og félagi hennar í viðskiptum. Hin, Miranda, er hálaunuð fylgdarkona. Það liggur því í augum uppi að í þessari aðstöðu má ekkert gerast ef ekki á að komast upp um Trevor og laumuspil hans. Það sem Trevor veit hins vegar ekki er að bæði Paige og Miranda eru búnar að brugga honum launráð sem runnið er undan rifjum viðskiptafélaga Trevors. En það er ekki allt sem sýnist og áður en yfir lýkur kemur í ljós að hér eru margir maðkar í mysunni. Það er hinn góðkunni breski leikari Michael York sem fer með aðalhlut- verkið í þessari mynd. Útgefandi myndbandsins er Berg- vík og myndbandið kemur út þann 3. september. Aldurstakmark 16 ára. Framleiðandi þessarar spennu- myndar er James Cameron og leik- stjóri Kathryn Bigelow. Frá-1 bærir leikarar I eru í aðalhlut-l verkum, Ralph Fiennes (Schindlers List) og Angela ' Bassett (Tina). Strange Days er hágæða spennumynd og [ framtíðartryll- ir. Dagurinn er' 30. desember 1999 og loftið í Los Angeles er lævi blandið. Alls kyns ruslaralýður fyllir göturnar, hvert skúmaskot, og engum er treystandi. Ralph Fiennes leikur lögreglu- manninn fyrrverandi, Lenny Nero, sem hefur snúið sér að því að kaupa og selja nýja, ólöglega tækni. Þessi tækni felst í því að hægt er að taka upp á diska sýnir fólks og upplifun sem aðrir geta síðan upplifað sem sínar eigin. Þennan dag er vinkona Lennys myrt og morðinginn tekur upp reynslu sína. Að loknum verkn- aðinum sendir hann Lenny upptök- una og þar með dregst hann inn í geöveikislegan heim peninga, valda og ofsóknaræðis. Hann leitar að- stoðar hjá öryggisfræðingnum Mace (Bassett) og saman lenda þau í mikl- um hremmingum. Það er ClC-myndbönd sem gefa út myndbandið þann 11. september og myndin er bönnuð innan 16 ára. Preeious Find Framtíðartryllirinn Precious Find skartar úrvalsleikurum, Rut- ger Hauer og Joan Chen, í að- alhlutverkum. Það er árið 2049, 200 ár eru liðin frá upphafi gullæðisins í Kaliforníu. Nýtt gullæði hefur tekið við. Mann- skepnan hefur reist stóra borg á tunglinu sem orðin er miðstöð stærstu gullnámu sem fundist hefur í öllu sólkerfinu. Andrúmsloftið er hlaðið spennu því þegar skjótfeng- inn gróði er annars vegar er enginn annars bróðir í leik. Þrír aðkomumenn ákveða að freista gæfunnar á nýju svæði þar sem heyrst hefur um gullfund. Einn þeirra er fjárhættuspilarinn Crile Hager (Hauer). Eftir mikla hrakn- inga komast þeir til hins fyrirheitna staðar og finna þar mikið gull. En systurnar græðgi og öfund taka fljótlega í taumana og fljótlega dreg- ur til tíðinda þegar sumir vilja ætla ^ sér fullstóran skerf af gullinu. Útgefandi myndarinnar er Berg- vík en hún kemur út þann 10. sept- ember. Aldurstakmark er 12 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.