Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Side 1
(
MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
IÞROTTIR
Getraunir:
Enski
boltinn
112 212 1121112
Lottó 5/38:
2 23 32 4 26 (13)
////////////////////////////////////
í \ - • *
Róbert skrifaði
undir síðasta
pappírinn í
upphituninni
Aflurelding og þýska liðið
Schutterwald komust að sam-
komulagi um félagaskipti Ró-
berts Sighvatssonar degi áður en
þýska 1. deildin hófst um helg-
ina. Félögin voru lengi vel ekki
ásátt um kaupverðið en það
þýska vildi horga minna fyrir
Róbert en Afturelding vildi fá.
„Það var léttir að þetta mál
skyldi komast í höfn. Ég skrifaði
undir síðasta pappírinn þegar ég
var aö hita upp fyrir leikinn
gegn Fredenbeck," sagði Róbert
Sighvatsson við DV.
Þrír útlendingar leika með
Schútterwald i vetur en auk Ró-
berts eru Svíamir Magnus And-
erson og Andreas Larsson.
-JKS
Stórsigur
hjá Herthu
gegn Essen
Eyjólfur Sverrisson og félagar
hans í Herthu Berlín voru á
skotskónum í gær þegar þeir
sigruðu Rot Weiss Essen, 7-3, í
þýsku 2. deildinni. Hins vegar
gengur ekkert hjá Waldhof
Mannheim, liði Bjarka Gunn-
laugssonar, sem tapaði fyrir
Stuttgart Kickers. Maimheim er
neðst með 3 stig. Hætt er við að
þjálfari liösins fjúki á næstu dög-
um.
Sharp valtur
í sessi hjá
Oldham
Fjölmiðlar þykjast nokkuð
vissir um að Graeme Sharp,
framkvæmdastjóri hjá Oldham,
verði næsti stjórinn á Englandi
sem missi vinnu sína. Oldham
er neðst með tvö stig í 1. deild en
með liðinu leikur sem kunnugt
er Þorvaldur Örlygsson.
-JKS
Hættir Óli?
DV, Akranesi:
Svo getur farið að
Ólafur og Stefán
Þórðarsynir yfirgefi
herbúðir Skaga-
manna að loknu
þessu tímabili. Ólaf-
ur hefur lýst því
yfir að hann ætli að
vinna íslandsmeist-
aratitilinn með
Skagamönnum og
snúa sér síðan al-
farið að þjálfun.
Samningur Stef-
áns við Skagamenn
rennur út um mán-
aðamótin og að öllu
óbreyttu mun hann
ekki endurnýja
þann samning.
Þessi snjalli fram-
ltnumaður hefur
fengið fá tækifæri
með Skagaliðinu í
sumar og er ljóst að
mörg félög munu
berjast um leik-
manninn.
Einnig er óvíst að
Haraldur Hinriks-
son verði áfram á
Skaganum. Heim-
ildir DV herma að
hann ætli aftur í
raðir Skallagríms-
manna.
-DVÓ
Teitur fékk
góða dóma
Teitur Örlygsson og félagar hans í gríska liðinu
Larissa töpuðu fyrir Sporting, 62-66, í 1. umferð deild-
arinnar sem hófst um helgina. Teitur skoraði 11 stig og
lék í 29 mínútur en fékk snemma í síðari hálfleik sína
fjórða villu. Teitur fékk góða dóma í fjölmiðlum og var
sagður besti maður liðsins ásamt ítalanum Andrea
Cessel. „Veturinn verður erflður og því var slæmt að
tapa á heimavelli," sagði Teitur í samtali við DV. -JKS
Jón Arnar Magnússon sýndi og sannaöi um helgina aö hann er í alira fremstu röö í tugþrautinni í
heiminum í dag. DV-mynd Brynjar Gauti
Jón Arnar Magnússon,
Tindastóli, náði mjög at-
hyglisverðum árangri á tug-
þrautarmóti í Frakklandi
um helgina. Jón Amar
hafnaði í 8. sæti í þrautinni
sem var skipuð flestum
bestu tugþrautarmönnum
heims.
Jón Amar hlaut 8.217
stig en er hann setti ís-
landsmet sitt á Ólympíu-
leikunum í Atlanta hlaut
hann 8.274 stig.
Það var einkum og sér í
lagi afar slakt krringlukast
sem gerði vonir Jóns Arnars
um nýtt Norðurlandamet og ís-
landsmet að engu um helgina.
Kringlan flaug aðeins 38 metra
og er það vitanlega langt frá
besta árangri Jóns Amars í
greininni.
Á Ólympíuleikunum kastaði
hann 44 metra og þótti vem-
lega slakt. Ef Jón Amar hefði
náð eðlilegum árangri í
kringlukastinu hefði hann
fengið um 200 stig til viðbótar
og þá hefði Norðurlandametið
verið í verulegri hættu.
Oft er það svo í tugþraut að
ein grein „klikkar" og sú varð
raunin hjá Jóni Arnari að
þessu sinni.
Hins vegar náði hann mjög
athyglisverðum árangri í öðr-
um greinum. Nægir þar að
nefna persónulegt met hans í
kúluvarpinu en henni varpaði
hann 15,88 metra. Þá stökk
hann 2,04 metra í hástökki sem
er mjög góður árangur.
-SK
Sjá nánar á bls. 23.
- Jón Arnar í 8. sæti í Frakklandi. Afar slakt
kringlukast gerði vonir um NL-met að engu
Dagur úr leik í
nokkrar vikur
- tveir leikmenn Wuppertal handarbrotnuðu á æfingu
Dagur Sigurðsson, landsliðsmað-
ur í handknattleik hjá þýska félag-
inu Wuppertal, varð fyrir því óláni
á æfingu á föstudaginn var að hand-
arbrotna. Þessi föstudagur 13. sept-
ember var liðinu mikill óhappa-
dagur því annar leikmaður til viö-
bótar handarbrotnaði einnig á
sömu æfingunni. Dagur, sem kom-
inn var í mjög góöa æfingu, veröur
í mesta lagi frá keppni í sex vikur.
Vonir standa þó til að hann
verði fyrr klár í slaginn Dagur
brotnaði á vinstri hendi og verður
til að byrja með í gifsi í þrjár vikur.
„Hann verður vonandi búinn aö
jafna sig fyrir leikina gegn Eist-
landi. Þetta er slæmt mál því Dagur
var kominn í góða æfingu," sagði
Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari
í handknattleik.
Keppnistímabil þýskra hand-
knattleiksmanna hófst um helgina.
Héðinn Gilsson og samherjar hans í
Fredenbeck unnu góðan sigur á
Schútterwald, 26-23. Héðinn skor-
aði fjögur mörk í leiknum og Ró-
bert Sighvatsson, sem leikur með
Schútterwal, átti mjög góðan leik og
skoraði fimm mörk af linunni.
Wallau Massenheim sigraði Mag-
deburg í miklum markaleik, 30-29.
Kristján Arason er sem kunnugt er
þjálfari hjá Wallau. Liðinu er spáð
mikilli velgengni enda liðið skipað
úrvalsleikmönmun. Rússinn
Dimitri Torgavanov og Frakkinn
Fréderic Volle voru keyptir fyrir
tímabilið.
Patrekur Jóhannesson hjá Essen
léku gegn Minden en úrslit voru
ekki kunn þegar blaðið fór í prent-
un. Wuppertal átti sömuleiðis að
leika í gærkvöld.
Með breyttri Evrópu leika 77 er-
lendir
leik-
menn i
bundeslíg-
unni. Þar
af era 47
þeirra að
leika í fyrsta
sinn í Þýska-
landi. Tíu íslend-
ingar leika í bundes-
og 1. deildinni í vetur
auk Viggós Sigurðssonar
sem þjálfar Wuppertal.
-JKS
Dagur Sigurðsson
veröur frá keppni í nokkrar
vikur vegna meiðsla á hendi.