Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Qupperneq 4
24
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
25
I
Iþróttir
Sigurður Grétarsson, þjálfari Vals:
„Ætlum að klára
mótið með sæmd“
- Valsmenn unnu góðan sigur á Stjörnunni í Garðabæ
„Ég er aö vonum kátur með úrslit-
in. Strákamir spiluðu vel, skoruðu
fjögur mörk og sköpuðu sér mikið
af marktækifærum. Þá var baráttan
í liðinu mjög góð og allir vora á tán-
um. Við erum komnir með góða
stöðu í deildinni og ætlum að klára
mótið með sæmd,“ sagði Sigurður
Grétarsson, þjálfari Vals, við DV
eftir sigur sinna manna á Stjörh-
unni, 2-4, í Garðabæ í gær.
Aðstæður til að leika knattspyrnu
í gær voru afleitar, rok og mikil
rigning, en mesta furða var hvað
leikmönnum gekk að spila knettin-
um á milli sín og þá einkum Vals-
mönnum.
Valur hafði undirtökin allan tím-
ann og Stjömumenn geta prísað sig
sæla að hafa ekki tapað stærra því
Valsmenn áttu mörg góð marktæki-
færi í leiknum. Valsmenn létu bolt-
ann ganga vel á milli sín og beittu
stuttum samleik og það var greini-
legt að Valsmenn voru mættir i
Garðabæinn til að selja sig dýrt
enda gengi liðsins í seinni umferð-
inni ekki verið upp á það besta. Þá
Baldur Bjarnason skoraði bæði
mörk Stjörnunnar.
er þungu fargi örugglega létt af leik-
mönnum liðsins en mikið marka-
leysi hefur háð liðinu í sumar.
Vængbrotiö Stjörnuliö
Stjörnumenn voru með nokkuð
vængbrotið lið í leiknum. Valdimar
Kristófersson, Reynir Björnsson og
Helgi Björgvinsson voru allir í leik-
banni og Kristinn Lárusson er far-
inn til náms í Bandaríkjunum.
Garðbæingar máttu ekki við því aö
missa þessa menn og sérstaklega
var varnarleikur liðsins gloppóttur.
í frekar slöppu liði Stjömunnar bar
mest á Baldri Bjarnasyni.
Valsliðið lék í heild mjög vel og er
leikurinn örugglega einn sá besti
hjá liðinu í langan tíma. í jöfnu liði
var Heimir Porca mjög áberandi á
miðjunni.
Hann lék samherja sína vel uppi og
barðist vel. Sigþór Júlíusson var
sprækur á kantinum og hinn ungi
Guðmundur Brynjólfsson átti góðan
leik.
-GH
Stjarnan (1)2
Valur (2)4
0-1 Guömundur Brynjólfsson
(7.) með skoti frá markteig.
0-2 Guðmundur Brynjólfsson
(23.) skoraöi af stuttu færi eftir að
Bjarni markvörður hafði varið og
misst boltann frá sér.
1-2 Baldur Bjarnason (28.) úr
vitaspymu.
1- 3 Heimir Porca (60.) úr víti.
1^1 Anthony K. Gregory (64.)
með skalla eftir sendingu Porca.
2— 1 Baldur Bjarnason (75.) með
skoti af markteig.
Lið Stjörnunnar: Bjarni Sigurös-
son - Birgir Sigfússon, Goran Micic,
Ragnar Ámason, Sigurhjörtur Sigfús-
son (Sæmundur Friöjónsson 68.) -
Heimir Erlingsson (Veigar Gunnars-
son 64.), Ingólfur Ingólfsson, Rúnar
Sigmundsson, Baldur Bjamason @,
Loftur S. Loftsson (Hörður Gíslason
52.), Bjami Sigurðsson.
Lið Vals: Lárus Sigurðsson Bjarki
Stefánsson @, Jón G. Jónsson, Krist-
ján Halldórss, Gunnar Einarsson @
- Heimir Porca @, Jón Helgason,
ívar Ingimarss., Guðmundur Brynj-
ólfss. @ (Nebojsa Corovic 88.) - Sig-
þór Júlíuss. @ (Sigurbjöm Hreiðars-
s. 89.) - Anthony Gregory (Amljótur
Davíðsson 68.).
Markskot: Stjaman 6, Valur 17.
Horn: Stjaman 3, Valur 9.
Gul spjöld: Goran (Stjörn.), ívar
(Val), Anthony (Val).
Dómari: Eyjólfur Ólafsson.
Maður leiksins: Heimir Porca,
Val. Prímus mótor í leik liðsins.
fóru á kostum
- Grindavík komst í 0-2 gegn Skagamönnum en einum færri fóru þeir á kostum og skoruðu sex mörk
„Þetta var sterkur sigur hjá
okkur svo ekki sé meira sagt.
Við tókum okkur saman í and-
litinu eftir að hafa verið tveim-
ur mörkum undir. Skipting-
amar hjá Guðjóni þjálfara
voru beittar. Það skiptir ekki
máli í mínum huga hverjir
skora mörkin. Sigurinn skiptir
öllu máli og stigin þrjú,“ sagði
Skagamaðurinn Gunnlaugur
Jónsson eftir að Skagaliðið
hafði sigrað Grindvikinga, 6-3,
á Akranesi í gærkvöld.
Viðureignin var fyrir
margra hluta sakir stórkostleg.
Skagamenn voru greinilega
ákveðnir að selja sig dýrt og
byrjuðu betur en þegar hálf-
tími er liðinn af leiknum verða
kaílaskil sem setja mikið rót á
leikinn. Stefáni Þórðarsyni hjá
Skagamönnum er vikið af leik-
velli fyrir brot og leikurinn tók
allt aðra stefnu. GrindvíkingELr
fylltust eldmóði og Skaga-
menn, einum færri, vissu vart
sitt rjúkandi ráð. Grindvíking-
ar tóku leikinn í sínar hendur.
Gestirnir tóku forystuna og til
að bæta gráu ofan á svart mis-
notuðu Skagamenn víta-
spyrnu. Albert Sævarsson,
markvörður Grindvíkinga,
varði glæsilega frá Haraldi
Ingólfssyni.
Grindvíkingar voru ekki af
baki dottnir og bættu við öðru
marki fyrir leikhlé. Það voru
því ekki létt skref sem leik-
menn Skagaliðsins stigu til
búningsherbergis.
Ótrúleg umskipti
Ótrúleg umskipti urðu á
leiknum þegar Skagamenn
gerðu fimm mörk á stundar-
fjórðungi í síðari hálfleik. Bar-
áttan fleytir mörgum yfír erfið-
an hjalla og það á svo sannar-
lega við um Skagamenn í
þessu dæmi.
Haraldur Hinriksson
gleymir ekki þesum leik
Haraldur nokkur Hinriks-
son minnist þessa leiks örugg-
lega með hlýjum hug. Honum
var skipt inn á á 66. mínútu,
lagði upp tvö mörk og skoraði
tvö. Glæsileg innkoma i meira
lagi.
Þótt Skagamenn lékju án
þriggja fastamanna virðist
Guðjón eiga nóg af efnilegum
leikmönnum. Bestir Skaga-
manna í þessum leik voru þeir
Haraldur Ingólfsson og Gunn-
laugur Jónsson. Þáttur Harald-
ar Hinrikssonar var rekinn
hér að framan og fær hann
plús fyrir frammistöðu sína.
Staða Grindvikinga, sem
virtust vera með unninn leik í
höndunum, er allt annað en
glæsileg. Þeir verma botnsætið
og nálgast fall í 2. deild óðíluga
og veröa að taka til hendinni í
síðustu tveimur umferðunum
ef ekki á illa að fara. Albert
Sævarsson, Kecic Simisa og
Óli Flóventsson voru bestir
Grindvíkinga í þessum leik.
-DVÓ
Haraldur Hinriksson skoraöi
tvívegis gegn Grindvíkingum.
íþróttir
ÍA (0)6
Grindavík (1)3
0-1 ÓIi Stefán Flóventsson (35.)
0-2 Kekic Sinsa (53.)
1- 2 Ólafur Adolfsson (61.)
2- 2 Alexander Högnason (68.)
3- 2 Gunnlaugm' Jónsson (70.)
4- 2 Haraldur Hinriksson (72.)
5- 2 Haraldur Ingólfsson (74.)
5- 3 Zoran Ljubicic (85.)
6- 3 Haraldur Hinriksson (89.)
Lið í A: Þórður Þórðarson - Sturlaug-
ur Haraldsson @ Steinar Adolfs-
son @, Gunnlaugur Jónsson @@
(Reynir Leósson 89.), Ólafur Adolfs-
son - Jóhannes Harðarson (Haraldur
Hinriksson 66. @.), Alexander
Högnason @, Sigursteinn Gíslason,
Haraldur Ingólfsson @@ - Kári
Steinn Reynisson @, Viktor Viktors-
son 89.), Stefán Þórðarson.
Lið Grindavíkur: Albert Sævarsson
@@, Sveinn Guöjónsson (Ólafur
Ingólfsson 65.), Guðlaugur Jónsson,
Guðjón Ásmundsson, Milan Jankovic
@ - Ólafur Örn Bjarnason, Hjálmar
Hallgrímsson, Zoran Ljubicic @
Gunnar Már Gunnarsson, Kekic
Simisa (Júlíus Daníelsson 64.) - Óli
Stefán Flóventsson @, (Páll Valur
Björnsson 86.)
Markskot: ÍA 18, Grindavík 10.
Horn: ÍA 6, Grindavík 2.
Gul spjöld: Simisa (G), Ólafur Ö. (G),
Jóhannes (ÍA).
Rautt spjald: Stefán Þórðarson (ÍA).
Dómari: Gylfi Orrason, ágætur.
Áhorfendur: Um 600.
Skilyrði: Sunnanátt, rigning og rok
og völlurinn þungur.
Maður leiksins: Haraldur Hinriks-
son. Innáskipting hans virkaöi
sem vítamínsprauta á liðið. Skor-
aði tvö mörk og lagði upp tvö,
toppleikur.
KR (1) 1
ÍBV (0) 0
1-0 Ríkharður Daðason (36.) Oskar
Hrafn lék úr vörninni, tók tvö
þrihyrningsspil við Heimi og
Guðmund og slapp þannig i gengum
vörn ÍBV. Sendi síðan boltann mjög
óeigingjarnt á Ríkharö sem skoraði.
Sérlega glæsilegt.
Liö KR: Kristján Finnbogason @ -
Þormóður Egilsson, Óskar Hrafn Þor-
valdsson @ (Sigurður Öm Jónsson
68.), Brynjar Gunnarsson @, Ólafur
Kristjánsson - Hilmar Björnsson,
Heimir Guðjónsson @, Þorsteinn
Jónsson, Einar Þór Daníelsson - Rik-
harður Daðason @, Guðmundur
Benediktsson @ (Bjarni Þorsteinsson
85.).
Lið iBV: Gunnar Sigurðsson - Björn
Jakobsson, Hermann Hreiðarsson @,
Friðrik Sæbjömsson, ívar Bjarklind
@ - Ingi Sigurðsson @, Jón Bragi
Amarson (Bjarnólfur Lámsson 87.),
Hlynur Stefánsson, Tryggvi Guð-
mundsson © - Rútur Snorrason
(Sumarliði Ámason 87.), Steingrímur
Jóhannesson © (Leifur Geir Haf-
steinsson 87.).
Markskot: KR 15, ÍBV 13.
Horn: KR 6, ÍBV 4.
Gul spjöld: Ingi (ÍBV) og Hermann
(ÍBV).
Dómari: Ólafur Ragnarsson, dæmdi
vel en sleppti vítaspyrnu sem
Eyjamenn áttu að fá í síðari hálfleik.
Áhorfendur: Um 650.
Skilyrði: Dæmigert íslenskt haust-
veöur, rigning og vindur.
Maður leiksins: Rikharður Daða-
son, KR. Skoraði sigurmarkið og
lék tnjög vel.
100. leikur Inga
Ingi Sigurðsson úr ÍBV lék í gær sinn
100. leik í 1. deildinni.
r#:v- . DEILD KARLA
ÍA 16 12 1 3 40-15 37
KR 16 11 3 2 36-11 36
Leiftur 16 8 5 3 31-24 29
ÍBV 16 7 1 8 27-30 22
Stjaman 16 6 3 7 21-28 21
Valur 16 6 2 8 17-22 20
Keflavík 16 3 7 6 15-24 16
Fylkir 16 4 3 9 21-23 15
Breiðablik 16 3 5 8 16-31 14
Grindavík 16 3 4 8 18-34 13
Markahæstir:
Ríkharður Daðason, KR ..........12
Bjami Guðjónsson, ÍA............11
Guðmundur Benediktsson, KR ... 9
Haraldur Ingólfsson, ÍA .........8
Einar Þór Daníelsson, KR.........7
Mihajlo Bibercic, LA.............7
Ríkharöur Daöason, markahæsti leikmaöur 1. deildar, skorar hér sigurmark KR gegn Vestmannaeyingum á KR-vellinum í gær. Á stærri myndinni er Ríkharöur aö leika á varnarmenn ÍBV og á innfelldu myndinni leikur hann markvörð Eyjamanna
upp úr skónum. Skömmu síðar lá knötturinn í netinu og sigurmark leiksins var staðreynd. DV-mynd Brynjar Gauti
Enn æsist leikurinn
- KR-ingar unnu sigur á ÍBV og fylgja Akurnesingum enn sem skugginn á toppi 1. deildar
„Við höldum áfram I baráttunni eftir
þennan sigur, við verðum að vinna
einn leik í viðbót og þá eigum við
möguleika á að klára mótið,” sagði
Ríkharður Daðason, leikmaður KR og
markahæsti leikmaöur deildarinnar,
eftir sigur á Eyjamönnum, 1-0, í Vest-
urbænum í gær. Ríkharður skoraði
sigurmarkið og lék mjög vel. Guð-
mundur Benediktsson var í byrjunar-
liði KR að nýju og áttu þeir Ríkharð-
ur nokkrar góðar rispur saman en
vantaði að reka endahnútinn á sókn-
imar. „Við ætluðum að gera þetta of
flnt og hefðum mátt skjóta fyrr en
þegar þetta tekst eru þetta falleg
mörk,” sagði Ríkharður enn.fremur.
KR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri
hálfleik, voru mun meira með bolt-
ann og áttu margar prýðissóknir.
Eyjamenn ógnuðu með skyndisókn-
um og reyndu að nýta hraða fram-
herja sinna. Strax á 8. min. slapp
Steingrímur inn fyrir KR-vörnina,
sendi fyrir en Ingi Sigurðsson átti
skot í hliðarnetið. Á 15. mín. komst
Ríkharður í gegnum Eyjavörnina eft-
ir glæsilegt þríhyrningsspil við Guð-
mund en missti boltann klaufalega
frá sér. Kristján Finnbogason varði
mjög vel í tvígang um miðjan hálf-
leikinn og síðustu fimmtán mínútur
hálfleiksins tóku KR-ingar öll völd á
vellinum. Fyrst slapp Hilmar Björns-
son inn fyrir en skot hans fór í innan-
verða stöngina. í næstu sókn átti
Guðmundur skot sem Gunnar Sig-
urðsson, markvörður Eyjamanna,
varði. Um tveimur mín. síðar leit
dagsins ljós sigurmark KR í leiknum
sem Ríkharður geröi eftir frábæran
undirbúning félaga sinna, þá einkum
Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Eyjamenn mættu mun ákveðnari til
siðari hálfleiks og sóttu meira en KR-
ingar beittu snörpum skyndisóknum.
Tryggvi Guðmundsson átti skot fram
hjá úr teignum á 62. mín. og fjórum
mínútum síðar vildu Eyjamenn fá
vítaspymu.
Ingi Sigurðsson var þá rifinn niður í
teignum eftir að hafa sloppið inn fyr-
ir vöm KR en Ólafur Ragnarsson
dómari sá ekki ástæðu til að flauta.
Boltinn barst svo til Tryggva en held-
ur máttlaust skot hans fór fram hjá.
Skömmu síðar átti Ingi svo þrumu-
skot af löngu færi á mark KR en bolt-
inn fór fram hjá.
Um tíu mín. fyrir leikslok bjargaði
ívar Bjarklind á elleftu stundu fyrir
Eyjamenn en þeir Ríkharður og
Guðumundur höfðu þá leikið sér
skamma stund að Eyjavöminni og
Ríkharður var nærri því að reka
smiðshöggið á sóknina. Undir lok
leiksins átti Heimir svo lúmskt skot
en Gunnar sá við honum í mai'ki
ÍBV.
Þegar um þrjár mínútur voru til
leiksloka sá Atli Eðvaldsson, þjálfari
ÍBV, ástæðu til að skipta þremur
varamönnum inn á. Þessi skipting
var með öllu tilgangslaus og hefði
mátt koma miklu fyrr í leiknum.
KR-ingar léku mun betur í fyrri hálf-
leik en þeim síðari. Kristján varði
það sem á markið kom, Óskar Hrafn
og Brynjar léku vel í vörninni. Heim-
ir var geysilega öflugur í fyrri hálf-
leik en datt aðeins niður seinni hluta
þess síðari. Ríkharður og Guðmund-
ur náðu vel saman í framlínunni og
sköpuðu oft hættu.
Hjá ÍBV vora Tryggvi og Ingi bestir,
börðust vel og unnu úti um allan völl.
Hlynur náði sér ekki á strik fyrr en í
síðari hálfleik en þá sýndi sig hvað
hann er liðinu dýrmætur.
-ÞG
„Mikilvægast
að tapa ekki
þessum ieiku
„Það var mikilvægt að tapa ekki
leiknum. Aðstæður til að leika
knattspymu voru vart bjóðandi.
Þetta voru sanngjöm úrslit og það
var mikilvægt að tapa ekki leikn-
um,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari
Keflavíkur, eftir markalaust jafn-
tefli við Fylki í Keflavík í gær.
Gríðarlegur vatnselgur á vellin-
um setti mark sitt á leikinn lengst
af og gríðarlega erfitt var að leika
knattspyrnu. Fylkismenn voru betri
aðilinn og áttu fleiri hættuleg tæki-
færi. Keflvíkingar geta vei við unað
að ná stigi út úr þessari viðureign.
Þeir urðu fyrir áfalli þegar einn
besti maður liðsins, Jóhann B. Guð-
mundsson, meiddist og þurfti að
fara af leikvelli. Kom það sér mjög
illa fyrir heimamenn.
„Hefðum átt að klára þetta
og innbyröa öll stigin"
Fylkismenn áttu hættulegasta
tækifæri sitt undir lok leiksins.
Vatnselgurinn stöðvaði þá knöttinn
á leið til Bjarka Péturssonar sem
var í dauðafæri á markteig.
„Við áttum fleiri hættuleg færi í
þessum leik og áttum auðvitað að
klára þertta og innbyrða öll stigin
þrjú. Annars buðu aðstæður alls
ekki upp á að hér yrði leikin ein-
hver knattspyrna af viti. Þetta var
barningur út í gegn í 90 mínútur,"
sagði Þórir Sigfússon, þjálfari Fylk-
is, við DV eftir leikinn. -ÆMK
Kefíavík (0)0
Fylkir (0)0
Lið Keflavíkur: Ólafur Gottskálks-
son @ - Guömundur Oddsson, Krist-
inn Guðbrandsson, Gestur Gylfason
@, Karl Finnbogason - Jóhann Stein-
arsson (Róbert Sigurðsson 62.), Ey-
steinn Hauksson, Ragnar Steinars-
son, Jóhann B. Magnússon (Guðjón
Jóhannsson - Haukur Guðnason @,
Jóhann B. Guðmundsson (Adolf
Sveinsson 21.)
Lið Fylkis: Kjartan Sturluson @ -
Enes Gocic @, Ómar Valdimarsson
@, Aðalsteinn Víglundsson, Sigur-
geir Kristjánsson - Andri Marteins-
son, Finnur Kolbeinsson, Kristinn
Tómasson (Erlendur Gunnarsson),
Ólafur Stígsson @ - Bjarki Péturs-
son, Þórhallur Dan Jóhannsson.
Markskot: Keflavík 7, Fylkir 9.
Horn: Keflavik 7, Fylkir 6.
Gul spjöld: Gestur (K), Karl (K),
Ragnar S. (K), Guðmundur (K), Þór-
hallur (F), Enes (F).
Dómari: Egill Már Markússon,
góður. Áhorfendur: Urn 400.
Skilyrði: Völlurinn þungur.
Maður leiksins: Ólafur Gottskálks-
son, Keflavik, geysilega öruggur.
Gestur og Karl í bann
Gestur Gylfason er kominn í
eins leiks bann og Karl Finn-
bogason tveggja vegna gulra
spjalda.
Besti árangur
Leiftursmanna
- öryggir meö 3. sætiö í 1. deild
Leiftur (2)3
Breiöablik (1) 1
1- 0 Pétur Bjöm Jónsson (26.)
2- 0 Gunnar Már Másson (32.)
2- 1 Kristófer Sigurgeirsson (45.)
3- 1 Sverrir Sverrisson (85.)
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson @ -
Daði Dervic, Slobodan Milisic, Júlíus
Tryggvason ©, Auðun Helgason @ -
Gunnar Oddsson @ Sverrir Sverr-
isson, Páll Guðmundsson, Matthías
Sigvaldson 87.), Pétur B. Jónsson
@@ (Rastislav Lazorik 78.) - Bald-
ur Bragason, Gunnar M. Másson @.
Lið Breiðabliks: Cardaklija ©,
Guðmundur Ö. Guðmundsson (Gunn-
laugur Einarsson 45.), Maticic, Hákon
Sverrisson, Hreiðar Bjamason - Sæv-
ar Pétursson @, Pálmi Harlaldsson,
Arnar Grétarsson @, ívar Sigurjóns-
son - Gunnar Ólafsson (Guðmundur
Guðmundsson 80.), Kristófer Sigur-
geirsson @
Markskot: Leiftur 19, Breiðabhk 10.
Horn: Leiftur 7, Breiðablik 8.
Gul spjöld: Hákon (B), Pétur (L), MU-
isic (L).
Dómari: Guðmundur S. Maríasson.
Skilyrði: Frábær.
Áhorfendur: 250.
Maður leiksins: Pétur Bjöm
Jónsson, Leiftri.
DV, Ólafsfirði:
Leiftur lagði Blikana á sannfær-
andi hátt á Ólafsfirði í gærkvöld.
Leiftursmenn áttu frábæran fyrri
hálfleik og skoruðu tvö mörk en
bökkuðu í síðari háfleik og þá bitu
Blikarnir frá sér.
Með þessum sigri tryggði Leiftur
sér 3. sæti í 1. deild sem er langbesti
árangur liðsins til þessa. Blikar
sitja eftir í magnaðri botnbaráttu.
Leiftur fékk mörg góð tækifæri til
að skora enn fleiri mörk í fyrri
hálfleik en Cardaklija, markvörður
Breiðabliks, kom í veg fyrir að
mörkin yrðu fleiri.
Síðari háfleikur var ekki eins
fjörugur og sá fyrri. Blikar urðu
ágengari þrátt fyrir að spil þeirra
væri fjarri því að vera markvisst.
Hreiðar Bjarnason komst í dauða-
færi og ívar Sigurjónsson komst
einnig í gott færi.
Liðheild Leifturs var óvenju jöfn,
en samt báru Pétur Björn Jónsson
og Auðun Helgason af, ásamt Júl-
íusi Tryggvasyni og Þorvaldi Jóns-
syni, sem bjargaði tvisvar úr dauða-
færi.
Þá var Gunnar Már Másson sí-
vinnandi og baráttuglaður.
Hjá Blikum var Arnar Grétarsson
léttleikandi og frískur og Kristófer
Sigurgeirsson átti mjög góðan leik.
-HJ