Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Qupperneq 6
26 MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 Iþróttir Sameinast hesta- menn um ný samtök? Undanfarin ár hafa verið uppi það háværar raddir um samein- ingu samtaka hestamanna: Lands- sambands hestamannafélaga (LH) og Hestaíþróttasambands íslands (HÍS) að skipuð var sex manna nefnd til að gera drög að lögum fyrir ný samtök. Sigurður Magnússon var kosinn formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Haraldur Þórar- insson, Laugardælum, Sigfús Helgason, Akureyri, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Kópavogi, Friðrik ólafsson, Hafnarfirði og Sveinbjörn Eyjólfsson, Mosfellsbæ. Nú í september munu nefndar- menn kynna nýju drögin fyrir hestamönnum og hafa í samstarfi við hestamenn raðað niður fundum. Fundimir hefjast allir klukkan 18.00, nema fundur á ísafirði sem hefst klukkan 20.30, og verða haldnir á eftirtöldum stöðum: 17. september verður haldinn fundur fyrir Óðin, Neista, Snar- fara, Þyt, Blakk, Léttfeta, Stíg- anda, Svaða og Glæsi í Varmahlíð í Skagafirði. 18. september verður haldinn fundur fýrir Grana, Þjálfa, Feyki og Snæfaxa i Félagsheimili Grana á Húsavík. 19. september verður haldinn fundur fyrir Freyfaxa, Blæ, Geisla, Goða og Glófaxa í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. 20. september verður haldinn fundur fyrir Homfirðing, Sindra og Kóp í Hrollaugsstaðaskóla í Suðursveit. 25. september verður haldinn fundur fyrir Geysi, Háfeta, Ljúf, Sleipni, Smára, Trausta og Loga í Félagsheimilinu Hliöskjálf á Sel- fossi. 26. september verður haldinn fundur fyrir Mána, Gust, Sóta, Sörla og Andvara í Félagsheimil Gusts í Kópavogi. 30. september verður haldinn fundur fyrir Fák og Hörð í Félags- heimili Fáks í Reykjavík. í ársþingum LH í október og HÍS í febrúar verður tekin afstaða til þessara nýju hugmynda um sameiningu. -EJ Hröð framvinda í hrossarækt - segir Kristinn Hugason Öllum kynbótahrossadómum er lokið á þessu ári. Mörg glæsileg hross vora sýnd og virðist hrossa- stofninn vera að styrkjast. Galsi frá Sauðárkróki fékk hæstu aðaleinkunn kynbótahrossa á ár- inu, 8,44, en Kórína frá Tjarnarlandi kemur næst með 8,43. Randalín frá Torfastöðum fékk hæstu byggingareinkunnina, 8,40, og Frami frá Ragnheiðarstööum 8,36 í öðru sæti. Galsi frá Sauðárkróki fékk einnig hæstu hæfileikaeinkunnina, 9,01, en Lukka frá Víðidal er í öðm sæti með 8,95. „Ég er sáttur við útkomu dóma, það er greinilega hröð framvinda í hrossaræktinni," segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðu- nautur. „Árið 1994 vora sýnd 1.806 kynbótahross á íslandi, 1.295 árið 1995 og 1.503 árið 1996. Ég er þokkalega ánægður með þátttökuna, er hrossaræktin gróskumest um þessar mundir og útkoman lang- best. Ég vil skora á Norðlendinga að sýna fleiri hross á næstu árum því sýningarhald er mælikvarði á rækt- unarstarfið. Ræktunin á Austurlandi stendur á gömlum merg og þar var mjög góð útkoma á Héraði. Að vísu era það fá hross sýnd að einstaka topphross geta skekkt myndina. Á næsta ári verður fjórðungsmót á Vesturlandi og skora ég á Vestlendinga að taka dag- inn snemma. Mjög góðir stóðhestar hafa verið notaðir á gangar fjögurra og fimm vetra gripa. Að lokum við ég segja að ég er bjartsýnn á framhaldið. Ræktunar- menn verða að vera vakandi í fram- tíðinni og herða kröfumar við úr- valið til að framleiða gæðahross," segir Kristinn Hugason. Hér er listi yfir fimm hæst dæmdu kynbótahrossin í hverjum flokki en auk þeirra vora dæmd nokkur kynbótahross fyrir af- kvæmi. Angi frá Laugarvatni fékk 129 stig fyrir afkvæmi sín og heið- ursverðlaun á Fjórðungsmótinu á Hellu (FM) og þeir Orri frá Þúfu og Piltur frá Sperðli 1. verðlaun. Orri var með 139 stig og Piltur 123 stig. Platon frá Sauðárkróki fékk 119 stig og 2. verðlaun. Glíma frá Laugarvatni og Brana frá Kirkjubæ fengu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á FM og fékk Glíma 126 stig og Brana 124 stig. Gola frá Brekkum og Perla frá Kjartansstöðum fengu 119 stig og 1. verðlaun fyrir afkvæmi á FM, Blíða frá Gerðum og Dúna frá Stóra-Hofi fengu 118 stig, Gyðja frá Gerðum 117 stig og Blíöa frá Kálfholti 116 stig. E.J. sérstak- lega á Suður- landi en þar Vesturlandi og þar ættu að koma fram góðir ár- Reykur ekki seldur enn „Reykur er ekki seldur enn,“ seg- ir Kristinn Guðnason í Skarði, einn stjórnarmanna Hrossaræktarsam- Enn sömu Þýskalandsmeistarar Á næsta sumri verður heims- meistaramót í hestaíþróttum haldiö í Seljord í Noregi. Margir hesta- menn á íslandi eru famir að skipu- ' leggja sumarfrí í tengslum við mót- ið. Yfirleitt hafa Þjóðverjar verið meistara 1996 því þar er eflaust að finna þá knapa og hesta sem verða í þýska landsliðinu sumarið 1997. Endymýjun er ekki hröð í hesta- íþróttageiranum í Þýskalandi sem sést á því að Wolfgang Berg, Jolly Schrenk og Walter Feldmann era bands Suðurlands. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Hrossaræktarsambandið hafi selt Andreas Trappe Reyk frá Hof- túnum en sú sala er ekki í höfn. „Vissulega er Reykur til sölu en við seljum ekki nema við fáum gott tilboð. Tískan er hörð og þó Reykur sé afbragðshestur í góðu formi er hann ekki vinsæll. Andreas Trappe hefur skoðað hestinn og við sömd- um um að fá Galsa á Sauðárkróki til afnota en lengra ná þau viðskipti ekki. Einnig kemur til greina að selja okkar hlut í Kólfi frá Kjamholtum en Hrossaræktarsambandið á 50% hlut í honum með Magnúsi Einars- syni í Kjamholtum," segir Kristinn. Sunnudaginn 22. september næst- komandi verður haldinn fundur Fé- lags hrossabænda í Ámes- og Rang- árvallasýslum og Hrossaræktarsam- bandi Suðurlands og verða stofiiuð ein heildarscuntök fyrir fjórðung- inn. E.J. álitnir aðalandstæðingar íslenska enn í efstu sætunum eins og mörg landsliösins. Það er því ekki úr vegi undanfarin ár. að kikja á lista yfir Þýskalands- Grein Meistari Hestur Tölt Wolfgang Berg Blettur 4 gangur Jolly Schrenk Ófeigur 5 gangur Walter Feldmann Valur Slaktaumatölt Walter Feldm. Valur Gæöingask. J. Fúchtenschn. Bjarmi 150 metra skeiö Horst Klingh. Svalur 250 m skeiö Lothar Schenzel Gammur Hlýönikeppni Jolly Schrenk Ófeigur GRUNNSTIG ÍSÍ Fræöslunefnd ÍSÍ heldur námskeiö á prunnstigi ÍSÍ 20. - 22. september nk. í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Grunnstig ÍSÍ er undirstöðumenntun fyrir leiðbeinendur barna og unglinga. Námskeiðið er 26 kennslustundir og er námskeiðsgjald kr. 6.000. Matur og námskeiðsgögn eru innifalin, auk gistingar á Sport Hótel ISÍ ef þörf krefur. Þátttöku skal tilkynna í síðasta lagi 18. september til fræðslustjóra ÍSI sem einnig veitir nánari upplýsingar (sími 581 3377, fax 588 8848). Fræöslunefnd ÍSÍ 6 vetra stóðhestar Nafn og fæöingarstaöur Bygging Hæfileikar Aöaleinkunn Sýningarstaöur Galsi frá Sauöárkróki 7,87 9,01 8,44 Gunnarsh. Hlekkur frá Hofi 7,98 8,84 8,41 Vindh. Logi frá Skaröi 8,23 8,55 8,40 FM Jór frá Kjartansstöðum 8,14 8,57 8,35 FM Vikingur frá Voðmúla 8,12 8,59 8,35 FM 5 vetra stéðhestar Frami frá Ragnheiðarstööum 8,36 8,12 8,24 FM Kormákur frá Flugumýri 8,19 8,30 8,24 Gunnarsh. Goöi frá Prestsbakka 7,93 8,43 8,18 FM Skinfaxi frá Póreyjarnúpi 7,97 8,37 8,17 Hella Valberg frá Arnarstöðum 8,21 8,12 8,16 Gunnarsh. 4 vetra stóðhestar Hamur frá Þóroddsstööum 8,26 8,21 8,23 Hella Eiöur frá Oddhóli 8,18 8,15 8,16 FM Roöi frá Múla 8,10 8,03 8,07 FM Skorri frá Gunnarsholti 8,08 7,95 8,02 FM Fengur frá íbishóli 7,95 8,03 7,99 Vindh. 6 vetra hryssur Kórina frá Tjarnarlandi 8,25 8,61 8,43 FM Eydís frá Meðalfelli 7,91 8,93 8,42 Hella Randalín frá Torfastööum 8,40 8,39 8,39 FM Lukka frá Víöidal 7,81 8,95 8,38 Víðidalur Eva frá Kirkubæ 8,11 8,53 8,32 FM 5 vetra hryssur Píöa frá Hólum 8,31 8,25 8,28 Vindh. Þöll frá Vorsabæ 8,21 8,17 8,19 FM Hera frá Herríöarhóli 8,20 8,16 8,18 Vindh. Elding frá Víöidal 7,89 8,47 8,18 FM Þröm frá Hólum 7,97 8,37 8,17 Vindh. 4 vetra hryssur Vigdís frá Feti 8,11 8,15 8,13 FM Hrafntinna frá Sæfelli 8,16 8,07 8,12 FM Eva frá Ásmundarstööum 8,04 8,16 8,10 FM Fluga frá Kolluleiru 7,79 8,37 8,08 Hella Vænting frá Stóra-Hofi 7,94 8,16 8,05 FM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.