Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Page 8
28
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
DV
Haraldur Pétursson, íslandsmeistari í torfæru 1996, planar Kjörísbílinn hér glæsilega í einni brautinni á Hellu um helgina þar sem Haraldur sigraöi.
DV-mynd Ása Jóa
Haraldur bestur
- og tryggði sér íslandsmeistaratitilinn
í torfæru annað árið i röð
Síðasta torfærukeppni
sumarsins, EJS, torfæra
Flugbjörgunarsveitarinnar
á Hellu var haldin á laugar-
daginn. Þessi keppni var
hrein úrslitakeppni um ís-
landsmeistaratitilinn í báð-
um flokkum.
Um 2000 áhorfendur
fylgdust með spennandi og
skemmtilegri keppni sem
var alveg ágætlega skipu-
lögð og gekk vel.
í flokki sérútbúinna bíla
áttu íslandsmeistarar síð-
ustu þriggja ára jafna
möguleika á titlinum, þeir
Haraldur Pétursson á Kjör-
ísbílnum, Gísli G. Jónsson á
Makkanum og Einar Gunn-
laugsson á Norðdekkdrek-
anum. Hver sá sem sigraði
þeirra á milli yrði íslands-
meistari.
Þeir þrír röðuðu sér í
efstu sætin og var Haraldur
kominn með vænlega stöðu
eftir þrjár brautir, 780 stig
meðan Gísli var með 690 og
Einar 660.
Næstu tvær brautir
voru tímabrautir. Gísli og
Einar söxuðu aðeins á for-
skot Haralds í fyrri braut-
inni en hann náði bestum
tíma í næstu og var með
1330 stig á móti 1210 hjá
Gísla og 1110 hjá Einari þeg-
ar eingöngu mýrin var eft-
ir.
Haraldur fór fyrstur
þeirra þriggja, komst alla
leið og var þar með búinn
að verja íslandsmeistaratit-
il sinn.
f götubílaflokki áttu
einnig þrír keppendur
möguleika á titlinum.
Gunnar Pálmi Pétursson á
Ford var með bestu stöðuna
og mátti lenda í þriðja sæti
en myndi ná titilinum samt,
meðan Sigurður Þ. Jónsson
á Lukkutröllinu og Rafn A.
Guðjónsson á Rauða Prins-
inum þurftu hvor um sig að
sigra og fá Gunnar í fjórða
sæti eða neðar.
í annarri braut, sem var
tímabraut, bilaði bílinn hjá
Gunnari Pálma og hann
komst aðeins 80% brautar-
innar og átti Sigurður þá
möguleika á að veita hon-
um hcirða keppni en Sigurð-
ur fór ekki nema 20%
brautarinnar og eingöngu
Gunnar Guðmundsson
kláraði og var baráttan um
fyrsta sætið milli þeirra
nafna en Gunnar Pálmi
náði forustunni í þriðju
braut og jók muninn í
hverri braut og endaði sem
öruggur sigurvegari og ís-
landsmeistari.
Úrslit urðu þessi á
Hellu, Útbúnir bílar:
1. Haraldur Péturssoon,
1620 stig.
2. Gísli G. Jónsson, 1450 stig.
3. Einar Gunnlaugsson, 1390
stig. Tilþrifaverðlaun Gunnar
Egilsson.
Götubílar: 1. Gunnar Pálmi,
1510 stig.
2. Gunnar Guðmundsson,
1360 stig.
3. Rafn, 1145 stig. Tilþrif
hlaut Steingrímur Bjamason.
íþróttir
Handbolti:
„Mótið
verður
mjög
spenn-
andi“
- segir Þorbjörn
landsliðsþjálfari
DV, Akureyri:
„Ég er alls ekki sammála þeim
sem eru að flokka liðin í 1. deild
niður eftir getu. Ég hef fylgst vel
með haustleikjunum og ég fæ
ekki betur séð en öll liðin geti
unnið sigur gegn hverju hinna
liðanna þannig að íslandsmótið
verður að mínu mati geysilega
spennandi," segir Þorbjöm Jens-
son landsliðsþjálfari.
„Þorbjörn segir að miklar
breytingar á liðunum hafi þessa
óvissu í för með sér, öllu máli
skipti hvemig liðunum gangi að
vinna úr sínum málum með nýj-
an mannskap.
„Ef við tökum íslandsmeistara
Vals sem dæmi þá er vitað að
veturinn getur orðið þeim erfið-
ur. Eini möguleikinn til að búa
til öflugt lið er að byggja það inn-
an frá og það er einmitt það sem
Valsmenn eru að gera núna. Þeir
gefa ungum leikmönnum tæki-
færi i vetur,“ segir Þorbjöm.
Haim segir enn fremur að bik-
armeistarar KA eigi einnig við
vandamál að glíma: „Þeir misstu
Patrek, sem er geysilega sterkur
sóknarmaður og skytta, en fengu
i staðinn Rússa sem er leik-
stjómandi og mikill baráttumað-
ur. Það er mín skoðun að Zisa
eigi eftir að reynast KA vel í vet-
ur. Það em skiptar skoðanir um
hann en mér líst mjög vel á
hann,“ segir Þorbjörn Jensson.
-gk
Torfæruúrslitin
Haraldur Pétursson varð
íslandsmeistari í flokki
sérútbúinna bíla og hlaut hann
73 stig. Hann sigraði í þremur af
fimm keppnum í sumar. Annar
varð Gísli G. Jónsson með 69 stig
og þriðji Einar Gunnlaugsson
með 67 stig.
í flokki götubíla sigraði
Gunnar Pálmi Pétursson með 77
stig samtals. Hann sigraöi einnig
í þremur af fimm keppnum
sumarsins. Annar varö Rafn
Amar Guðjónsson með 67 stig og
þriðji Sigurður Þ. Jónsson með
65 stig.
35-40 milljónir
sjá keppnina
Lokaslagurinn um
íslandsmeistaratitiiinn í torfæra
verður sýndur á nokkrum
erlendum sjónvarpsstöðvum og
er reiknað með að 35-40
milljónir manna muni sjá
keppnina í sjónvarpi.
AC Milan tapaöi
Sampdoria vann AC Milan í
gærkvöld, 2-1. Önnur úrslit era
á bls. 22.
Meistaraleikurinn í handbolta:
Vítiö bjargaði
ser
Róbert Duranona 09 Þor'eiísson
meistarabikarinn eftir sigurinn gegn Val. DV Mmy__9_
„Þetta var ekkert sérstakur leikur en
sýnir ef til vill hvernig deildin mun spilast
í vetur. Leikirnir verða jafnir og það geta
allir unnið alla,“ sagði Þorbjöm Jensson,
landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir að
KA hafði sigrað Val, 24-23, í meistaraleik
liðanna, leik íslands- og bikarmeistara frá
síðustu leiktíð.
Nokkur „septembersvipur" var yfir
þessum leik. Það þarf ekki að koma á
óvart. Valsmenn hafa misst fjóra lykil-
menn og verða án efa oft í vandræðum í
vetur. KA-menn eiga enn í erflðleikum
með sóknarleik sinn og eru að slípa hann
til eftir brotthvarf Patreks.
Mikil spenna var i leiknum í lokin. Eft-
ir að KA hafði verið 1-3 mörkum yfir all-
an leikinn komust Valsmenn yfir, 21-22,
þegar 5 minútur vora eftir. KA-menn
bitu þó ffá sér í lokin og Duranona
tryggði KA sigurinn með marki úr
liði KA í lokin
vítakasti sem Erlingur Kristjánsson fiskaði
þegar 22 sekúndur vora eftir af leiknum.
Besti leikmaður vallarins var Rússinn
„Kisa“ Zisa hjá KA. Hann er óðum að átta
sig á leik KA og gefur sig allan í leikinn all-
an leiktimann. Duranona virtist latur fram-
an af en skoraði grimmt í lokin.
Veturinn verður langur og erfiður hjá
Val. Jón Kristjánsson er allt í öllu í sóknar-
leiknum og ungir leikmenn era komnir í
lykilstööur. En með markvörð eins og Guð-
mund Hrafnkelsson og menn eins og Skúla
Gunnsteinsson og hornamanninn Valgarð
Thoroddsen er alls ekki hægt að vanmeta
lið Valsmanna.
Duranona skoraði 7 mörk fyrir KA og
„Kisa“ 6. Jón Krisljánsson skoraði 5 mörk
fyrir Val.
Dómaramir „Sydney 2000“, þeir Stefán
Amaldsson og Rögnvald Erlingsson, voru
mjög góðir og ánægjulegt að þeir hættu við
aö hætta.
-gk
DV, Akureyri: