Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 4
20 tölvur
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
Hugbúnaðarþjófnaður á íslandi:
- aðgerða að vænta
Páll Hjaltason, framkvæmdastjóri Hugbúnaðar hf., segir að von sé á því að
samtök hugbúnaðarframleiðenda, BSA, fari að athuga stöðu hugbúnaðar-
notkunar á íslandi.
Hugbúnaðarþjófnaður er orðinn
alvarlegt vandamál hér á íslandi og
virðist eins slæmt og það gerist
verst erlendis. Kunnugir segja að
ástæöurnar fyrir þessu séu bæði
huglægar og lagalegar. íslendingar
virðast telja það nokkuð sjálfsagt
mál að stela hugbúnaði, sérstaklega
ef hann er erlendur. Löggjöf um höf-
undarrétt á hugbúnaði er einnig tal-
in frekar veik.
Tugmilljarða tjón á ári
Skúli Valberg Ólafsson, sölustjóri
og aðstoðarforstjóri EJS, sem eru
umboðsaðilar Microsoft á islandi,
segir að vandamálið sé afar stórt.
Hann segir að Microsoft áætli að
um 80% af þeim hugbúnaði sem not-
aður er hér á íslandi séu stolin.
„Það er talið algerlega óviðunandi
ef þessi tala fer upp fyrir 60 prósent
en á Norðurlöndunum er talið að
hlutfallið sé um 20-30 prósent. Áætl-
að er að alþjóðlegir hugbúnaðar-
framleiðendur tapi tugmilljörðum
króna vegna þjófnaðar á hugbún-
aöi,“ segir Skúli. Hann segir erfitt
að gera sér grein fyrir því hvað selj-
endur hugbúnaðar hér á íslandi
tapi miklum peningum vegna hug-
búnaðarþjófnaðar en telur sennilegt
að um stórar fjárhæðir sé að ræða.
„Það þekkjast dæmi þess að seldir
séu geisladiskar með hugbúnaði
sem er metinn á um miljón fyrir sex
til sjö þúsund krónur," segir Skúli.
Að hans sögn er vandamálið mis-
alvarlegt eftir tegundum hugbúnað-
ar. „Það er miklu meira stolið af al-
mennum notendahugbúnaði heldur
en sérhæfðum hugbúnaði sem þarf
að þjónusta reglulega," segir Skúli.
Dæmi um slíkan sérhæfðan hug-
búnað eru viðskiptaforrit eins og
Stólpi eða Fjölnir. Hann bendir á að
ekki viti allir af því að þeir séu að
nota stolinn hugbúnað. „Microsoft
býður nú upp á svokallaðan License
Manager í hinu nýja stýrikerfi
Windows NT 4.0 Workstation sem
sýnir notendum þau forrit sem eru
löglega notuð og þau sem eru það
ekki. Þeir sem vilja hafa hlutina í
lagi geta notað sér þennan hugbún-
að,“ segir Skúli.
Samtök framleiðenda
bregðast við
Páll Hjaltason, framkvæmdastjóri
Hugbúnaðar hf. í Kópavogi, segir að
greinilegt sé að íslendingar séu ekk-
ert betri í þessum málum en aðrar
þjóðir. Hann býst við að aðgerða sé
að vænta frá alþjóðlegum og óháð-
um samtökum hugbúnaðarframleið-
anda, BSA. „Þegar hafa verið haldn-
ir fundir með þeim hér á landi og
þau hafa áhuga á að athuga þessi
mál hér á landi. Þar sem þessi sam-
tök hafa tekið til hendinni hefur
ástandið batnað verulega," segir
Páll. Að hans sögn skiptir miklu
máli hvernig hið opinbera tekur á
þessum málum. „Ástandið á Ítalíu
var mjög slæmt, þar var talið að um
70 prósent hugbúnaðar sem var not-
aður þar í landi væri stolinn. Eftir
að ítölsk skattayfirvöld fóru að taka
hart á þessum málum hefur ástand-
ið lagast verulega,“ segir Páll. Hann
segir að það verði að koma málum
þannig fyrir að það borgi sig ekki
lengur að stela hugbúnaði. „Þetta er
spurning um samkeppnisaðstöðu,
það er auðvitað betra fyrir fyrirtæki
að borga ekki fyrir hugbúnaðinn
sem þau nota ef þau eru að keppa
við fyrirtæki sem eru heiðarleg og
greiða fyrir sinn hugbúnað," segir
Páll.
Fjöldi starfa tapast
Magnús Norðdahl hjá Computer
2000 bendir á að fjöldi starfa tapist í
hugbúnaðariðnaðinum vegna þessa
þjófnaðar. „í Danmörku er talað um
að þúsundir starfa tapist vegna
þessa, mikill fjöldi starfa tapast líka
á íslandi," segir Magnús. Hann tel-
ur að í raun sé um að ræða gloppu
í siðferðisvitund íslendinga. Það er
eins og það sé í lagi að stela hugbún-
aði en það er ekki lagi að spila tón-
list á kaffihúsum án þess að greiða
stefgjöld," segir Páll að lokum.
ísland í hópi
þeirra verstu
Þegar meðfylgjandi mynd, sem
byggð er á upplýsingum frá BSA, er
skoðuö kemur glöggt i ljós að á ís-
landi er hugbúnaðarþjófnaður með
því mesta sem gerist í heiminum.
Mestur er hann í Kína og í Tyrk-
landi en þar er nær allur hugbúnað-
ur stolinn. Best er ástandið í Banda-
ríkjunum og Sviss en þar er talið að
þriðjungur af hugbúnaði í notkun
sé stolinn. Á Islandi er þetta hlutfall
um 80 prósent.
-JHÞ
Stolinn hugbúnaður
- grafiö sýnir hlutfall
þeirra landa þar sem
stuldur á hugbúnaöi
er sem mestur
35%
♦meöaltal
DV
Hugbúnaður hf.:
Hlýtur viðurkenningu Barclay s banka
Barclay’s banki í Bretlandi hefúr veitt
forritinu HB-EFT frá Hugbúnaði hf. í Kópa-
vogi viðurkenningu sína. Forritið annast
greiðsluheimildir fyrir margar nettengdar
tölvur i gegnum eina símalínu.
Barclay's einna stærstur
í Bretlandi er Barclay’s banki einn
stærsti þjónustuaðili greiðslukorta. Að sögn
Páls Hjaltasonar hjá Hugbúnaði hf. eru lik-
ur á að fleiri breskir bankar samþykki kerf-
ið til tengingar fyrir lok næsta mánaðar.
kenning Barclay’s bankans þýði að Hugbún-
Forritið HB-EFT hefur lengi verið notað á aöur hf. geti boðið breskum verslunum heil-
íslandi undir nafninu Loki. Nokkur aðlögun
að breskum viðskiptaháttum og stöðlum
þurfti að eiga sér stað áður en hægt var að
bjóða forritið erlendis. Páll segir að viður-
steyptari lausn en flestir keppinautar fyrir-
tækisins.
-JHÞ
WBBWtWWdlWM
uesegang
LCD rafeindamyndvarpar sérstaklega
bjartir meö 575w metal-halide peru,
upplausn 640x480 og
1024x768 fyrir tölvu
og myndbandsvarp.
LCD rafeindaglærur fyrir
tölvu og mynd-
bandsvarp,
upplausn 640x480
og 1024x768.
Myndvarpar frá 2.200
til 8.000 lumen.
Sími 565-8305. Fax 565-8306.
Nettengdir leikir
Á hátíðarstundum er Intemetið
ýmist lofað fyrir aö vera upplýs-
ingaveita framtíðarinnar eða það er
talið vera samræðugrundvöllur
allra jarðarbúa. Aðrir eru einfald-
lega spenntari fyrir að leika sér og
telja fróðir menn að um næstu alda-
mót verði einn flmmti af hinum
gríðarstóra evrópska tölvuleikja-
markaði í gegnum sölu á tölvuleikj-
um í gegnum Intemetið.
Veðjað á Netið
Meginbaráttan á leikjamarkaðin-
um í Evrópu fer fram milli þeirra
sem framleiða leiki fyrir einkatölv-
ur og leíkjatölvuframleiöenda. Slag-
urinn er harður enda barist um
markað sem veltir rúmlega 200 mill-
jöröum króna á ári. Leikjasala i
gegnum Netið nemur ekki nema
tveimur prósentum af markaðnum.
Eins og í mörgu öðm þá ætla marg-
ir Netinu stóra hluti á þessum vett-
vangi. Á nýafstaðinni sýningu evr-
ópskra tölvuleikjaframleiðenda
spáðu sérfræðingar að sala á tölvu-
leikjum í gegnum Netið myndi
nema einum flmmta af heildarveltu
markaðarins um aldcimót. Sumir
tala um tölvuleiki þar sem nokkur
hundruð manns víða um lönd keppa
i sama leiknum, hver á móti öðram.
Breska símafyrirtækið British
Telecom býður viöskiptavinum sín-
um upp á spila gegn öðrum í leikja-
neti sem kallað er Wireplay. Talið
er aö um 100 þúsund manns muni
spila tölvuleiki þannig snemma á
næsta ári. Meðal leikja sem hægt er
að spila hjá British Telecom er orr-
ustuþotuleikurinn EF2000. Fyrsta
leikjafyrirtækið sem starfar ein-
göngu á Netinu kallar sig Entertain-
ment Online. Það býður upp á
hundrað leikja með áskrift að vef-
síðu fyrirtækisins. Talsmenn þess
segja að boltinn fari ekki að rúlia
hjá þvi fyrirtæki fyrr en á næsta ári
enda séu Evrópubúar töluverðir eft-
irbátar Bandaríkjamanna í netmál-
um.
Spenntir fyrir Netinu
Æ fleiri leikir gefa möguleika á
því að spila við aðra í gegnum Net-
ið. Sumir leikjaframleiðendur telja
að leikir á Netinu muni hjálpa þeim
í baráttunni við leikjatölvuframleið-
endur. Þeir sjá þó líka möguleika
með nýrri tækni. Sega hefúr til
dæmis þróað Net-link sem gerir not-
endum Sega leikjatölva kleift að
spila við hvor annan í gegnum Net-
ið.
Samantekt: JHÞ
'-úó -