Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 13"V
22
Ivur
Dr. Frank G. Soltis, einn af aðalhönnuðum IBM:
Netið verður ekki stöðvað
Dr. Frank G. Soltis er einn af að-
alhönnuðum IBM og prófessor við
verkfræðideild Minnesotaháskóla.
Hann er einn af hönnuðum einnar
mest seldu viðskiptatölvu IBM,
AS/400, en þróunardeild IBM
AS/400 setti nýlega á markaðinn
svokallaða nettölvu sem byggist á
því að notendur hennar fá hugbún-
að nær alfarið með Internetinu.
Hann kom nýlega hingað til lands á
vegum Nýherja.
Markaðurinn mun
skiptast
Dr. Soltis gefur lítið fyrir fullyrð-
ingar um að ódýrar nettölvur muni
ýta hefðbundnum tölvum, eins og
þær hafa þekkst hingað til, út af
markaðnum. „Slíkar fullyrðingar
eru einfaldlega misvísandi auglýs-
ingamennska í fjölmiðlum. Hann er
samt ekki í vafa um að þær muni
slá í gegn. „Nýja tölvan sem við hjá
IBM vorum að senda frá okkur er
sérstaklega ætluð viðskiptalífinu
enda er hún alveg kjörin til notkun-
ar þar. Fyrirtæki hafa yfirleitt yfir
að ráða miðlurum og annarri tækni
sem til þarf. Nettölvur nýta sér
Internettæknina, hvort sem þær eru
notaðar á innnanhúsnetum eða í
gegnum Internetið sjálft,“ segir dr.
Soltis.
Ólíkar þarfir
Að sögn dr. Soltis henta nettölvur
fyrirtækjum mismunandi vel. Mun-
urinn á nettölvum og hefðbundnum
einkatölvum er hvar upplýsingar og
notendafórfitin eru geymd. í nett-
ölvum er þessir hlutir geymdir í
miðlaranum „Þróunin er í þá átt að
menn eru að vinna með upplýsingar
sem þeir deila með öörum. Þá koma
nettölvur að gagni.“ í hefðbundnum
einkatölvum eru gögnin og forritin
geymd í tölvunni sjálfri og þeir sem
eru að vinna með upplýsingar sem
- nettölvur fyrst í stað fyrir viðskiptalífið
engir aðrir eiga að komast í eða
hafa not af geta áfram notað sér
venjulegar einkatölvur.
Nettölvur úreldast
hægar
Kosturinn við nettölvuna er sá að
hún úreldist miklu hægar en venju-
legar einkatölvur enda eru forritin
sem notuð eru stöðugt uppfærð á
Internetinu. „Það er gríðarlegur
Qöldi 386 og 486 véla sem eru ein-
faldlega úreltar enda hafa þær ekki
þróast með hugbúnaðartækninni.
Margir eigendur þessara tölva geta
keypt sér nettölvur og staðið mun
betur á eftir. Það má líka blanda
saman notkun á nettölvum og hefð-
bundum einkatölvum,“ segir hann.
Nettölvan sem IBM kynnti nýlega
kostar um 50 þúsund krónur án
skjás. IBM ákvað að bjóða ekki sér-
stakan skjá með vélinni þar sem
eldri skjáir duga fullkomlega fyrir
þær. „IBM er samt alveg til í að
selja nýja skjái með þeim,“ segir dr.
Soltis og hlær. Nettölvan gengur
með AS/400 stórtölvum, keyrir Java
forritunarmál og Netscape 3.0 vef-
skoðara. Að sögn Soltis hefur IBM
eins og flest önnur fyrirtæki lýst því
yfir að Java forritunarmálið sé
framtíðin á Intemetinu.
Netið er framtíðin
Dr. Soltis segir að nýleg könnun
Forrester stofnunarinnar í Banda-
ríkjunum meðal fyrirtækja um all-
an heim hafi leitt í ljós að þrjú af
hverjum fjórum fyrirtækja muni
heQa viðskipti í gegnum Internetið
á næsta ári,“ segir dr. Soltis. Hann
bendir líka á að um tvær milljónir
nýrra notenda bætist inn á Intemet-
ið í hverjum mánuði. Meira en
helmingur af þeim er fyrirtæki.
„Netið er því miklu meira en bóla.
Það er líka verið að þróa nýjar út-
færslur á því og verður það miklu
hraðvirkara en það er núna,“ segir
dr. Soltis
Seinna inn á heimilin
Umræðan um tölvur sem þiggja
allt sitt frá Intemetinu hefur aðal-
lega snúist um nettölvur fyrir heim-
ilin. Nettölvur þurfa afar mikla
bandvídd og hún er einfaldlega ekki
fyrir hendi í flestum heimahúsum.
ímyndaðu þér martröðina sem það
er að hlaða inn stórt ritvinnslufor-
rit í gegnum Intemetið með núver-
andi bandvídd,“ segir dr. Soltis.
Hann bendir þó á að vissulega sé
þróunin ör í þeim efnum. Dæmi um
slíka þróun er ISDN kerfi og kapal-
kerfi. Einnig má nefna nýju ATM-
tæknina sem býður upp á mikinn
flutningshraða sem mun koma inn
á heimilin í ríkari mæli en áður.
Slík tækni mun gera nettölvur fyrir
heimilin raunhæfan kost.
Lifum á spennandi
tímum
Dr. Soltis segir að hann hafi þá
sýn á nettölvur að þær verði alls
staðar i notkun og þegar menn slái
inn notendanafn sitt á þær fái þeir
valmynd og notendaviðmót sem er
sérsniðið fyrir þá og þeirra þarfír.
„Ég á að geta notað þetta hvort sem
ég er heima hjá mér eða í flugvél.
Þetta á þó eftir að taka nokkur ár,“
segir hann. Hann er líka spenntur
fyrir leikjum og öðrum skemmtun-
um á Internetinu. „Nú þegar er mik-
ið af efni með grafískri framsetn-
ingu á Netinu og smátt og smátt er
leikjaiðnaðurinn að færa sig þangað
yfir en þetta er allt saman spuming
um bandvídd og flutningsgetu. Það
spennandi við þetta er að hún er í
raun fyrir hendi ef sjónvarpskapall
er til staðar,“ segir dr. Soltis. Hann
bendir hins vegar á að sjónvarps-
mótöld séu dýr en það muni líklega
breytast eftir því sem þau verði al-
Dr. Frank Soltis, einn af virtustu hönnuöum tölvufyrirtækisins IBM og pró-
fessor viö Minnesota-háskóla, segir afar spennandi tíma fram undan í tölvu-
heiminum. DV-mynd BG
gengairi. Sega og Nintendo munu
einnig tengja sínar vélar við Inter-
netið þannig að það er margt fram
undan í leikjaheiminum," segir
hann.
„Þetta eru spennandi tímar í
tölvuheiminum. Intemetið breytir
þvi hvemig við eigum samskipti og
þá líka hvemig við eigum viðskipti
hvert við annað. Þessi þróun verður
ekki stöðvuð héðan af,“ segir dr.
Soltis að lokum. -JHÞ
Marel:
Bitavinnsla auðvelduð
- nýtt forrit fyrir sjávarútveginn
Innan skamms mun Marel hefja
sölu á nýju forriti fyrir sjávarútveg-
inn. Forritið er verkfæri sem gerir
notendum kleift að bæta nýtingu
hráefnis í verðmætari afurðir. Það
næst fram með því að í forritinu er
hægt að prófa sig áfram með mis-
munandi skurðarmynstur á fisk-
flökum. Það voru verkfræðingarnir
Pétur Snæland, Rúnar Birgisson og
Kristján Guðni Bjarnason sem þró-
uðu forritið sem heitir ProPlan.
Þeir félagar fengu nýsköpunarverð-
laun forseta Islands sem veitt voru í
febrúar fyrir þetta verkefni.
Auðveldar áætlanagerð
Forritið er ætlað fyrir vinnslu-
stjóra í fiskvinnslushúsum sem fást
við bitavinnslu, vöruþróunardeildir
og sölumenn fiskafurða. Forritið á
að geta spáð fyrir um hvemig flök
nást af fiski af ákveðinni þyngd og
vaxtarlagi. Það sýnir einnig þrí-
víddarlíkan af meðaOögun fiskflaks-
Bvlting í lit og birtu!
Ný kynslóð &"VF5 tölvumyndvarpa....
byggir á nýrri myndtækni sem
gefur frábæra bjarta mynd.
Myndvarpinn er með :
Video, SVGA upplausn,
Zoom iinsu, víðóma hátöiurum,
þráðlausri mús, innbyggðu
myndrænu stýrikerfi, er iéttur,
meðfærilegur og auðveldur í
uppsetningu.
Einnig: Bókavarpar, glæruvarpar, sýningartjöld, laserbendlar, skyggnu-
glæruútprentun, innskönnun ljósmynda slides-negativ, leiga á sýningar-
búnaði, hönnun skýringamynda fyrir fiindi, ráðstefnur, heimasíður o.fl.
SÝNIR sf.-Teikniþjónustan, Boihoiti 6, Rvk. s. 58i- 2099
ins. Þar með er hægt að sjá hvemig
nýting er á flökum ef þau eru skor-
in í ákveðnar bitastærðir. Forritið
getur því prófað hvemig vinnsla
hentar hráefninu best án þess að
nokkuð sé átt við það eða því spillt.
Var skemmtilegt
Að sögn Péturs Snæland tók lang-
an tíma að þróa ProPlan. „Þetta er
búið að standa yfír í á annað ár.
Þetta byrjaði sem lokaverkefni í
skólum og svo var þetta komið yfir
í nýsköpunarverkefni, bæði hjá Ný-
sköpunarsjóði námsmanna og Ný-
sköpunarsmiðjunni í Tæknigarði,
en þar fengum við mörg góð ráð,“
segir Pétur.
Höfðu litla reynslu
„í byrjun nutum við þess að hafa
litla sem enga reynslu af fisk-
vinnslu en það getur verið ágætt að
koma nýr inn í hluti sem hægt er að
kynnast frá byrjun. Okkur fannst
alveg rakið að taka líkön, sem gerð
em af þorski, sem eiga að segja til
um hvernig meðalflök nást úr mis-
munandi fiski og setja í mjög not-
hæfan búning fyrir fiskvinnslu. í
tölvu má leika sér að því að skoða
hvemig mismunandi vinnsla kem-
ur út fyrir hráefnið," segir Pétur.
Forritið nýtist því tO helst til áætl-
unargerðar.
Skemmtilegt verkefni
Pétur segir að vinnan við ProPlan
hafi verið skemmtileg. „Við töluð-
um við marga sem við vissum að
voru nokkuð framarlega í sjávarút-
vegi. Úr þeim viðtölum bjuggum við
tO eins konar óskalista sem við fór-
um eftir við gerð forritsins. Þetta
var virkilega skemmtOegt verkefni
fyrir okkur alla, sérstaklega var
áhugavert að kynnast þeim heimi
sem við vorum að vinna forritið fyr-
ir,“ segir Pétur að lokum.
-JHÞ
Pétur Snæland, Rúnar Birgisson og
Kristján Guöni Bjarnason eru höf-
undar ProPlan. Peir fengu nýsköp-
unarverölaun forseta íslands fyrir
þaö verkefni.