Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
23
íslenska álfálagið
fjárfestir
Digital á íslandi hefur við ís-
lenska álfélagið um kaup þess á
Digital Alpha tölvubúnaði. Hér
mun vera um verulega fjárfest-
ingu að ræða.
CNNsemur
Bandaríska fréttastöðin CNN
hefur gert samning við Intemet
fyrirtækið Pagenet sem þýðir
að áskrifendur hjá Pagenet fá
nú nýjar fréttir frá CNN á hálf-
tíma fresti. Fréttirnar verða
átta flokkum: Bandarískar
fréttir, alþjóðlegar fréttir, frétt-
ir frá fjármálamörkuöum, út-
tektir á einstökum málum,
fréttir úr viðskiptalífinu, veður-
fréttir og íþróttir. Meira en 600
þúsund manns eru áskrifendur
hjá Pagenet en í framtíðnni er
hugsanlegt að hver og einn not-
andi fái möguleika á því að fá
sérþjónustu á þessu sviði.
Algert öryggi
Bandaríska tölvufyrirtækið
Daleen Technologies hefur lýst
því yfir að það hafi þróað hug-
búnað sem gerir mönnum kleift
að eiga viðskipti í gegnum
Intemetið án þess aö hafa
áhyggjur af öryggismálum.
Ekki mun skipta máli hvaða
hugbúnaður er notaður til að
flakka um vefinn svo lengi sem
hann getur keyrt Java hugbún-
1 aðarmálið.
Tölvublað í Kína
Ziff-Davis útgáfufyrirtækið
hefúr hafíð útgáfu á vikulegu
tölvublaði í Kína. Blaðið heitir
PC Week China og er fyrsta
blaðið sem er gefið út í fullum
litum. Blaðið er það þriðja sem
fyrirækið hefur útgáfu á í Kína,
hin tvö em PC Magazine China
og PC Computing China. Út-
breiðsla PC Week China verður
líklega um 60 þúsund eintök til
að byija með.
Nýjar Venturis og
Celebris frá Digital
Kynntar hafa verið hjá Dig-
ital í Bandaríkjunum nýjar út-
gáfúr af Venturis og Celebris
tum- og borðtölvum. Hér eru
um að ræða þrjár tegundir af
tölvum. í fyrsta lagi má nefna
Venturis GL sem er lítill turn
meö Pentium Pro/NT, í öðra
lagi er Celebris GL sem era
þunnar borðtölvur og litlir
tumar með Pentium Windows
95/NT og í þriðja lagi má nefna
Celebris FX sem era þunnar
borðtölvur með netkortum og
Pentium Win95/NT.
Fyrir bauð fyrirtækið þegar
upp á Prioris netþjóna sem geta
Ihaft allt að fjóra Pentium PRO
örgjörva, allt að 768 megabæta
aðalminni og næstum ótak-
markað diskrými.
★ *.
★
*
- *■
Ivur
'kik
Islandía:
Vakt allan sólarhringinn
Íslandía er félag áhugamanna um
alþjóðleg tölvusamskipti og þar er
vakt allan sólarhringinn fyrir þá
sem lenda í vandræðum með Inter-
netið. Að sögn Ólafs Sigurvinsson-
ar, framkvæmdastjóra félagsins, er
ekki gert upp á milli þeirra sem
hringja inn, þeir sem leita sér að-
stoöar geta verið tengdir í gegnum
hvaða fyrirtæki sem er.
- er fyrir alla
Mest notað á kvöldin
„Þjónustusíminn okkar er mest
notaður á kvöldin en þá er lokað hjá
mörgum öðrum,“ segir Ólafur.
Hann segir að mest sé hringt inn á
milli níu og þrjú á nóttinni enda sé
notkunin mest á Internetinu á
kvöldin og um helgar. Að hans sögn
er það alls konar fólk með alls kon-
ar vandamál sem hringir en mjög
mikið hefur verið að gera í að að-
stoða fólk í gegnum refilstigu upp-
lýsingahraðbrautarinnar.
Að sögn Ólafs era 300-400 manns
tengdir inn á Netið í gegnum ísland-
ía.
ALHUÐA TOLVUKERFI
HUGBUNAÐUR
FYRIR WIND0WS
ALHLIÐA
TÖLVUKERFI
g| KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Upplýsingaheimar, íslenski upplýsingabankinnfrá Skýrr veitir
með skjótum hætti nýjustu tiltækar upplýsingar. Hér koma
dæmi af þeim 60 upplýsingasviðum sem Upplýsingabankinn
miðlartil notenda sinna.
www.skyrr.is/uh
► Leitin að
opinberum
upplýsingum
er nú ieikur
Hefurðu efni
á að spara þér
tíma? Dýrmætir eiginleikar
upplýsingabankans:
Þjóðskrá
Ökutækjaskrá
Þinglýsingar/ veðbókarvottorð
Lagasafn
Bankavextir og -gengi
Fyrirtækjaskrá
Tollalína/tollskrá
Skipaskrá
EES og opinber útboð
Verslunarskýrslur
Fiskmarkaðir
Verðbréfaþing
Nýjar upplýsingar
og oruggar
\ Alltaf tiltækar — allan sólarhringinn, alla daga ársins, þegar þér hentar.
Birtast þér á svipstundu - engin bið, engir snúningar, engin leidindi.
PJÖ0BRAUT
UPPLÝSINGA
Upplýsingar í síma 569 5228
Leitin að opinberum upplýsingum er nú leikur einn.