Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
25
Kerfisþróun:
Fylgjast meo nútímanum
■ WF i m f ■ | r, Af f , a | x | ■ vi
Windows útgáfa af Stólpa á leiðinni
Fyrirtækið Kerfisþróun var stofn-
að fyrir 12 árum af þeim Birni
Viggósyni og Kristjáni Gunnars-
syni. Fyrirtæki hefur sérhæft sig í
gerð viðskiptahugbúnaðar sem heit-
ir STÓLPI. Um 1000 íslensk fyrir-
tæki nota þennan hugbúnað. Flest
þeirra nota STÓLPA í MS-DOS út-
gáfu en nú er Kerfisþróun að gefa út
hugbúnaðinn fyrir Windows.
„Það má segja að STÓLPI sé orð-
in ansi yfirgripsmikill pakki enda
höfum við verið að selja þennan
hugbúnað í áratug. Á þessum tíma
hafa orðið miklar hreytingar og um-
bætur á forritinu" segir Kristján
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Kerfisþróunar. Að hans sögn ein-
beitir fyrirtækið sig að stöðluðum
pakkalausnum fyrir fyrirtæki. „Við
sérsmíðum samt eitthvað ef á því
þarf að halda.“
Kristján segir að STÓLPA hug-
búnaðurinn breytist ekki mikið við
að fara inn á Windows. „Þetta gefur
mönnum möguleikann á því að
flytja sig yfir ef þeir vilja. Mynd-
rænt viðmót er náttúrulega framtíð-
in og við erum að stíga fyrstu skref-
in í þá átt.“ Kristján segir þó að það
veröi haldið áftam að þróa STÓLPA
fyrir MS Dos enda sjái fyrirtækið
ekki fyrir endann á þvi að hann
verði notaður þar áfram. „Það eru
svo margir notendur sem nota hug-
búnaðinn á MS Dos og sumir þeirra
Opin kerfi hf.
Umboð fyrír Hewlett
Packard M1 ár
- aukin áhersla á þjónustu
Opin kerfi eru umboðsaðilar
fyrir Hewlett Packard og í raun
má segja aö sömu aðilarnir hafi
haft það í 11 ár. Að sögn forráða-
manna fyrirtækisins hefur gengið
vel hjá því að undanfómu. Helstu
nýjungarnar í þjónustu fyrirtæk-
isins, fyrir utan öll nýju tækin frá
Hewlett Packard og fleirum, eru á
sviði þjónustu við netkerfi.
Þjónustusamningar
mikilvægir
Opin kerfi bjóða bæði upp á
þjónustusamninga i kringum vél-
og hugbúnað. Fyrirtæki sem gera
slíka samninga við Opin kerfi fá
sinn tæknilega tengilið og ráð-
gjafa. Einnig sér þjónustufulltrúi
um að skrá og sjá um þjónustu-
beiðnir.
Hugbúnaðarsamningar skiptast
í þrennt. í fyrsta lagi er um að
ræða rekstrar- og ráðgjafarþjón-
ustu, í öðru lagi símaþjónustu og
í þriðja lagi er um að ræða
áskriftarþjónustu.
Aðalnýjungi
skýrslugerð
in er i
Það sem er nýjast í þjónustu
Opinna kerfa við viðskiptavini
sína er skýrslugerð vegna ástands
vélbúnaðar og samspils stýrikerf-
is og vélbúnaðar. Skýrslan sem er
gerð um ástand stærri gerða af
tölvum eins og HP 9000 og HP
netserverum er nokkurs konar
heilbrigðisvottorð þar sem ástand
þeirra kemur í ljós á skýran hátt.
Til dæmis má skoða fjölda les- og
skrifhreyfinga á diskum, gagna-
magni sem kemur inn og út af
segulböndum og geisladiskum,
svo einhver dæmi séu nefnd.
Afkasta- og netgrein-
ing vinsæl
Þjónusta er nefnist afkasta- og
netgreining hefur verið vinsæl
hjá Hewlett Packard. Afkasta-
greining byggist á mælingu þar
sem teljarar eru hannaðar I vél-
búnaði og stýrikerfi. Hún sýnir
hversu mikið og hvenær hver
forði er notaður. Netgreining
byggist að miklu leyti á HP Inter-
net Advisor mælitæki sem þjón-
ustudeild Opinna kerfa hefur
keypt. Slíkur búnaður kostar
rúmlega 4 miljónir króna en hon-
um er hægt aö stinga í samband
við allar tegundir af netum. Þá
má greina allar tegundir af vill-
um, finna bilaðan búnað eða
álagsmæla punkta á viðkomandi
neti.
Þjónustudeild Opinna kerfa
býður einnig upp á ýmiss konar
námskeiðshald og kynningar með
bæði innlendum og erlendum
leiðbeinendum.
vilja kannski ekki færa sig yfir í
Windows."
Internetið notað í hófi
Kristján segir að þróun Intemets-
ins sé tvímælalaust af hinu góða og
Kerfisþróun hafi þegar komið sér
upp heimasíðu á veraldarvefhum.
„Við höfum reynt að selja STÓLPA
i gegnum Netið en það hefur ekki
verið mikil sala í gegnum það.“
Kristján segir að Netið opni allskon-
ar möguleika og sérstaklega nefnir
hann möguleikann á því að fyrir-
tæki kynni vörur sínar þar, auk
þess sem Netið geti komið að gagni
við upplýsingaöflun. „Við erum
samt ekkert á kafi í Intemetinu dag-
inn út og inn“ segir hann.
Reglulegar uppfærslur
aðalsmerki
Kristján segir að aðalsmerki þjón-
ustu Kerfisþróunnar sé að á þriggja
mánaða fresti sendi fyrirtækið upp-
færslur til allra þeirra fyrirtækja
sem hafa samning um slíkt. „Þetta
gera ekki mörg hugbúnaðarfyrir-
tæki, hvort sem þau eru íslensk eða
erlend. Þetta er grunnur að því að
við getum haldið kerfunum stöðluð-
um“
Hóflegt agaleysi gott
Kristján segir að það sé kostur
fyrir hugbúnaðarfyrirtæki ef starfs-
menn þeirra eru áræðnir við að
prófa nýja hluti og lítt bundnir af
því sem fyrir er. Jafnvel sé landlægt
agaleysi íslendinga kostur í sumum
tilfellum. „í þessum bransa er nauð-
synlegt að vera sifellt á tánum þvi
er yngt, óbeislað fólk með nýjar og
ferskar hugmyndir gott starfsfólk ef
það starfar í bland við þá sem hafa
meiri reynslu og era meira niður á
jörðinni" segir Kristján að lokum.
- JHÞ
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WIND0WS
VIÐSKIPTAKERFI
gl KERFISÞRÓUN HF.
“ Fákafeni 11 - Sími 568 8055
PHILIPS
GERÐU ÞÍNA EIGIN
twtj c IN ÓHH! ctose
skrifarar fyrir PC og Macintosh.
Margar gerðir
hagstætArei
ÍS>
Heimilistæki hf
TÆKNl-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SlMI 5691500
ffl
11
I* *skin i i t i «~»
* * 1 * * .1...» t
Bestu kaupin núna
DAEWOO D5320
Intel pentium 120 Mhz örgjörvi
16MB innra minni
1090MB IDE diskur
256 KB skyndiminni
14" skjár
Windows 95 lyklaborð
2 PCI og 3 ISAtengiraufar lausar
mín
miroVideo 22SD skjákort með 2MB ED0
6x geisladrif
SoundBlaster Vibra 16 hljóðkort
Hátalarar
• Vinnsiuminni. mest 256MB
• Skyndiminni. 16KB innra og 256KB ytra, mest 1MB
• Uppfæranleg með framtfðar Pentíum Overdríve örgjbiva
• Enhanced IDE dual channel á PCI og ISA braut
> mimVIDEO 22SD PCI skjákort med S3 Trio6 W+hradli
»2MB EDO myndminni 1280x1024x256litir 75Hz
• 2xPCI Local Bus. 3xlSA. 1 xPCI/ISA
■ Tvö radtengi (UART 16550). hlidartengi (ECP og EPP)
og PS/2 músatengi
• Kassi nímar þtjú drif (CD-Rom ofl.)
• Windows 95 lyklabord með íbrenndum táknum
»Fylgibúnaður- Windows 95 og mús
»Plug'n Play, EPA Energy Star, hljódlát vifta
»MPEG og AVI afspilun í fullri stærð
Hafðu samband við sölumenn okkar eða komdu
|í verslunina. Við setjum saman með þér pakka
sem hæfir óskum og veröhugmyndum þínum.
129.900
stgr. m. vsk.
Með:
Intel Pentium 133 Mhz örgjörva
15“ skjá
8x geisladrifi
155.900
stgr. m. vsk.
(S)®
RAÐGREIÐSLUR 01171! bbú oUbu
Grensásvegur 10 , bréfasími 568 7115 http://WWW.ejs.is/tilbod • saia@ejs.is í;