Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Blaðsíða 11
I>V FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 Wyndbönd » City Hall er pólitískur tryllir þar sem aðalsöguhetjumar eru borgar- stjóri New York borgar, John Pappas, og hans hægri hönd, Kevin Calhoun varaborgarstjóri (John Cusack). í hlutverki borgarstjórans er stórleikarinn A1 Pacino og meðal annarra leikara eru Bridget Fonda, Danny Aiello, David Paymer, Mart- in Landau og Anthony Franciosa. Pappas og Calhoun vinna vel saman í hörðum og flóknum heimi stjórn- málanna í New York en snurða hleypur á þráðinn þegar sex ára blökkudrengur deyr í skothardaga milli löggu og dópsala þar sem aö- dragandi skotbardagans virðist hafa ýmislegt að geyma sem ekki þolir dagsljósið. af Ken Lipper sem var varaborgar- stjóri í New York fyrir Ed Koch 1983-1986. Þrír virtir handritshöf- undar unnu saman að því að full- vinna handritið. Ber þar fyrst að nefna Bo Goldman, sem hefur hlotið tvenn óskarsverðlaun; fyrir One Flew Over the Cuckoos Nest og Mel- vin and Howard, og tilnefningu fyr- ir Scent of a Woman, en hinir tveir eru Nicholas Pileggi (Casino) og Paul Schrader (Taxi Driver, Raging Bull, Last Temptation of Christ og The Mosquito Coast). Margar fyrirmyndir fyrir að uppgötva nýjar stjörnur. Tom Cruise, Sean Penn, Ted Danson og Linda Fiorentino stigu öll sín fyrstu spor í kvikmyndum undir hans stjóm. Pacino og Cusack A1 Pacino þarf vart að kynna en hann hefur hlotið samtals átta ósk- arsverðlaunatilnefningar og einu sinni hlotið óskarinn, fyrir Scent of a Woman. Tilnefningarnar hlaut hann fyrir leik í myndunum And Justice for All, The God- father, The God- father Hugsjónir og raunsæi Kevin Calhoun er ungur hug- sjónamaður í læri hjá borgarstjór- Þeir byggðu persónu borgar- stjórans á mörgum fyrirmynd- an- O0SVSS ^ um um sem er pólitíkus af gömlu kynslóðinni. Hann telur sig vera að kynnast raunsæisstjórnmálum en fer að ef- ast um fyrirmyndina þegar ýmislegt óhreint fer að koma í ljós. Pappas er þó ekki útmálaður í myndinni sem einhver illgjarn pólitíkus sem not- færir sér almúgann. Fremur er litið á stjórnmálakerfið sem sökudólginn þar sem mikilhæfir leiðtogar neyð- ast til að elta uppi almenningsálitið og gera málamiðlanir þar til munur- inn á réttu og röngu verður óskýr- ari en áður. Calhoun sér hlutina í svörtu og hvítu en Pappas i mis- gráu. Handritið var upphaflega samið um, þ.á m. fyrrum horg- arstjórum, Fiorella LaGu- ardia og Ed Koch, núverandi horg- arstjóra, Rudy Giuliani, og fyrrum fylkisstjóra New York, Mario Cuomo. Allir þessir menn eiga það sameiginlegt að vera sterkir leiðtog- ar með mikla persónutöfra. Til að auka á trúverðugleika myndarinnar voru notaðir raunverulegir töku- staðir innan New York borgar frem- ur en að notast við myndver og var þetta í fyrsta skipti sem kvikmynda- fyrirtæki var leyft að mynda í ráð- húsi borgarinnar. Leikstjórinn Harold Becker er hér að leikstýra A1 Pacino í annað skiptið en þeir höfðu áður starfað saman við Sea of Love. Meðal ann- arra mynda hans eru The Onion Field, The Boost og Malice, en Becker hefur getið sér góðan orðstír Part 2, Dog Day Aft- ernoon, Serpico, Dick Tracy og Glengarry Glen Ross. Einnig hef- ur hann átt eftirminnileg hlutverk í myndum eins og The Godfather Part 3, Revolution, Scarface og Aut- hor! Author! Nýjustu myndir hans eru Heat, þar sem hann leikur á móti Robert De Niro, og Two Bits. John Cusack er hins vegar af yngri kynslóðinni. Hann lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1983, í mynd- inni Class, og lék í framhaldinu oft- ast í unglingamyndum eins og Sixteen Candles, Better off Dead og One Crazy Summer. Hann vakti þó fyrst athygli fyrir alvöru þegar hann lék í The Sure Thing og tókst þá fljótlega að brjótast úr viðjum grínsins og fá alvarlegri hlutverk. Hann styrkti stöðu sína með leik í myndum eins og The Grifters, True Colors og Postcards from the Edge og nú nýlega í Woody Allen mynd- inni Bullets Over Broadway. -PJ Al Pacino leikur harösvíraðan borgarstjóra í City Hall. UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Garðar Cortes Eg mér svo sannar- legá eitt ákveðið uppá- haldsmyndband. Ég þarf ekki einu sinni að hugsa mig um! Um er að ræöa gamla mynd sem heitir The Producers og er með þeim Mel Brooks, Zero Mostel og Gene Wilder í aðalhlut- verkum. Þetta er mynd sem öll fjölskyldan horfir saman á einu sinni á ári. Þá er um að ræða heilmikla athöfn sem felst í því að allir fara saman og verða sér úti um spóluna og horfa svo á hana. Popp er maulað með. Þetta er svona húmor hjá fjölskyldunni. Annars horfi ég misjafnlega mikið á myndbönd. Ég tek skorpur og það sama á við um kvikmynda- húsin. Stund- um er ég al- veg út úr kvik- mynda- heiminum vikum saman og svo koma fef sst tímar þar sem ég sé næstum allt sem mig langar til. Ég horfi ekki á hvað sem er þó svo að ég haldi að kvik- myndasmekkur minn teljist ekki fag- mannlegur. Ég lít á kvikmyndir sem fyr- irtaks afþreyingu og mér finnst gott að gleyma mér stundum yfir góðri mynd. Get Shorty t Get Shorty eða Náið þeim stutta, eins og hún nefnist á íslensku, er gamansöm spennumynd með John Travolta í aðalhlutverki. Travolta leikur smákrimmann Chili Palmer sem hefur afburðahæfileika til þess að fá menn til að borga skuldir sín- ar við mafíuna. Vegna hæfileika sinna er hann sendur til Hollywood til að hafa uppi á lítilfjörlegum framleiðanda sem skuldar mafíunni fé. Chili hrífst af Hollywood og er ákveðinn i að yfirgefa glæpalýðinn og gera það gott í Hollywood og hann kann ýmis ráð til að fá fólk á sitt band og það kemur einnig i ljós að reynsla hans sem rukkari hjá mafíunni reynist honum gott veganesti i Hollywood. Auk John Travolta leika í myndinni Gene Hack- mann, sem er í hlutverki framleiðandans, Rene Russo, sem leikur ástkonu hans, leikkonu á niðurleið sem Chili hrífst af, og Danny DeVito sem leik- ur kvikmyndaframleiðanda sem státar af mörgum stórmyndum. Sam-myndbönd gefur út Get Shor- ty og er útgáfudagur 30. september. The Tower The Tower er spennumynd um tónlistarmanninn Toni Minor sem ákveður að segja endanlega skilið við ótryggan tónlistarbransann þeg- ar hann fær vinnu hjá hátæknifyr- irtæki sem er til húsa í Turninum, tæknivæddustu byggingu heims, þar sem öllu er stjórnað af tölvum. Tölva fylgist grannt með öllum í byggingunni og sér til þess að engin vandræði komi upp. Þrátt fyrir þetta lendir Toni strax í vandræð- um þegar honum tekst ekki að nota aðgangskort sitt að byggingunni á réttan hátt og laumar sér inn ís húsið í gegnumj bílageymsluna. Þar með er hannl dæmdur maður | og tölvan segir | hann vera inn- ji brotsþjóf og því er hann hundelt- ur um alla bygg- inguna og hann kemst brátt að þvi að fyrirskipað er að taka hann af lffi. Aðalhlutverkin í myndinni leika Paul Reiser og Susan Norman. Skff- an gefur út The Tower sem bönnuð er börnum innan 16 ára. THE TOWER The Stars Fell on Henrietta The Stars Fell on Henrietta var ein af mörgum ágætum kvikmynd- um sem sýndar voru á kvikmynda- hátíð Sam-bíóanna. Framleiðandi myndarinnar er Clint Eastwood en leikstjóri er James Keach, betur þekktur sem leikari og bróðir Stacy Keach. Þetta er hugljúf kvikmynd sem gerist árið 1935 þegar kreppan stóð sem hæst. Don Day er fátækur bóndi sem berst fyrir því að eiga í svanginn á litlum búgarði. Inn í líf hans kemur Hen- rietta sem lítur yfir landareign hans og lofar hon- um betri tíð. Margir ágætir leikarar fara með hlutverk í mynd- inni. Robert Duvall leikur bóndann en meðal annarra leikara eru Aidan Quinn, Francis Fisher og Brian Dennehy. Sam-bíóin gefa út The Stars Fell on Henrietta og er hún leyfð öllum aldurshópum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.