Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Blaðsíða 12
Almost Golden: Sönn saga ★★★ Hér segir frá sjónvarpsfréttakonunni Jessicu Savitch sem vann hjá NBC sjónvarpsstöðinni á sjö- unda og áttunda áratugnum og varð brautryðjandi fyr- ir fréttakonur í Bandaríkjunum. Hún var mjög vinsæl en átti í miklum erfiöleikum í einkalífinu. Hún missti föður sinn á unga aldri, átti tvö misheppnuð hjóna- bönd og ánetjaðist eiturlyfjum. Að lokum varð hún sér til skammar í beinni útsendingu með því að vera of dópuð til að geta talað eðlilega og var þá sjónvarpsferli hennar lokið. Hún lést i bílslysi 36 ára gömul. Myndin fylgir ferli henn- ar vel og nær að gera persónu Jessicu Savitch áhugaverða fyrir áhorf- andann. Sela Ward leikur hana og gerir það ágætlega, hún er mjög sjón- varpsfréttakonuleg, með ákveðið og hressilegt fas og fréttamannslegt út- lit og yfirbragð. Þá er Ron Silver óvanalega þolanlegur í hlutverki vin- ar hennar og elskhuga sem hún þó aldrei giftist. Hér eru þó engin snilld- artilþrif á ferðinni, þetta er sjónvarpsmynd og ágæt sem slík. Myndin er áhugaverð en ekki mikið meira og skilur ekki mikið eftir sig. Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjórí: Peter Werner. Aöalhlutverk: Sela Ward og Ron Silver. Bandarísk, 1995. Lengd: 90 mín. Bónnuö bómum yngri en 12 ára. -PJ T sæti; . ■ . J FYRRIj VIKA Í VIKUR \ Á LISTAÍ J TITILL j ÚTGEF. j TEG. H ; NÝ ; 1 j i Dead Man Walking J Háskólabíó J j j Drama 2 i i 1 1 4 j j j Heat J J I Warner -myndir j ) _ j Spenna 3 i NÝ 1 j j Fater of the Bride i SAM Myndbönd j Gaman 4 > :;J; 9 i HbHj 2 j j j Strange Days ; í > ClC-myndir 1 j j Spenna 5 í 2 í 5 *r j Jumanji j > j Skrfan > Gaman 6 1 j 5 ; 2 j The Bridges of Maddison County || HW '> Warner -myndir Drama i 7 ; p! 1 j J J ím Thin Line Between Love & Hate " " J ‘ ‘ '■'' "■” J J Warner -myndir Gaman 8 i s, 3 i 4 Kids j Skifan j 18 * 1 Drama 9 4 6 j j Leaving Las Vegas 1 Skrfan 1 J J Drama 10 1 ; 7 { j 3 j Cutthroat Island J Skífan J J Spenna m ■{ NÝ ; 1 J J Four Rooms j Skffan | Gaman 12! 8 j 5 j j j Now and Then ,r j ‘r -ri'' í- Myndform 1 Gaman 13 i 6 i 6 j j Fair Game J J j Warner-myndir j Spenna J 14 ! 1 SSSjS'ji 11 4 i H J nl Babe j j ClC-myndir % ] i T | - Gaman 15 13 í 3 r J X-Files: 82517 1 Skrfan < Spenna .6 í io ; 5 J J J Clockers RHI i ClC-myndir { RSSSifiBÍfli Spenna 17 i 15 * 5 J J Opus herra Hollands Háskölabíó Drama 18 i j 14 i • — Jl 10 J J Sabrina J J ClC-myndir j j Gaman i9 ; 12 ; 9 j" J Desperado | Skífan J Spenna j 20 | NÝ 1 J Restoration J Skrfan Drama lyndbönd FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MYNDBAIÍDA HMníl Lucky Break: Ást í meinum ★★★ Astralir hafa verið að þeyta frá sér myndum i gríð og erg undanfarið og hafa orð á sér fyrir frumlegar og skemmtilegar hugmyndir. Lucky Break er enn ein slík. Hún segir frá rithöfundinum Sophie, sem semur erótískar ástarsög- ur, og skartgripasalanum Eddie sem ekki er alltaf alveg heiðarlegur í við- skiptum. Þau hittast á bókasafni þar sem Sophie er að vinna að einni af sögunum sínum en ýmislegt er í veginum fyrir sambandi þeirra, þ. á m. sú staðreynd að Eddie er að fara að gifta sig. Sophie er smeyk við að láta Eddie vita að hún er bækluð og þarf að notast við spelkur en er svo lánsöm að fótbiotna og vera sett í gifs svo að hún hefur nokkrar vikur áður en sannleikurinn kemur í ljós. Inn í söguna blandast svo rússnesk- ur innflytjandi og lögreglumaður sem er á hælunum á Eddie. Persónum- ar nef-, kjálka-, fót- og handarbrotna hver um aðra þvera í farsakenndri atburðarás en aOt leysist að lokum og elskendurnir ná saman (að sjálf- sögðu) þrátt fyrir líkamsmeiðingar og fleira. Gia Carides er mjög skemmtileg í hlutverki Sophie og myndin hefur öU skemmtilega ærsla- fengið yfírbragð en er jafnframt hlýlega rómantísk. Söguþráðurinn er yf- irgengileg deUa en það hefur víst verið meiningin. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Ben Lewin. Aöalhlutverk: Gia Carides og Anthony LaPaglla. Áströlsk, 1995. Lengd: 90 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ Get Sfiorty: Krimmi í Hollywood ★★★★ Dead Man Walking fer beint í fyrsta sæti. Á myndinni eru aöalleikararnir Susan Sarandon og Sean Penn, en þess má geta aö Sar- andon fékk ósk- arsverölaun í vor fyrir leik sinn í myndinni. Jumanji Robin Williams og Bonnie Hunt. Dag einn finnur hinn 8 ára gamli Alan dularfuUan kassa. Hann tekur kassann með sér heim og í ljós kem- ur teningaspil sem hann og vinkona hans Sara prófa. En þegar Alan tekur upp teningana og kastar þeim taka undarlegir hlutir að gerast. Alan hrein- lega leysist upp og hverfur inn í spUið. ChUi Palmer er okurlánari í Miami sem eltir einn af skuldurum sinum tU Los Angeles. I hjáverkum kemur hann við hjá kvikmyndaframleiðandanum Harry Zimm til að innheimta spUaskuld fyrir spUaviti nokkurt í Miami. Það viU svo tU að ChUi Palmer er mjög áhugasamur um kvikmyndir og í staðinn fyrir að beita hörku við Zimm, sem því miður getur ekki borgað skuldina sína, hefja þeir miklar samræður þar sem ChUi Palmer kynnir fyrir Zimm hugmynd að kvikmynd. Svo fer að hann ákveður að hætta í sínu gamla starfi og heUa sér út í kvikmyndabransann í HoUywood. Hann tekur saman við Harry Zimm og í sameiningu reyna þeir að fá eina allra stærstu stjörnuna í Hollywood í myndina. Ýmis ljón eru þó í veginum, eins og t.d. óprúttnir forsprakkar límúsínuþjónustu, sem Harry Zimm er í tengslum við, og svo óvUdarmaður Palmers frá Mi- ami sem er ekki á þeim buxunum að sleppa honum svo létt. Myndin hef- ur mjög létt yfirbragð og sjá má á leikurunum að þeir hafa skemmt sér vel við gerð myndarinnar. John Travolta er öryggið uppmálað í aðalhlutverk- inu og Gene Hackman skapar skemmtilega persónu sem hinn ólukkulegi Harry Zimm. Myndin gerir grín að stjörnustælum og mafíósum og gerir það vel. AUa vega hlær maður nóg. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Barry Sonnenfeld. Aöalhlutverk: John Travolta, Gene Hackman, Rene Russo og Danny DeVito. Bandarísk, 1995. Lengd: 101 mín. Bónnuö bórnum innan 12 ára. -PJ Casino: Glæsileg umgjörð ★★★ wi*- Martin Scorsese er hér á svipuðum slóðum og í GoodfeUas. Casino fjallar um svipaðar persónur og skartar ennfremur tveimur af aðaUeikurunum í GoodfeUas. De Niro leikur Ace Rothstein sem er feng- inn af mafíunni tU að stjórna spUavíti í Las Vegas. Joe Pesci leikur Nicky Santoro, sem er sendur til að hafa auga með starfseminni, og Sharon Stone leikur Ginger McKenna sem giftist Ace. Ace Rothstein og Nicky Santoro græða á tá og fingri og byggja upp mik- ið veldi í Las Vegas en öfund, græðgi og ofsóknar- brjálæði þeirra verður tU þess að veldið hrynur að lokum og vináttan er fyrir bí. Myndin er í beinu fram- haldi af GoodfeUas, er e.k. GoodfeUas Part II, útþynnt útgáfa þar sem bófarnir eru aðeins íburðarmeiri og ofbeldið aðeins hrottalegra. Um- gjörðin er eins glæsileg og hugsast getur en innihaldið er fremur rýrt, sérstaklega fyrir tæplega þriggja tima mynd. Það eru leikararnir sem bjarga myndinni. Robert De Niro og Joe Pesci eru á kunnuglegum mið- um og hvergi veikan punkt að finna á þeim en senuþjófurinn er þó Shar- on Stone, sem aldrei hefur leikið betur og sýnir alveg sérstaklega öflug- an leik sem hin ólánsama eiginkona Ace, sem er óhamingjusöm í inni- haldslausu hjónabandi og verður piUum og áfengi að bráð. Það gneistar af henni þar sem hún túlkar örvæntingu persónunnar á áhrifarikan hátt. Sharon Stone á persónulega helminginn af stjörnunum fyrir þessa mynd. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjórí: Martin Scorsese. Aöalhlutverk: Robert De Niro, Sharon Stone og Joe Pesci. Bandarísk, 1995. Lengd: 171 mín. Bönnuö bömum yngrí en 16 ára. -PJ 17. sept. til 23. sept. '96 Dead Man Walking Susan Sarandon og Sean Penn Þessi úrvalsmynd er byggð á sann- sögulegri frásögn systur Helan Prej- an. Dag einn berst henni bréf frá dauðadæmdum manni, Matthew Poncelet, sem biður trúboð hennar um hjálp. Hún heldur tU fundar við hinn örvæntingarfuUa mann sem dæmdur hefur verið tU dauða. Hann biður Helen að koma i veg fyrir að dauðarefs- ingunni verði beitt. Helen á óhægt um vik vegna sannana gegn honum en reynir að draga fram sannleikann. Heat Al Pacino og Ro- bert De Niro. í Heat segir frá hinum snjalla at- vinnuglæpamanni Neil sem ásamt mönnum sínum leggur á ráðin um nokkur hátæknUeg rán. Vincent er rannsóknarlög- reglumaður í rán- og morðdeUd. Einkalíf hans er ein rjúkandi rúst enda kemst ekkert annað að í huga hans en staifið. En hann er ekki síður snjaU en NeU og með hjálp sinna manna og uppljóstrara tekst honum smám sam- an að þrengja netiö í kringum glæpa- mennina. ÍMiíiftfeta wi Father of the Bride II Steve Martin og Diane Keaton Mynd þessi er framhaldsmynd og nú gerist sá óvænti atburður aö bæði dóttir og eiginkona Steve Martins, sem í fyrri myndinni gifti dóttur sína, verða bamshafandi á sama tíma. Það liggur því fyrir Martin að glíma við það álag sem því fylgir að verða faðir og afi á sama tíma. Og miðað við tauga- veiklunina sem ein- kenndi hann við giftingu dóttur sinnar má nærri geta að ekki er hún minni þegar kemur að fæðingu hjá mæðgunum. Strange Days Ralph Fiennes og Angela Bassett Dagurinn er 30. desember 1999 og ruslaralýður fyllir götur Los Angeles. Aðalpersónan myndarinnar er Lenny, fyrrverandi lögreglumaður. Þennan dag er vin- kona hans myrt á hrottalegan hátt. Rétt áður en stúlk- an deyr setur morð- inginn upptökutæki á höfuð hennar og tekur upp skelfingu fómarlambsins, sendir Lenny upp- tökuna og þar með dregst Lenny inn í geðveikislegan heim valda og of- sóknarbrjálæðis. ifyrsta roíri> AL PACINO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.