Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
Fréttir
i>v
Snjóflóðavarnir kosta sveitarfélög allt að fimm hundruð milljónum króna: .
Eðlilegt að skattleggja
hvern landsmann
- segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri í ísaQarðarbæ
„Ég hef bent á að þarna er um
vanda tiltölulega fárra sveitarfélaga
að ræða, þetta eru sennilega um 8
sveitarfélög á öllu landinu. Það ligg-
ur fyrir að Jöfiiunarsjóður sveitar-
félaga mun ekki með neinum hætti
mæta þessum kostnaði. Það er gróft
mat að kostnaður þessara sveitarfé-
laga við að koma upp snjóflóðavörn-
um sé í kringum 5 milljarðar króna.
Ef þetta er umreiknað á hvem íbúa
í umræddum sveitarfélögum þýðir
það að skattleggja þarf hvern íbúa
um 60 til 70 þúsund krónur," segir
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
ísafjarðarbæjar, um þann kostnað
sem það hefur í för með sér fyrir
íbúa á hættusvæðum að koma upp
snjóflóðavörnum. Hann segir að
kostnaður við vamir í ísaijarðarbæ
einum nemi fast að hálfum milljarði
króna sem þýði um 50 milljónir
króna sem bærinn verði að greiða
sem sinn hlut af kostnaöi á móti Of-
anflóðasjóði. Kristján Þór segir
þennan kostnað einfaldlega of mik-
inn fyrir fjárhag bæjarins sem og
annarra sveitarfélaga í sömu stöðu.
„Við áttum fund með forsætisráð-
herra, umhverfisráðherra og félags-
málaráðherra áður en hafist var
handa við framkvæmdir við snjó-
flóðavamir á Flateyri. Þar kynntum
við þeim vanda sveitarsjóðs vegna
fjármögnunar þessara verka,“ segir
Kristján Þór.
Kostnaöi jafnað út
Hann segist sjá þá lausn í málinu
að í stað þess að íbúar sveitarfélag-
anna taki einir á sig kostnaðinn þá
verði honum deilt á aUa landsmenn.
„Ef þessu yrði jafnað út á alla
landsmenn með því aö ríkisvaldið
taki að sér að greiða þessar 500
milljónir yrði það i aukna skatt-
heimtu á hvem íbúa landsins að-
eins 2 þúsund krónur sem gæti ver-
ið greitt á einhverju árabili. Ég segi
að menn muni fjandakornið ekkert
um það,“ segir Kristján Þór.
„Út frá samfélagslegu sjónarmiöi
Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á ísafirði, vill að
ríkiö fjármagni snjóflóöa-
varnir aö fullu. Til þess
þurfi aöeins aö skattleggja
hvern einstakling um sem
nemur 2 þúsund krónum.
Þaö sé sanngirnismál í staö
þess aö íbúar á hættu-
svæöum þurfi aö greiöa
milli 60 og 70 þúsund
krónur hver fyrir
varnirnar.
DV-mynd Brynjar Gauti
er það ríkis-
ins að taka á
vanda þess-
ara byggða.
Þetta em
tiltölulega
ný sann-
indi, innan
gæsalappa,
að við þurf-
um að verja
byggðina
svona. Við
Eldgos undir 600 metra þykkri íshellu við Bárðarbungu:
Getur náð í gegn á hverri stundu
- hlaupi spáð úr Grímsvötnum
„Það er greinilegt útstreymi
kviku undir íshellunni og gosórói er
stöðugur en sýnir sig á mælum í
missterkum hrinum og er síst að
draga úr þeim,“ segir Ari Trausti
Guðmundsson jarðfræðingur í sam-
tali við DV í gærkvöldi.
Eldgos hófst í gærmorgun undir
íshellunni sunnan undir Bárðar-
bungu í norðanverðum Vatnajökli.
Það var Reynir Ragnarsson, lög-
reglumaður og flugmaður í Vík,
sem fyrstur sá merki um umbrotin
í gærmorgun þegar hann flaug yfir
svæðið. Þá var, að sögn hans, búinn
að myndast stór sigketill og annar
að myndast litlu sunnar.
Ari Trausti flaug í tvígang yflr
svæðið með nokkurra klukkutíma
millibili í gær og sagði hann að um-
talsverðar breytingar hefðu orðið á
svæðinu í síðara skiptið sem hann
flaug yfir það. Þá hafi verið að
myndast fleiri sigkatlar í íshelluna
sem þama er að hans sögn 5-600
metra þykk. í morgun voru katlam-
ir orðnir samhangandi, en þá hafði
gosið ekki enn náð upp í gegn um ís-
helluna, en haldi það áfram er búist
við því á hverri stundu.
Ari Trausti segir að ummerki um
eldsumbrotin séu greinileg og megi
ráða þau bæði af ummerkjum á
svæðinu og eins jarðskjálftamælum
Raunvísindastofnunar, veðurstof-
unnar o.fl. Undir sigkötlunum og ís-
hellunni hefði í gærkvöldi greini-
lega verið verulegt vatnsrennsli
sem virtist renna í Grímsvötn.
Hann taldi að gosið væri það öflugt
að búast mætti við að það bryti sér
leið í gegn um íshelluna og þá yrði
um gjóskugos að ræða. Eldsumbrot-
in era á eldfjallahrygg sem liggur til
suðurs frá Bárðarbungu, sem skil-
greind var fyrir ekki löngu og hefur
fengið nafnið Loki.
Ari Trausti Guðmundsson segir
að þetta gos sé merkilegt fyrir þær
sakir að það verður í fýrsta sinn
sem hægt verður að fylgjast frá upp-
hafi með umtalsverðu gosi undir
jökli. Við fyrstu sýn virðist þaö
haga sér líkt og gos sem varð á þess-
um slóðum árið 1938 en hins vegar
hafi ekki þá verið sömu tækifæri til
að fylgjast jafnvel með og nú er
mögulegt.
Vatnið sem bráðnað hefur undan
jöklinum í gosinu, rennur í Gríms-
vötn, sem voru næstum tóm fyrir.
Þau munu nú vera að fyllast og er
búist við miklu jökulhlaupi innan
fárra daga á Skeiðarársandi.
-SÁ
Útburðargerð á Skriðufelli:
eram að fara fram á það að samfé-
lagið allt saman leggi til 2 þúsund
krónur á hvem haus í landinu.
Þetta er að okkar mati sanngimis-
mál,“ segir Kristján Þór.
Hann segir undarleg þau rök sem
hann heyri fyrir því að sveitcuTélög-
in fjármagni sjálf vamir gegn snjó-
flóðum. Ástæðan sé að það sé fyrst
og fremst fyrir þrýsting frá þeim að
þessara vama sé krafist og þau fái
þannig framkvæmdir heim í hérað.
„Ég segi í stöðunni að ég skyldi
fyrstur manna bjóða ríkinu að taka
yfir snjóflóðavamimar 100 prósent.
Þar með ráða þeir hvar og hvenær
snjóflóðavamir verða reistar. Þar
með verða þeir að forgangsraða
þessum verkum enda má segja sem
svo að það ráði þessu þegar þar sem
við getmn ekkert gert nema með
samþykki rikisins," segir Kristján
Þór. -rt
Stuttar fréttir
Nemendum úthýst
Námsmenn telja að mennta-
málaráðherra hafi úthýst þeim
af menntaþingi sem halda á um
næstu helgi. Samtök náms-
manna ætla að halda sína eigin
ráöstefnu í fjaldi við Háskólabíó.
Áhugi á Norðurtanga
Fjölmörg útgerðarfyrirtæki
hafa sýnt áhuga á kaupum í
Norðurtanganum á ísafirði.
Samkvæmt RÚV hafa nokkur
stór fyrirtæki á Norðurlandi
sýnt Norðurtanganum áhuga.
ísland í áttunda
íslenska skáksveitin hafnaði í
8.-12. sæti á Ólympíuskákmót-..
inu í Armeníu eftir tap fyrir
Rússum með minnsta mun í
gær.
Sameining könnuð
Vinnslustöðin í Eyjum og
Meitillinn í Þorlákshöfh kanna
möguleika á sameiningu fyrir-
tækjanna.
-bjb
Abúandinn ekki heima og fjölmiðlum vísað frá
DV, Suðurlandi:
Útburðargerö var framkvæmd í
gær á bænum Skriðufelli í Þjórsár-
dal að ábúandanum Bimi Jóhanns-
syni fjarstöddum. Gerðarbeiðandi
var Skógrækt ríkisins, sem er eig-
andi jarðarinnar. Birni hafði verið
sagt upp ábúð, en þar sem hann
neitaði að víkja af jörðinni krafðist
Skógræktin útburðar með atbeina
sýslumanns Árnesinga og gekk
dómur í héraði og fýrir hæstarétti
Skógræktinni í vil.
Jörðin Skriðufell hafði verið í
eigu sömu ættarinnar frá því fyrir
aldamótin 1800 þar til faðir Björns
seldi hana til Skógræktar ríkisins
árið 1938. Bjöm gerði samning við
Skógræktina um ábúð til æviloka.
Þú getur svarað þessari
spurningu með því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Jé 1 Nel 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á að leyfa sölu á áfengum
gosdrykkjum í
matvöruverslanir?
en hann er nú 68 ára gamall. Skóg-
ræktin krafðist útburðar á þeim for-
sendum að Bjöm hefði fyrirgert
ábúðamétti sínum, meðal annars
með því að leigja hluta landsins
undir tjaldstæði og hjólhýsastæði og
að hafa glutrað niður búmarki jarð-
arinnar með samningum við Fram-
leiðnisjóð og Framleiðsluráð land-
búnaðarins. Einnig er hann talinn
hafa valdið umtalsverðu tjóni þegar
sinueldur, sem hann kveikti á land-
areigninni 15. maí á síðasta ári, fór
úr böndunum. Bú Bjöms hefur ver-
ið tekið til gjaldþrotaskipta.
Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi
sýslumanns Ámesinga, fram-
kvæmdi útburöargeröina. Með hon-
um í för vora lögregluþjónar og á
staðnum voru einnig lögmenn
þrotabús Björns, lögmaður Skóg-
ræktar ríkisins og starfsmenn það-
an, oddviti Gnúpverjahrepps og full-
trúar nokkurra fjölmiðla. Bærinn
var mannlaus en ólæstur. Þegar í
ljós kom að enginn var heima til-
kynnti Karl Gauti að Skógræktin
hefði nú forræði á bænum og að
kröfu hennar var fjölmiðlafólki
skipað að hafa sig á brott af jörð-
inni. Skipt var um skrár læsingar á
útihurðum. íbúðarhúsið verður haft
innsiglað þar til dót Bjöms hefur
verið fjarlægt og virðingargjörð hef-
ur farið fram. Hreppsnefhd Gnúp-
verja hefur ábyrgst að búslóðinni
verði komið af jörðinni fyrir kl. 16
næstkomandi föstudag.
DV er kunnugt um að hrepps-
nefnd Gnúpverja reyndi að semja
við Skógræktina um að sonur
Bjöms fengi að fóðra um 70-80 svín,
sem era í húsi á Skriðufelli, til slát-
urstærðar. Þær umleitanir voru ár-
angurslausar. Síðar í vikunni mun
ganga dómur í Héraðsdómi Suður-
lands vegna sinueldanna sem fyrr
er getið.
-ÍÞ