Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
5
DV
Fréttir
Sala Akureyrarbæjar á hlutabréfum I ÚA:
Áhrifanna gætir í auknum
framkvæmdum strax á næsta ári
DV, Akureyri:
„Sala hlutabréfa bæjarins í Út-
gerðarfélagi Akureyringa leiðir af
sér aukið fé til ráðstöfunar og ég tel
að það muni sjást á framkvæmdum
bæjarins strax á næsta ári,“ segir
Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull-
trúi Alþýðuflokksins í meirihluta
bæjarstjómar Akureyrar, um sölu
bæjarins á hlutabréfum í ÚA að
undanfornu.
Bærinn seldi hlutabréf í fyrirtæk-
inu í sumar en Útgerðarfélagið
keypti þá sjálft hlutabréf fyrir rúm-
lega 400 milljónir króna. Þá hefúr
bæjarstjórn gert samning við Kaup-
þing Norðurlands um sölu á hluta-
bréfum í fyrirtækinu að nafnvirði
123,2 milljónir króna. í sumar seld-
ust bréf í fyrirtækinu á genginu 4,98
og miðað við það mun Kaupþing
Norðurlands selja bréf fyrir um 660
milljónir króna. Akureyrarbær fær
því um 1,1 milljarða króna fyrir
hlutabréf í ÚA, og á eftir sem áður
20% hlut í fyrirtækinu og verður
áfram stærsti hluthafinn.
Ákveðið er að starfsmenn fyrir-
tækisins og aðrir Akureyringar
muni hafa forkaupsrétt\ að bréfun-
ums sem nú fara í sölu, en ef bréfín
seljast ekki upp á þann hátt fara
þau á almennan markað. Reiknað er
með aö forkaupsréttartími Akureyr-
inga nemi þremur vikum og verður
hann auglýstur sérstaklega.
„Það er ljóst að skuldir verða
greiddar niður með þeim peningum
sem bærinn er að fá fyrir hlut sinn
í ÚA. Hugmyndir bæjarins eru í
grófum dráttum þær að greiddar
verði allar skuldir framkvæmda-
sjóðs bæjarins og að sjóðurinn fái
eitthvert fé til sinna nota. Síðan
verður greidd veruleg upphæð upp i
skuldir bæjarsjóðs.
Það er þá loksins að verða að
veruleika að framkvæmdasjóður
standi undir nafni, og að hann geti
ýmist lánað fé til framkvæmda eða
veitt styrki til áhugaverðra verk-
efna. í smáatriðumn sjáum við þetta
mál hins vegar ekki fyrr en við gerð
fjárhagsáætlunar, en bara það eitt
að greiða niður skuldir þýðir að við
höfum meira fé til framkvæmda
strax á næsta ári og hleypur sú upp-
hæð á einhverjum tugum milljóna,"
sagði Gísli Bragi Hjartarson. -gk
i
SBALENO
Akureyri:
Framkvæmdir hafnar
við nýja 25 m sundlaug
DV, Akureyri:
Framkvæmdir eru hafnar við 2.
áfanga í uppbyggingu á sundlaugar-
svæðinu á Akureyri. I 1. áfanga,
sem lokið hefur verið við, var kom-
ið fyrir tveimur vatnsrennslisbraut-
um, sólbaðsaðstaða öll endurbætt,
umhverfið fegrað og hefur sund-
laugarsvæðið þegar tekið algjörum
stakkaskiptum.
í þeim áfanga, sem framkvæmdir
eru nú hafnar við, verður byggð
stór 25 metra löng sundlaug við hlið
gömlu laugarinnar og kjallari undir
búningsklefa og anddyri. Reiknað
er með að framkvæmdum við þenn-
Fiskverð:
Steinbíturinn dýr
Mjög hátt verð hefur verið á
steinbít, skötusel og flatfiski í sept-
ember á fiskmörkuðum og hefur
fengist tvöfalt hærra verð fyrir
steinbít en venjulega, að því er fram
kemur i frétt frá Reiknistofu fisk-
markaða hf.
Verð sem fengist hefur fyrir sköt-
usel er 25% hærra en verið hefur og
35-40% hærra á flatfiski. Þorskverð
er sömuleiðis hátt en verð á ýsu
hins vegar í meðallagi. Verð á ufsa
hefur verið að stíga undanfarna
daga eftir að hafa verið í lægð i
sumar. -SÁ
Frumlegt happdrætti:
Tannlæknatímar
meðal vinninga
DV, Djúpavogi:
„Það er svo erfitt fyrir fólk að láta
enda ná saman. Þess vegna ákváð-
um við að bjóða upp á þessa vinn-
inga,“ segir Hafdís Bogadóttir, for-
maður foreldraráðs Ungmennafé-
lagsins Neista á Djúpavogi, sem
ásamt öðrum Neistafélögum stóð
fyrir happdrætti í sumar.
Þetta væri ekki í frásögur fær-
andi ef vinningarnir hefðu ekki ver-
ið mjög sérstakir. Meðal vinninga
voru tímar hjá tannlækni, birki-
plöntur, ljósatimar auk fjölda ann-
arra hefðbundinna vinninga. Allir
fengu eitthvað því happdrættismið-
arnir giltu sem aðgöngumiði að
heljarmikilli grillveislu sem Kaup-
félag Austur- Skaftfellinga á Djúpa-
vogi stóö fyrir. Hafdís segir að mið-
arnir hafi selst upp á skömmum
tíma.
„Ég hefði ekki trúað því hve fólk
tók þessu framtaki vel. Við buðum
eingöngu miða utan staðarins og
þeir runnu út eins og heitar lumm-
ur,“ segir Hafdís.
-rt
an áfanga verði lokið í byrjun júní á
næsta ári.
Þá fljótlega hefst vinna við 3.
áfanga en þar er m.a. um að ræða að
ganga frá búningsklefum kvenna og
ljúka við byggingu anddyris auk
fleiri verkefna. Framkvæmdir á
sundlaugarsvæðinu hafa verið og
verða næstu árin með fjárfrekustu
verkefnum á vegum Akureyrarbæj-
ar og þykir hafa tekist einstaklega
vel til með þær framkvæmdir sem
þegar er lokið. -gk
Framkvæmdir eru hafnar viö 2. áfanga við sundlaugina á Akureyri og vinnu-
vélar eru þar í notkun vegna jarövegsvinnu. DV-mynd gk
Ég skipti líka á Corollunni minni
og Baleno
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Bjami Guðjónsson
Komdusjálfum þér oq
fjölskyldu þinni á óvart.
Prufukeyrðu Baleno ídag!