Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Page 11
I
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
11
DV
Fréttir
Guðmundur Valgeir Jóhannesson, vistmaður á elliheimilinu Sólborg, ásamt Jakobínu Jakobsdóttur sem einnig er
vistmaður. Þau eru bæði himinlifandi yfir nýju aðstöðunni sem Guðmundur safnaði fyrir. DV-mynd BG
Elliheimilið Sólborg á Flateyri:
Níræður vistmaður
safnaði milljón
fyrir nýjum svölum
DV, Flateyri:
„Ég taldi ekki vera búandi hér
nema hafa svalir á húsinu. Þess
| vegna fór ég þess á leit við spari-
sjóðinn, Lionsklúbbinn og fleiri að-
ila að þeir gæfu peninga til þess að
reisa mætti svalir á húsið,“ segir
Guðmundur Valgeir Jóhannesson,
níræður vistmaður á elliheimilinu
Sólborg á Flateyri, sem gekk í það
i
verk að láta reisa svalir utan á vist-
heimilið sem er á annarri hæð.
Hann gekk á fund fyrirtækja og
samtaka í þorpinu og óskaði eftir
fjárframlögum til verksins sem nú
er orðið að veruleika. Alls kostuð
svalirnar tæplega milljón krónur og
segist Guðmundur vera kominn
langleiðma með að safna þeirri upp-
hæð.
„Ég taldi nauðsynlegt að komast
út í góða veðrið og komast út ef
kviknaði í húsinu. Þessari málaleit-
an minni var tekið vel. Ég byrjaði á
því að leggja sjálfur fram 100 þús-
und krónur og leitaði síðan til ann-
arra. Þessari málaleitan var tekið
mjög vel og nú eru svalirnar komn-
ar,“ segir Guðmundur Valgeir.
-rt
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, voru heiðursgestir á leik
Keflvíkinga og Hauka í meistarakeppni í körfuknattleik sem haldinn var í Grindavik á sunnudagskvöldið. Með for-
setahjónunum á myndinni er Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands Islands.
Akureyri:
Knattspyrnu-
hús í útboð
á næstunni?
DV, Aknreyri:
„Það liggur fyrir fundinum að
taka ákvörðun um að beina því til
framkvæmdanefndar að leita til-
boða í knattspyrnuhús," segir Þór-
armn E. Sveinsson, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs Akureyr-
arbæjar, en ráðið mun koma saman
til fundar á morgun.
Hugmyndin um byggingu yfir-
byggðs knattspyrnuvallar á Akur-
eyri er ekki ný af nálinni en sam-
kvæmt heimildum DV hefur verið
unnið nokkuð vel að undirbúningi
þess máls upp á síðkastið. Nokkrar
tegundir slíkra húsa munu vera á
markaðnum en Akureyringar munu
hafa staðnæmst við svokallað C-hús
sem er 40x60 metrar að flatarmáli
með 5 metra lofthæð út við veggi en
10 metra lofthæð þar sem hún er
mest.
Staðsetning hússins hefur ekki
verið endanlega ákveðin en þó er
aðallega rætt um svæðið norðan við
félagsheimili Þórs en þar sjá menn
þann möguleika að tengja húsið við
félagsheimilið og samnýta þannig
búningsaðstöðu og fleira.
Kostnaðurinn veltur einnig á
hvaða leið verður valin og hver
staðsetningin verður. Þó er talið að
fá megi hús fyrir 60-70 milljónir á
hafnarbakkann utanlands frá ef sú
leið verður farin að tengja það við
félagsheimili Þórs. Önnur hugmynd
er að hafa húsið á öðrum stað á
svæði Þórs en það myndi þá sam-
kvæmt heimildum DV hafa í fór
með sér umtalsverðan aukakostnað.
SVARTI
SVANURINN
10ÁRA
AFMÆLISTILBOÐ:
Pylsa +
Súperdós
Coke/Pepsi
175 kr.
SVARTl SVANURINN
Hoppkastali
Hoppkastali til leigu t.d. í afmæli
og fleiri tækifæri.
Verð frá kr. 4.000 á dag (án vsk.)
Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf
Krókhálsi 3 - sími 587 6777
Góð fjárfesting
í Reykjavík
Margir sem eru búsettir úti á landi hafa keypt íbúð í Reykjavík
til að fjárfesta og leigja hana síðan út.
Vil selja verslunarpláss sem er 104 m2 á tveimur hæðum
og er leigt út á kr. 70.000 pr. mán. (helmingi hærra
en íbúð) og með 10 ára leigusamningi.
Eignin hefur verið verðmetin á kr. 6,3 millj. og er skuldlaus,
í verslunarmiðstöð á mjög góðum stað í borginni.
Nánari upplýsingar gefnar upp í síma 554 2248
eftir kl. 19 á kvöldin.
Vissir þú...
□ að ui af langmerkilegustu sönnunum sálarrannsóknanna eru 1
líkamningar sem náðst hafa fram? En á líkamningamiðilsfundum nást
hinir ffamliðnu fram holdi klæddir í eigin persónu og eru snertanlegir og
áþreifanlegir öllum viðstöddum,
O að í Sálarrannsóknarskólanum er hægt að fá vandaða kennslu af hendi
margra lærðustu manna hér á landi um þessi sem ótrúlega mörg önnur
afar merkileg fyrirbæri í spíritismanum, s.s. hvemig miðlar starfa, hættur
í andlegum málum, hvað raunverulega er vitað um álfa og huldufólk o.fl.
ofl., - í bráðskemmtilegum skóla eitt kvöld í viku eða eitt laugardags-
síðdegi í viku fyrir hófleg skólagjöld?
SíSasti bekkur ársins byrjar á morgun, Hringdit og fáðu allar upplýsingar
um skólann og skemmtilega námið í honum nú á haustönninni. Svarað er
í síma skólans alla daga vikunnarfrá kl, 14-19.
Sálarrannsóknarskólinn
- skemmtilegasti skólinn i bænum -
Vegmúla 2
s. 561 9015 & 588 6050
DV-mynd Ægir Már