Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
Spurningin
Hvernig leggst haustiö
í þig?
Hulda Ósk Traustadóttir nemi:
Alveg frábærlega.
Sveinn Jónsson vélvirki: Bara
mjög vel, gott veður og nóg af gæs.
Ingvar Jónsson hljómlistarmað-
ur: Hvað veðráttuna snertir þá held
ég að það veröi skárra alls staðar
annars staðar en í Reykjavík.
Ingvaldur Jóhannsson nemi: Þaö
leggst bara vel 1 mig.
Viktor Ingvarsson kaupmaður:
Það leggst bara mjög vel í mig, fint
veður og svona.
Lesendur
Fólksflótti frá Vest-
fjörðum brostinn á
- þrír trúveröugir tjá sig
Vestfirðir
Dranga-
Bolungarvík • ^ jokul1
Isafjöröur •
Patreksfjörður
g re i ö a fj 0
öröur
—f » V *Á——
Veröur lausn Vestfjaröavandans sífellt háö ríkisaöstoö?
Magnús Sigurðsson skrifar:
Það þarf kjarkmikla menn og
hugumstóra tii að játa frammi fyr-
ir byggðarlagi sínu að brestur sé
kominn í samfélagið, burðarásar
atvinnulífsins séu í uppnámi, fólk
sé óánægt og hrætt og lítið annað
framundan en brottflutningur frá
staðnum. Og þeim alvarlegri eru
slíkar yfirlýsingar að þær koma
frá ábyrgum mönnum, sem hafa ef
til vill meiri innsýn í slagkraft við-
komandi byggðarlaga en hinn al-
menni ibúi.
Nýlega hafa ekki færri en þrír
þekktir menn á Vestfjörðum tjáð
sig um þann vanda sem steðjar að
byggðarlögunum og allir nánast
sammála um að fólksflótti og gífur-
legir erfiðleikar í atvinnulífi séu
viðvarandi.
Þannig segir Kristján Jóhannes-
son, fyrrverandi sveitarstjóri á
Flateyri, sem er að pakka saman
og flytja brott, að þar sé enga at-
vinnu að fá fyrir sig þrátt fyrir leit
og hefur þó búið ásamt fjölskyldu
á Flateyri alla tíð. - Þá staðfestir
Kristján Þór Júlíussn, bæjarstjóri
í ísafjarðarbæ, í viðtali við DV ný-
lega að fólksflótti og kreppa sé í ís-
lensku atvinnulífi - burðarásar at-
vinnulifs séu í uppnámi. Ástandið
sé mjög alvarlegt, þótt það þýði ekki
að allt sé komið í kaldakol, og nefn-
ir þrjú fyrirtæki sem kunni að lofa
góðu. - Ög til að kóróna allt saman
viðhefur Ásgeir Guðbjartsson, út-
gerðarmaður og aflasæÚ skipsfjóri á
ísafirði til margra ára, þau ummæli
að ástandið nú sé það svartasta sem
hann hafi séð á ævinni. Hann sjái
ekki annað en þetta svæði sé að
fjara út.
Ef það er ríkjandi viðhorf hjá ein-
hverjum þarna vestra að hiö opin-
bera eða stjómvöld verði að „koma
að vandanum", eins og fyrrverandi
framkvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga lætur hafa eftir
sér í nýlegri frétt frá ísafirði, þá er
það viðhorf áreiðanlega bundið við
þá eina sem þiggja laun frá hinu op-
inbera. - Ekki raunverulega at-
hafnamenn. Þeir meta ástandið kalt
og vita sem er að Vestfirðir era ekki
lengur lífvænlegir til búsetu.
Verður þáttasala banabiti Stöðvar 3?
María skrifar:
Ég hefði haldið að eina von Stöðv-
ar 3 væri að bæta þá lélegu dagskrá
sem nú hefur verið opin í hátt í ár.
Nei, stefnan virðist sú að ef Stöð 3
nær samningum um bitastæða
kvikmynd eða merkilegan íþrótta-
viðburð þá verði áskrifendur að
borga aukalega fyrir. Nú spyrja
menn hér víða: Fyrir hvað er fólk
að greiða mánaðargjaldiö? Sömu lé-
legu dagskrána og verið hefur og
komi eitthvað af viti sem fólk hefur
áhuga á þarf að borga aukalega.
Kvikmynd, sem seld er í þátta-
sölusjónvarpi, er búin að vera á
myndbandaleigum í 6 mánuði. Hún
er orðin of gömul á leigunum. Ekki
er ólíklegt að leigumar mæti þess-
ari samkeppni, t.d. með því að
lækka viðkomandi mynd, eða hún
yröi fri þá daga sem Stöð 3 ætlar að
leigja hana. Ég held að Stöðvar 3-
menn ættu að hugsa sinn gang, sér-
staklega nú þegar fjölrásaafruglar-
inn er úr sögunni, og einbeita sér að
því að bæta dagskrána þannig að
fólk fái áhugavert efni fyrir áskrift-
argjaldið. Annars er verið að plata
fólk.
Nú heyrast fréttir um aö Stöð 2
ætli að taka upp þáttasölu („pay-
per- view“) í nóvember. Þeir viröast
hafa smitast af þessum misskilningi
að þáttasölusjónvarp sé einhver
uppsláttur. Ég ætla að vona að þeir
átti sig á því að t.d. margir þeir sem
hafa gerst áskrifendur að Sýn und-
anfama mánuði horfa ekki á stöð-
ina dags daglega heldur greiða mán-
aðargjaldið vegna vinsæOa sýninga,
svo sem 2-3svar í mánuði. Sérstak-
lega á íþróttasviðinu. Ef þeir ætla
að fara að rakka mig aukalega fyrir
það eina sem ég horfi á þá segi ég
stöðinni upp á stundinni og eflaust
margir aðrir. - Þeir sem til þekkja
segja þáttasölusjónvarp ganga iila í
Bandaríkjunum og í Evrópu fari
menn sér hægt. Hér á okkar litla
markaði er það vonlaust.
Skundum á Þingvöll í haustlitunum
Einar Á. E. Sæmundsen land-
vörður skrifar:
í DV þriðjud. 24. september birt-
ust hugrenningar Sigríöar Halldórs-
dóttur um ýmis málefni líðandi
stundar undir heitinu „Skundum á
Þingvöll". Þar birtast ýmsar rang-
færslur um þjóðgarðinn á Þingvöll-
um sem ekki verður hjá komist að
leiðrétta. Þar nefnir greinarhöfund-
ur m.a. að eftir fyrsta september sé
allt harölokað og læst á Þingvöllum.
Seinustu ár hefur þjónustumið-
stöðin á Þingvöllum verið opin fram
eftir hausti og selt kaffi og ýmsar
veitingar og veitt upplýsingar um
náttúra og sögu Þingvalla. í haust
verður verslunin í þjónustumiðstöð-
inni opin frá 10 til 18 alla daga í okt-
óber en um helgar í nóvember. í vor
og í sumar hefur þjónustumiðstöðin
verið tekin í gegn að innan sem
utan og hafa gestir þjóðgarðsins
undantekningarlaust lokið lofsorði
á breytingarnar sem þó er ekki að
fullu lokiö. Gönguleiöir innan þjóð-
garðsins eru velflestar merktar og á
stórum skiltum við útsýnisskífu og
við þjónustumiðstöðina má sjá ná-
kvæmt kort af þjóðgarðinum,
gönguleiðum og nánasta umhverfi
hans. Einnig er hægt að fá í þjón-
ustumiðstöð bækling þar sem er
ágrip af sögu staðarins og náttúra
lýst og kort af svæðinu sýnt.
Varðandi rekstur á Hótel Valhöll
má benda á að ríkið á ekki hótelið
og hefur reksturinn frá byrjun ald-
arinnar verið í höndum einkaaðila.
Rekstraraðilar hótelsins í gegnum
tíðina hafa líklega ekki talið mikinn
grundvöll fyrir því að hafa opið
langt fram eftir hausti og því er hót-
elinu yfirleitt lokað um miðjan sept-
ember. Það er von mín að greinar-
höfundur skundi nú á Þingvöll og
njóti haustlitanna og fái sér svo
kafíi í þjónustumiðstöðinni á Þing-
völlum.
I>V
Er allur ostur
hollur?
Símon hringdi:
Sagt er að mjólkurdrykkja
fullorðinna sé vafasöm velgjörö
við heilsuna. Mjólk sé fyrst og
fremst barnanæring en síðan
ekki söguna meir. En osturinn?
- Mér hefur verið tjáð, og það af
læknislærðum, að harði ostur-
inn, þ.e. þessi sem maður sker
niður í sneiðar, sé jafn óhollur
og önnur hörð fita svo sem smjör
og smjörlíki; setjist bara innan á
æðarnar. Um lina ostinn, svo
sem Camembert, Kastalann og
fleiri slíka gegndi allt öðra máli,
hann væri jafnframt auðmeltan-
legur. - Það er ekki út af engu að
siöaðar þjóðir neyta osta helst
sem eftirrétta og skera þá rétt
smábita af hverri tegund eins og
um konfekt eða sælgæti sé að
ræða.
Happdrætti
Háskólans
heppnast allra
Egill skrifar:
Margir furöa sig á fréttinni
um að Háskóli íslands hafi sjálf-
ur dottið í lukkupottinn í „Heita
pottinum" sem dregið var úr nú
síðast. Já, vinningshafinn reynd-
ist ekki vera neinn annar en Há-
skóli íslands sjálfur! Hvílík
heppni! Háskólinn vann tæpar
50 milljónir á einu bretti. Fréttin
greindi einnig frá þvi að í desem-
ber yrði eingöngu dregið úr
„seldum miðum“ og þá gangi sá
stóri örugglega út. Hefur þá
hingað til aðeins verið dregið úr
óseldum miðum? Þá er nú ekki
að undra ...
Klaufaleg
tilraun
þingforseta
Gunnar Gfslason hringdi:
Mér finnst þetta brambolt með
breytt form á þingsetningu hafa
verið með eindæmum klaufalega
tihaun til að deyfa sviðsljósið á
nýkjörinn forseta. Tilraunin
mistókst og allt er óbreytt.
Svona eiga reyndir þingskörung-
ar eins forseti Alþingis ekki að
láta henda sig. Maður minnist
nú ekki á tihaun annarra þing-
manna til að þagga niður í for-
setanum um moldarvegina á
Barðaströnd. Svona gera menn
einfaldlega ekki.
Leifsstöð og
Reykjavíkur-
flugvöllur
Guðjón Magnússon hringdi:
Er nú ekki nógu stór biti fyrir
ríkið aö veita 650 milljónum
króna í stækkun á Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, þótt ríkið fari ekki
að eyða líka í vonlausar endur-
bætur á Reykjavíkurflugvelli?
Stækkun flugstöðvarinnar er
víst nokkuð sem ekki verður
komist hjá og einungis vegna
handvammar í upphafi. En þá
verður líka flugstöðin tilbúin að
taka við öllu okkar flugi frá þétt-
býlissvæðinu hér við Faxaflóa.
Ríkisrekinn
Evrópuprestur
Hrönn skrifar:
Hvemig dettur nokkrum ráð-
herrum í hug að sameinast um
að leysa Langholtsdeiluna með
því að búa til Evrópuprest á
kostnað íslenska ríkisins? Því
ekki lækni eða lögfræðing? En í
fullri alvöra: Hvemig hefði nú
verið að mæta brýnni þörf t.d.
Reykvíkinga á aukinni löggæslu
með því að veita 5 milljónum í
það verkefni? Ráða svo sem 10
viðbótar lögreglumenn til að
vera á vakt um helgar, tvo og tvo
í hvert hverfi borgarinnar. Þetta
er knýjandi. Ekki prestur til
Lúxemborgar.