Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
15
Ahættubisness og um-
boð stjórnmálamanna
3000 USD/tonn
2500
íerð á áli á skyndi-
markaði í London
(LME) USD/tonn -
2000
1500
'85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96
DV|
„Meö því aö tengja orkuverö álveröi er ríkisvaldið komiö í bullandi
áhættu," segir m.a. í greininni.
Engin efnisleg
unn-æða á sér stað í
þjóðfélaginu um
væntanlegar virkj-
ana- og álversfram-
kvæmdir. Samt eru
hér á ferðinni gríð-
arlegir hagsmunir,
því tugmilljarðar
króna liggja undir
á ábyrgð almenn-
ings. Stjórnmála-
menn upp til hópa
kjósa frekar að
eyða tíma sínum í
karp um 200 millj-
ónir hér og 200
milljónir þar til að
fjárlagadæmið
gangi upp. Væntan-
lega til að draga úr
lántökum rikisins, en nóg þarf rík-
ið samt að taka ef fjármagna á of-
angreindar tugmUljarða fram-
kvæmdir.
Bullandi áhætta
Sú spuming hefur gerst áleitn-
ari hvort stjórnmálamenn hafi í
raun umboð kjósenda til að taka
þátt í slíkum áhættubisness sem
áliðnaður er. Venjulega tak-
markast umboð þeirra við sam-
neysluþjónustu og fjárfestingu
tengda henni og við tilfærslur til
heimila og atvinnulífs, þ.e. dæmi-
gerða opinbera þjónustu.
Áliðnaður er hins vegar mikill
áhættuiðnaður. Menn gera þar því
miklar arðsemiskröfur.
Með því að tengja orku-
verð álverði er ríkis-
valdið komið í bullandi
áhættu. Hefur það um-
boð til þess frá kjósend-
um og eru arðsemis-
kröfur þess sambæri-
legar kröfum einkaað-
ila?
Fram hefur komið hjá
Landsvirkjun að orku-
verðið sé viðskipta-
leyndarmál og að það
tengist alþjóðlegri þró-
un á álverði. Fyrir örfá-
um árum var mikil um-
ræða um samninga Al-
umax um framkvæmdir
á Keilisnesi sem flestir
muna. Hér var á ferð-
inni gríðarstórt verkefhi sem
kosta átti tugi milljarða króna. í
þeim áætlunum var byggt á spám
um 1.850 dollara langtímaverð á
áltonni. Nú, nokkrum árum
seinna, byggir ISAL sínar áætlan-
ir við álversstækkun á 1.600 til
1.650 dollara
langtímaverði.
Sem betur fer
geta bisness-
mennimir hjá
Landsvirkjun og
í stjómarráðinu
á þeim tíma nú
þakkað fyrir að
Alumax samn-
ingamir gengu
ekki upp.
Umboð og
lagaheimildir
En hvað um
framtíðina? Á langtímaverð á
áltonni enn eftir að lækka með fyr-
irsjáanlegu tapi Landsvirkjunar
og millifærslu frá almenningi til
stóriðju? Hér er hægt að skrifa
doðranta um líklega þróun heims-
búskaparins og hugsanleg áhrif á
álverð. En það einfaldasta í þessu
og það sem skiptir mestu máli er
að þeim sem eiga peninga er
frjálst að taka áhættu og það stóra
áhættu. Það að taka stóra fjárhags-
lega áhættu fyrir aðra er hins veg-
ar stór siðferðileg spuming og því
þarf að kanna vel umboð og laga-
heimildir fyrir slíkum ákvörðun-
um.
Nýlega birtist efirfarandi frétt í
Morgunblaðinu: „Verð á málm-
mörkuðum lækkaði í gær og hefur
verð á áli ekki verið lægra í tvö ár
og þrjá mánuði. Stórir bandarískir
fjárfestingarsjóöir seldu mikið á
málmmarkaðnum í London og
seldist ál á innan við 1.400 doll-
ara... Sérfræðingar á málmmörk-
uðum segja að verðlag sé undir
þrýstingi vegna aukinnar fram-
leiðslu, vaxandi birgða og sölu-
tregðu." Vilji íslenskir stjómmála-
menn hasla sér vöO í þessum
áhættubisness þá verði þeim að
góðu. En því verður áreiðanlega
vel haldið til haga hvað það mun
kosta eða gefa þjóðinni og hveijir
bera ábyrgðina.
Þjóöhagslega hagkvæmt
Síðar gefst örugglega tækifæri á
að skýra út fyrir þeim sem ekki
vita muninn á annars vegar arð-
bærum framkvæmdum og hins
vegar þjóðhaglega hagkvæmum
framkvæmdum. Því hér er vem-
legur munur á. Óarðbærar fram-
kvæmdir geta verið þjóðhagslega
hagkvæmar til skamms tíma. í
þessu samhengi skiptir máli hvort
miðað er við hagvöxt vergrar
landsframleiðslu eða hreinna þjóð-
artekna sem taka tillit til afskrifta
og vaxta- og arðgreiðslna út úr
landinu vegna framkvæmdanna.
Jóhann Rúnar Björgvinsson
Kjallarinn
Jóhann Rúnar
Björgvinsson
hagfræöingur
„Vilji íslenskir stjórnmálamenn
hasla sér völl í þessum áhættu-
bisness þá verði þeim að góðu.
En því verður áreiðanlega vel
haldið til haga hvað það mun
kosta eða gefa þjóðinni og hverj-
ir bera ábyrgðina.u
Fundist hefur kuml!
í því voru bein; lærleggur af lág-
vöxnum karlmanni sem dáið hef-
ur úr skyrbjúg, hauskúpa af
smalahundi og leðurreim. íslensk
fortíð.
Það er svo ótrúlega ólíklegt að
gersemar leynist hér í jörðu að við
emm löngu hætt að gera ráð fyrir
því. Trúum því ekki einu sinni
þegar þær finnast. Dæmigert, en í
eina skiptið sem almennilegur silf-
ursjóður finnst í íslenskri jörðu
halda allir að hann sé blekking,
made in Taiwan eða hamraður
heima í sveitinni með kúluhamri
frá Black og Decker. Þangað til
eigandinn getur ekki orða bundist
lengur yfrr forheimsku arfa sinna
og grefur sér leið upp á yfirborðið.
Frá skinni á pappa
„Skyldi hann lenda í pitsukassa
eins og kollegi hans á Austfjörð-
um?“ Hugsar maður ósjálfrátt og
hættir við að panta eina með pepp-
eróníi og heimsendingu. Það er
einfaldlega allt of neyðarlegt að
forfeður okkar, stórskáldin (sem
þeir náttúrulega allir voru), menn-
imir sem ólu kálfa sér til bóka-
gerðar og sultu frekar en að éta
fuglana i túnfæt-
inum, skuli flutt-
ir með flugi milli
staða í ómerki-
legum pappa-
kössum.
Hugsa sér að
fyrstu kynni
fornskáldanna af
tæknibyltingu
prentlistarinnar
skuli vera
pappaspjald með
áletruninni
„Ókeypis heim-
sending ef pant-
aðar era þijár áleggstegundir og
kók“. Gamalt súrmatartrog væri
betur við hæfi, askur eða skinn-
sekkur en sennilega færi þá svo
illa um morknaða leggina að þeir
yrðu í hæsta falli brúklegir í
blómaáburð.
Jólatré
eöa kuml?
Fornleifafræðingamir brýna
teskeiðamar og tina lærleggi og
rifbein upp úr kumlinu. Enn á ný
fáum við að kynnast nýjum land-
námsmanni, þökk sé uppblæstri
landsins. Sem betur
fer hefur gróður-
setningarátakið
mikla enn ekki náð
að jarða alla forfeð-
ur okkar fyrir fullt
og allt. Það stóð líka
heima að um leið og
menn fóm að amast
við lúpínunni og
hætta að stinga
henni niður í hverja
þúfu tóku kumlin að
spretta upp eins og
gorkúlur.
Þeir Þorgrímur og
Þormóður, eða hvað
þeir nú hétu allir í
denn, geta nú stung-
ið upp kollinum og
heilsað upp á Andra
og Sindra i nútíman-
um í stað þess að
bera beinin í blárri blómabreiðu
þar sem enginn sér glitta í þau. Þá
væri langferðin til lítils farin.
(Imyndið ykkur bara hvað það
leynast mörg kuml undir jóla-
trjám, lúpínum og melgresi í sveit-
um landsins!)
Aö búa til rústir
Það er kannski eins gott að það
frnnist ekkert mikið og merkilegt í
öllum þessum kumlum annað en
leggir og höfuðbein. Spjótsoddar,
skóreimar og smávegis klink er i
góðu lagi en það má ekki hafa
mikið aðdráttarafl fyr-
ir túrista þar sem vafa-
mál er hvort Þjóö-
minjasafnið beri fleiri
gesti en þessa nokkru
útlendinga og skóla-
böm sem nú sækja
safnið heim. Að
minnsta kosti er stóra,
djúpa sprungan í
veggnum við stigann
ekki til að fýlla mann
öryggiskennd. En
kannski á þetta að
vera svona. Fortíðin
var náttúrlega skugga-
leg og því ætti hús yfir
fortíðina ekki að vera
skuggalegt líka, til
minningar um skakk-
hlaðna veggi og mold-
argólf?
Þannig höldum við
samfellunni í sögunni og minnug
þess að þessi sama saga er gjöm á
að endurtaka sig getum við glaðst
yfir því að eftir smávegis Suður-
landsskjálfta verður hægt að grafa
íslenskar fomminjar úr jörðu aft-
ur - og nú úr stóra kumlinu við
Hringbrautina.
Brynhildur Þórarinsdóttir
minnug þess að þessi sama
saga ergjörn á að endurtaka sig
getum við glaðst yfír því að eftir
smávegis Suðurlandsskjálfta
verður hægt að grafa íslenskar
fornminjar úr jörðu aftur - og nú
úr stóra kumlinu við Hringbraut-
ina.u
Kjallarinn
Brynhildur
Þórarinsdóttir
blaðamaöur
Með og
á móti
Verð á gleraugum
á íslandi
Of há
álagning
Mér fannst
gleraugu dýr,
þess vegna
keypti ég þau í
Englandi fyrir
ári. Ég kann-
aði verðið hér
heima fyrir
ferðina og
komst að raun
um að lægsta d?tt,r sjónar-
verð hljóðaði hólL
upp á 42 þúsund krónur. Sams
konar gleraugu keypti ég á 24
þúsund í London. Gleraugu em
nauðsynjavara en ekki munaðar-
vara. Hvers vegna þessi mikli
verðmunur? Ég fæ ekki betur séð
en aö það sé of há álagning.
Hvers á fólk að gjalda? Síðan ég
hóf störf í Gleraugnaversluninni
Sjónarhóli hefur glöggt komiö í
ljós að ég var ekki ein um að
finnast gleraugu of dýr á íslandi.
Fjömtíu til sextíu þúsund eru
mikill peningur upp úr hvaða
buddu sem er. Margir hafa kom-
ið með margra mánaöa gamalt
augnvottorð í vasanum og tjáð
okkur að þeir hafi einfaldlega
ekki haft ráð á því að kaupa gler-
augu fyrr. Einnig eru dæmi þess
að fólk hafi komið með brotna
umgjörð og skemmd gler að leita
sér að nýrri umgjörð fyrir
skemmdu glerin. Það má eitt-
hvað betur fara í svokölluðu vel-
megimarþjóðfélagi ef stór hópur
fólks þarf að ganga með
skemmda umgjörð, brotin gler
eða gleraugnalaus með augnvott-
orð í vasanum.
Gylfi Björns-
son, formaöur
félags íslenskra
sjóntækjafræö-
inga.
Hræðast
hvergi verð-
samanburð
Þegar verð á
gleraugum er
skoðað er
nauðsynlegt að
bera saman
verð og gæði
til að komast
að raunhæfri
niðurstöðu.
Sjóngler og
gleraugnaum-
gjarðir eru að
sjálfsögðu
framleidd í
mörgum mis-
munandi
gæðaflokkum og aðeins af þeirri
ástæðu hlýtur alltaf að skapast
verðmismuniu' á gleraugum. En
spurningin er: Hvað vill neytand-
inn fyrir sitt sjónvandamál? Vill
hann hágæða-sjóngler þar sem
tekið er tillit til UV-varnar, bjög-
unar, litadreifingar og tærleika
svo eitthvað sé nefnt eða vill
hann aðeins fá styrkleikann
sinn? Og hver ætli verðmunur-
inn sé svo á þessu tvennu? Þegar
neytandinn er farinn að velta
þessum spurningum fyrir sér, á
hann þá ekki rétt á því að geta
spurt fagmann ráða og tekið í
framhaldi af því ákvörðun um
hvað hentar sér, eins og í raun
kveður á um i íslenskum lögum?
Eða nægir íslenskum neytendum
ráðgjöf frá reynslulausum og
ófaglærðum sölumönnum? Að
mínu mati hafa sjóntækjafræð-
ingar hér á landi staðið sig vel á
þessu sviði og hræðast hvergi
verðsamanburð, með þeim fyrir-
vara þó að ekki sé verið að bera
saman verð á hágæða-glemm og
lakari glemm eða verð á hátísku
gæðaumgjörðum og fjöldafram-
leiddum og stöðluðum umgjörð-
um. -JHÞ