Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Side 17
16 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 25 I íþróttir 21 árs landsliðið: Enn ósigrað á þessu ári Atli Eðvaldsson, þjálfari 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, valdi 17 leikmenri fyrir leikina tvo gegn Litháen og Rúmeníu í Evrópukeppninni en liðið leikur i Litháen á laugardag og við Rúmena í Mosfellsbæ næsta miðvikudag. Þessir leikmenn fara til Litháen: Ámi Gautur Arason, ÍA, Gunnar Sig- urðsson, ÍBV, Sigurvin Ólafsson, Stuttgart, Brynjar Gunnarsson, KR, Jó- hannes Harðarson, ÍA, Ólafur Stígsson, Fylki, Guðni Rúnar Helgason, Völsungi, Bjamólfur Lárusson, ÍBV, Stefán Þ. Þórðarson, ÍA, Ólafur Örn Bjarnason, Grindavik, Sigþór Júlíusson, Val, Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram, Bjarki Stefánsson, Val, Bjarni Guðjónsson, ÍA, Amar Viðarsson, FH, og Gunnar Einarsson, Val. Valur Fannar Gíslason frá Arsenal bætist síðan í hópinn fyrir leikinn gegn Rúmeníu. Allir þessir piltar hafa spilað með 21 árs liðinu á árinu en liðið er enn ósigrað undir stjórn Atla. ísland vann Makedóníu, 2-0, í Evrópukeppn- inni í vor og hefur gert jafntefli við Eistland, 1-1, og sigrað Möltu, 6-0, í vináttuleikjum. -VS Smáþjóðaleikar í skvassi: Kim lagöi alla andstæðingana Ólafsfjörður: Gunnar Oddsson leikmaður ársins DV, Ólafsfirði: Gunnar Oddsson var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi knattspyrnudeildar Leifturs á laugardagskvöldið. Gunnar var að leika sitt annað tímabil með Leiftri og stóð sig frábærlega. Bæði DV og Morgunblaðið hafa talið hann einn allra besta leik- mann 1. deildarinnar. Þrátt fyrir það hlýtur hann ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfara, enda segja gárungarnir að það sé nóg að gerast atvinnumaður erlend- is, þá eigi maður fast sæti i ís- lenska landsliðinu. -HJ „ Karate: Olafur náði bestum árangri Ólafur Nielsen náði bestum árangri íslendinga á Norður- landamótinu í karate sem fram fór í Helsinki um síðustu helgi. Ólafur glímdi um bronsverð- launin í opnum flokki í kumite en tapaði fyrir Juha Nieminen frá Finnlandi og varð fjórði. Ingólfur Snorrason var nálægt því að keppa um bronsið í +78 kg flokki en missti naumlega af því. Ásmundur ísak varð í 6. sæti í kata en þeir Halldór Svavarsson og Jón Ingi Þorvaldsson komust ekki eins langt í sínum flokkum. -VS Badminton: Broddi og Elsa byrjuðu vel Broddi Kristjánsson og Elsa Nielsen úr TBR sigruðu á ein- liðaleiksmóti TBR, fyrsta opna badmintonmóti tímabilsins, sem fram fór á sunnudag. Broddi vann Njörð Ludvigsson i úrslit- um í karlaflokki og Elsa vann Vigdísi Ásgeirsdóttur í úrslitum í kvennaflokki. -VS Kim Magnús Nielsen stóð sig mjög vel á Smáþjóðaleikunum í skvassi sem fram fóru í Búdapest. Kim lagði alla andstæðinga sína á mótinu. Þátttökuþjóðir voru, auk gestgjafanna og íslands, Malta, Lúx- emborg, Kýpur, Mónakó og Liechtenstein. Jón Auðunn mikiö efni Keppnin var afar jöfn og spenn- andi og léku flestir tvo leiki á dag þá fimm daga sem keppnin stóð yfir. Kvennasveitin lenti í 5. sæti en karlarnir í 6. sæti. Ungur og efnileg- ur spilari, Jón Auðunn Sigurbergs- son, var að leika á sínu fyrsta al- vörumóti og sýndi að þar er á ferð- inni frábært efni. Tveir ísfirðingar, Hjálmar Björnsson og Rósamunda Baldursdóttir, voru í liðinu og sýndu mikla baráttu. Ungverjar báru sigur úr býtum í karlaflokki en- Kýpur í kvenna- flokki. Kim Magnús keppir í næsta mánuði á Evrópumóti landsmeist- ara á Spáni. -JKS Þú getur unnið tvo stúkumiða á landsleik íslands og Rúmeníu þann 9. október í skemmtilegri knattspyrnugetraun í síma 904-1750. S8 ivlATywQ ~ ? 0 4 • 2 7 5 0 a®e'ns 39-90min- Brann Biricir við bekkinn ISLAND - RUMENIA 9. október kl. 19:00 Handbolti: Jason að gera góða hluti Jason Ólafsson hefur verið að gera góða hluti með Lauter- hausen í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Um síðustu helgi skoraði Jason 9 mörk í sigri Lauterhausen á Wiesbaden og hefur þar með skorað 17 mörk í fyrstu þremur leikjum liðsins í deildinni. Lauterhausen er efst i suðurdeildinni með fullt hús stiga. -GH Halla María í góðu formi Halla María Helgadóttir átti stórleik með liði Sola í norsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Halla skoraði 9 mörk en þau dugðu skammt því Sola tap- aði fyrir Byásen, 23-20. Larvik, liðið sem Kristján Halldórsson, fyrrum landsliðs- þjálfari stýrir, vann sigur á Stábek, 41-27, og hefur þar með unnið báða leiki sína. Hjá körlunum töpuðu Gunnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Elverum fyrir Sandefjörd, 24-26, og hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni. Real Madrid á toppinn Real Madrid komst á topp spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær með 2-0. Raul Gonzalez og Davor Suker skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. -GH Ólafur kyrr á Skaganum Ólcifur Þórðarson, fyrirliði ís- lands- og bikarmeistara Skaga- manna í knattspymu, hefur tekið þá ákvörðun að leika áfram með lið- inu á næsta keppnistímabili en hann hafði í hyggju að snúa sér að þjálfun. „Mig langar hreinlega að spila lengur og ég neita því ekki að það var þrýst á mig að halda áfram. Það er erfítt að slíta sig frá þessum ein- staka hópi eins og Skagaliðið er og ég taldi það best fyrir fjöldskylduna að vera um kyrrt hér á Akranesi," sagði Ólafur í samtali við DV í gær- kvöldi en þá hafði hann nýlokið við að taka þessa ákvörðun. „Ég vona að ég eigi eftir að fá möguleika aftur að þjálfa svo ég þurfi ekki að sjá eftir þessari ákvörðun minni, sagði Ólafur enn fremur. Fylkismenn höfðu þegar rætt við Ólaf um að taka við þjálfun liðsins á næsta keppnistímabili og DV hefur heimildir fyrir því að eitt 1. deildar lið var með hann í sigtinu. -GH Gunnar Oddsson næsti þjálfari Keflvíkinga? - Kristinn Björnsson orðaöur við Ólafsfirðinga Gunnar Oddsson verður að öll- um líkindum næsti þjálfari 1. deildar liðs Keflvíkinga í knatt- spymu og mun þar taka við starfi Kjartans Mássonar, sem tókst á ævintýralegan hátt að bjarga lið- inu frá falli þrátt fyrir hrakspár margra manna. Gunnar hefur undanfarin tvö keppnistímabil leikið með Leift- ursmönnum á Ólafsfirði en hann hefur nú gefið Ólafsfirðingum þau svör að hann leiki ekki með þeim á næstu leiktíð. Heimildir DV herma að Gunnar hafi ráðið sig í vinnu I Keflavík og það ýtir stoðum undir það að hann sé á leið til Keflvíkinga sem spilandi þjálfari enda segja sömu heimildir aö forráðamenn Kefl- víkinga séu búnir að bjóða Gunn- ari þjálfarastarfið. Það verður mikið áfall fyrir Leiftursmenn að missa Gunnar úr herbúðum sínum enda hefur hann verið kjölfestan í liðinu og í sumar hefur hann leikið einstak- lega vel. Nú er orðið ljóst að Óskar Ingi- mundarson hættir þjálfun Leift- ursliðsins eftir að hafa stýrt lið- inu undanfarin 3 ár og samanlagt í 6 ár. Ekki hefur verið ráðinn eft- irmaður Óskars en samkvæmt heimildum DV er Kristinn Björnsson sterklega inni í mynd- inni. Kristinn er að hætta sem þjálfari kvennalandsliðsins en hann hefur einnig þjálfað karlalið Vals og Stjömunnar. -GH Þórður áfram í Garðabænum Þórður Lárusson verður að öllum líkindum endurráðinn þjálfari 1. deildar liðs Stjörnunnar í knattspyrnu á næstu dögum en undir hans stjórn var Garðabæjarliðið í 6. sæti eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni. Stjörnumenn vinna i þvi að halda sínum mannskap. Bjami Sigurðsson hefur ákveðið aö hætta í markinu og er leitað eftirmanns hans. Þá er vitað að nokkur félög renna hým auga til Baldurs Bjamasonar en Stjörnumenn munu gera sitt ýtrasta til að halda honum. -GH Tvöfalt hjá Keflavík - samkvæmt spá forráðamanna 3. Haukar .............299 Ef marka má spá forráðamanna 4. KR.................294 úrvalsdeildarliða karla í 5. Njarðvík ..........240 körfuknattleik og 1. deildar 6. Skallagrímur.....208 kvenna fagna Keflvíkingar tvö- 7. ÍR...............199 földum sigri á íslandsmótinu í 8. Akranes............151 körfuknattleik sem hefst í vik- 9. Tindastóll.........131 unni. 10. Þór...............102 Keppnin í úrvalsdeildinni eða 11. KFÍ ..............64 DHL-deildinni eins og hún nefnist 12. Breiðablik .....52 hefst annað kvöld með heilli um- Hjá konum fengu íslandsmeist- ferð og um næstu helgi hefja kon- arar Keflvíkinga 89 stig af 91 umar leik. mögulegu en spáin lítur þannig KKÍ efndi til blaðamannafund- út: ar í gær og á honum var meðal 1. Keflavík...........89 annars birt spáin góða. Hjá 2. KR...............69 körlunum fengu Keflvíkingar 361 3. Grindavik .......64 stig af 372 mögulegum. Sam- 4. ÍS ..............56 kvæmt spánni munu liðin 12 raða 5. Njarðvik ........35 sér í eftirfarandi sæti: 6. Breiöablik.......24 1. Keflavik ...........361 7. ÍR ..................23 2. Grindavik .........310 -GH Róbert Duranona í kunnulegri stellingu í leik með KA. I kvöld klæðist Duranona landsliðspeysunni í fyrsta sinn á heimavelli sínum, KA-heimilinu, þegar íslendingar mæta Grikkjum í undankeppni HM í handknattleik. DV-mynd BG ísland mætir Grikklandi í KA-húsinu á Akureyri í kvöld: Patti og Duranona aftur saman á fjölum KA-hússins DV, Aknreyri: Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í handknattleik í keppni fjögurra liða um eitt laust sæti í heimsmeistara- keppninni í handknattleik í Japan á næsta ári verður í KA-húsinu á Akur- eyri í kvöld og eru andstæðingar leik- menn Grikklands. Lítið er vitað um þessa mótherja okkar, en þó það að þarna er á ferðinni lið sem getur bitið hressilega frá sér og sigraði m.a. lands- lið Frakklands fyrir tveimur árum. Önnur lið í riðlinum eru Danmörk og Litháen. Leikurinn í KA-heimilinu, sem hefst kl. 20 í kvöld, er fyrir margra hluta sakir athyglisverður og augu Akureyr- inga munu ekki síst beinast að þeim Patreki Jóhannessyni, leikmanni Essen í Þýskalandi, sem hefur leikið frábærlega þar að undanförnu og Juli- an Robert Duranona. Duranona leikur sinn 3. landsleik fyrir ísland í kvöld og þann fyrsta hér á landi og þá við hlið Patreks. Þetta verður gaman „Það var frábært að klæðast íslenska landsliðsbúningnum og mér leið hálf- undarlega, fann fyrir spennu og stressi sem ég geri ekki venjulega," segir Duranona. „Það verður mjög gaman að fá að spila fyrir ísland á heimavelli mínum á Akureyri, fólkið hér hefur alltaf stutt vel við bakið á mér og í kvöld lætur það vonandi vel í sér heyra og styður landsliðið okkar í þessum leik,“ bætti hann við. Vona að fólk mæti „Það er frábært að vera kominn. hingað aftur og ég vona bara að fólkið mæti og sýni strákunum í landsliðinu hvernig alvöru stemning á leikjunum er á Akureyri og hversu gott er að hafa hana með sér,“ sagði Patrekur Jóhann- esson í gær. „Við vitum ekkert um þetta gríska lið en verðum að taka vel á þeim frá byrjun. Það verður frábært að spila aftur við hlið Duranona og ég er stoltur af því að fá tækifæri til þess hér á Akureyri,“ sagði Patrekur. Liö sem þarf að varast „Þetta gríska lið er lið sem við þurf- um að varast eins og önnur lið sem við vitum lítið um, en leikinn verðum við að vinna,“ sagði Geir Sveinsson í gær- kvöldi. „Þeir unnu Kýpur stórt í for- keppninni og franska landsliðið fyrir tveimur árum svo eitthvað kunna þeir fyrir sér. Það verður gaman að spila í KA-húsinu, ég hef litlu mætt þar hing- að til nema mótlæti og það verður gam- an að hafa þessa hressu áhorfendur núna með sér. Ég er bjartsýnn á úrslit- in og vona að fólk fjölmenni og láti vel í sér heyra," sagði Geir. Verðum að vinna „Það sem ég veit um Grikkina er að þeir eru fljótir, spila hraðan leik, eru líkamlega sterkir og spila vörnina framarlega. Þá veit ég að þeir eru með einn leikmann sem hefur verið að skora upp í 10 mörk í þýsku 1. deild- inni svo þar er leikmaður sem við verðum að gefa gætur," sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari þegar lands- liðiö var að hefja æfingu í KA-húsinu í gærkvöldi. „Við verðum að passa að hleypa þeim ekki inn í leikinn og helst að af- greiða þá strax í byrjun. Ég hef aðeins séð til þeirra á myndbandi, leik gegn ísrael, en nú var ég einmitt að fá áðan í hendurnar leik þeirra við Kýpur fyr- ir skömmu og við munum fara vel yfir hann. Með hjálp áhorfenda ætlum við okkur ekkert annað en sigur, enda reikna allir með að baráttan um sigur- inn í riðlinum og sæti á HM í Japan verði milli okkar og Dana,“ sagði Þor- björn. Sem fyrr sagði hefst leikurinn kl. 20 í kvöld og Akureyringar sem þykja lif- legustu áhorfendur á handboltaleikjum hér á landi sýna Grikkjunum væntan- lega hvemig erfiður útivöllur er, gera þeim grikk sem hjálpar „strákunum okkar“ til að vinna mikilvægan sigur í fyrsta leiknum í riðlinum. -gk Essen vill fá Einar Þýska 2. deildar liðið Rot Weiss Essen vill fá KR-inginn og landsliðsmanninn Einar Þór Daníelsson í sínar raðir. Forráðamenn liðsins sáu Einar í leik með KR gegn AIK í Svíþjóð í síðustu viku og settu sig í samband við hann. Essen vantar leikmann á vinstri kantinn en liðið er í 4. neðsta sæti í sínum riðli í 2. deildinni Lúkas Kostic, þjálfari KR, sagði við DV í gær að ef Einar færi þá myndi hann fara eftir landsleikinn gegn Rúmenum 9. október. Hann sagði að KR-ingar myndu lána Einar til þýska félagsins í vetur og hann kæmi í góðu formi til KR í vor. Þrír leikmenn KR sem léku með liðinu í sumar hafa lausa samninga. Það er fyrirliðinn Þormóður Egilsson, Kristján Finnbogason markvörður og Heimir Guðjónsson. Allir aðrir eru á samningi hjá félaginu. Lúkas sagði að gengið yrði í það á næstu dögum að semja við þessa leikmenn og þá væri hann að líta í kringum sig með að fá liðsstyrk til félagsins. -GH Steindór og Björn þjálfa HK Steindór Elíson og Björn Björnsson hafa verið ráðnir þjálfarar 3. deildar liðs HK í knattspyrnu. Steindór lék með HK síðara hluta sumars og skor- aði 13 mörk í 10 leikjum og Bjöm var aðstoðarþjálfari liðsins. Ragnar Bogi Petersen þjálfaði HK í sumar. -VS Þýska knattspyrnan: Stórleikur hjá Þórði Þórður Guðjónsson átti stórleik með Bochum í gærkvöldi þegar liðið sló Schalke út í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar. Bochum hafði betur, 3-2, og skoraði Þórður fyrstu tvö mörk Bochum í leiknum. Það fyrra með skoti utan vítateigs og það síðara með því að vippa glæsilega yfir markvörð Schalke. Þórði var hrósað mikið fyrir frammistöðuna í þýskum fjölmiðlum og þýska ríkissjónvarpið tók hann í viðtal strax eftir leikinn. Önnur úrslit urðu þau að Mannheim tapaði fyrir Freiburg, 0-1, Bjarki Gunnlaugsson lék ekki með vegna meiðsla, Stuttgart lagði Eyjólf Sverrisson og félaga hans hjá Hertha Berlín, 5-4, eftir vítakeppni og Hannover tapaði fyrir 1860 Múnchen, 2^4. -GH/DVÓ t _____________íþróttir íííi INðlAND I Sex leikir voru í 1. deildinni í gær. Úrslitin urðu þessi: Grimsby-Norwich.............1-4 Ipswich-Bamsley.............1-1 Oldham-WBA .................1-1 Portsmouth-Cr. Palace.......2-2 Southend-Sheff. Utd.........3-2 Tranmere-Oxford ............0-0 Fer Ravanelli til Man. Utd? ítalska fréttastofan ANSA greindi írá því í gær að Manchest- er United væri tilbúið að bjóða 1 milljarð króna í Fabrizio Ravan- elli, silfurrefinn snjalla sem gekk til liðs við Middlesbrough fyrir tímabilið. Ravanelli, sem leikm- með ítölum gegn Moldövum í undankeppni HM í kvöld, sagði við ítalska fjölmiðla að hann væri spenntur fyrir þessu tilboði og myndi ræða við sína menn hjá Middlesbrough þegar hann kæmi aftur til Englands. Seint í gærkvöldi báru forráðamenn Man. Utd þessa frétt ANSA til baka. 2. deildin hefst á föstudaginn Keppnin í 2. deild karla í hand- knattleik hefst á fóstudagskvöld- ið. ÍH og Breiðablik leika fyrsta leikinn í Strandgötu klukkan 20. Á laugardag leika Þór Ak.-Hörð- ur, KR-Fylkir og Ármann og HM. Á þriðjudagskvöldið lýkur 1. um- ferð með leik Keflvíkinga og Vík- inga. Besti árangur Mörthu á HM Martha Emstdóttir náði sínum besta árangi á heimsmeistaramóti þegai- hún varð í 15. sæti í háif- maraþoni sem fram fór í Palma á Mallorca á sunnudaginn. Martha hljóp vegalengdina á 1:13,27 klst. -GH Sjö í leikbann Sjö leikmenn í 1. deild karla í knattspyrnu vom úrskurðaðh’ í leikbann á fundi aganefndar í gær. Rúnar Sigmundsson, Stjöm- unni, fékk tveggja leikja bann og þeir Enes Cogic, Fylki, Grétar Einarsson, Grindavík, Alexander Högnason, ÍA, Ólafur H. Krist- jánsson, KR, Sigurður Ö. Jónsson, KR, og Sigurður Grétarsson, Val, eins leiks bann. -GH 39. vika - 29.-30 sept. 1996 Nr. Leikur:________________Röðin 1. Atafanta - Inter - -X 2. Juventus - Fiorentina 1 - - 3. Lazio - Parma 1 - - 4. Reggiana - Roma -X - 5. Sampdoria - Napoli --2 6. Udinese - Bologna -X - 7. Djurgárden - Degerfors 1 - - 8. Halmstad - Oddevold 1 - - 9. Malmö - Öster -X - 10. Norrköping - Helsingb. - -2 11. Umeá-Trelleborg 1-- 12. Örebro - AIK --2 13. Örgryte - Göteborg - -2 Heildarvinningsupphæd: 15 milljónir 13 réttir 12 réttir Tvöfaldur kr. kr. 11 réttiri 10 réttirl 2.310 kr. kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.