Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Side 24
32
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
Sviðsljós
Dæmd til að
skipta fénu
Gleðikonan Divine Brown hef-
ur verið dæmd til að láta fyrrum
hórmangara sinn fá einn þriðja af
þeim 15 milljónum króna sem
hún þénaði á kynnum sínum við
kvikmyndaleikarann Hugh Grant.
Réttarhöldin fóru reyndar fram í
sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum
þar sem Divine kvaðst aldrei hafa
hitt hórmangarann Rock Lomas.
Dómari komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að hún hefði
gert samning við hann. En Lomas
fær að sjálfsögöu ekki krónu þar
sem vændi er ólöglegt, að því er
dómarinn benti á.
Andre og
Brooke í
hjónasængina
Tennissljaman Andre Agassi
og leikkonan Brooke Shields
ganga í hjónaband í næstu viku,
að því er vinir þeirra greina frá.
Ekki er von á litlum Agassi í bráð
því að leikkonan hefur lofað
vinnuveitendum sínum að verða
ekki barnshafandi næstu tvö árin
að minnsta kosti.
Heitt í kolunum hjá Strandvörðum:
Pamela afbrýðisöm út af
brjóstum nýrrar stjörnu
Strandvarðagellan Pamela Ander- brúnhærða Natalie Jay, hefur unnið
son er núna æf yfir því að nýja stirn- hug og hjarta leikarans Scotts Baios,
ið í þáttaröðinni, hin breskættaða og fyrrum ástmanns hennar. Og ástæð-
Natalie Jay, nýja stjarnan í Strandvöröum, er með ekta brjóst.
an fyrir hrifningu Scotts eru stór
brjóst Natalie sem eru ekta. Pamela
er hins vegar heimsfræg fyrir gervi-
tútturnar sínar.
„Gervikonan" er sögð hafa orðið
æf af afbrýðisemi þegar hún komst
að því að Scott leist vel á þrýstin
brjóst Natalie. „Pamela veit að
brjóstin mín eru ekta og henni
finnst sér ógnað þess vegna. Hún
þolir ekki að einhver annar njóti ef
til vill meiri aðdáunar,“ er haft eft-
ir Natalie í einu bresku slúðurblað-
anna.
Pamela lætm- sem hún sjái ekki
Natalie í vinnunni og að sögn
Natalie vill hún ekki hafa vel útlít-
andi stúlkur of nálægt sér séu þær í
sömu senu og hún.
Scott hefur boðið Natalie út en
hún hefur enn sem komið er ekki
þegið boð hans. Hún er samt sem
áður ánægð með athyglina sem hún
fær.
Að sögn eins meðleikenda stúlkn-
anna þykir Pamelu sem hún hail
enn eitthvað yflr Scott að segja þó
þau hafl hætt að vera saman fyrir
nokkrum árum. Pamela, sem nú er
gift rokkaranum Tommy Lee, hitti
Scott fyrst í Playboy partíi. Hann
gaf henni trúlofunarhring með dem-
anti en leiðir þeirra skildu í kjölfar
rifrildis um brúðkaupið.
Það var David Hasselhoff sem
valdi Natalie í hlutverk í Strand-
vörðum. Natalie er hins vegar að
velta því fyrir sér að hætta í þátta-
röðinni því henni er stöðugt veitt
eftirför af einhveijum brjálæðingi.
Sá hringir í hana og biður hana um
ástaratlot og hann hefur einnig hót-
að að drepa sig.
„Líf mitt er ömurlegt eins og
stendur en David og meðleikari
minn, Yasmine Bleeth, eru góðir
vinir mínir. Ég er viss um að ég
kemst í gegnum hvaða kreppu sem
er með þeirra stuðningi,“ segir
Natalie.
Bob Geldof fær for-
ræöi yfir dætrunum
Hungurpopparinn Bob Geldof hef-
ur fengið tímabundið forræði yfir
þremur dætrum sínum og ljóskunn-
ar Paulu Yates eftir að lögregla fann
mikið af ópíum í skókassa undir
rúmi Paulu og kærastans hennar,
ástralska INXS-popparans Michaels
Hutchences. Bob gerir sér vonir um
að fá fullt forræði yfir dætrunum
innan skamms.
Bob var farinn að hafa svo mikl-
ar áhyggjur af dætrunum að hann
réð einkaspæjara til að fylgjast með
ferðum og framferði Paulu og
Michaels. Skötuhjúin búa í glæsi-
húsinu sem þau Bob og Paula deildu
á meðan þau voru gift.
„Bob hafði hræðilegar áhyggjur
af bömunum, einkum vegna þess
hvemig Paula og Michael haga sér.
í fyrstu töldu lögfræðingar að Bob
ætti erfitt með að fá forræðið en óp-
Paula og Michael.
íumfundurinn breytir öllu,“ segir
náinn vinur Bobs.
Paula og Michael verða yfirheyrð
af lögreglunni þegar þau koma úr
fríi í næstu viku.
7
Aukablaö AMERISKIR
Miðvikudaginn 9. okt.
mun aukablað um
ameríska daga fylgja DV.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
AuJcablað þetta verður helgað Ameríku og amerísku
atvinnu- og mannUfi.
Auk þess verður fjallað um það sem í boði verður á
,Amerískum dögum“ í Kringhmni og víðar.
Umsjón efiiis hefur Svanur Valgeirsson blaðamaður
í sima 550-5814.
Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði
vinsamlegast hafi samband við Guðna Geir Einarsson
í sima 550-5722 hið fyrsta.
Vinsamlega athugið að síðasti skUadagur auglýsinga er
fimmtudagurinn 3. október.
Tékkneska fyrirsætan Eva Herzigova klæddist þessum hálfgagnsæja kjól frá
tískufyrirtækinu Swish Jeans á mikilli sýningu í Mílanó á mánudag.
Símamynd Reuter