Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Side 26
34
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
Afmæli__________________
Edda Guðmundsdóttir
Edda Guðmundsdóttir læknafull-
trúi, Akraseli 4, Reykjavík, er fimm-
tug í dag.
Starfsferill
Edda fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófl í
Reykjavik, stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti 1988 og
stundar nú nám í Bandaríkjunum.
Edda hefur verið læknafulltrúi
við Heilsugæsluna í Garðabæ en er
nú í námsleyfi.
Edda er félagi í Soroptimista-
klúbbi Hóla og Fella.
Fjölskylda
Edda giftist 6.2. 1965 Þorsteini
Þorsteinssyni, f. 22.12. 1944, skóla-
meistara Fjölbrautaskólans í Garða-
bæ. Hann er sonur Þorsteins Ingv-
arssonar, bakarameistara í Reykja-
vík, og Bergljótar Helgadóttur hús-
móður.
Börn Eddu og Þorsteins eru Guð-
mundur Þorsteinsson, f. 2.8. 1965,
skrifstofumaður, kvæntur Anný
Kristínu Hermansen ritara; Bergljót
Þorsteinsdóttir, f. 15.5. 1967, lyfja-
fræðingur, gift Þorsteini Bergmann
láekni og eiga þau tvö börn; Þor-
steinn Þorsteinsson, f.
9.12. 1968, nemi, og á
hann eitt bam; Guðbjörg
Þorsteinsdóttir, f. 28.1.
1983, nemi.
Hálfsystir Eddu, sam-
feðra, er Rut, f. 1940, hús-
móðir á Flúðum.
Alsystkini Eddu eru
Bima Margrét, f. 1943,
húsmóðir í Flórída í
Bandarikjunum; Stefan-
ía, f. 1945, húsmóðir í
Reykjavík; María, f. 1948,
húsmóðir í Reykjavík og
fulltrúi hjá Flugmála-
stjóm; ívar, f. 1952, viðskiptafræð-
ingur og endurskoðandi í Reykja-
vík; Gunnlaugur, f. 1956, flugum-
ferðarstjóri í Reykjavík; Auður, f.
1960, húsmóðir og flugfreyja í
Reykjavík; Bjöm Valdimar, f. 1966,
tölvufræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Eddu era Guðmundur
Ragnar Guðmundsson, f. 13.11.1919,
fyrrv. slökkviliðsstjóri á Reykjavík-
urflugvelli, og k.h., Elín Guðmunds-
dóttir, f. 12.7. 1923, húsmóðir.
Ætt
Guðmundur er bróðir ívars,
blaðamanns og starfsmanns hjá SÞ.
Guðmundur er sonur
Guðmundar, verkstjóra í
Reykjavík, Jónssonar,
sjómanns þar, Teitssonar,
b. í Götu í Vogum, Jóns-
sonar. Móðir Jóns var
Amdís Einarsdóttir, b. í
Borgarfirði, Einarssonar,
b. að Skógum í Reykholts-
dal, Auðunssonar Niku-
lássonar.
Móðir Guðmundar
slökkviliðsstjóra var
Sesselja, dóttir Stefáns,
smiðs og sjómanns, síðast
í Keflavík, Hannessonar,
b. og smiðs á Brekku á Hvalfjarðar-
strönd, Jónssonar, b. á Brekku,
Ólafssonar, b. á Snorrastöðum, Þor-
kelssonar. Móðir Hannesar var
Guðrún Hannesdóttir úr Klaustur-
hólasókn. Móðir Stefáns var Ragn-
hildur, dóttir Einars, b. á Arnarfelli
í Þingvallasveit og hreppstjóra að
Litla-Botni í Botnsdal, Ólafssonar,
b. á Efri-Brú í Grímsnesi, Jónsson-
ar, b. á Búrfelli, Vemharðssonar,
lrm. á Búrfelli, Ófeigssonar, lrm. á
Reykjum á Skeiðum, Magnússonar.
Móðir Einars var Ragnhildur Bein-
teinsdóttir, lrm. á Breiðabólstað í
Ölfusi, Ingimundarsonar á Hólum
Bergssonar, ættföður Bergsættar-
innar, Sturlaugssonar. Móðir Sess-
elju var Guðrún Matthíasdóttir, b. á
Fossá í Kjós, Eyjólfssonar Jónsson-
ar, Guðmundssonar, ættföður Kóp-
vatnsættarinnar, Þorsteinssonar.
Móðir Guðrúnar var Valgerður
Ólafsdóttir, Vigfússonar og Guðrún-
ar Magnúsdóttur, á írafelli í Kjós,
Kortssonar Þorvarðarsonar.
Elín er dóttir Guðmundur, b. á
Breiðabólstað og í Ólafsey, Halldórs-
sonar, b. á Fáskrúðarbakka og víðar
í Miklaholtshreppi, Guðmundsson-
ar, b. á Stóruþúfu, Litluþúfu, Gröf
og Miðhrauni í Miklaholtshreppi,
Þórðarsonar, ættfoður Hjarðarfells-
ættarinnar, Jónssonar, b. á Höm-
rum, Jónssonar. Móðir Þórðar var
Guðný Halldórsdóttir, úr Eyrar-
sveit, Bárðarsonar. Móðir Guð-
mundar veu Ingibjörg Sigurðardótt-
ir, b. á Eiði, bróður Jóns á Hömmm.
Móðir Halldórs var Þóra Þórðar-
dóttir, frá Borgarholti, Þórðarsonar.
Móðir Guðmundar á Breiðabólstað
var Elín Bárðardóttir, b. á Flesju-
stöðum í Kolbeinsstaðahreppi, Sig-
urðssonar.
Edda Guðmunds-
dóttir.
Kjartan Björnsson
Kjartan Björnsson
verktaki, Akrakoti, Innri-
Akraneshreppi, er fertug-
ur í dag.
Starfsferill
Kjartan fæddist á Akra-
nesi og ólst upp í Akra-
koti. Hann lauk almennu
bamaskólanámi og stund-
aði síðan nám við Gagn-
fræðaskóla Akraness.
Kjartan fór ungur til
sjós og stundaði sjó-
mennsku í fimmtán ár. Þá kom
hann í land og fór að starfa við
vinnuvélar. Hann starfrækir nú
verktakafyrirtækið Neista ehf.
Fjölskylda
Systkini Kjartans em
Ása María, f. 8.12. 1957,
fiskverkunarkona á
Akranesi; Ólafur Rúnar,
f. 8.1. 1959, sjómaður á
Akranesi; Ellert, f. 1.2.
1961, iðnverkamaður, bú-
settur í Innri-Akranes-
hreppi; Bjöm, f. 5.4.1962,
verktaki á Akranesi;
Guðrún, f. 11.9. 1963,
sjúkraliði, búsett í Innri-
Akraneshreppi; Ólafia
Guðrún, f. 24.2. 1965, húsmóðir í
Innri-Akraneshreppi; Hjördís, f.
31.7.1974, fiskverkunarkona á Akra-
nesi.
Foreldrar Kjartans: Björn Ellerts-
son, f. 17.6. 1929, d. 4.11. 1984, bóndi
í Akrakoti, og Guðrún Kjartansdótt-
ir, f. 10.5. 1938, ræstitæknir.
Ætt
Bjöm var sonur Ellerts, b. í Akra-
koti, Jónssonar, b. á Vatnshömmm,
Guðmundssonar, b. á Auðsstöðum,
Sigurðssonar, b. á Augastöðum,
Bjarnasonar. Móðir Ellerts var Sig-
ríður Ijósmóðir Þorsteinsdóttir, b. á
Sigmundarstöðum, Árnasonar.
Móðir Bjöms Ellertssonar var Ól-
afia Guðrún frá Reyni, Bjömsdóttir
(Vindheima-Bjöms), Guðmundsson-
ar, í Laxholti, Benjamínssonar.
Móðir Ólafiu var Sigríður Árnadótt-
ir, í Skógum og Áskoti, Jónssonar,
af ætt Hallgríms Péturssonar
akálds.
Guðrún var dóttir Kjartans, b. í
Birnuhöfða og víðar, Þorkelssonar,
b. á Varmá á Kjalarnesi, Ásmunds-
sonar, Þórhallssonar og Svanborgar
Oddsdóttur.
Móðir Guðrúnar var Ása María,
dóttir Björns Ásgrímssonar og
Önnu LUju Sigurðardóttur, sem
voru síðustu ábúendur í Héðins-
firði.
Kjartan tekur á móti gestum- í fé-
lagsheimilinu Miðgarði laugardag-
inn 5.10. nk. kl. 20.30.
Kjartan Björnsson.
Guðmimdui Ingi Ingason
Guðmundur Ingi Ingason aðstoð-
arlögregluvarðstjóri, Kögunarhæð
1, Garðabæ, er fertugur í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík
en ólst upp í Kópavogi. Hann lauk
prófum frá Lögregluskóla ríkisins.
Guðmundur hóf störf hjá Lögregl-
unni í Kópavogi 1976 og hefur starf-
að þar siðan.
Guðmundur situr í stjóm Islands-
deildar IPA (alþjóðlegs félags lög-
reglumanna), hefur verið fulltrúi á
landssambandsþingi lögreglu-
manna, varaformaður Lögreglufé-
lags Kópavogs og syngur í Lögreglu-
kór Reykjavíkur. Þá situr hann í
stjórn bókhaldsstofnunarinnar
Talnaberg ehf.
Fjölskylda
Sambýliskona Guðmundar er
Þóra Þorvarðardóttir, f. 8.6. 1957,
viðskiptafræðingur. Hún er dóttir
Þorvarðar Magnússonar, húsa-
smíðameistara í Hafnarfirði, og Ás-
laugar Einarsdóttur saumakonu.
Synir Guðmundar frá fyrrv.
hjónabandi em Kjartan Valur, f.
30.3. 1983, nemi i Kópavogsskóla;
Halldór Öm, f. 4.12. 1987, nemi í
Kópavogsskóla.
Börn Þóru eru Ólafur
Þór, f. 22.1. 1976, nemi við
VÍ; Árni Heimir, f. 21.12.
1981, nemi í Garðaskóla;
Helga, f. 7.12. 1985, nemi í
Hofsstaðaskóla.
Hálfsystkini Guðmund-
ar, sammæðra eru Lilja
Gunnarsdóttir, f. 13.10.
1969, verslunarmaður í
Reykjavik; Rósa Gunnars-
dóttir, f. 13.6. 1969, kenn-
ari í Reykjavík; Högni
Gunnarsson, f. 12.12. 1973,
vagnstjóri í Reykjavík.
Hálfsystkini Guðmundar,
Guömundur Ingi
Ingason.
sam-
gestum
inn 5.10.
feðra, eru Ragnheiður
Ingadóttir, f. 9.1. 1959,
starfsmaður við
Öldutúnsskóla í Hafnar-
firði; Ingi Ólafur Inga-
son, f. 28.1. 1963, rafvirki
í Hafnarfirði.
Foreldrar Guðmundar:
Ingi Ó. Guðmundsson, f.
9.8.1938, d. 1962, verslun-
armaður í Hafnarfirði,
og Kristín Kjartansdótt-
ir, f. 31.12. 1936, starfs-
maður Húsasmiðjunnar.
Guðmimdur tekur á móti
að heimili sínu laugardag-
. nk. frá kl. 17.00-19.00.
DV
Hl
hamingju
með
afmælið
2. október
85 ára
Sigvaldína Jensen,
Hraftiistu, Reykjavík.
80 ára
Friðrika Guðjónsdóttir,
Dverghömrum 8, Reykjavík.
75 ára
Guðrún Jakobsdóttir,
Grund, Svínavatnshreppi.
Garðar Jóhannesson,
Dalbæ, Dalvík.
Halldór Bachmann,
Grænumörk 5, Selfossi.
70 ára
Hermann
Hermanns-
son,
Munaðar-
hóli 20,
Hellissandi.
Hann er að
heiman í
dag.
Kristjana Valgerður Jóns-
dóttir,
Dalseli 15, Reykjavík.
Einar M. Kristjánsson,
Markholti 13, Mosfellsbæ.
60 ára
Fjóla Bótólfsdóttir,
SléttEihrauni 25, Hafnarfirði.
Árni Helgason,
Skaftafelli 1, Seltjarnarnesi.
50 ára
Laufey Barðadóttir,
Kirkjubraut 21, Seltjamar-
nesi.
Sigrún Sveinsdóttir,
Marbakkabraut 30, Kópavogi.
Stefán Þór Jónsson,
Höskuldsstöðum, Reykdæla-
hreppi.
Jónas Þór Steinarsson,
Dalseli 14, Reykjavík.
40 ára
Jón Herbertsson,
Leifsgötu 11, Reykjavík.
Hlöðver Þorsteinsson,
Meistaravöllum 7, Reykjavík.
Guðbjöm Sigurmundsson,
Hjarðarhaga 48, Reykjavík.
Björg Guðrún Gísladóttir,
Jörfabakka 14, Reykjavík.
Hörður Gunnarsson,
Löngmnýri 33, Garðabæ.
Fréttir
Tíu ár frá leiðtogafundinum í Höfða:
Fundarins minnst með málþingi
í tilefni af 10 ára afmæli leiðtoga-
fundar Ronalds Reagans og Mik-
.hails Gorbatsjovs í Reykjavík í októ-
ber 1986 hafa Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri ákveðið að
halda tveggja daga málþing á Grand
Hotel dagana 2. til 3. október. Yfir-
skrift fyrri dags málþingsins er
„Leiðtogafundurinn í Reykjavík
1986 - tíu áram síðar.“ Seinni dag-
inn verður síðan fjallað um sam-
skipti Bandaríkjanna og Rússlands
og áhrif þeirra á þróun heimsmála.
í fréttatilkynningu segir: „Þátt-
takendur á málþinginu verða
bandarískir og rússneskir fræði- og,
embættismenn, auk fulltrúa í sendi-
nefndum stórveldanna í Reykjavík
1986. Maureen E. Reagan, dóttir
Ronalds Reagan, fyrrum forseta,
verður sérlegur fulltrúi föður sins.
Tilgangur málþingsins er að minn-
ast fundarins í Höfða sem stærsta
alþjóðlega viðburðarins sem tengist
nafni Reykjavíkur og íslands. Leið-
togafundurinn skipaði Reykjavík
sess í alþjóðamálum og markaði
upphafið að endalokum kalda
stríðsins.
Meðal þátttakenda verða menn
sem vora í hinum opinberu við-
ræðunefndum stórveldanna, en þeir
era Bandaríkjamennimir Donald T.
Regan, sem var starfsmannastjóri
Hvíta hússins, og Max M. Kampel-
man, fyrram sendiherra, sem var
einn helsti samningamaðurinn og
dr. Evgeni Velikhov, sérlegur ráð-
gjafi Gorbatsjovs i afvopnunarmál-
um. Opinber fulltrúi bandarískra
stjómvalda verður Robert G. Bell,
sérlegur ráðgjafi Bills Clintons for-
seta í varnarmálum, en hann á sæti
í Öryggisráði Hvíta hússins. Allir
þátttakendur era virtir og vel þekkt-
ir sérfræðingar á þessu sviði.
Hinir opinbera gestir munu sitja
boð borgarstjóra i Höfða. Auk þess
sitja þeir kvöldverðarboð forsætis-
ráðherra þar sem Maureen E. Reag-
an flytur erindi og kveðjur frá föður
sínum. Erlendu gestimir hitta
einnig forseta íslands á Bessastöð-
um. Mikhail Gorbatsjov, fyrrum for-
seti Sovétríkjanna, sem ætlaði að
koma á málþingið en varð að hætta
viö af persónulegum ástæðum, hef-
ur sent kveðju til fundarins."