Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 28
36
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
Verkafólk mun ekki sætta sig viö
ekki neitt í næstu samningum.
Það er ekkert
gleymt
„Menn tala kinnroðalaust um
að fara þurfi varlega í kjara-
samningum, semja um lítið og
helst ekki neitt. Sömu menn
tóku við 60 þúsund kr. úr hendi
Kjaradóms fyrir nokkrum mán-
uðum. Það er ekkert gleymt."
Björn Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambands-
ins, í DV.
Eintómir „Tómasar"
„Það er ólíklegt að ekki sé líf á
öðrum hnöttum en vísindin eru
íhaldssöm. Það eru nánast ein-
tómir „Tómasar“ sem verða að
þreifa á hlutunum, reikna þá út
og sjá með eigin augum til að
kveða upp úr um tilvist þeirra."
Dr. Þór Jakobsson, í Alþýðu-
blaðinu.
Ummæli
Við eigum samleið
„Ég hef þá trú að Kvennalist-
inn og þingflokkur jafnaðar-
manna eigi samleið."
Rannveig Guðmundsdóttir
þingmaður, í Alþýðublaðinu
Að hlæja að
dreifbýlisfólki
„Svona la la afþreying fyrir þá
sem vilja drepa timann og finnst
gaman að hlæja að dreifbýlis-
fólki.“
Arnór Benónýsson um leikritið
Nanna systir, í Alþýðublaðinu.
Allt þetta hvers-
dagslega
„Ég verð að viðurkenna að ég
er hræðilega öfundsjúkur út í
fólk sem getur gert alla þessa
hversdagslegu hluti hjálparlaust:
farið í jakkann, opnað dyrnar,
gengið út...“
Christopher Reeve, í viðtali.
Stærstu
eldfjöllin
Stærsta virka eldfjall í heimi er
Mauna Loa (Langafjall) á Hawaii.
Það er 120 km langt og 103 km
breitt og hraun frá því þekja
meira en 5180 km2 á eynni. Stærsti
gígurinn er toppgígur fjallsins
Mokuaweoweo. Er hann rúmir 10
km2 og 159-180 metra djúpur.
Fjallið sjálft er 4168 metrar á hæð
og hefur gosið að meðaltali á
þriggja og hálfs árs fresti síðan
1832. Hæsta eldfjallið sem talið er
virkt er Ojos del Salado á landa-
mærum Chile og Argentínu. Það
er 6885 metra hátt.
Blessuð veröldin
Stærstu hraun-
breiðumar
Lengsta hraunbreiða jarðarinn-
ar, sem runnið hefur frá því sögur
hófust, er Skaftáreldahraun sem
rann úr Lakagígum vestan Vatna-
jökuls. Gosið hófst 8. júní 1783 og
stóð óslitið fram í október sama
ár. Gosið úr 25 km langri
gossprungu rann austur með
Síðuheiðum og niður á láglendi.
Það rann lengst um 65-75 km og
þekur 565 km2. Stærsta hraun sem
vitað er að hafi komið upp í einu
gosi er Roza-basalthraúnið í Norð-
ur-Ameríku en það er um 15 millj-
ón ára gamalt. Það þekur um
40.000 km2.
Hlýnandi veður
Yfir sunnanverðu Grænlandshafi
er heldur vaxandi 975 mb lægð sem
hreyfist norðaustur en hæðarhrygg-
ur við austurströndina hreyfist
austur.
Veðrið í dag
Um suðvestan- og vestanvert
landið gengur fljótlega í suðaustan
hvassviðri með rigningu sem berast
mun austur yfir landið í dag. Síð-
degis snýst vindur til suðvestlægrar
áttar um suðvestan- og vestanvert
landið með skúrum. Um norðan- og
austanvert landið lægir seint í
kvöld. Hlýnandi veður.
Á höfuðborgarsvæðinu genguf í
hvassa suðaustanátt með rigningu
en snýst um hádegið í suðvestan-
kalda eða stinningskalda með skúr-
um. Hiti 8 til 9 stig í dag en 6 til (8 í
nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 18.53
Sólarupprás á morgun: 7.43
Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 22.06.
Árdegisflóð á morgun: 10.30
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjaö 5
Akurnes alskýjaö 5
Bergstaöir skýjað 7
Bolungarvík rigning 7
Egilsstaöir hálfskýjaö -1
Keflavíkurflugv. rigning 8
Kirkjubkl. alskýjaó 4
Raufarhöfn skýjaö 5
Reykjavík rigning 8
Stórhöföi rigning 8
Helsinki þokumóöa 9
Kaupmannah. skýjaö 7
Ósló léttskýjaö 2
Stokkhólmur þoka 7
Þórshöfn skýjað 6
Amsterdam léttskýjaö 5
Barcelona léttskýjaö 13
Chicago hálfskýjaö 18
Frankfurt léttskýjaö 8
Glasgow lágþokublettir 3
Hamborg skýjaó 9
London þokumóöa 6
Los Angeles heiöskírt 18
Madrid heiöskírt 5
Malaga heiöskírt 19
Mallorca skúr á síö. kls. 18
París skýjaö 8
Róm skýjaö 18
Valencia léttskýjaö 14
New York heióskírt 17
Nuuk hálfskýjaö 0
Vín skýjaö 16
Washington rigning 17
Winnipeg alskýjaö 1
Veðrið kl. 6 í morgun
Sigursteinn Gíslason knattspyrnumaður:
Fer í golfið þegar ég hætti í boltanum
„Ég spilaði á miðjunni frá 1988
og alveg til ársins 1993, þegar ég
fór í bakvarðarstöðuna. Það var
því ekkert nýtt fyrir mig að spila
þessa stöðu en ég er sammála því
að þetta var herbragð hjá Guðjóni
að láta mig á miðjuna, KR-ingar
höfðu greinilega ekki átt von á
því,“ segir Sigursteinn Gíslason.
Hann er sá leikmaður Akra-
nessliðsins sem mönnum ber sam-
an um að hafi staðið sig einna best
í úrslitaleiknum en hann var færð-
ur úr bakvarðarstöðu sinni á miðj-
una og átti frábæran leik og var
greinilegt að þessi tilfærsla Guð-
jóns hafði áhrif á leik KR.
Maður dagsins
Sigursteinn segir að hann hafi
skemmt sér vel í leiknum: „Þetta
var mjög skemmtilegt og við kom-
um til leiksins fullir af sigurvilja.
Það sama er ekki hægt að segja
um KR-inga, mér fannst þeir and-
lausir og miða þá við okkur. Ég
held að það hafi hjálpaö okkur að
við þurftum að vinna, okkur
nægði ekki jafntefli eins og KR,
þannig að það var sótt frá fyrstu
Sigursteinn Gíslason.
mínútu." Sigursteinn var mjög
hrifinn af þátttöku áhorfenda:
„Það var ótrúleg stemning á með-
al þeirra enda fjöldinn gífurlegur
og stuðningurinn var mikill, þá
verður að þakka veðurguðunum
einnig, það hafði rignt í mánuð og
allt í einu kom sól og blíða daginn
sem leikurinn var.“
Sigursteinn ólst upp á Akranesi
og byrjaði í boltanum áður en
hann gat farið að ganga að eigin
sögn. Hefur hann leikið með ÍA
alla sína tið ef undanskilin eru tvö
ár sem hann lék með KR: „Ég náði
að verða íslandsmeistari með KR í
2. flokki árið 1986 og lék nokkra 1.
deildar leiki með KR árið 1987
áður en ég fór aftur á Skagann."
Sigursteinn segir að stemningin
fyrir fótboltanum á Akranesi sé
gífurleg: „Það vita allir í bænum
hvenær við erum að spila, við
hverja og hvar, það má segja að líf-
ið hér á Skaganum snúist um fót-
boltann."
Sigursteinn vinnur hjá Akra-
neskaupstað. Á veturna er hann
húsvörður í íþróttahúsinu og
stjórnar vinnuskóla fyrir unglinga
yflr sumartimann. Hann segir að
lítið komist annað að þessa stund-
ina en fótbolti, en spilar þó golf
þegar hann getur: „Ég hef nú ekki
farið nema þrisvar í sumar, en það
er engin spurning, ég fer í golfið
þegar ég hætti í boltanum. Þá er
ég mikill spilamaður, við spilum
nánast á hverjum degi, ég og félag-
ar mínir í ÍA, Haraldur Hinriks-
son og Steinar Adolfsson, spil sem
heitir gúrka. Eiginkona Sigur-
steins heitir Anna Elín Daníels-
dóttir og eru þau bamlaus. -HK
Slefberi Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi
Ólafur Stefánsson, sem hér sést
í landsleik gegn Rúmeníu, verð-
ur í eldlínunni í kvöld.
Ísland-Grikk-
land
Nú er fótboltinn búinn að
syngja sitt síðasta á þessu ári og
verður sumarið örugglega mörg-
um eftirminnilegt, sérstaklega
hvernig íslandsmótinu í 1. deild
karla lauk. Þegar fótboltamenn-
imir taka sér frí em handbolta-
mennirnir komnir á fullt og er
þegar hafm keppni í 1. deild
karla.
íþróttir
Fyrsti landsleikurinn á hand-
boltavertíðinni verður í kvöld en
þá keppa íslendingar við Grikki.
Þetta er fyrsti leikurinn í und-
ankeppni fyrir heimsmeistara-
keppnina. Leikurinn, sem fram
fer á Akureyri, hefst kl. 20. Flest-
ir af sterkustu leikmönnum okk-
ar leika með í kvöld og þar á
meðal em fimm sem leika með
útlendum liðum. Síðari leikur-
inn við Grikki fer fram i Grikk-
landi á laugardag. Sigur er nauð-
synlegur í báðum þessum leikj-
um ætli ísland sér að komast í
úrslitakeppni HM á næsta ári.
Bridge
Á fyrstu árum bridgeíþróttarin-
anr var nafn Edwards Frischauers
áberandi. Hann fæddist í Vín í Aust-
urríki 1895 og gegndi hermennsku í
fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir þá
heimsstyrjöld lærði hann „mann-
ganginn" í bridge og varð m.a.
heimsmeistari með Austurríkis-
mönnum 1937. Ári síðar flúði hann
til Bandaríkjanna eftir að Hitler
é ÁKD
* 109872
* KG
4 942
* 3
V G543
♦ D976532
4 3
* G10987
* ÁKD
Á10
4 Á75
innlimaði Austuríki í Þýskaland og
skapaði sér nafn sem spilari vestan-
hafs. Spil dagsins er frá tvímenn-
ingskeppni í Vín árið 1935. Spila-
færni Frischauers var við brugðið
og ekki víst að margir sjái lausnina
við borðið, horfandi á allar hendur.
Samningurinn var 6 spaðar í suður
og útspil vesturs var laufþristurinn.
Þeim sem vilja spreyta sig á lausn-
inni, eru gefnar þær forsendur að
útspilið er einspil (austur kom inn í
sagnir á laufi) og austur er með 4
spaða og vestur Gxxx í hjarta:
Frischauer drap útspilið á laufás,
tók þrjá hæstu í spaða, spilaði
hjarta heim á ás og tók slag á spaða-
gosann. Næsta hjarta sýndi hina
slæmu legu í litnum en Frischauer
tók þá hjartadrottninguna, svínaði
tígulgosa og henti tigulásnum í
hjartatíuna! Vestur átti einungis
tígul eftir og varð að spila blindan
inn á kónginn í litnum. Sagnhafi
henti laufi í tígulkónginn og öðru
laufl i fimmta hjartaö. Engu máli
skiptir hvort vestur setur drottning-
una á milli þegar tígli er spilað.
ísak Öm Sigurðsson