Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Qupperneq 3
JL>V FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 HLJÓH/IPLjÍTU rnrnm Rjúpan - Konungur háuloftanna: Húmor sem ekki skilar sér Það er ekki á allra færi að vera skemmtilegur á sviði og enn færri eru þeir sem geta komið skemmti- legheitunum yfir á plötu, þar sem sú stemning sem myndast í sal er ekki fyrir hendi, því það er vitað að góð stemning hjá fólki á mikinn þátt í að vel takist til hjá þeim sem skemmta. Rjúpan er þriggja manna hljómsveit og gerir mikið út á húmor. Allt frá því að sveitin kom fram á Akur- eyri fyrir um það bil ári hefur hún verið að skemmta og þá aðal- lega fyrir norðan. Liðsmenn hennar hafa vakið athygli fyrir hressilegan húmor og skemmtiiega sviðsframkomu. Fyrsta plata Rjúpunnar, Konungur háuloftanna, er tekin upp á tveimur skemmtunum hjá þeim og það er ekki annað að heyra en að áheyrendur skemmti sér vel yfir bröndurum og textum með lunknum húmor. En áhrifm skila sér ekki þegar hlustað er á plöt- una. Ég efast ekki um að þremenningamir, Skúli Gautason, Karl Olgeirsson og Friðþjófur Sigurðsson, eigi í neinum vandræðum með að ná upp stemningu á börum og pöbbum, en húmorinn virkar heldur bragðdaufur þegar hlustað er á plötuna í steinköld- um hljómgræjum. Og þar sem lögin eru í slöku meðallagi þegar á heildina er litiö þá er Konungur háuloftanna eins og mislukk- aður farsi. Það vill svo til að það sem helst situr eftir eru lög í ró- legri kantinum þar sem dregið er niður í yfirborðslegu gríninu og músíkin fær að njóta sín. Má nefna sem dæmi síðustu tvö lög- in á plötunni, Dýrin á röltinu og Þú kysstir mig. Eins og gefur að skilja eru upptökur á Konungi háuloftanna frekar hráar og á það vel við þegar svona skemmtiprógramm er flutt. En við þennan hráleika kemur vel í ljós hversu betur hefði mátt vinna lögin og satt best að segja hefði mátt sleppa sumum, sem eru nánast lagleysa. Konungur háuloftanna hefði alveg þol- að styttingu um nokkrar mínútm- úr þeim rúmum sextíu mínút- um sem tekur að hlusta á hana. Hilmar Karlsson NAS - It Was Written: ★★ Poppað rapp með válegt viðhorf NAS er nýsköpuð rapp- stjama. Með válegu við- horfi og poppívafi býr hann sér til nýjan rappstíl, ein- hvers staðar mitt á milli Snoop Doggy Dogg og Fu- gees. Ádeilumar í textum NAS em beittar, tekið á málum svarta mannsins i Bandaríkjunum og fær diskurinn því Parental Advisory - Explicit Lyrics stimpilinn á sig. Mest er tekið á dópsölunni, hatr- inu, drápunum og minni- máttarkenndinni í textum NAS að hætti götuskáldsins. Hann lítur ekki út fyrir að vera hættulegur og lendir sjálfsagt ekki í svipuðum vanda og Tupak Shakur sem hefur nú einum of mörg göt á líkamanum en orð hans bita þá sem hlusta. Svertingjar Ameríku: VAKNIÐ! Hvort hér er um að ræða neyðarkall skal ég ekki segja en ég mun ekki blanda þjóðfélagsástandinu ytra meira inn í umræðuna að svo stöddu. Tónlistin og melódiumar, sem styðja rappið svo ötullega, em ýmist nýjar eða fengnar að láni hjá öðm listafólki sem þegar hefur gefið þær út á öðm sviði. Kassagítarinn úr laginu Shape of My Heart, sem Sting gerði vinsælt um árið, fær til dæmis að fljóta fallega undir í laginu The Message og Eurythmics melódían úr Sweet Dreams er rappsungin i laginu Street Dreams. Hittarinn á plötunni, ef svo má að orði komast, er hins vegar frumsaminn og hefur náð gífurlegum vinsældum, jafnt hér á landi sem ytra. Lagið hefur samt sína annmarka, viðlagið er nefnilega endurtekið það oft að ekki þarf margar hlustanir til að fá leið á því, jafnvel þó það sé grípandi í fyrstu. Allt í allt hefur NAS tekist það sem hann ætlaði sér að gera í textaflutningi. Enn þarf samt meira til að hann nái röppurum eins og Snoop, Tupak, Dr. Dre og Fugees í melódíusmíðum en hann er ungur enn. Sjáum hvað hann gerir næst. Guðjón Bergmann Þriðja Partý Zone platan Danstónlist á svo sannarlega ekki undir högg að sækja þessa daganna, mun frekar vex henni fiskur um hrygg og hefur fyrst nú verið tekin í sátt hjá tónlistarmönnum og gagn- rýnendum um leið og hlustendahóp- urinn stækkar. Aðeins einn út- varpsþáttur á íslandi hefur fylgst með þessari þróun danstónlistar cillt frá byrjun. Það var ekki fyrr en í fyrra að út kom diskur sem innihélt tón- listina úr þáttunum sem nú hafa gengið í 6 ár, sem þýðir að þeir Helgi og Kristján (stjórn- endur þáttarins) hafa sent út u.þ.b. 250 þætti tileinkaða danstón- list. Reyndar komu út tveir Partý Zone diskar í fyrra, þá undir verndarvæng Skífunnar. Partý Zone menn hafa nú fært sig yfir til Japis sem gefur út Partý Zone plötu ársins 1996. Minna að gerast þetta árið Vinsældir danstónlistar haldast nokkuð í hendur við skemmtistaða- menningu landans. í fyrra var mik- il uppsveifla í þeirri menningu hér á landi og var það mikið til góða fyr- ir unnendur danstónlistar. Fjöl- margir erlendir listamenn lögðu leið sína til landsins og skemmti- staðir mundu sinn flfil vart fegri. Þetta ár hefur hinsvegar verið viðburðarminna og segja eigendur skemmtistaða landsins sumarið eitt það daufasta í mörg ár. Dansfíklar hafa þó fengið Marc Anthony, DJ Food, Coldcut, Grooverider, Frankie Valentine, Prodigy, PropeOerheads o.fl. hingað til landsins á þessu ári og má búast við einhverjum uppá- komum af þessu tagi áður en árið er liðið. Plötusnúðar á Internet- inu Útvarpsþátturinn Partý Zone hef- ur að venju verið á dagskrá X-ins 97,7 á laugardagskvöldum miUi 19 og 23 aUt árið undir stjórn Helga Más og Kristjáns Helga. Nokkur vel heppnuð PZ kvöld hafa verið haldin þetta árið og má því húast við mik- Uli dansveislu á útgáfuhátið PZ á Tetris í kvöld. Plötusnúðar þáttarins eru: Mar- geir, Grétar, Frímann, Tommi, Ámi E, Andrés, Siggi, Hólmar og Amar. Nokkrir nýir plötusnúðar hafa litið í heimsókn til þáttarins, m.a. þeir Richard, Aggi, Bjössi og Geiri. Tækninýjungar hafa komið til þetta árið, því Partý Zone er fyrsti útvarpsþátturinn hér á landi sem er sendur út um aUan heim á intemet- inu. Þetta er gert i samvinnu við vefritið Decode, en PZ er sendur út á this.is/decode. Vinsældarlisti þátt- arins er einnig birtur vikulega í rit- inu og fólk getur því hlustað á hann eftir eigin hentugleika. Bylgjur ársins Að sögn þáttarstjórnenda hefúr danstónlist ársins 1996 verið mjög fjölbreytt. House-byljgan frá því í fyrra hefúr þróast út í dýpri diskó útgáfuhátíð á Tetris í kvöld tóna og neðanjarðar house tónlist hefúr verið mjög áberandi. Techno- ið hefur staðið fyrir sínu en jungle tónlist verður að þeirra sögn stöðugt vinsæUa. Danspoppið virð- ist aUtaf vera tU staðar en er ansi misjafnt að gæðum. Margir hafa spurt Helga og Kristján hvers vegna þeir spili ekki poppaðari tóna eins og Robert MUes, Klubbheadz og Prodigy? Ástæðan er líklega sú að það hef- ur ekkert nýtt gerst þar síðan 1992 þegar Grétar og Maggi vora að spUa rave og handbag tónlist þess tíma. Það er meira að segja verið að end- urútgefa hvem smeUinn á fætur öðrum síðan þá. Tónlistin sem PZ leitast við að spila er nákvæmlega það sem er að gerast á heitustu klúbbunum á Bretlandi, meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum. Rjóm- inn af þeirri tónlist verður síðan að megasmeUum á útvarpsstöðvunum, en það gerist yfirleitt ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna þegar stóru útgáfufyrirtækin gefa hana út. Fólk fær því frí frá útvarpspoppinu í þann tíma sem PZ er í loftinu og fær tækifæri tU að heyra tónlist sem það heyrir ekki annarrs staðar nema þá á klúbbum hérlendis og þó aðal- lega erlendis. Diskur ársins Partý Zone diskur árs- ins er sýnishom af þyngri hluta þáttarins, þ.e. 14 lög sem hafa verið hvað lífseig- ust á árinu. Stefna PZ var að velja lög sem fólk hefur ekki fengið óbeit á vegna ofspUunar. Frímann og Grétar, tveir af fremstu plötusnúðum þáttarins mixa diskinn i eitt samfeUt dans- flæði. Lögin og listamennimir á diskunum koma víöa að, frá Bret- landi, Bandaríkjunum og HoUandi. Lokaorð Helga og Kristjáns: Það er á stefnuskránni hjá PZ að halda áfram að þróa þáttinn eftir þörfum hlustenda og að hjálpa við að við- halda dansmenningunni hér á landi.Á -GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.