Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Page 5
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 ______________________________ Hónlist 19 Rafmagnaðir í Nirvana - tónleikaupptökur frá árunum 1989 til 1994 Laugardagskvöldið 5. október verður stórsýningin Bítlaárin 1960-70 á Hótel íslandi. Fjöldi lista- manna flytur lögin frá árum ’68 kynslóðarinnar. Bjarni Arason, Björgvin Halldórsson, Ari Jónsson og Pálmi Gunnarsson munu auk Söngsystra sjá um sönginn. Stór- hljómsveit Gunnars Þórðarsonar sér um undirleik. Dansleikur verð- ur að lokinni sýningu. Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem syngja á stórsýningunni Bítlaárin 1960-70. Hótel ísland: Eins dauði er annars brauð. Þetta máltæki mætti auðveldlega heim- færa á lát söngvarans og gítarleikar- ans Kurts Cobains þann 8. aþríl 1994. Geffen hljómplötuútgáfan hef- ur sannarlega grætt á þvi andláti, jafnt með sölu eldri platna hljóm- sveitarinnar Nirvana sem útgáfu MTV Unplugged tónleika hljóm- sveitarinnar. Nú bætir Geffen um betur og gefur út tónleikaplötu með hljómsveit sem hefur ekki starfað í 2 ár og mun hvergi starfa á ný nema þá kannski í öðrum víddum. Auðvitað er þetta ekki aðeins gert til að græða peninga, hver veit, kannski er þetta hugsjónastarfsemi hljómplötuútgáfunnar. Eitt er víst, hér er á ferðinni einstaklega raf- magnaður gripur, sérstaklega gerð- ur fyrir þá sem ekki fíluðu Nirvana órafmagnaða á MTV. Frá drullubökkum Wishkah... ... er nafti breiðskífunnar sem leit andlit hljómplötukaupenda um all- an heim á þriðjudaginn, eða eins og það uppleggst á engilsaxnesku: From the Muddy Banks of the Wis- hkah og þýði betur hver sem vill. Gripurinn hefur að geyma 16 hljómleikaupptökur og er afrakstur vinnu bassaleikarans Kirst Novos- elic og trommuleikarans Dave Grohl en saman völdu þeir lögin á plötuna af 100 klukkutímum af upp- teknu efni frá tónleikum Nirvana á árunum 1989 til 1994. Hljómurinn á upptökunum er ekki allur jafn góð- ur enda voru þær ýmist teknar af kassettum eða 24 rása spólum. Upphaflega var hugmyndin að gefa út tvöfalda tónleikaplötu, raf- magnaða öðrum megin, órafmagn- aða hinum megin, en sú vinna varð einfaldlega of tilfinningaleg fyrir fyrrum félaga Cobains og verða að- dáendur því að láta sér lynda ein- falda tónleikaplötu þetta árið. Meðal efnis á plötunni eru lögin Smells Like Teen Spirit, Lithium, Polly, Heart-Shaped Box og fleiri í þeim stíl, enda platan miklu hrárri en gengur og gerist. Cobain snýr hér aftur til heims lifenda í formi tónleikaguðs ásamt félögum sínum í seindrepnu hljóm- sveitinni Nirvana. Hún lengi lifi, húrra, húrra. -GBG Bítlaárin 1960-70 vriJLEI^lS ,\ained,^- oeimverur Skífan ehf. er einkaumboðsaöili fyrir fræðsluefni á fölvutæku formi frá l^hinu þekkta og viöurkennda útgáfufyrirtæki Dorling Kindersley^j?;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.