Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Síða 10
24 ' jyndbönd FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 fer eigin leiðir og er nokk sama um almenningsálitið Sean Penn í hlutverki hins dauöadæmda Matthews Poncelets í Dead Man Walking. Sean Penn leikur aðalhlutverkið á móti Susan Sarandon í Dead Man Walking og fékk hann mjög góða dóma fyrir leik sinn í hlutverki Matthew Poncelet, dæmds morð- ingja sem bíður aftöku og setur allt sitt traust á nunnu sem verður hans andlegur leiðtogi. Ekki fékk Penn þó óskarsverðlaun eins og Susan Sarandon en það voru ófáir sem sögðu réttilega að hann hefði átt þau alveg jafnmikið skilið og Sar- andon. Sean Penn á skrautlega fortíð að baki, hann hefur ávallt farið sínar eigin stormasömu leiðir, hvort sem um er að ræða verkefnaval eða einkalíf. Hann var fyrir nokkrmn árum tíður gestur á síðum slúður- blaða, sérstaklega tímabilið þegar hann var giftur Madonnu og mátti þá lítið út af bera og fengu ljós- myndarar oft og tíöum að kenna á hnefum hans. En eftir að hann gift- ist leikkonunni Robin Wright og eignaðist börn hefur hann róast til muna. Sjálfur segir Penn að hann sé í raun jarðbundinn og langi helst til að starfa í friði, það sé hara svo erfítt í Hollywood. Penn er ekki mikið fyrir viðtöl og hefur sagt að það eina sem þeir sem taki þau hafi áhuga á sé hvernig það var að vera giftur Madonnu og af hverju hann hafi slegið þennan og þennan ljós- myndara: „Það er nauðsynlegt að fara í viðtöl þegar verið er að frum- sýna kvimynd en helst vildi ég losna við það. Ég dáist að mönnum eins og Robert De Niro sem kann að fara í viðtöl vegna nýrrar kvik- myndar og komast alltaf upp með það að ræða aldrei um sjálfan sig.“ Kvikmyndafjölskylda Sean Penn er kominn af kvik- myndafólki, faðir hans, Leo Penn, er leikstjóri og bróðir hans er leik- arinn Chris Penn. Frægastur er þó foðurbróðir hans, leikstjórinn Arth- ur Penn, leikstjóri The Left- Handed Gun, Bonnie and Clyde, Little Big Man og fleiri ágætra kvikmynda. Sean Penn byijaði feril sinn með námi og vinnu hjá The Los Angeles Group Repertory Theatre þar sem hann steig fyrst á svið og leikstýrði einnig sínu fyrsta sviðsverki. Penn kom fyrst fram á Broadway í Heart- land eftir Kevin Heeland. Góð frammistaða hans þar leiddi til fyrstu kvikmyndarinnar, Taps, þar sem hann lék á móti Tom Cruise og Timothy Hutton, tveimur ungum leikurum sem einnig voru í start- holunum. Næsta kvikmynd hans var hlutverk Jeff Spicoli í Fast Times at Ridgemond High sem Amy Heckerling leikstýrði. Fékk hann mikiö hrós fyrir leik sinn auk þess sem vinsældir myndarinnar urðu miklar. Ekki lét Penn þó glepjast af frægðinni og hélt tryggð sinni við leikhúsið og hefur í raun alla tíð gert það. Eftir að hafa leikið í Bad Boys á móti Ally Sheedy sneri hann aftur á Broadway þar sem hann lék í vinsælu leikriti, Slap Boys, og voru mótleikarar hans þar Val Kil- mer og Kevin Bacon. Næst vakti hann athygli í Racing with the Moon þar sem Richard Benjamin var leikstjóri. Var um að ræða dramatíska kvikmynd um ungmenni á stríðsárunum. Racing with the Moon fékk góðar viðtökur og varð til þess að eftirspumin eftir Penn jókst til muna. í kjölfarið fylgdu tvær ágætar kvikmyndir, The Falcon and the Snowman, sem fjallaði um tvo unga menn sem ger- ast rússneskir njósnarar, og At Close Range, mikið fjölskyldudrama þar sem hann lék á móti Christoph- er Walken. En hann lék einnig í Shanghai Surprise á móti þáverandi eiginkonu sinni, Madonnu, kvik- mynd sem hann vill örugglega gleyma sem fyrst. Hefur leikstýrt tveimur kvik- myndum Eftir þvi sem frægð Penns hefur aukist hefur hann minnkað að leika í kvikmyndum en vert er að minn- ast á frammistöðu hans í Carlito’s Way þar sem hann lék á móti A1 Pacino. Fyrir leik sinn sem veik- lundaður vinur Pacinos var hann tilnefndur til Golden Glope verð- launanna. Og nú kom að því að Penn fetaði í fótspor nokkurra kollega sinna og leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, The Indian Runn- er. Myndin, sem fjallar um erfitt samband tveggja bræðra, er sterk og þótt aðsókn hafi ekki verið góð að henni fékk hún góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. í aðalhlutverk- um voru lítt þekktir leikarar; David Morse og Viggo Mortensen, en í minni hlutverk fékk Penn til liðs við sig marga kunningja. Dennis Hopper launaði Penn greiðann þeg- ar hann lék í Colors fyrir hann og lék í myndinni, þá má einnig sjá Chcirles Bronson í litlu hlutverki auk þess sem Patricia Arquette lék þama í einni af sínum fyrstu mynd- um. Ekki er langt síðan The Cross- ing Guard, önnur kvikmyndin sem Sean Penn leikstýrir, var frumsýnd og fékk hún ekki jafngóðar viðtökur og The Indian Runner. í henni leika aðalhlutverkin Jack Nicholson og David Morse. Hér á eftir fer listi yflr þær kvik- myndir sem Sean Penn hefur leikið i: Taps, 1981 Fast Times at Ridgemont High, 1982 Bad Boys, 1983 Crackers, 1984 Racing with the Moon, 1984 The Falcon and the Snowman, 1985 At Close Range, 1986 Shanghai Surprise, 1986 Colors, 1988 Judgement in Berlin, 1988 Casualities of War, 1989 We're No Angels, 1989 State of Grace, 1990 Carlito's Way, 1993 Dead Man Walking, 1995 -HK Sean Penn var fyrir nokkrum árum tíður gestur á síðum slúður- blaða, sérstaklega tíma- bilið þegar hann var giftur Madonnu. Mátti þá lítið út af bera og fengu Ijósmyndarar oft og tíðum að kenna á hnefum hans. .SPÓLAN I TÆKINU { Hind Hannesdóttir: Bed of roses og hún var mjög góð. Hlynur Geir Richardsson: Mask fyrir krakkana. Hún var góð. Bergþóra Andrésdóttir: BravehecUt. Hún var góð. Bjami Veigar Wdowiak: Heat og hún var virkilega góð. Susan Sarandon, Sean Penn og Tim Robbins við tökur á Dead Man Walking.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.