Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Síða 11
komst hún að því að hann virtist undarlega vel fallin til verksins þrátt fyrir ólíkan menningarheim. Ang Lee hélt að þau væru gengin af göflunum þegar hann fékk sent handritið til skoðunar en nafn Emmu Thompson á handritinu vakti athygli hans og eftir lestur þess gat hann fundið í því samsvör- un með eigin myndum að mörgu leyti og féllst því á að leikstýra myndinni. Útkoman er feikivinsæl óskarsverðlaunamynd og fyrsta kvikmynd eftir sögu Jane Austen í meira en hálfa öld. Stjörnufans Emma Thompson, sem hlaut óskarinn fyrir handrit sitt, er einnig í aðalhlutverki i myndinni. Hún nýtur mikillar hylli og virðing- ar fyrir leiklist sína og hlaut óskars- verðlaun 1992 fyrir leik sinn í How- ards End. Árið eftir fékk hún tvær óskarsverðlaunatilnefningar fyrir leik sinn í myndunum The Remains of the Day og In the Name of the Father. Hún hefur einnig leikið í myndunum Much Ado about Not- hing, Henry V, Dead again og Peters Friends (eiginmaður hennar, Ken- neth Branagh, leikstjóri í þeim öll- um), Impromptu og Junior. Hún sást síðast í Carrington með Jonath- . an Pryce. Kate Winslet hlaut mikið lof fyrir leik sinn í áströlsku verðlauna- myndinni Heavenly Creatures eftir leikstjórann Peter Jackson en hefur einnig átt stór hlutverk í myndun- um Jude og Hamlet sem báðar eiga eftir að koma fyrir augu almenn- ings á íslandi. Alan Rickman, sem leikur Colon- el Brandon, hefur sennilega vakið mesta athygli fyrir túlkun sína á ill- mennum í Die Hard og Robin Hood, Prince of Thieves, en hann hefur einnig átt athyglisverð hlutverk í An Awfully Big Adventure og Bob Ro- berts. Nýjustu myndir hans eru Michael Collins, nýjasta mynd Neils Jor- dans, og Rasputin. Hugh Grant er öllum kunnur, fyrir kvik- myndaleik og fleira, en hann þykir meistari í að túlka háttprúða enska herramenn. Meðal mynda hans má nefna The Lair of the White Worm, Impromptu, The Remains of the Day, Bitt- er Moon, Sirens, Four Weddings and a Funeral, The Englishman who Went up a Hill But Came down a Mountain, An Awfully Big Adventure og Nine Months. -PJ Hugh Grant og Emma Thompson, Edward Ferr- ars og Elinor Dashwood sem verða ástfangin. ■ ■ Oskrar PETER VVtLLER v( RI. A M C R S Öskrar (Screamers) er framtíðar- spennumynd sem gerð er eftir skáldsögu Phillip K. Dick sem er einn þekktasti höf- undur vísinda- skáldsagna í heiminum í dag. Gerist myndin árið 2078 á íjarlægri plánetu, Siríus 6b, en pláneta þessi hefur orð- ið illa úti í styrjöld. Stríðsaðilar eru ekki búnir að yfirgefa plánetuna og hefur ann- ar fundið upp sjálfknúin drápstól en eitthvað fór úrskeiðis í framkvæmd- inni og þessum drápstólum tókst að ná yfirráðum yfir eigin forritun. Og nú er svo komið að enginn hefur stjórn á þeim og hefur þessum drápsmaskínum tekist að ná undir sig stóru svæði á plánetunni. Peter Weller leikur Joseph Hendricksson, sem er foringi eftir- lifandi hermanna, en hann eins og aðrir eru búnir að fá sig fullsaddan af plánetunni og stríðsrekstrinum og ákveður að reyna að semja frið upp á eigin spýtur en reiknar ekki með hinum sjálfspilandi drápstól- um. Myndform gefur út Öskrar, sem er bönnuð börnum innan 16 ára, og er útgáfudagur 8. október. iyndbönd FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Sigmar Guðmundsson Gone with the Wind var, er og verð- ur alltaf uppáhalds- myndin mín. Ég á hana heima hjá mér og horfi á hana eins oft og ég get þrátt fyrir að hún sé víð- áttulöng. í henni er allt sem þarf að koma fram i góðri bíómynd. Hún er afspyrnu væmin, hrottafengin á köflum, fyndin, dramatísk og i henni leika gjörsamlega frábærir leikarar. Þetta er meistara- stykki óháð tíma. í þessari mynd er líka flottasta setning kvik- mynda- sögunnar. Það er þegar Scarlett O’Hara er að tjá kapteinin- um Rhett Butler ást sina á ör- vænting- arfullan hátt í .'irjfe' j mögnuðu atriði í MBMíMP w lok myndarinnar. Þá segir hann: „Frank- ly, my dear, I don’t give a damn.“ Þegar þetta at- riði kemur felli ég undantekningar- laust mörg tár. Þetta er æðislegt. Annars horfi ég nú stundum á fleiri myndir en þessa. Mér finnst voða gott að hlunka mér niður með popp í skál og slappa af fyrir framan kassann. Ætli ég horfi ekki á svona eina til tvær myndir á viku. Svo fer ég nú stund- um i kvik- myndahúsin en þess skal getið að ég er algjör alæta á kvikmyndir. Hvað sem því líður mun Gone with the Wind aldrei hverfa úr huga min- um. Hún er besta mynd í heimi. -ilk Sense and Sensibility mál systra Emma Thompson leikur eitt aðalhlutverkið í Sense and Sensibility og skrifar handritið. Það er óhætt að segja að ferill Emmu Thompson sem handritshöf- undar byrjaði glæsilega því hún hlaut óskarsverðlaun fyrir besta handrit sem byggt er á skáldsögu fyrir myndina Sense and Sensibility sem gerð er eftir fyrstu skáldsögu Jane Austen sem skrifuð var 1795. Alls hlaut þessi mynd sjö óskars- verðlaunatilnefningar og telst því ein af stærstu stórmyndum ársins 1995, á tveggja alda afmælisári skáldsögunnar. Fyrir utan handrit- ið var myndin tilnefnd sem besta myndin, Émma Thompson var til- nefnd sem besta leikkona í aðalhlut- verki, Kate Winslet sem besta leik- kona í aukahlutverki og að auki fékk myndin tilnefningar fyrir kvik- myndatöku, búningahönnun og tón- list. Þess má einnig geta að myndin fékk alls tólf BAFTA tilnefningar (bresku óskarsverðlaunin). Ástarflækjur Myndin segir frá systrunum Elin- or (Emma Thompson) og Marianne (Kate Winslet) og vísar nafh mynd- arinnar í persónugerð þeirra. Elin- or er kaldhæðin og raunsæ en Mari- anne hvatvís og ástríðufull. Þegar faðir þeirra deyr gengur ættarsetrið lögum samkvæmt til sonar hans úr fyrra hjónabandi og konu hans, John og Fanny, og systurnar standa eftir heimilislausar og félitlar. Það verður því afar mikilvægt fyrir þær að finna sér vænlegan eiginmann og þær verða að læra hvor af annarri til að finna það jafnvægi milli skyn- semi og tilfinningasemi sem þeim er nauðsynlegt. Elinor verður ástfangin af Ed- ward (Hugh Grant), hlédrægum bróður Fanny, en áður en þau fá tækifæri til að ná saman sendir Fanny Edward til London. Elinor grefur tilfinningar sínar niður og felur þær fyrir fjölskyldu sinni á meðan Marianne stofnar til ástríðu- fulls og áberandi ástarsambands við hinn fjallmyndarlega Willoughby. Enn ein persónan í þessari ástar- flækju er Colonel Brandon sem er ástfangin af Marianne og sýnir mikla einurð og staðfestu i tilraun- um sínum til að ná ástum hennar. Fvrsta handrit Emmu Tnompson Sagan af tilurð myndarinnar byrj- ar hjá framleiðandanum, Lindsay Doran, sem las Sense and Sensi- bility þegar hún var í háskóla og fannst sagan strax tilvalin til kvik- myndunar. í meira en áratug leitaði hún að handritshöfundi sem hún gæti sætt sig við en meö litlum ár- angri. Hann fann hún í Emmu Thompson þegar hún sá í sjónvarpi breska gamanþætti sem hún skrif- aði og lék í. Emma Thompson tók strax vel í að skrifa handrit eftir sögunni og eyddi í það næstu fjór- um árum á milli þess sem hún lék í einum sjö myndum. Með handrit í höndunum var komið að því að finna leikstjóra. Starfsfélagi hennar stakk upp á tævanska leikstjóranum Ang Lee og þótt furðulega megi virðast í fyrstu Lock Ness Sudden Death Hún er búin að lifa löngu og góðu lífi goðsögnin um skrímslið i vatn- inu Lock Ness sem er í hálönd-f um Skotlands. Eins og nafn | myndarinnar Lock Ness bendir! til þá gerist húnl einmitt við vatn-l ið. Ted Danson | leikur bandaríska | vísindamanninn John Dempsey I sem stjórnar leit I að skrímslinu fræga eða öllu heldur hann á að af- sanna tilveru þess í eitt skipti fyrir öll. Þorpsbúar, sem lifa góðu lífi á goðsögninni, eru ekkert alltof hrifn- ir af Dempsey og vilja ekkert að sé verið að grufla í þeirra málum. Dempsey sest að á hóteli og verður fljótt hrifinn af hótelstýrunni sem er i fyrstu lítt hrifin af þessum gesti sínum. Eini vinur Dempseys virðist vera dóttir hótelstýrunnar sem virð- ist sjá ýmislegt sem aðrir ekki sjá. Tef Danson hefur ekki almenni- lega getað fest sig í kvikmyndum eftir að hin ágæta sjónvarpssería Staupasteinn rann skeið sitt á enda en hann hefur leikið í nokkrum misgóðum myndum. Meðleikarar hans í Lock Ness eru Joely Richard- son og Ian Holm. Háskólabíó gefur út Lock Ness sem leyfð er öllum aldurshópum. Útgáfudagur er 7. október. Jean-Claude van Damme á aukn- um vinsældum að fagna í Banda- ríkjunum og hann notfærir sér vinsældirnar og leikur í hverri myndinni á fætur annarri. Suden Death kom á markaðinn í fyrra og hafa tvær kvikmyndir með honum verið sýndar síðan, The Quest, sem Laug- arásbíó sýnir um þessar mundir, og Maximum Risk sem nýlega var frumsýnd í Banda- ríkjunum. í Sudden Death leikur Van Damme McCod, föður sem fer með börnin sín á íshokkíleik. í miðjum leik hertaka hryðjuverkamenn dótt- ur hans og þessi kvöldskemmtun breytist í kapphlaup við timann en foringi hryðjuverkamannanna krefst þess að fá milljarð Banda- ríkjadala áður en leiktíminn rennur út, annars mun hann sprengja íþróttahöllina í loft upp. Leikstjóri Sudden Death er Peter Hyams, reyndur leikstjóri spennumynda sem náð hefur ágætum árangri á því sviði. ClC-myndbönd gefur út Sudden Death sem bönnuð er bömum innan 16 ára. Útgáfudagur er 8. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.