Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1996, Side 12
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 "13 "V 26 tyndbönd MYNDBAHDA American Yakuza 2 Back to Back: ★★ Miðlungshasar Frá sömu aðilum og gerðu American Yakuza og Blue Tiger kemur þessi tiltölulega ódýra hasar- mynd. í henni segir frá tveimur meðlimum í Yakuza, japanskri glæpaklíku, sem koma til Bandaríkjanna í þeim til- gangi að ganga frá bandarískum starfsbróður þeirra. Tilræðið fer ekki alveg eins og til var ætlast vegna ótímabærrar gíslatöku brjálaðs banka- ræningja á veitingahúsinu þar sem tilræðið átti að fara fram og Japan- amir verða viðskila. Annar ráfar særður um ókunnug strætin meðan hinn lendir í samfloti með taugaveikluðum og ofsóknarbrjáluðum fyrr- verandi lögreglumanni og dóttur hans. Saman reyna þau að halda lífi í ansi fjandsamlegu umhverfi og koma helvítis maflósanum fyrir kattar- nef áður en hann nær í skottið á þeim. Myndin fær prik fyrir að reyna stílbrögð og bera oft ágætishasar á borð en sagan er ómerkileg og leik- aramir annars flokks. Skemmtilegastur er Bobcat Goldthwait sem kem- ur eins og skrattinn úr sauðarleggnum í hlutverki kolbilaðs bankaræn- ingja en hann hlýtur ill örlög og er úr leik mjög fljótlega. í heildina séð er myndin akkúrat það sem lagt er í hana, ágætisafþreying en lítið meira. Ekki hef ég séð fyrri myndina og veit því ekki hvort um framför eða afturför er að ræða. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Roger Nygard. Aðalhlutverk: Michael Rooker og Ryo Is- hlbashl. Bandarísk/japönsk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuö bömum innan 16 ára. -PJ City Hall: Pólitískur tryllir ★★i CITYK A1 Pacino leikur John Pappas, borgarstjóra 1 New York og gamalreyndan pólitíkus. Kevin Calhoun (John Cusack) er varaborgarstjóri hans, ungur eld- hugi sem lítur upp til læriföður síns. Dauði sex ára gamals bams í skotbardaga milli lögreglumanns og fíkniefnasala veldur miklu fjölmiðlafári i borginni og lögfræðingur nokkur (Bridget Fonda) vekur athygli varaborgarstjórans á ýmsu tengdu málinu sem bendir til spillingar í stjómkerfinu. Hann tekur höndum saman við lögfræðinginn til að kom- ast að hinu sanna í málinu og neyðist til að endurskoða aðdáun sina á stjómmálaskörungnum Pappas í kjölfarið. Myndin er að mörgu leiti áhugaverð og sérstaklega er söguþráðurinn vel útfærður og pólitíska ref- skákin trúverðug. Þá er Cusack flnn og virðist vera á góðri leið með að sanna sig sem leikari eftir leik í Bullets over Broadway og City Hall. A1 Pacino er einnig góður og hefur óvanalega góðan hemil á sér en hann hefur haft mikla tilhneigingu undanfarið til að ofleika. Hann sleppir því miður af sér beislinu í einu afar fáránlegu atriði, sem er dragbítm- myndarinnar og dregur hana mikið niður, þar sem borgarstjórinn flyt- ur afarsmekklausa pólitíska hvatningarræðu við jarðarför litla drengs- ins og faðirinn horfir klökkur á, fullur aðdáunar á þessu mikilmenni. Útgefandl: Skífan. Leikstjórl: Harold Becker. Aöalhlutverk: Al Pacino, John Cusack, Bridget Fonda og Danny Aiello. Bandarísk, 1996. Lengd: 107 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. -PJ Man with a Gun: Svik á svik ofan Leigumorðinginn John Hardin er í tygjum við eig- inkonu maflósa nokkurs. Hún hefur undir höndum tölvudisk sem inniheldur sönnunargögn um ólöglega starfsemi eiginmannsins og notar diskinn til að kúga út úr honum fé. Hann er ekki alveg sáttur við ástand- ið og ræður John Hardin til að kála konunni. Skötu- hjúin ráðgera að finna tvíburasystur konunnar og kála henni í staðinn en samviskan fer að plaga Hardin um leið og hann kemst að því að ástkona hans er ekki öll þar sem hún er séð. Svik á svik ofan fylgja i kjölfarið þar til byssumar eru látnar tala í lokin. Hug- myndin að sögunni er ágæt film-noir flétta, þótt fjarstæðukennd sé, og hefði mátt búa til ágæta mynd úr henni ef betur hefði verið hugað að stílbrögðum. Ekkert slikt er hér að finna, myndin líður átakalaust áfram án þess að vekja nokkra spennu. Fínir leikarar eru í myndinni en persónurnar eru óspennandi og lítið við þær að gera. Myndin er svo langdregin og leiðinleg að þegar að uppgjörinu kemur er manni hjart- ans sama hver vinnur og hver tapar, hver deyr og hver ekki. Sem bet- ur fer drepst megnið af liðinu rétt áður en áhorfandinn drepst úr leið- indum. Útgefandi: Myndform. Leikstjórl: David Wyles. Aöalhlutverk: Michael Madsen, Jennl- fer Tilly og Gary Busey. Bandarisk, 1995. Lengd: 95 mín. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. -PJ áfijX The Immortals. Kemur á óvart ★★■i IIVIMÓÍÍ IAI.S Ekki get ég sagt að ég hafi búist við miklu þegar ég setti þessa í tækið en hún kom skemmtilega á óvart. Eric Roberts leikm- Jack sem rekur næturklúbb fyrir mafiuna og hefúr skipulagt rán á vinnuveitendum sín- um. Hann fær til liðs við sig misleitan hóp einstak- linga sem þó eiga allir eitthvað sameiginlegt en segir þeim þó ekki hvem þeir era að fara að ræna. Hann sendir þau í pörum á fjóra mismunandi staði að ræna fjórum peninga- töskum. 1 fyrstu viröist ákaflega illa að skipulagningunni staðið því að I öllum tilvikum eiga ræningjamir, sem paraðir eru, afar illa saman og ránin ganga brösuglega fyrir sig. Þegar þeir koma síðan aftur í klúbb- inn tekur við mikið blóðbað þar sem þeir eiga í höggi við mafíuforingj- ann og liðsmenn hans ásamt megninu af lögregluliði borgarinnar. Hug- myndin er afar skemmtileg, þótt hún sé alveg út í hött, og vel unnið úr henni. Myndin kemur sífellt á óvart, sérstaklega í upphafi, þegar mað- ur hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi og gapir yfir fáránleika myndarinnar. Það er ekki fyrr en í lokin að maður fær einhverja útskýr- ingu á fáránleikanum en í millitíðinni er myndin uppfull af góðu gríni og spennu. Leikstjórinn Brian Grant nær ágætisframmistööu úr leikur- unum en persónumar era áhugaverður þótt grunnar séu og sérstaklega era sprautufíkillinn, galgopinn og vanvitinn vel leiknir og skemmtileg- ir karakterar. Úgefandl: Myndform. Lelkstjóri: Brlan Grant. Aöalhlutverk: Eric Roberts. Bandarísk, 1995. Lengd: 95 mín. Bönnuö bömum yngrl en 16 ára. -PJ 13 j 15 4 j X-Files: 82517 j Skrfan J j Spenna 14 j 10 4 j • Cutthroat Island j Sktfan Spenna iMlf Ný í 1 ) Stolen Hearts Warner -myndir J Gaman 16 j 12 ; 6 j. : Now and Then j Myndform i Gaman 17 1 16 6 1 Clockers ClC-myndir Spenna 18 i 14 ; j SBBKÍ 5 í Babe ) ClC-myndir J J Gaman 19 j 13 ; 7 ! Fair Game j Warner myndir j Spenna _ 20 ! Ný i i i- Man With a Gun 1 Myndform Spenna Robert De Niro leikur aðalhlutverkið, fjár- hættuspilara sem verð- ur valdamikill í Las Ve- gas, í kvikmynd Martin Scorsese, Casino, sem fer beint f efsta sæti listans. De Niro leikur einnig aðalhlutverkiö í Heat, sem er í þriðja sæti þessa vikuna en var til skamms tíma á toppnum. 24. sept. til 30. sept. '96 SÆTI ; FYRRI VIKA jVIKUR ; Á LISTA píilllÉSÉÍjiÉ TITILL J ÚTGEF. | J J TEG. H Ný ! 1 Casino 1 ClC-myndir J Spenna 2 ! 1 I 2 !: ... .. Mk Dead Man Walking j Háskólabíó j Drama 3 ! 2 1 5 1 3 j Heat ! Warner -myndir ' Spenna j 4 ! 3 ! 2 .» J J Father of the Bride 1 Sam myndb. > j J Gaman 5 T 7 1 o 1 j 2 j Thin Line Between.. J 1 j Myndform j Gaman 6 J j&Ui j. 7 i 4 I 3 j Strange Days j , ■ - íj ClC-myndir Spenna 11 r 2 ! Four Rooms J Skrfan J Gaman 8 ! 1 5 ! 6 ! Jumanji j Skífan , Gaman ; A - , pl9- j WKUmMþ: Ný ! 1 J, Apaspil j Skífan Gaman ío ! j 8 ! 5 ! Kids J Skífan J Drama ii ! 6 J 3 J á i The Bridges of Maddison County Warner-myndir Drama 12 f 9 ] j , 7 ) Leaving Las Vegas j J J Skífan j Drama Casino Robert De Niro og Sharon Stone. Casino gerist í Las Vegas árið 1973, Sam „Ace“ Roth- stein er leppur maf- iunnar og rekur spilavíti og hefur gott upp úr krafsinu. Mafiustjóramir era samt ekki fúllkom- lega ánægðir og senda Nicky Santoro til liðs við Sam og eiga þeir að bæta hvor annan upp. Sam hefur hugvitið en Nicky er hlymntur valdbeit- ingu. Þetta er öflug blanda sem fátt get- ur staðist. En þegar kynbomban Ginger McKenna kemur til skjalanna fer að hitna i kolunum. Dead Man Walking Susan Sarandon og Sean Penn Þessi úrvalsmynd er byggð á sannsögu- legri frásögn systur Helan Prejan. Dag einn berst henni bréf frá dauðadæmd- um manni, Matthew Poncelet, sem biður trúboð hennar um hjálp. Hún heldur til fúndar við hinn ör- væntingarfúlla mann sem dæmdur hefúr verið til dauða. Hann biður Helen að koma í veg fyrir að dauðarefs- ingunni verði beitt. Helen á óhægt um vik vegna sannana gegn honum en reynir að draga fram sannleikann. Heat Al Pacino og Ro- bert De Niro. í Heat segir frá hinum snjalla at- vinnuglæpamanni Neil sem ásamt mönnum sínum leggur á ráðin um nokkur hátæknileg rán. Vincent er rannsóknarlög- reglumaður í rán- og morðdeild. Einkalíf hans er ein rjúkandi rúst enda kemst ekkert annað að í huga hans en starfið. En hann er ekki síður snjall en Neil og með hjálp sinna manna og uppljóstrara tekst honum smám sam- an að þrengja netið í kringum glæpa- mennina. Father of the Bride II Steve Martin og Diane Keaton Mynd þessi er framhaldsmynd og nú gerist sá óvænti atburður að bæði dóttir og eiginkona Steve Martins, sem í fyrri myndinni gifti dóttur sina, verða bamshafandi á sama tíma. Það liggur því fyrir Martin að glíma við það álag sem því fylgir að verða faðir og afi á sama tíma. Og mið- að við taugaveiklun- ina sem einkenndi hann við giftingu dóttur sinnar má nærri geta að ekki er hún minni þegar kemur að fæðingu hjá mæðgunum. Thin Line bet- ween Love and Hate Martin Lawrence og Lynn Whitfield Aðalpersónan er glaumgosinn Dam- ell. Hann rekur skemmtistað og dag einn hittir hann hina stórglæsilegu Brandi Webb og veðjar við besta vin sinn um að honum muni fljótlega takast að sænga hjá henni. Eftir nokkrar til- raunir virkar sjarmi Damells, en þegar hann ætlar að losna við Brandi er hún ekkert á þeim hux- unum og Damell kemst að því að kona sem svikin er af ást- manni sínum getur verið hættuleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.