Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Page 11
2i3 i? FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996
^Biyndbönd »
Up Close and Personal:
haukar
23. október nk. gefur Myndform út
myndina Up Close and Personal,
með Robert Redford og Michelle
Pfeiffer í aðalhlutverkum, en þessi
mynd er þriðja mynd leikstjórans
Jons Avnets, sem áður hefur leik-
stýrt Fried Green Tomatoes og
The War. Myndin sækir efni í
bókina Golden Girl, eftir Alanna
Nash, sem segir sögu sjónvarps-
fréttakonunnar Jessicu Savitch,
en myndin er ekki byggð á þeirri
sögu. Persónur og atburðir hafa
verið skálduð upp og sagan er
ekki lengur harmsaga um upp-
gang og síðan hrap sjónvarps-
stjörnu, heldur er hún orðin ástar-
saga þar sem kvenpersónan er
lauslega byggð á áðurnefndri bók
um Jessicu Savitch.
Michelle Pfeiffer leikur i mynd-
inni Tally Atwater, sem nær sér í
starf sem veðurfréttaþula á lítilli
stöð í Miami og vinnur sig upp
þangað til hún er farin að sjá um
fréttirnar hjá einni af stærstu
stöðvunum í landinu. Hún er vel
máli farin, veraldarvön og heill-
andi og gríðarlega vinsæl hjá
áhorfendum. Robert Redford leik-
ur Warren Justice, eldri frétta-
mann sem aðstoðar hana við að
öðlast frama sinn og verður læri-
faðir hennar og elskhugi. Warren
Justice er fréttahaukur af gamla
skólanum og trúir enn að innihald
skipti meira máli en stíll og fram-
koma, en lendir i tilflnninga-
kreppu þegar í ljós kemur að vin-
sældir Tally Atwater eru farnar
að ógna veldi hans.
Sagan spannar allmörg ár í lifi
persónanna og meðan Warren
Justice breytist lítið í útliti og
framkomu er ekki hægt að segja
það sama um Tally Atwater, en út-
litsbreytingar hennar eru tákn-
rænar fyrir tíðarandann, uppgang
hennar í fréttabransanum og per-
sónubreytingar. Hún breytist úr
metnaðarfullum byrjanda á lítilli
stöð, þar sem hávaði og pappírs-
flóð einkenna andrúmsloftið, í
reynda atvinnufréttakonu á stórri
stöð, þar sem E-póstur og fullkom-
in fjarskiptatölvutækni ræður
ríkjum. í því skyni að koma þessu
til skila var fatnaður hennar
vandlega skipulagður og einnig
var oft skipt um hárgreiðslu. Alls
voru sex hárkollur notaðar til að
sýna átta mismunandi hárgreiðsl-
ur.
Þó að myndin sé fyrst og fremst
ástarsaga myndar fréttamennskan
bakgrunninn fyrir söguna og er
mjög áberandi í myndinni. Að-
standendum myndarinnar þótti
því mikilvægt að hafa allt sem
raunverulegast og leituöu því til
fréttafólks og annars starfsfólks
fréttastofa um ráðleggingar.
Einnig kom margt af þessu fólki
fram í myndinni, þannig að í
mörgum tilvikum eru leikararnir
í myndinni að leika sjálfa sig, í
sömu störfum og þeir stunda í
raunveruleikanum. Fréttamenn
fengu yfirleitt ekki handrit til að
vinna eftir, heldur var þeim að-
eins sagt hvers konar frétt væri
um að ræða og látnir spinna
spurningar og viðbrögð persón-
anna.
Robert Redford er búinn að vera
lengi í bransanum. Hans fyrsta
hlutverk í kvikmynd var í War
Hunt árið 1961 og eftir að hafa
leikið í nokkrum myndum sem
vöktu tiltölulega litla athygli
skaust hann upp á stjörnuhimin-
inn þegar hann lék með Paul
Newman í Butch Cassidy and the
Sundance Kid, en úr þeirri mynd
kemur nafnið á Sundance-kvik-
myndahátíðinni, sem hann kom á
fót í þeim tilgangi að styðja við
bakið á óháðum kvikmyndaleik-
stjórum. Sjálfur hefur hann leik-
stýrt myndum með góðum ár-
angri, en hann hlaut m.a. ósk-
arsverðlaunin fyrir Ordinary
People og nú nýlega tilnefningu
fyrir Quiz Show. Meðal frægra
mynda sem hann hefur leikið í
eru All the President’s Men, The
Sting, The Great Gatsby, Three
Days of the Condor, The Natural,
Out of Africa, Sneakers og
Indecent Proposal. Hann var til-
nefndur til óskarsverðlauna fyrir
leik sinn í The Sting.
Styttra er síðan Michelle Pfeif-
fer lagði fyrir sig leiklist, en henni
hefur tekist að krækja í þrjár ósk-
arsverðlaunatilnefningar, fyrir
Dangerous Liaisons, The Fabu-
lous Baker Boys og Love Field.
Eftir að hafa leikið í allnokkrum
myndum, þ.á m. eiginkonu eitur-
lyfjabarónsins Tony Montana í
Scarface, vakti hún loks heimsat-
hygli með leik sínum í myndinni
The Witches of Eastwick. 1 kjölfar-
ið fylgdu hlutverk i fjölmörgum
vinsælum myndum, þ.á m. áður-
nefnd hlutverk sem hún fékk ósk-
arsverðlaunatilnefningar fyrir,
Married to the Mob, Batman Ret-
ums, Age of Innocence, Frankie
and Johnny, Tequila Sunrise,
Wolf og Dangerous Minds.
-PJ
UPPÁHALDSMYNDBANDIÐ MITT
Ingvar E. Sigurðsson
J0
ö/
Ég get ekki nefht neina
sérstaka mynd sem er í
uppáhaldi hjá mér. Hins vegar á
ég mér einn uppáhaldsleikstjóra.
Allar myndir, sem hann hefur
komiö nálægt, eru í einu orði sagt
frábærar og ég held upp á þær all-
ar. Leikstjóri þessi heit-
ir Mike Leigh og
ég er einlægur
aðdáandi hans.
Hann gerði
meðal annars
myndina Naked
sem sýnd var í
kvikmynda-
húsi hér á
landi fyrir
nokkra. Svo sá
ég mynd eftir
hann í útlöndum
sem heitir Secrets and
Lies en hún
hefur ekki
enn verið tek-
in til sýninga
hér á landi.
Það er besta
mynd sem ég
hef séð i mörg
ár. Mike
Leigh er listrænn
leikstjóri sem nostrar viö leikar-
ana og leikinn sjálfan. Myndimar
hans eru þar af leiðandi afburða-
vel leiknar auk þess að vera vera-
lega fyndnar. Ég kemst annars
sjaldan í bíó af því að ég
vinn svo mikið á kvöld-
in. Ég reyni því að
horfa svolítið á mynd-
bönd og er svona
skorpumaður í
þessum efnum.
Eins reyni ég að
sjá allar íslenskar
myndir sem
koma fram í
dagsljósið
en ég verð
að viður-
kenna að ég
hef ekki
verið mjög
hrifinn ’af
þeim und-
anfarið. Það
er Mike
Leigh sem á
hug minn
allan.
-ilk
Vjrtuosity
Total Eclipse
Grumpier Old Men
Sýndarveruleiki kemur mikið við
sögu í framtíðarspennumyndinni
Virtuosity. í
henni leikur
Denzel Was-
hington lög-
reglumann
sem þarf að
berjast við
tilbúinn
mann sem
aðeins átti að
vera til í
sýndarveru-
leikanum en
hefur nú
sloppið út í raunveruleikann. Þessi
sýndarveruleikapersóna er enginn
venjulegur maður, hann er búinn til
úr 200 mönnum og hver þeirra var
glæpamaður, þannig að hann reynir
heldur betur á þolrif manna þar sem
hann fer um Los Angeles framtíðar-
innar og skUur blóðferUinn eftir sig.
Þessi óskapnaður, sem kaUast Sid
6.7, virðist algjörlega óstöðvandi og
eini möguleikinn er að koma honum
inn í sinn rétta heim aftur, en þang-
að langar Sid 6.7 ekki neitt.
Auk Denzel Washington leika í
myndinni KeUy Lynch, Louise Flet-
cher og RusseU Crowe sem leikur
Sid 6.7. Leikstjóri er Brett Leonard,
sem er mikUl brellumeistari og gerði
síðast The Lawnmover Man.
ClC-myndbönd gefa út Virtuosity
og er hún bönnuð börnum innan 16
ára. Útgáfudagur er 15. október.
I Total Eclipse segir frá tveimur
skáldum, annað er giftur heimUis-
faðir, en hitt er
sextán ára ung-
lingur sem býr
yfír sniUigáfu.
Myndin ei
byggð á sönn-
um atburðum
og hefst árið ■
1871, en þá hitt-
ir Henri Verla-
in í fyrsta sinn
hinn sextán
ára gamla
Rimbaud og
heiUast af kaldhæðnislegu yfir-
bragði hans bg fegurð. Ekki granar
Verlain að það sé þessi unglingur
sem hafi sent honum kveðskap sem
Verlain áleit sniUd. Verlain er það
mikil raun að þurfa að lifa á tengda-
foreldrum sínum og því er það mik-
Us virði fyrir hann að kynnast hin-
um unga sniUingi sem er í leit að
sannleikanum á meðan hann er að
flýja raunveruleikann.
Það er mikið hæfileikafólk sem
stendur að gerð Total Eclipse, hand-
ritið skrifar Christopher Hampton
og leikstjóri er Agnieszka HoUand. í
aðalhlutverkum eru Leonardo
DiCaprio sem leikur Rimbaud og
David Thewlis sem leikur Verlain.
Myndfonn gefur út Total Eclipse
og er hún bönnuð börnum innan 16
ára. Útkomudagur er 16. október.
lAi'KHAUiov vvAm.it íwrnut
ANWi'WMíWT WftnÁiWLV
í Grumpier Old Men eru þeir
mættn" aftur geðiUu karlarnir John
Gustafson og
Max Goldman ®
og era að sjálf-
sögðu aUtaf að
nöldra og met-.
ast. Nú er kom||
ið sumar
heimabæ þeirn
í Minnesota oi
hefur einnij
hlýnað á mUl
þeirra félag;
þrátt fyrir ai
John sé nú
kvæntur hinn fögra Ariel sem setti
aUt á annan endann í fyrri myndinni.
En friðurinn er úti þegar þokkagyðj-
an Maria kemur í bæinn. Hún hefur
nefnilega yfirtekið húsið sem hýsti
beituverslunina og hyggst breyta því
í ítalskan veitingastað. Þetta er að
sjálfsögðu ekkert annað en helgi-
spjöU í augum Johns og Max og þeir
láta ekki sitja við orðin tóm heldur
eru þeir ákveðnir í að láta sverfa tU
stáls en þeir komast að því að Maria
er ekkert lamb að leika sér við.
Það eru snillingarnir Jack Lemm-
on og Walter Matthau sem leika fé-
lagana og fara á kostum. Ekki
skemma þær fyrir Sophia Loren og
Ann Margret sem leika Mariu og
Ariel. Wamer-myndir gefa Grumpi-
er Old Men út og er hún leyfð öUum
aldurshópum. Útgáfudagur er 14.
október.