Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Síða 12
26 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 T*>~\7~ myndbönd MYHDBAHDA iiíiijir/wj Sudden Death Gíslataka í skautahöll Hér segir frá Darren McCord (Jean-Claude Van Damme), sem er brunavörður í íþróttahöll nokkurri og fer með krakkana sína tvo á úrslitaleik í ishokkí. í heiðursstúkunni er staddur varaforseti Bandaríkjanna, illa varinn af vanhæfum öryggisvörðum sem eru auðveld bráð fyrir þrautþjálfaða krimma, sem taka forsetann og aðra í heiðursstúkunni í gíslingu og planta sprengjum út um allt í höllinni. Þeir eru vel undirbúnir og fara létt með að kveða í kútinn aumkunarverðar tilraunir FBI eða CIA gæja, ég man ekki hvort og er nokk sama, til að klekkja á sér. Kemur þá til sögunnar áðurnefndur brunavörður. Van Damme finnur og aftengir flestar sprengjumar og lumbrar duglega á vondu köllunum þangað til þeir liggja allir í valnum og búið spil. Þetta er Die Hard formúlan í sinni einfóldustu mynd. Persónurnar eru ekki hið minnsta áhugaverðar nema þá helst versti kallinn, sem Powers Booth leikur sæmilega, sögu- þráðurinn er fyrirsjáanleg formúla, spennan er lítil sem engin og brand- ararnir slappir, fyrir utan kostulegt atriði þar sem Van Damme lendir í því að spila i íshokkíleiknum í smátíma. Hins vegar kann Van Damme að slást og eru mörg ágætis slagsmálaatriði í myndinni. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Peter Hyams. Aöalhlutverk: Jean-Claude Van Damme. Bandarísk, 1995. Lengd: 107 mín. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. -PJ T/uman Ovinsæll forseti ★★★ U AUV SIN. Harry S. Truman þótti ekki merkilegur forsétí á sínum tima. Hann var tiltölulega lítið þekktur þing- maður en ávann sér vinsældir þegar hann fór fyrir þingnefnd sem rannsakaði sóun í hergagnafram- leiðslu og var valinn varaforsetaefni Roosevelts í kosningunum 1944. Áður en stríðinu lauk dó Roos- evelt og Truman varð forseti. Honum tókst með naumindum að snúa nánast fyrirfram töpuðum kosningum sér í hag árið 1948 en þegar hann lét af embætti 1952 hafði hann minnsta fylgi sem fráfar- andi forseti hefur mælst með síðan farið var að mæla það. Seinni tíma söguskoðun lítur Truman hins veg- ar mildari augum en myndin beinir fyrst og fremst ljósinu að erfiðum ákvörðunum sem hann þurfti að taka og lýsir Truman sem lítillátum manni sem fannst hann aldrei hafa mikið erindi í forsetastólinn. Sögu- skoðun í myndinni er fremur grunn og hún er kannski of dramatíseruð á köflum en segir engu að síður frá mjög áhugaverðum atburðum og nær að halda athygli áhorfandans vel. Gary Sinise er mjög góður leikari og gerir Truman einkar vel skil þó hann sé orðinn svolítið ótrúverðugur í lokin sem tæplega sjötugt gamalmenni en það mætti víst kallast förðun- arafrek ef ekki væri hægt að finna hnökra á því. Þá er Diana Scarwid mjög traust í hlutverki eiginkonu Trumans. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Frank Pierson. Aðalhlutverk: Gary Sinise og Diana Scarwid. Bandarísk, 1995. Lengd: 115 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ Sense and Sensibility ★★★Á Eftir sögu Jane flusten Sense and Sensibility er stórt verk. Myndin er gerð eftir sögu Jane Austen, handritið skrifað af Emmu Thompson, sem einnig leikur í myndinni ásamt Kate Winslet, Hugh Grant og Alan Rickman, og leikstjóri er hinn tævanski Ang Lee sem gert hefúr The Wedding Banquet og Eat Drink Man Woman. Miðað við allan þennan stjömufans er kannski ekkert skrýtið að myndin fékk einar sjö óskarsverðlaunatilnefningar. Hér segir frá ástalífi heldra fólks í Englandi í lok 18. aldar í dæmigerðum Jane Austen stil. Jane Austen hefúr hingað til verið mest áberandi i sjónvarpi og hafa ófáar sápur verið gerðar eftir sögum hennar en í meðförum Emmu Thompson og Ang Lee verður sagan mjög skemmtileg og rís upp úr sáp- urrni. Handritið er fjörlega skrifað og Ang Lee er meistari í að koma mann- lega þættinum til skila. Saman gera þau mynd sem nær að höföa til áhorf- andans þótt um sé að ræða persónur og ethi sem er mjög fjarlægt áhorf- andanum. Hjálpar þar einnig til góður og agaður leikur. Emma Thompson er frábær að venju og Kate Winslet stendur sig ágætlega. Þá sýnir Alan Rickman mjög fágaðan leik og Hugh Grant, sem er í sama hlutverki og venjulega, kann sitt hlutverk utan að og er jafiivel ennþá hlédrægari en vanalega. Sagan er hugljúf ástarsaga og býður upp á mikla tilfinningasemi en henni er haldið innan smekklegra marka, enda er myndin bresk, ekki bandarísk. Bretar taka Hollywood í bakaríið í gerð dramatískra mynda. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Ang Lee. Aöalhlutverk: Emma Thompson, Kate Winslet, Alan Rickman og Hugh Grant. Bresk, 1995. Lengd: 131 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ Clockwork Mice Kennari í sérskóla Ian Hart leikur Steve, ungan kennara sem hefur störf við sérskóla fýrir erfiða nemendur. Nemendumfr eru svo sannarlega erfíðir en Steve nær smám saman nokk- urri stjóm á þeim og stærsti sigur hans er í Conrad sem er erfiðari en þeir flestir og hefur dregið sig inn í skel. í ljós kemur að hann er efnilegur hlaupari og þar sem Steve er mjög góður hlaupari tekst með þeim vinátta þar sem Steve þjálfar Conrad og nær sambandi við hann. Jafnframt er Steve að reyna að þróa samband við eina kennslukomma en gengur hálfbrösulega. Hún reynist ekki hafa sama eldmóð og hann við kennsluna og er ekki ánægð í starfi sínu. Uppbygging sögunnar gengur vel framan af. Persónumar era vel leiknar og vel skrifaðar þannig að maður hefúr áhuga á þeim og afdrifum þeirra en endirinn er illskiljanlegur fyrir meðaljóna eins og mig og virkar hálfbjánalegur sem dregur mikið úr ánægjunni af myndinni. Ian Hart er góður leikari en er ekki að sýna neitt mikið hér. Hins vegar er gaman að sjá Art Malik (vondi hryðjuverkaarabinn í Trae Lies) í alvöruhlutverki og það gneistar af Ruaidhri Conroy í hlutverki Conrads. Ef betur hefði verið vandað til endisins, melódramatíkin aðeins temprað og athafnir aðalper- sónanna útskýrðar aðeins betur heföi verið um virkilega góða mynd að ræða. í staðinn er myndin aðeins athyglisverð. Útgefandl: Háskólabíó. Leikstjóri: Vadlm Jean. Aöalhlutverk: lan Hart og Ruaidhri Conwoy. Bresk, 1995. Lengd: 90 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ SÆTI jFYRRI j VIKfl J IVIKUR fl LISTfl J J J J TITILL ' ÚTGEF. J j ’' " - ;teg. 1 í 1 J 2 J . J Casino 1 ClC-myndir Spenna i Ný J 1 l J Get Shorty J j Warner -myndir 1 i Gaman J j i i i 3 ! 2 J 3 J J Dead Man Walking ; Háskólabíó j Drama 4 ! 3 J J J 6 J J J Heat ) WsStíigKBMi j Warner -myndlr i !Spenna } 5 j 5 .. p J 3 J Thin Line Between.. J ’ j Myndform i j Gaman 6 J ! 4 3 J J Father of the Bride ~ ■ " - JSflM-Myndbönd J Gaman ■ J J 7 j 9 J 2 J Apaspil ) Skífan ) Gaman 8 ; e J -=Jryr J í* f'iZ 4 J J ':j ,! Strange Days i ClC-myndlr J Spenna 9 1 7 J 3 J JL, Four Rooms ; Skífan ; Gaman 10 ! ío j 6 J J J Kids Skífan ilBlSSHl Drama j 11 ! 8 J 7 j J Jumanji J Skífan Gaman ■- I '.-■ ..■ , fJH . j 'Y', V';'-.. 12 J Ný 1 City Hall Skrfan Spenna 13 i 12 J® J 8 "'Y" i Leaving Las Vegas J ) Skífan j Drama 14 j; i8 J 6 i J Babe ClC-myndir ’ - 7';Xí Gaman j i- .í'. 15 11 4 J The Bridges of Maddison County 1 Warner -myndir ) Drama 16 ! 14 5 J Cutthroat Isiand ) ) Skífan HISÍBi§l2Sf81íl8 Spenna j 17 116 J . 1. 7 J i Now and Then Myndform 1 Giman 18 ! 13 5 i J J X-Files: 82517 J i Skífan ) ) ! Gaman 19 ! 20 J J 2 J J Man With a Gun j Myndform j Spenna 20 ; 17 J 7 yjp Clockers j ClC-myndir ) 1Spenna Stórmynd Martins Scorsese, Casino, heldur efsta sæti myndbandalistans en í ööru sæti er ný mynd á listanum, Get Shorty, sem er skemmti- leg blanda gríns og spennu þótt húmorinn hafi yfirleitt yf- irhöndina. Aöeins ein önnur ný mynd er á listanum, City Hall, þar sem Al Pacino leikur spilltan borgarstjóra. Á myndinni eru John Travolta og Rene Russo í hlutverkum sínum í Get Shorty. % Í m: v‘ - V ’p Casino Robert De Niro og Sharon Stone Castno gerist í Las Vegas árið 1973, Sam „Ace“ Roth- stein er leppur mafi- unnar og rekur spilavíti og hefur gott upp úr krafs- inu. Mafiustjóramir era samt ekki fúll- komlega ánægðir og senda Nicky Santoro til liðs við Sam og eiga þeir að bæta hvor annan upp. Scun hefur hug- vitið en Nicky er hlynntur valdbeit- ingu. Þetta er öflug blanda sem fátt get- ur staðist. En þegar kynbomban Giriger McKenna kemur til skjalanna fer að hitna í kolunum. Get Shorty John Travolta og Gene Hackman Handrukkarinn Chili Palmer er einn sá albesti í faginu. Hann er fengin til að fara til Las Vegas til að innheimta pen- inga sem Mafían gerir tilkall til. I leiðinni er hann beð- inn að koma við í Hollywood og inn- heimta smáskuld hjá kvikmyndfram- leiðanda. í fram- haldi fær Palmer mikinn áhuga á kvikmyndabransan- um og ákveður að hella sér út í hann af fullu. Og hæfileikar hans sem handrukk- ari koma honum að gagni í kvikmynda- heiminum. Dead Man Walking Susan Sarandon og Sean Penn Þessi úrvalsmynd er byggð á sannsögu- legri frásögn systur Helan Prejan. Dag einn berst henni bréf frá dauðadæmdum manni, Matthew Poncelet, sem biður trúboð hennar um hjálp. Hún heldur til fundar við hinn ör- væntingarfúlla mann sem dæmdur hefur verið til dauða. Hann biður Helen að koma í veg fyrir að dauða- refsingunni verði beitt Helen á óhægt um vik vegna sann- ana gegn honum en reynir að draga fram sannleikann. Heat Al Pacino og Ro- bert De Niro í Heat segir frá hinum snjalla at- vinnuglæpamanni Neil sem ásamt mönnum sínum leggur á ráðin um nokkur hátæknileg rán. Vincent er rannsóknarlögreglu- maður í rán- og morðdeild. Einkalif hans er ein rjúkandi rúst enda kemst ekk- ert annað að í huga hans en starfið. En hann er ekki síður snjall en Neil og með hjálp sinna manna og uppljóstrara tekst honum smám sam- an að þrengja netið í kringum glæpa- mennina. mam8*:ó vaemn shokft Thin Line between Love and Hate Martin Lawrence og Lynn Whitfield Aðalpersónan er glaumgosinn Dam- ell. Dag einn hittir hann hina stórglæsi- legu Brandi Webb og veðjar við besta vin sinn um að honum muni fljótlega takast að sænga hjá henni. Eftir nokkrar til- raunir virkar sjarmi Darnells en þegar hann ætlar að losna við Brandi er hún ekkert á þeim bux- unum að hætta sam- bandinu og Damell kemst að því að kona sem svikin er af ást- manni sínum getur verið hættuleg. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.