Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 Fréttir Mál Sólar gegn Mjólkursamlagi KEA: Áfrýjunarnefnd staðfestir úrskurð samkeppnisráðs Áfryjunamefnd samkeppnismála hefur staðfest í flestum atriðum úr- skurð samkeppnisráðs frá sl. vori þess efhis að Kaupfélagi Eyflrðinga, KEA, verði gert að skilja aö fjár- hagslegan rekstur Mjólkursamlags KEA og annan rekstur kaupfélags- ins. Ár er liðið síðan fyrirtækið Sól sendi Samkeppnisstofnun erindi þar sem þess var krafist að sam- keppnisráð mælti fyrir um fiárhags- legan aðskilnað mjólkurbúanna og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík á - um fjárhagslegan aöskilnað mjólkursamlagsins og KEA þeim rekstri sem fellur undir vinnslu á mjólk og hreinum mjólk- urvörum og þess hluta sem er í sam- keppni við aðra aðila. Að sam- keppnisrekstur sé þannig ekki nið- urgreiddur af starfsemi á sviði mjólkuriðnaðar og að eðlilegt end- urgjald komi fyrir aðstöðu og búnað sem kann að verða fluttur milli rekstrareininga við aðskilnaðinn. Nokkur kaupfélög og mjólkurbú skiluðu greinargerð og var mál Mjólkursamlags KEA tekið sérstak- lega fyrir í samkeppnisráði. Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri KEA, sagðist við DV vera óhress með'niðurstöðuna og að yfir höfuö hafi þurft að úrskurða í mál- inu. KEA hefði alltað haldið mjólk- ursamlaginu aðskildu fiárhagslega. „Mér finnst áfrýjunamefndin ekki hafa tekið efnislega og lagalega á þeim þáttum sem við vísuðum til í okkar áfrýjun. Við getum farið með þetta mál áfram fyrir dómstóla, höfum sex mánaða frest til að hugsa um það. Á þessu stigi er þó frekar ólíklegt að viö forum svo langt,“ sagði Magnús Gauti. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar, var að vonum ánægður með úr- skurð áfrýjunarnefndar. Niðurstað- an væri ekki síst til farsældar fyrir bændur þessa lands. „Niðurstaðan er sanngimismál, að fyrirtæki búi við þau skilyrði sem sett em upp að hálfu löggjafans varðandi upplýsingaskyldu og að- greiningu rekstrar. Niðurstaðan er réttlætismál gagnvart bændum sem leggja inn í þetta mjólkursamlag og önnur. Nú geta þeir séð hvaða af- komu rekstrareiningamar, sem eru hluti af þeirra batteríi, eru að skila. Hún er liður í því að opna fyrir þetta lokaða umhverfi í landbúnað- inum. Bændum er sagt að þeir eigi afurðastöðvamar. Síðan þegar þeir vilja selja sinn hlut þá fá þeir ekki neitt. Bændur em lokaðir inni í þessum hring og munu uppgötva það fyrr en síðar,“ sagði Páll. -bjb Sænskur skurðlæknir kominn til landsins: Framkvæmir aðgerð á þremur börnum sem þjást af taugalömun - mjög mikilvægt, segir Sigríður Logadóttir „ Við lögðum fyrir framkvæmda- stjóm Ríkisspítalanna erindi þess efnis að fá sænska lækninn hingað til lands og gera aðgerð á þremur börnum. Það var samþykkt og nú er læknirinn kominn og mun fram- kvæma þessar aðgerðir," segir Sig- ríður Logadóttir lögfræðingur, en hún er i forsvari foreldra bama sem þjást af taugalömun vegna axla- klemmu í fæðingu. Eins og fram kom í DV í sumar hafa foreldramir í töluverðan tíma barist fyrir því að fá sænska bækl- unar- og taugaskurðlækninn Thom- as Carlstedt til íslands til að fram- kvæma þessar aðgerðir. Carlstedt er mjög þekktur skurðlæknir á sínu sviði en hann vinnur á bæklunar- deíld Royal National spítalans í London. Læknirinn kom til lands- ins síðdegis í gær og fór beint á Landspítalann til að skoða börnin þrjú sem gangast undir skurðað- gerðimar í dag. íslensku skurð- læknamir Rafn Ragnarsson og Ari Jóhannesson munu aðstoða Carl- stedt í aðgerðunum. „Þetta er búinn að vera löng bar- átta hjá okkur en loksins tókst að ná þessu í gegn og við erum auðvit- að himinlifandi. Það er mjög mikil- vægt að fá þennan lækni til að fram- kvæma þessar aðgerðir. Hann skar son minn upp fyrir tveimur árum og það heppnaðist mjög vel. Annars er með ólíkindum hvem- ig kerfið tekur á móti fólki sem ætl- ar að spara. Tryggingastofnun var tilbúin að senda bömin út í aðgerð sem hefði kostað um milljón krónur á bam en vildi ekki borga 500 þús- und fyrir að fá sænska lækninn hingað. Tryggingastofnun ætlar að vísu að borga hluta af þessu en einkaað- ilar munu borga afganginn. Það hafa margir hjálpað til því Flugleið- ir bjóða lækninum flugfar fram og til baka og Hótel Saga býður uppi- hald meðan á dvöl hans stendur hér. Annars var það framtakssamur eldri borgari sem var mikilvægasti hlekkurinn því hann safnaði styrkj- um frá einkaaðilum til aö gera þetta mögulegt. Hann vill ekki láta nafn síns getið en við þökkum honum fyrir frábært starf,“ segir Sigríður. -RR Sænski bæklunar- og taugaskurðlæknirinn Thomas Carlstedt ásamt Rafni Ragnarssyni, yfiriækni á lýtaiækningadeild Landspítalans. Carlstedt mun framkvæma skurðaðgerð á þremur börnum á Landspítalanum í dag en börn- in þjást af taugalömun. Rafn mun verða Svíanum til aðstoðar. DV-mynd GVA Keflavíkurflugvöllur: Stefnir í nýtt sölumet hjá fríhöfninni DV, Suðurnesjum: „Hluti af skýringunni að mínu mati er farþegaaukningin sem hef- ur átt sér stað og skiptingin meðal farþega. Þjóðverjum hefur fækkað en þeir hafa ekki verið góðir við- skiptavinir okkar - fastheldnir á budduna - en fleiri íslendingar ferðast í ár en áður,“ sagði Guð- mundur Karl Jónsson, forstjóri frí- hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, í samtali við DV. Mikil veltuaukning hefur orðið í verlun fríhafnarinnar í ár og stefn- ir í að slegið verði metiö sem sett var í fyrra. Meira fé kemur því í ríkissjóð en áður frá versluninni. Veltan í fyrra var 2,2 milljarðar króna. Sú tala hefur enn ekki náðst í ár en er ekki langt í hana. Senni- lega næst hún í nóvember og reikn- að er með að ársveltan verði um 2,5 milljarðar. Fríhöfnin greiddi í fyrra 100 milljónir króna í hússjóð og sam- eiginlegan kostnað flugstöðvarinn- ar. Hagnaður var 600 milljónir sem rann í ríkissjóð og nú stefnir í hærri upphæð. í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að tekjur í nóvember voru hærri en í ágúst, sem er oftast söluhæsti mánuðurinn, og reiknað er með að velta í nóvember í ár verði mikil. Þá er salan þaö sem af er október nú mikil. Meðalaukning í ár er 17-18% í flestum mánuðun- um og hefur farið mest í 30%. í sumar unnu 140 í fríhöfninni en starfsmenn eru nú 110, stór hluti í hálfu starfi. Afleysingafólkið starfar til 15. desember vegna haustferða sem fram undan eru. -ÆMK Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja! síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 A/ni ? j rödd FOLKSINS Ja *■ niOI / 904 1600 Á Jón Baldvin að hætta sem formaður Alþýðuflokksins? Stuttar fréttir Jökulsá vatnsmikil Jökulsá á FjöOum er aurug og vatnsmikil. Samkvæmt RÚV hafa fúndist merki um kvikuáhrif í henni sem rakin eru til gossins í Vatnajökli. Aðild að Schengen Pólitískt samkomulag náðist í Lúxemborg í gær um aukaaðild íslands og Noregs að Schengen- samkomulaginu. RÚV greindi frá þessu. Elín Hirst rekin Elín Hirst hætti í gær sem fréttastjóri Stöðvar 2. Hún segist hafa verið rekin fyrir að hafa þjónað hagsmunum almennings frekar en eigenda stöðvarinnar. PáU Magnússon hefúr verið ráðinn í hennar stað. Úrskurðir til dómstóla Bamaverndaryfirvöld eru að kanna hvort færa megi úrskurða- vald barnaverndamefnda til almennra dómstóla. RÚV greindi frá þessu. Gullæði í aðsigi? Niðurstöður guUleitarinnar í Þormóðsdal liggja fyrir og gefa vísbendingu um að guU megi finna í vinnanlegu magni á íslandi. Stöð 2 greindi frá þessu. ístak lægst Verktakafyrirtækið ístak reyndist eiga lægsta tilboðið í endurbætur á Keflavíkurflug- veUi sem kosta eiga vel á annan miUjarð króna. Samkvæmt Stöð 2 er þetta fyrsta opna útboðið á VeUinum. Fordæmisgildi Framkvæmdastjóri ASÍ segir að dómur Félagsdóms um orlofsgreiðslur tfl handa dómur- um hafi ótvírætt fordæmisgUdi fyrir launþega. Þetta kom fram á Stöð 2. Gróði af hvalaskoðun Gjaldeyristekjur af hvala- skoðun við ísland nema 150-170 miUjónum króna á þessu ári. Samkvæmt Stöð 2 fóru 9.500 manns í hvalaskoðunarferðir við íslandsstrendur, langflestir frá Húsavík. Vopn frá ESB til ASÍ TUskipun Evrópusamband- sins, ESB, um 48 stunda vinnuviku verður sterkt vopn í kjarabaráttunni fram undan að mati ASÍ. Sjónvarpið skýrði frá þessu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.