Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 Fréttir Upplýsingar sem borist hafa frá Tyrklandi um forsjármálið sem 7 dómar eru gengnir í: Minnst þrír dómar eftir I máli Sophiu Hansen - Halim hefur ekki fundist og var því aldrei birt fyrirkall í sakamálinu á mánudaginn Samkvæmt heimildum DV um forsjármál Sophiu Hansen er ljóst að það á eftir að fara í gegnum að minnsta kosti þrjú þrep enn þá í dómskerfinu þar ytra áður en loka- niðurstaða fæst. Vonir standa til að áfrýjunarrétt- ur í Ankara fjalli um málið þann 22. nóvember. Þegar dómur gengur þar mun það verða sent héraðsdómara í Istanbúl enn eina ferðina - hann mun síðan taka afstöðu til niður- stöðu áfrýjunarréttarins. Hvernig sem málið fer í héraðsdómi er ljóst að annar hvor málsaðili mun áfrýja til fullskipaðs Hæstaréttar Tyrk- lands. Þegar æðsti dómstóll hefur tekið málið fyrir er fyrst hægt að gera sér vonir um endanlega dóin- sniðurstöðu. Samkvæmt framganginum í tyrk- neska dómskerfinu á síðustu sex árum í máli Sophiu, þar sem sam- tals sjö dómar hafa gengið, er því vart hægt að búast við lokadómi fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár. ítrekaðar fuUyrðingar um loka- dóm brugðust í ljósi þessa er athyglisvert að rifja upp ummæli Hasips Kaplans, lögmanns Sophiu, við blaðamann DV, er hann tók viðtal við hann á skrifstofu lögmannsins í Istanbúl í október 1994 - fyrir réttum tveimur árum: „Við erum að nálgast endastöð í þessu máli.“ Hann sagði jafnframt að málið myndi „vinnast á næsta ári“, á árinu 1995. Þá fengi Sophia jákvæðan dóm í hendur - eftir 6-7 mánuði. Það er langt i frá að þessi um- mæli hafi ræst eins og raun ber vitni. Oftar en einu sinni hefur ver- ið talað um lokadóma sem ekki stóð- ust. Sjö dómar eru þegar gengnir á tveimur dómstigum en von er á að minnsta kosti þremur í viðbót. „Ég er sannfærður um að við vinnum þetta mál. Því má þó ekki gleyma að hér (í Tyrklandi) er dómsmál eitt en framkvæmd dóma annað,“ sagði Kaplan jafnframt í viðtalinu. Hasip hefur síðan gjaman vísað til þess að verði niðurstaða ekki hliðholl Sophiu fari málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Hvenær eða hvort það verður ein- hvem tímann veit að sjálfsögðu eng- inn enn þá - sá dómstóll mun þó væntanlega ekki senda dætur Sophiu til íslands. Er Halim búinn að koma dætrunum undan? „Tyrknesk stjórnvöld hafa gefið okkur vilyrði fyrir því að hjálpa til við að fylgja eftir úrskurðum þar- lendra dómstóla," sagði Halldór Ás- Þessi mynd var tekin á skrifstofu Hasips Kaplans, fögmanns Sophiu, í Istanbúl fyrir réttum tveimur árum. Við þetta tækifæri sagöi lögmaðurinn að lokadómur yrði í máli Sophiu eftir 6-7 mánuði, það er á fyrri hluta árs 1995 - með jákvæðri niðurstöðu fyrir Sophiu. Langur vegur er frá því að þetta hafi gengið eftir. Upplýsingar í dag benda til að lokadómur gangi ekki fyrr en hugsanlega í ársbyrjun 1988. DV-mynd Óttar Sveinsson. grímsson utanríkisráðherra í sam- Hann var að vísa til þess að allt dómsúrskurði um umgengi Sophiu tali við DV í júli síðastliðnum. skyldi gert til að freista þess að fá og dætranna i Istanbúl framfylgt. Hann sagði við sama tækifæri að þeir Ólafur Egilsson og Atli Ás- mundsson yrðu í Tyrklandi um sumarið eins og nauðsyn bæri til, eða að „. . . heimferð þeirra hefur ekki verið dagsett", eins og hann orðaði það. Þeir eru nú báðir komn- ir heim en hvemig stendur um- gengnismálið? „Yfirvöld í Tyrklandi, bæði lög- reglan i Bakirkoy, hverfi Halims, og nú síðast sakadómur, hafa gert ráð- stafanir til þess að hann verði lát- inn hlíta ákvæðum dómsúrskurðar- ins um umgengni," sagði Ólafur Eg- ilsson í samtali við DV í gær. „Vandamálið hefur hins vegar verið að faðirinn hefur verið fjar- verandi og ekki hefur náðst til hans. Fréttaljós Óttar Sveinsson Þegar reynt hefur verið að láta reyna á umgengnisréttinn þá hefur ekki verið hægt að ná til dætr- anna,“ sagði Ólafur. Hann vísaði síðan til þess að lögmaður Sophiu væri nú sá aðili sem væntanlega á að fylgja því eftir að Tyrkir hafi upp á Halim - hann hefði til þess um- boð. Halim ekki birt fyrirkall í sakamálinu í gögnum, sem ræðismaður ís- lands í Tyrklandi sendi utanríkis- ráðuneytinu í vikunni vegna ákvörðunar dómara í Istanbúl um að fresta sakamáli á hendur Halim A1 í Istanbúl á mánudagsmorgun, kemur fram að ekki hafi tekist að birta sakborningnum fyrirkall. Þetta er því væntanlega skýringin á því að hvorki Halim né lögmaður hans mættu fyrir dóminn til að svara til saka fyrir ákæru um brot á umgengnisrétti Sophiu og dætranna tveggja. Aspurður hvort íslensk stjórn- völd geti þrýst á tyrkneska stjóm- kerfið í því skyni að birta sakborn- ingnum í það minnsta fyrirkallið sagði Ólafur Egilsson að ekki sé hægt að grípa inn í það sem dóm- stólamir geri: „Það er hlutverk lögmanns þess sem hefur hagsmuna að gæta að fylgjast með því að þau lagaákvæði og þeir möguleikar í dómskerfinu séu nýttir til að birta manninum fyrirkall,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að ákæran, sem sak- sóknari í Istanbúl hefur gefið út á hendur Halim Al, væri fyrst og fremst sá árangur sem náðst hefur af hálfu ráðuneytisins á árinu. Framkvæmdalánasjóður þriklofinn - og ágreiningur meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Húsavíkur er kristaltær DV, Akureyri: Á fundi Framkvæmdalánasjóðs Húsavíkur, sem haldinn var í fyrradag, kom greinilega fram að stjóm sjóðsins er þríklofin í af- stöðu sinni til sölunnar á hluta af hlutafé bæjarsjóðs Húsavíkur í Fiskiöjusamlaginu en stjóm fyrir- tækisins hefur óskað eftir að kaupa af hluta bæjarins þannig að bærinn verði ekki meirihlutaeigandi í nýju útgerðar- og vinnslufyrirtæki er Höfði og Fiskiðjusamlagið verða sameinuð í lok mánaðarins. Stefán Haraldsson, oddviti fram- sóknarmanna í bæjarstjóm Húsa- víkur, lagði á fundinum til að sam- þykkt yrði að leggja til við bæjar- stjóm að salan færi fram en Krist- ján Ásgeirsson, oddviti hins flokks- ins í meirihluta bæjarstjómar, óskaði bókunar þess efnis að hann gæti ekki fallist á þessa tillögu. Einnig lagði Stefán Haraldsson fram tillögu þess efhis að sjóðurinn seldi sameinuðu félagi Höföa og Fiskiðjusamlagsins hlutabréf að nafnveröi 55 milljónir króna á genginu 1,95 en tilboð fyrirtækj- anna um kaup á bréfunum var um 65 milljónir á genginu 1,71. Hvor leiðin sem farin verður þýðir að Húsavíkurbær verður ekki meiri- hlutaeigandi í fyrirtækinu og er reiknaö meö að sátt náist um sölu- verð bréfanna. Á fundinum kom skýrt fram að Kristján Ásgeirsson, oddviti Al- þýðubandalagsins, leggst gegn sölu bréfanna. Sigurjón Benediktsson, oddviti sjálfstæðismanna, sem er áheyrnarfúlltrúi í Framkvæmda- lánasjóðnum, sagöist styðja söluna. Jón Ásberg Salómonsson, oddviti Alþýðuflokks, sagði að samkomu- lag um sameiningu Höfða og Fisk- iðjusamlagsins væri í meirihluta- samkomulagi framsóknar- og al- þýðubandalagsmanna. Alþýðu- flokkurinn hefði lýst yfir andstöðu við það mál en myndi ekki standa í vegi fyrir áformum meirihlutans og sitja hjá. Valgerður Gunnarsdóttir, annar fulltrúi Alþýöubandalagsins, sagði í samtali við DV að hún mundi greiða atkvæði gegn sölu hluta- bréfa bæjarins á genginu 1,95 en Tryggvi Jóhannsson, þriðji bæjar- fúlltrúi Alþýðubandalagsins, sagð- ist ekki láta sína afstöðu uppi fyrr en á bæjarstjómarfundi. Það breyt- ir ekki því að er málið verður til lykta leitt á bæjarstjómarfundi nk. þriðjudag er engin samstaða á milli flokkanna tveggja í meirihluta bæj- arstjómar og blasir því við að meirihlutinn falli á þeim fundi. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.