Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
UPPBOÐ.A
LAUSAFJAR-
MUNUM
Eftirtaldar vélar til lakkrísfram-
leiöslu verða boönar upp að
Ormsvelli 12 á Hvolsvelli föstu-
daginn 25. október nk. kl.
________15.00._______
Suðupottur, 800 lítra,
vélknúinn skurðarhnífur,
dæla til að dæla lakkrísmassa,
færiband,
útsprautunarvél.
Vænta má að greiðsla verði áskilin við
hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN
í RANGÁRVALLASÝSLU
UPPBOÐ.A
LAUSAFJAR-
MUNUM
Eftirtaldar bifreiðar og dráttar-
vélar verða boðnar upp við lög-
reglustöðina á Hvolsvelli föstu-
daginn 25. október nk. kl.
16.00.
IC-460 Y-1855
R-41784 HT-903 OB- 674
JM-517 X-1800
R-30354 NK-259
Einnig: rúllupökkunarvél, rúllubindivél og heytætla.
Vænta má að greiðsla verði áskilin við
hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN
í RANGÁRVALLASÝSLU
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins, Austurvegi 4,
Hvolsvelli, þriðjudaginn 22.
október 1996 kl. 15.00 á eftir-
_________farandi eignum:_________
Fossalda 8 (1. hæð), Hellu. Þingl. eig.
Halldór Pálsson. Gerðarbeiðendur eru
Búnaðarbanki íslands og Vátryggingafé-
lag íslands hf.
Gerðar, 75%, Vestur-Landeyjahreppi.
Þingl. eig. Ólafur Þór Ragnarsson. Gerð-
arbeiðendur eru Stofnlánadeild landbún-
aðarins, Byggingarsjóður ríkisins, Kaup-
félag Rangæinga og Lífeyrissjóður Dags-
brúnar og Framsóknar.
Hlíð I, II og III, A-Eyjafjallahreppi.
Þingl. eig. Eiríkur Ingi Sigurjónsson.
Gerðarbeiðendur eru sýslumaður Rangár-
vallasýslu, Landsbánki íslands, Stofn-
lánadeild Iandbúnaðarins og Kaupfélag
Rangæinga.
Hlíðarvegur 19, Hvolsvelli. Þingl. eig.
Elísabet G. Ólafsdóttir. Gerðarbeiðandi er
Tryggingastofnun rík. v/Lífeyrissjóðs
stm. ríkisins.
Hólavangur lln, Hellu. Þingl. eig. Rang-
árvallahreppur. Gerðarbeiðandi er Bygg-
ingarsjóður verkamanna.
Hraukur II, Djúpárhreppi. Þingl. eig. Jón
Ingþór Haraldsson og Ingibjörg L. Karls-
dóttir. Gerðarbeiðandi er Byggingarsjóð-
ur ríkisins.
Lyngás 4, Holta- og Landsveit. Þingl. eig.
Karl Rúnar Ólafsson. Gerðarbeiðandi er
Mosfellsbær.
Sumarhús og lóð í landi Haga, Holta- og
Landsveit. Þingl. eig. Þorsteinn Guð-
laugsson. Gerðarbeiðendur eru tollstjór-
inn í Reykjavík, Gjaldheimtan í Reykja-
vík og Sparisjóður Reykjavíkur og nágr.
SÝSLUMAÐURINN
í RANGÁRVALLASÝSLU
Utlönd
Lebed, öryggismálastjóri Rússlands, rekinn:
Spáir heitu hausti en
hvetur til stillingar
Alexander Lebed sýnir innanríkisráðherra Rússlands, Anatolí Kulikov, gögn
á fundi rússnesku stjórnarinnar í Moskvu í gær. Til hægri við Lebed á mynd-
inni er Igor Rodionov varnarmálaráðherra. Símamynd Reuter
Alexander Lebed, sem var yfir-
maður öryggismála Rússlands þar
til í gær er Jeltsín forseti rak hann,
hvatti í gær stuðningsmenn sína til
að sýna stillingu. En hann spáði
„heitu hausti“.
„Ég hvet félaga mína í hernum,
stuðningsmenn mína og fólk sem ég
þekki ekki persónulega til að gæta
stillingar. Við breytum aðeins eftir
stjómarskránni," sagði Lebed í gær
um þremur klukkustundum eftir að
Jeltsín birtist í ríkissjónvarpinu og
sakaði hann um skort á liðsanda.
Jeltsín sakaði Lebed einnig um að
fara ekki dult með þann metnað
sinn að vilja verða næsti leiðtogi
Rússland og undirritaði brottrekstr-
arskjölin í beinni útsendingu.
Lebed kvaðst ekki undrandi á því
að samvinna hans við Jeltsín og fé-
laga hans hefði ekki gengið upp.
„Ég var svarti sauðurinn í hjörð-
inni. Það var einungis spurning um
tíma hvenær þeir myndu reka mig.“
Anatolí Kulikov innanríkisráð-
herra sakaði á miðvikudaginn
Lebed um að undirbúa valdarán.
Lebed vísaði ásökunum á bug en
staðfesti að hann sæktist eftir for-
setaembættinu. „Fyrst ætla ég að
sofa vel. Síðan ætla ég að hefjast
handa við að fægja pólitísku vélina
mína svo hún verði tilbúin fyrir for-
setakosningarnar," sagði Lebed.
Hann neitaði þvi að sér lægi á. „Ég
ætla ekki að hefja kosningabaráttu
á meðan forsetinn er á lifi.“
Viðbrögð erlendis við brottvikn-
ingu Lebeds hafa verið varfærin.
Bandarískir embættismenn sögðu
brottvikninguna vera innanríkis-
mál og engin þáttaskil. Lögð var
áhersla á að atburðurinn breytti
engu í samskiptum ríkjanna. Óró-
leiki var þó á erlendum fjármála-
mörkuðum í gær.
Stjórnmálaskýrendur hafa
áhyggjur af framtíð mála í
Tsjetsjeníu en það var einmitt
Lebed sem stóð fyrir umdeildu frið-
arsamkomulagi við Tsjetsjena.
Neðri deild rússneska þingsins mun
ræða brottrekstur Lebeds í dag en
ekki er búist við að hann njóti mik-
ils stuðnings þar sem margir þing-
menn eru andvígir friðarsamkomu-
laginu við Tsjetsjeníu.
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar
skoðanakönnunar er Lebed trúverð-
ugasti stjórnmálamaður Rússlands.
Reuter
UPPB0Ð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir, á eft-
irfarandi eignum:
Birtingakvísl 8, hluti, þingl. eig. Andrés
G. Guðbjartsson, gerðarbeiðandi Vélboði
hf., þriðjudaginn 22. október 1996 kl.
10.00.___________________________
Laugavegur 68 (+ 1/2 lóðin Grettisg.
49A), 1. hæð, 32,8% af eignarhluta nr. 68
(16,4% af heildareign 66-68), þingl. eig.
Vestpóst ehf., gerðarbeiðandi Gjald-
heimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 22.
október 1996 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPB0Ð
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Eyjabakki 5, 4ra herb. íbúð á 2. hæð f.m.
+ bílsk, annar frá homi, þingl. eig. Þor-
björg Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi
Búnaðarbanki íslands, þriðjudaginn 22.
október 1996 kl. 16.30.___________
Ferjubakki 6, íbúð á 3. hæð t.h., merkt
0303, þingl. eig. Ólafía Sigríður Brynj-
ólfsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanld
íslands, þriðjudaginn 22. október 1996
kl, 17.00.________________________
Lækjargata 4, 56,8 fm miðjuíbúð t.v. á 4.
hæð og 4,8 fm geymsla í kjallara, merkt
0003, þingl. eig. Sigurður SvavarTómas-
son, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í
Reykjavík, húsbréfadeild Húsnæðisstofn-
unar, Islandsbanki hf., útibú 552, og
Lækjargata 4, húsfélag, þriðjudaginn 22.
október 1996 kl. 14.00.
Reynimelur 39, íbúð í kjallara m.m.,
þingl. eig. Hörður Hákonarson, gerðar-
beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík,
Húsasmiðjan hf., húsbréfadeild Húsnæð-
isstofnunar og Tollstjóraskrifstofa,
þriðjudaginn 22. október 1996 kl. 13.30.
Svarthamrar 14, íbúð á 1. hæð, merkt
0101, þingl. eig. Ósk Kristjánsdóttir,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verka-
manna, þriðjudaginn 22. október 1996 kl.
16.00.____________________________
Vesturfold 44, þingl. eig. Kristinn Þórður
Elíasson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar, þriðjudaginn 22.
október 1996 kl. 15.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Sálfræöiprófessor um forsetaframbjóöendurna:
Blikk segir til
um hvor sigrar
Til þess að komast að því hvor
var undir raunveralegum þrýstingi,
Bill Clinton Bandarikjaforseti eða
Bob Dole, forsetaframbjóðandi
repúblikana, í sjónvarpskappræð-
um þeirra í fyrradag taldi sálfræði-
prófessor við háskólann í Boston
hversu oft þeir blikkuðu augunum.
Niðurstaðan var Bob Dole í óhag.
Hann blikkaði 105 sinnum að meðal-
tali á mínútu en Clinton ekki nema
48 sinnum að meöaltali.
Sálfræðiprófessorinn, Joseph Tec-
ce, stundaði þessar rannsóknir á
forsetaframbjóðendum 1960, 1980,
1984,1988 og 1992 og komst að þeirri
niðurstöðu að sá sem blikkaði oftar
á mínútu tapaði alltaf í kosningun-
um.
Bob Dole var á kosningaferðalagi í
Kaliforníu í gær. Símamynd Reuter
„Fólki hættir til að blikka oftar
þegar það er undir álagi,“ segir
Tecce sem telur eðlilegt að blikka 30
til 50 sinnum á mínútu þegar maður
kemur fram i sjónvarpi. „Mér þótti
Clinton mjög afslappaður. Það leit
út eins og hann skemmti sér vel.“
Clinton blikkaði tíðast þegar
hann nefndi aldur Doles og hvernig
hann gæti höfðað til ungs fólks en
Dole átti mest í erfiðleikum með
augnlokin þegar hann svaraði
spurningu um sanngjörn laun fyrir
fólk í hernum. Reuter
Hong Kong búar mótmæla því að kínversk yfirvöld skuli hafa dæmt andófs-
manninn Liu Xiaobo til þriggja ára vistar i þrælkunarbúðum. Simamynd Reuter
Stuttar fréttir
Bjóða vopnahlé
Leiðtogi Bandidos vélhjólageng-
isins í Danmörku hefur boðið
vopnahlé við Hells Angels og seg-
ir að stríðið bitni á saklausu fólki.
10 látast í fellibyl
Að minnsta kosti 10 létust og
hundruð hröktust frá heimilum
sínum er fellibylurinn Lily gekk
yfir Mið-Ameríku í gær.
Játar fjöldamorð
Leiðtogi jap-
ansks sértrú-
arsöfnuðar,
Shoko Asahara,
játaði fyrir rétti
í gær að bera
ábyrgð á
gasárás í neð-
anjarðarstöð í
Tokyo í fyrra.
Alls létust 11 manns í árásinni og
6000 þúsund veiktust. Asahara
var handtekinn í maí í fyrra.
Bilun orsök slyssins
Rannsóknaraðilar segja að
málmagnir úr Boeing 747 þotunni,
sem fórst við Long Island við New
York í júlí, gefi til kynna að bilun
sé orsök slyssins en ekki sprengja
eða flugskeyti.
Með falsaða miða
Ættingjar þeirra, sem létust á
leikvanginum í Gvatemalaborg í
fyrrakvöld segja að lélegt skipulag
og ágimd hafi leitt til þess að þús-
undir komust inn með falsaða að-
göngumiða.
Hvítir í meirihluta
Hvítir eru í
meirihluta í
kviðdóminum
sem búið er að
útnefna fyrir ný
réttarhöld yfir
O.J. Simpson.
Simpson var
sýknaður i
fyrra af morði á
fyrrum eiginkonu sinni og vini
hennar. Ættingjar hinna látnu
hafa höfðað einkamál á hendur
Simpson. Samsetningin í kvið-
dóminum getur haft áhrif að ým-
issa mati. í fyrra vora blökku-
menn i meirihluta í kviðdóminum.
Lífstíðarfangelsi
16 ára breskur piltur var í gær
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
að stinga skólastjóra sinn til
bana. Reuter