Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Síða 22
34 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 Afmæli Jón Erlendsson Jón Erlendsson, yfírverkfræðing- ur og forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu HÍ, Norðurvangi 5, Hafnar- firði, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Jón fæddist á Esjubergi á Kjalar- nesi en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966, fyrrihlutaprófi í vélaverkfræði frá HÍ 1970 og seinnihlutaprófi frá Lunds Tekniska Högskola 1978. Jón var starfsmaður Hagsýslu- skrifstofu Reykjavíkurborgar 1974-78, stjómaði Upplýsingaþjón- ustu Rannsóknarráðs ríkisins frá upphafi, 1978-88, og síðan Upplýs- ingaþjónustu HÍ frá 1988. Upplýs- ingaþjónusta Rannsóknarráðs varð fyrsti innlendi aðilinn sem hóf skipulega hagnýtingu á erlendum gagnabönkum með beinum sam- böndum. Jón hefur verið í forsvari fyrir verkefni innan HÍ um sam- vinnu kennara og nemenda um námsgagnagerð, hefur unnið að upplýsingamiðstöð um atvinnumál og vinnur nú að þróun á skipulagi að símennta- kerfi fyrir Evrópusamtök einkaritara á intemetinu. Jón sat í upplýsinga- nefnd NORD- FORSK 1974-76, í nefnd Rann- sóknarráðs um upplýs- ingamál og upplýsinga- þjónustu 1976-78, sat í NORDINFO, norræna ráðinu um upplýsingamál á sviði vísinda og tækni 1977- 91, í fjarmiðlunar- nefnd Rannsóknarráðs 1978- 79, í nefnd norrænu ráðherra- nefndarinnar um endurnýtingu úr- gangsefna 1978-79, í nefnd mennta- málaráðuneytisins um skóla og at- vinnulíf, í menntamálahópi fram- tíðanefndar forsætisráðuneytisins, formaður útgáfunefndar Verkfræð- ingafélags íslands 1984-86, í sam- starfsnefnd um upplýsingamál 1976-90, í nefnd Rannsóknarráðs um upplýsingatækni frá 1980, í tækni- upplýsinganefnd AG-ARD/NATO frá 1980 og hefur setið í verðlauna- nefnd fyrir Nýsköpunar- keppni grunnskólanema 1992. Jón var ritstjóri Verk- tækni, tímarits VFÍ og Tæknifræðingafélags ís- lands 1983-88, sá um út- varpsþátt á Aðalstöðinni um atvinnumál og upp- lýsingamál, hefur flutt útvarpserindi um upplýs- ingamál og skrifað fjölda greina í blöð og tímarit. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Anna Ólöf Bjarnadóttir, f. 14.6.1947, rannsókn- armaður. Hún er dóttir Bjama F. Halldórssonar, skólastjóra í Njarð- vík, sem er látinn, og k.h., Guðrún- ar S. Bjömsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Önnu Ólafar eru Ámi Már, f. 8.10. 1979, nemi; Berg- lind, f. 1.7. 1983, nemi. Stjúpdóttir Jóns er Guðrún Ólöf Hrafnsdóttir, f. 6.4. 1971, nemi. Háifsystkini Jóns, sammæðra, eru Dómhildur Glassford, f. 27.9. 1943, húsmóðir í Hveragerði; Oddur 0. Jónsson, f. 8.8. 1957, fram- kvæmdastjóri i Reykjavík. Móðir Jóns er Ása Hulda Jóns- dóttir, f. 15.11.1921, saumakona. Ætt Ása Hulda er dóttir Jóns, stýri- manns og verkstjóra hjá Eimskipa- félagi íslands í Reykjavík, Erlends- sonar, b. í Rjúpnaseli og víðar, Ólafssonar. Móðir Jóns var Þuriður Þórarinsdóttir frá Miðhúsum í Alftaneshreppi Þorsteinssonar, prests á Staðarhrauni. Móðir Ásu Huldu var Dómhildur Ásgrímsdóttir, steinsmiðs i Reykja- vík, Gíslasonar, húsmanns á Skóg- stjörn í Bessastaðahreppi, Ketils- sonar. Móðir Ásgríms var Dómhild- ur Eyjólfsdóttir frá Torfastöðum í Grafningi. Móðir Dómhildar Ás- grímsdóttur var Oddný Einarsdótt- ir, b. á Eystri-Hóli, Jónssonar, og Ingveldar Einarsdóttur frá Bryggj- um í Vestur-Landeyjum. Jón Erlendsson. Garðar Sigjónsson Garðar Sigjónsson, fyrrv. sjómaður, útgerðar- maður og hafnarvörður á Höfn í Hornaflrði, nú til heimilis að Hraunbæ 114, Reykjavík, er áttræður I dag. Starfsferill Garðar fæddist í Vest- mannaeyjum en fluttist þriggja ára að Flatey á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu og ólst þar upp. Hann flutti til Hafnar í Hornafirði árið 1941 og átti þar heima til 1987 er hann flutti til Reykjavíkur. Garðar lauk vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Vestmannaeyjum 1938 og prófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1943. Garðar stundaði síðan lengst af sjómennsku og útgerð frá Höfti. Hann var hafnarvörður á Höfn frá 1969-87. Fjölskylda Garðar kvæntist 30.10. 1943 Guðflnnu Bjarna- dóttur, f. 23.12.1922, hús- freyju frá Norðfirði. Hún er dóttir Bjarna Vilhelmssonar, sjó- manns I Neskaupstað, f. 12.4. 1882, d. 4.10. 1942, og Guðrúnar Halldórsdóttur frá Eyrarbakka, f. 7.6. 1891, d. 21.1. 1979. Böm Garðars og Guðfinnu eru Bjami Friðrik, f. 22.11.1944, sjómað- ur á Höfn, kona hans er Þorgerður Steinþórsdóttir húsfreyja frá Stykk- ishólmi og eiga þau þrjú böm; Páll Örvar, f. 18.12. 1947, veitingamaður, kona hans er Anna Agnarsdóttir sölumaður og eiga þau þrjú böm; Stefán Rúnar, f. 20.6. 1954, starfsm- aður hjá íslenskum sjávarafurðum hf. í Reykjavík, kona hans er Sigríð- ur Arnþórsdóttir húsfreyja frá Reyðarflrði og eiga þau þrjú böm; Steinar, f. 8.1.1966, rekstrarfræðing- ur, unnusta hans er Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir viðskiptafræðingur. Systkini Garðars eru Þórunn, f. 26.2.1913, búsett í Vestmannaeyjum; Bragi, f. 27.6. 1914, d. 25.9. 1985; Tryggvi, f. 10.4. 1918, búsettur á Höfn í Homafirði; Þórhallur, f. 11.5. 1919, d. 17.7. 1993; Friðrik, f. 1921, d. 1944; Halldór, f. 1922, d. 1930; Guðríð- ur, f. 26.12. 1924, d. 31.8. 1987; Krist- björg, f. 26.5. 1925, búsett í Reykja- vík; Gústaf, f. 4.1. 1927, búsettur á Selfossi; Guðmundur, f. 22.3. 1928, búsettur í Vestmannaeyjum. Fóstursystkini Garðars voru Guð- ný Sigurbjörg, f. 8.10. 1903, d. 30.6. 1970; Steinunn Sigríður, f. 2.8. 1904, d. 20.5. 1966; Lovísa, f. 1.8. 1905, vist- maður á Hrafnistu í Hafnarfirði; Sigurðm, f. 19.8. 1906, d. 30.9. 1982; Guðjón, f. 11.8. 1912, d. 27.7.1996. Fósturforeldrar Garðars voru Jón Jónsson frá Brunnum, f. 31.10. 1875, d. 2.9. 1940, bóndi í Flatey, og Guð- rún Sigurðardóttir frá Flatey, f. 25.3. 1879, d. 11.3. 1966, húsfreyja. Foreldrar Garðars voru Sigjón Halldórssonar frá Stórabóli á Mýr- um, sjómaður í Vestmannaeyjum, f. 31.7. 1888, d. 19.4. 1931, og Sigrún Runólfsdóttir, ættuð undan Eyja- fjöllum, f. 26.5. 1889, d. 11.8. 1991, húsfreyja. Garöar Sigjónsson. Fréttir Tilboðin í Bónusi Tilboð Bónusverslananna féllu nið- m á neytendasíðunni sl. fimmtudag og birtum við þau því hér á eftir. Þau gilda til 24. október. Frosted Cheerios, 570 g 249 kr. Kornbrauð, 700 g 97 kr. Formsteik, 250 g 98 kr. Lambasnitsel 799 kr. kg Nautapiparsteik 1.089 kr. kg Bayonneskinka 698 kr. kg Bónus hangiálegg 1.199 kr. kg Aldan fersk ýsuflök 399 kr. kg Bónus flatkökur 35 kr. Appelsínur 89 kr. kg Hunangsmelónur 69 kr. kg Hversdagsís 275 kr. kg Kit kat, 3 stk. 99 kr. Bónus þvottaefni, 2 kg 297 kr. Toblerone, 400 g 225 kr. Frír bolur með kippu af 2 1 kók Tveir Lotus bleiupakkar á verði eins Tveir kartöflupokar á verði eins Frír kexpakki með 2 pk. af BKI kaffi Sérvara: Kuldagalli f/fullorðna 3.559 kr. Bamakuldagalli 2.997 kr. Mjúkm, fóðraðm regngallil.699 kr. Kökuform, 3 stk. 680 kr. -ingo Einnmunatíðísumaroghaust gerir mönnum kleift aö teygja heföbundin sumarverk fram eftir hausti. Þegar DV átti leið um Akranesbæ í gær voru starfsmenn Akranesveitu í óöaönn aö steypa gangstéttir og börnin fylgdust spennt meö. Sólin skein í heiöi og þaö var engu líkara en hásumar væri skolliö á. rt/ DV-mynd Pjetur Tll hamingju með afmælið 18. október 90 ára Oddný Jónsdóttir, Hombrekku, Ólafsfirði. 80 ára Ráðhildur Jónsdóttir, Hlíðar- hvammi 11, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Sigurður Gunnlaugs- son sem lést 1988. Hún tekm á móti gestum i Samkomuhúsinu Garðaholti, Álftanesi, í dag kl. 17.00-20.00. 75 ára Inga Bjömsdóttir, Skaftahlíð 26, Reykjavík. Hún er að heiman. Sigríður G. Kristjánsdóttir, Sólhaga, Vatnsleysustrandar- hreppi. 70 ára Kristbjörn Jóhannsson, Tunguseli, Þórshafnarhreppi. Svanfríður Steinsdóttir, Hólavegi 5, Sauðárkróki. Jónína Lilja Waagfjörð, Rauðalæk 25, Reykjavík. 60 ára Gylfí Már Guðbergsson, prófessor í landafræði við HÍ, Hávallagötu 29, Reykjavík. Kona hans er Vigdís Sigurðar- dóttir talsímavörðm. Hann er að heiman á afmælis- daginn. Grétar V. Pálsson, Stafnesvegi 3, Sandgerði. 50 ára Víðir Tómasson, Háseylu 33, Njarðvík. Sigurður Sigurbjamason, Jörfabakka 28, Reykjavík. Halldóra Kristinsdóttir, Amartanga 2, Mosfellsbæ. Ágúst G. Kristinsson, Skiphoiti, Vatnsleysustrand- arhreppi. Ari Jónsson, Sjávargötu 25, Bessastaða- hreppi. Flemming Jessen, Varmalandsskóla, Borgar- byggð. Guðrún Sigurjónsdóttir, Þrastarlundi 11, Garðabæ. Jóhann Már Jóhannsson, Brúarási 2, Reykjavík. Áslaug Hringsdóttir, Barrholti 31, Mosfellsbæ. Sigþór Þorgrimsson, Búastöðum, Vopnafirði. Sveinn Leósson, Framnesvegi 63, Reykjavík. 40 ára Þóra Vigdís Guðmundsdóttir, Engihjalla 23, Kópavogi. Bryndís Olgeirsdóttir, Kambhóli, Amarneshreppi. Júlíus Þór Júlíusson, Kirkjuteigi 27, Reykjavik. Þórir Kjartansson, Bergstaðastræti 27, Reykjavík. Jenný Lind Grétudóttir, Egilsgötu 30, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.