Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Side 28
 Témfiááanr u 1. vinningur Vertu viSbúin(n) vinningi (Í9)^7) (28) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sóiarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 ^ Helgarblað DV: Eg var rekin Opnuviðtal DV á morgun er við Elínu Hirst, fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar 2, en hún var rekin úr fréttastjórastólnum án þess að at- hugasemdir hefðu verið gerðar við hennar störf. Elín segir alla söguna á bak við brottreksturinn. Fjallað er um fikniefnavandann og rætt við tvær mæður barna í fíkniefnaneyslu og unglingsstúlku sem hefur náð sér upp úr neyslunni og lifir nú fyrir einn dag í einu. Trimmsíðan er á sínum stað auk fréttaskýringa og unglingaefnis. -GHS Össur Skarphéöinsson um formannsslaginn: Hverfandi líkur á að ég gefi kost á mér „Enda þótt fólk hafl komið að máli við mig og mælst til þess að ég gefi kost á mér til formennsku í Alþýðuflokknum tel ég hverfandi líkur á að svo verði,“ sagði Össur Skarphéðinsson alþingismaður í samtali við DV í gær. Hann var þá spurður hvort hann gæfi kost á sér til varafor- mennsku. Sagðist hann ekki einu sinni hafa leitt hugann að því, taldi það raunar af og frá. Guðmundur Oddsson, kratafor- ingi í Kópavogi, sagði við DV vera að vona að Jón Baldvin Hannib- alsson hætti við að hætta. „Við megum alls ekki við því að missa Jón Baldvin og ég leyfi mér enn að vona að hann hætti- ekki,“ sagöi Guðmundur. Eftir að DV skýrði frá því að Jón ætlaði að hætta og að fjórir þingmenn væru í startholunum að fara í formannsslag, hafa margir kratar tekið við sér og viija leggja að Jóni Baldvin að hætta ekki. Enda þótt Jón Baldvin styðji Sighvat Björgvinsson til for- mennsku í flokknum telja margir að það dugi ekki til að komast hjá miklum átökum við formanns- kjörið. Kratar á Reykjanesi, sem DV hefur rætt við, benda á að nú séu kratar orðnir fáliðaðir á Vestfjörð- um, kjördæmi Sighvats. Aftur á móti sé Reykjanesið orðið aðal- kratasvæði landsins. Og ef báðir þingmenn flokksins í Reykjanesi, Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni, fari í framboð geti það orðið flokknum hættulegt í kjördæminu. Samt sem áður telja meim litlar líkur á því að krötum takist að telja Jóni Baldvin hughvarf. -S.dór Sláturhússball á Akureyri: Ölvun og átök um allan bæinn DV, Akureyri: Mjög mikil ölvun var á Akureyri í gærkvöld og í nótt og sagði varð- stjóri lögreglunnar i morgun að lög- reglumenn sem voru á vakt hefðu sagt meira hefði verið að gera en um „venjulega" helgi. Lögreglan hafði ekki vitneskju um að svokallað „sláturhússball" var haldið í gærkvöld, en það er jafnan haldið er sláturtíð lýkur, né að dansleikur var í Sjallanum. Þessu hefði fylgt mikil ölvun víðs vegar í bænum og ónæði vegna átaka þar sem tveir menn voru fluttir á slysadeild. Allt fram á morgun þurfti lögreglan að hafa af- skipti af mönnum sem ýmist lágu „dauðir“ vegna drykkju eða voru að valda sofandi íbúum ónæði. Lögreglan haföi þó tíma til að heimsækja 21 aðila sem ekki hafði greitt bifreiðagjöld sín, og voru númer klippt af bifreiðum þeirra í nótt. -gk Sprenging við Snæ- landsskóla Sprengja sprakk i ruslatunnu við Snælandsskóla í gærkvöld. Sprengj- an tætti í sundur ruslatunnuna en engar skemmdir urðu á skólahús- inu. Mikill hávaði fylgdi sprenging- unni og heyrðist hann á stóru svæði í Kópavogi. Að sögn lögreglu er ekki vitað ná- - "fvæmlega hvemig sprengja þessi var samansett en hún mun ekki hafa verið mjög öflug þó hún ylli miklum hávaða. Lögregla varð ekki vör við neinar mannaferðir við skólann eftir sprenginguna. Lögreglan sagðist ekki vita á þessari stundu hvort þetta tengdist gengjaslag sem staðið hefur yfir milli ólátaseggja úr Reykjavík og Kópavogi sem hafa viljað tengja sig við Snælandsskóla og Réttarholts- skóla. Eins og fram kom í DV í gær var saminn friður milli nemenda þessara skóla, en engu að síður var frestað skólaballi sem vera átti í Réttarholtsskóla í gærkvöld. Nem- endur og stjómendur skólanna hafa 'i' dofkst því yfir að ólæti milli unglinga tengist á engan hátt skólunum tveimur. -RR Þeir félagar, Símon Símonarson skipstjóri og félagar hans á Enok AK, voru að koma úr netaróðri þegar DV átti leið um Akranes í gær. Þeir voru með um eitt og hálft tonn af þorski eftir daginn en lítið af ýsu. Þeir segja erfitt að ná ýsunni og það vanti alveg stærsta þorskinn í aflann. Þeir segja búið að drepa hrauna- drjólann eins og þeir kalla stórþorskinn. DV-mynd Pjetur ' ÞETTA HEFUR ÞA VERIÐ ^ANNKALLAÐ SLATURBALL! Veðrið á morgun: Rigning á Vestfjöröum Á morgun verður norðaustan stinningskaldi og rigning á Vestfjörðum en annars breyti- leg átt, gola eða kaldi og skúrir. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig, hlýjast suðaustan til. Veðrið í dag er á bls. 36 1 533-lOOOJ Kvöld- og helgarþjónusta Með bíOther er auðvelt að merkja myndirnar i ISfíSíg* fjölskyldualbúminu ■ brother f y y Verð frd kr. 6.995 RAFPORT Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.