Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1996, Page 3
JLlV FÖSTUDAGUR 25. október 1996
Hörður Torfa & Allir yndislegu mennimir - Kossinn:
Innilegur koss
Hörður Torfason lætur
ekki fara frá sér plötu fyrr
en búið er að pússa og
fága lög, texta, útsetningar
og allt annað þannig að
það sé hlustandanum full-
boðlegt. Kossinn, hans nýj-
asta, ber þessa merki. Lög-
in hæfa textunum einstak-
lega vel og öfúgt. Sumt
einfalt og létt, annað
þyngra og flóknara, sér í
lagi þegar Hörður yrkir
um málefni sem hann ber
fyrir brjósti. Englaakur,
eitt besta lag Kossins, er dæmi um það.
Hörður hefur verið heppinn þegar hann valdi sér samverka-
menn við plötuupptökuna að þessu sinni. Fumlausir og öruggir
renna þeir gegnum lögin og eiga drjúgan þátt í að skapa eina
bestu plötu Harðar síðan hann sendi frá sér Hugflæði fyrir tæp-
um áratug. Sums staðar eru þeir lítið eitt djassaðir, annars stað-
ar bregða þeir fyrir sig öðrum stiltegundum en eru aldrei of eða
van. Ef mér væri skipað að nefha einhvem einn úr hljóðfæraleik-
araflokknum sem stendur öðrum framar væri það Hjörtur
Howser, hljómborðsleikari og stjómandi upptöku. Honum tekst
sérstaklega vel upp í lokalaginu Ég er.
Það er gaman að renna yfir Kossinn. Hörður er söngtextaskáld /
gott. Á einum eða tveimur stöðum setti maður reyndar spum-
ingu við rímorðin sem hann valdi en að öðm leyti var allt í
stakasta lagi. Gaman væri að lesa ljóð eftir Hörð þar sem hann
er óbundinn af því að koma því þannig fyrir að það falli að lagi.
Ásgeir Tómasson
Ýmsir - Nesrokk:
Austanhljómar
Þótt flóra poppsins liggi
sunnan heiða þá er úti um allt
land ungt fólk í sömu hugleið-
ingum og meðbræður þeirra
fyrir sunnan, að stofna hljóm-
sveit, semja lög og koma afurð-
inni á plötu. Neskaupstaður er
engin undantekning og stend-
ur tónlistarlífið hjá ungu fólki
þar með miklum blóma. Þeir
sem standa að Nesrokki, nýrri
plötu sem innheldur hrein-
ræktað austfirskt popp, segja
að með þessari útgáfu sé gam-
ali draumur að rætast hjá
mörgum. Það er samt ekki sama draumur og veruleiki. Blákaldur veru-
leikinn er sá að á Nesrokki eru æði misgóð lög og sum hefðu mátt lenda
í glatkistunni.
Nesrokk inniheldur tíu lög og það besta á henni er vel frambærilegt
léttrokk. Meirihlutinn er þó einfold og keimlík hljómaröðun, sem gerir
lögin stundum lík hvert öðru, fyrir utan það að oft er eins og maður hafi
það á tilfmningunni að þetta hafi verið gert áður. Draumamir, Norö-
fjörðurinn, Snjóflóðalagið og Memories eru eru ágætlega samin lög og
eru tvímælalaust þau bestu á plötunni. Önnur lög eru best gleymd og þar
er ekki- undaskilið Neistaflugslag ’96 sem er virkilega slæmur endir á
plötunni.
Flutningur er ágætur. Aðalsöngvarinn á Nesrokki, Einar Ágúst Víðis-
son, hefur góða rödd í þessa tónlist og á skOið að fá fleiri tækifæri. Hljóð-
færaleikur er einnig í lagi, en geldur þess nokkuð að upptaka er slök í
einstaka lögum, stundum er eins og trommumar séu aðalatriðið. Þeir
Nesmenn segja að framhald sé á útgáfu í þessum anda og sumt á Nes-
rokki gefúr ástæðu tU að það sé gert. En þaö er list að kunna að velja og
hafha og sjálfsgagnrýni sakar ekki þegar tU lengri tíma er litið og fyrir
aUa muni, sleppa enskunni. Hilmar Karlsson
Barbara Dennerlein - Take ofh
Heit og fín +rk+rk
Nýlega hóf göngu sína í sjón-
varpinu þýsk þáttaröð er nefh-
ist Félagar. Fyrir utan mjög
órólega myndatöku vekur helst
athygli hve ágæt tónlistin í
þeim er. Heiðurinn af því á
þýsk kona, sem telst nú vera
heimsins „heitasti" Hammond-
orgelleikari. Barbara Denn-
erlein hóf að leika á Hammond-
orgel sem afi hennar gaf henni
er hún var 11 ára. Fimm ámm
síðar var hún farin að leika á
djassklúbbum í Múnchen. Take
off er heit og fin orgelplata með
fuUt af ágætum frumsömdum lögum. Þar má fmna fönk, latin, bop, blús
og „venjulegan” djass. Stjömufans bandarískra hljóðfæraleikara er á plöt-
unni. Trommari er Dennis Chambers, Don AUas sér um slagverk og fram
koma trompetleikarinn Roy Hargrove og básúnuleikarinn Ray Anderson
og Lonnie Plaxico á bassa. Það skiptir ekki máli hvort Barbara spUar með
höndunum eingöngu eða fótunum, spUamennskan er aUtaf stórskemmti-
leg. Gagnrýnenendur tímaritsins Down Beat völdu Barböm í fimmta sæti
yfir bestu oprgeUeikara heims í ár og í fyrsta sæti yfir hæfileikafólk í org-
elstólnum sem verðskuldaði meiri athygli. VirkUega fin plata.
Ingvi Þór Kormáksson
K- Ö B ó U R 7 0 F* íf/3
Sheryl Crow
hristir upp í liðinu
Sheryl Crow kom fram á sjónvar-
sviðið fyrir tveimur árum með
plötu sinni, Tuesday Night Music
Club. Þótt hún teldist nýliði i tón-
listinni lét hún sig ekki muna um
að stjórna upptöku plötunnar sjálf.
ÖU vinna, lagasmíðar, hljóðvers-
vinnsla og annað, bar þann árangur
að hún vann tU Grammyverðlauna
fyrir plötuna. Nokkur lög af henni
slógu einnig í gegn, sér í lagi AU I
Wanna Do.
Nú er ætlunin að endurtaka leik-
inn. Platan Sheryl Crow er tUtölu-
lega nýkomin út og sem fyrr fær
listakonan sjálf fuUt frelsi tU að
ganga frá plötunni sinni eins og
henni þykir henta. Lagið If It Makes
You Happy hefur látið hressUega tU
sín taka á vinsældalistum að und-
anförnu og Everyday Is a Winding
Road og Hard to Make a Stand er
ætlað að gera hið sama þegar fram
líða stundir.
Létt rokktónlist Sheryl Crow hef-
ur faUið í kramið. Textar laganna
eru sumir hveijir frábrugðnir því
sem ber fyrir eyrun þegar dægur-
tónlist er annars vegar. Á nýju plöt-
unni syngur Sheryl tU dæmis um
fjöldamorðin í Bosníu og fræg er
deUa hennar við verslanakeðjuna
Wal Mart í Bandaríkjunum. Hún
stafar af því að Sheryl varar banda-
ríska foreldra við því að börnin
þeirra séu að drepa hvert annað
með byssum sem þau keyptu í ein-
hverri af búðum Wal Mart. Þetta
varð tU þess að forráðamenn keðj-
unnar bönnuðu að platan Sheryl
Crow yrði höfð til sölu í búðum sín-
um sem eru á þriðja þúsund talsins.
Þeir harðneita að þeir selji börnum
skotvopn þrátt fyrir að MTV-sjón-
varpsstöðin hafi sýnt myndband
þar sem strákhnokki gekk inn í Wal
Mart-verslun og keypti sér byssu.
„Það sem ég syng um á nýju plöt-
unni er einfaldlega eitt og annað
sem ég hef séð og heyrt síðustu tvö
tU þrjú ár,“ segir listakonan í ný-
legu blaðaviðtali. „Mig langaði tU
að leyfa áheyrendum að vita um
hvað ég var að hugsa og hvemig
mér leið einmitt á þeirri stundu
sem ég var að vinna að plötunni. Sú
var raunin með fyrri plötuna og
þegar ég geri þá þriðju ætla ég að
beita nákvæmlega sömu aðferð-
inni.“
Hún segir það bjargfasta skoðun
sína að textasmiðir þurfi ekki að
semja texta sem öllum falla í geð.
„Ég veit að fjölda fólks gremst það
sem ég birti á nýju plötunni minni
- þar á meðal foreldrum mínum.
Það verður bara að hafa þaö. Ég
finn að með aldrinum þarf ég að
kafa meira ofan I yrkisefnin en ég
gerði áður - láta bullið sem flýtur á
yfirborðinu eiga sig en ná í kjam-
ann og koma honum á framfæri.”
Sheryl Crow lét sér ekki ein-
göngu nægja að semja lögin og text-
ana á nýju plötunni sinni og stýra
gerð hennar. Hún lék einnig á raf-
magnaða- og órafmagnaða gítara,
bassa og hljómborð, þar á meðal
Hammondorgel, sem hún segir
reyndar að sé búin að vera eftirlæt-
isgræjan sín síðan hún var fimmtán
ára. Platan var hljóðrituð í hljóð-
veri Daniels Lanois í New Orleans
og þar var Sheryl svo heppin að
finna Trinu Shoemaker sem hún
réð sem upptökumann.
„Þetta var draumastaðan - að
geta ráðið kvenkyns upptöku-
mann,“ segir Sheryl Crow og hlær.
„Við rákumst nánast hvor á aöra,
ég bauð henni að vinna með mér og
við náðum ákaflega vel saman. Ég
mæli með því að konur fái sér kven-
kyns upptökumenn. Það skilaði að
minnsta kosti prýðilegri samvinnu
í mínu tilfelli."
Samantekt: Ásgeir Tómasson
Sheryl Crow: Bulliö sem flýtur á yfirboröinu fær ekki inni í textum hennar
Stefán
Hilmarss