Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1996, Side 8
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 T>V m* helgina Dýrin í Hálsaskógi á Akureyri: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Þaö er algjör óþarfi að kynna Dýrin í Hálsaskógi fyrir íslending- um. Allir þekkja þau og vita að öll dýrin í skóginum eiga aö vera vin- ir. Hver kynslóðin af annarri hef- ur á undanfomum áratugum lært hluta leikritsins og flesta söngvana sem Kristján frá Djúpalæk þýddi á ís- lensku. Thorbjorn Egner var mikill ís- landsvinur. Hann hreifst mjög af sýningu Þjóðleik- hússins á Dýrunum í Hálsaskógi sem Klem- _ . . . enz Jónsson Bakaradrengurinn og Hérastubbur. leiKstyroi fyrstur manna hérlendis. Egner líkaði ‘ sýningin svo vel að hann ánafnaði Þjóðleikhúsinu sýningarrétt á öllu verkum sínum í hundrað ár. Höfundarlaun í sérstakan sjóð Nú hefur Þjóðleikhúsið veitt Leikfélagi Akureyrar leyfi til sýn- ingar á verkinu og renna höfund- arlaun fyrir sýningamar í sér- stakan Egnersjóð sem er í vörslu Þjóðleikhússins. Listamenn geta sótt um styrki til námsferða I sjóð- inn. í sýningu Leikfélags Akureyrar eru það þeir Aðalsteinn Bergdal og Skúli Gautason sem leika mýsnar frægu, Lilla klifurmús og Martein skógarmús. Guðmundur Haraldsson leikur Mikka ref, Þórey Aðalsteinsdóttir og Sigurð- ur Hallmarsson eru bangsahjónin og Auður Jónsdóttir leikur Bangsa litla. Guðbjörg Thorodd- sen leikur Ömmu skógarmús, Jón- steinn Aðalsteinsson Hérastubb bakara og Marta Nordal bakara- drenginn. Þeir Jón Rafnsson bassaleikari og Kristján Edelstein gítarleikari hafa stjórn tónlistarinnar í sýn- ingunni með höndum. Að sjálf- sögðu eru íkornabömin líka tón- elsk. Sunna Brá Stefánsdóttir, íkornastelpa, leikur á fiðlu og íkornastrákamir Jón Heiðar Jó- hannesson og Grétar Orri Krist- insson leika á trompet og flautu. Leikstjóri Dýranna í Hálsaskógi er aö þessu sinni Ingunn Jensdótt- ir og er leikritið sýnt i Samkomu- húsinu. Sýningar verða um helgar í vetur, klukkan 14, og á þriðju- dögum og fimmtudögum, kl. 15. -ilk Lilli klifurmús og Marteinn skógarmús. Þrír listamenn koma saman í Listasafni Kópavogs verða opnaðar þrjár sýningar á morg- un. Þær verða allar opnaðar klukkan 15 og öllum lýkur þeim sunnudaginn 10. nóvember. Fyrsta ber að nefna sýningu Hrólfs Sigðurðssonar listmál- ara, sem hefur málað íslenskt landslag í nær hálfa öld. Hann var í hópi þeirra listamanna sem kusu að halda tryggð við landslagsmálverkið á miklum umbrotatímum í myndlist. Konan í hópi þessara þriggja listamanna heitir Sigrid Valt- ingjoer. Hún ætlar að sýna trér- istur og á það sameiginlegt með Hrólfi að hafa landslagið að meginviðfangsefni. Hún einfald- ar form þess og umbreytir uns eftir standa eins konar tákn mitt á milli abstraktforma og þekktra forma úr náttúrunni. Síðastan en ekki sístan ber að telja Gunnar Ámason en hann mun sýna figúratíf verk. Náttúr- an er undirtónn í list Gunnars en nú hefur hann aukið í verk sín ýmsrnn hlutum og fyrirbær- um úr daglegu lífi. Sýningarnar verða opnar alla virka daga nema mánudaga frá kl. 12 til 18. -ilk Mantra II, trérista eftir Sigrid. Anna Jóa og náttúruöflin Anna Jóa heitir listamaður einn sem opna mun sýn- ingu á morgun. Anna Jóa verður í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu með sýninguna sína í galleríi Höfðaborgar- innar. Jafnframt opnuninni, sem verður klukkan 16.00, verður Anna Jóa með óformlega sýningu i vinnustofu sinni í Hafnarhúsinu. í myndum sínum nýtir Anna Jóa sér möguleika myndmálsins og íslensk náttúruöfl til tjáningar sterkra tiifinninga. Öll verkin sem verða á sýningunni vom unnin í Paris. Anna Jóa útskrifaðist frá Myndlista- og handiðaskóla íslands vorið 1993 og stimdaði því næst 2ja ára fram- haldsnám við l’Ecole Nationale Supérierue des Arts Décoratifs í París þar sem hún mun verja lokaritgerð sína í nóvember. Ritgerðin ber yfirskriftina Fjallið í ís- lenskri málaralist. Anna Jóa hefur áður haldið tvær sýningar. Þegar er hafinn undirbúningur að fjórðu sýningunni sem opnuð verður í París snemma á næsta ári.Aðgangur að sýn- ingu Önnu Jóu í Höfðaborginni er ókeypis og allir eru velkomnir. -ilk Akrýl, olía, vatnslitir ogkol Sýning á verkum eftir Ólaf Oddsson verður opnuð á morgun í Lundi. Ólafur er menntaður sem verkfæra- og mótasmiður. Hann hefur stundað myndlistamám í Myndlistarskólanum í Reykjavik, myndlistardeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og myndlistarbraut í Tóm- stundaskólanum. Ólafur hefur áður haldið sýningar í Listhúsinu í Laugardal, á Listasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur og i Eden í Hveragerði. Verk Ólafs eru unnin í akrýl, olíu, vatnsliti og kol. Sýningin í Lundi mun standa til 3. nóvember og er opin frá kl. 14.00 til 18.00. -ilk Úr séríunni Útrás. Koi og krít á pappír Ein mynda Ólafs IAESSUR Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguösþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Dr. Siguijón Ámi Eyjólfsson messar. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Rangæingakór- inn syngur í messunni ásamt kór kirkjunnar. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Messukaffi Rangæinga eftir guðsþjónustima. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Aitar- isganga. Bamaguðsþjónusta á sama tíma. Dómkirkjan: Laugardagur: Setning afmælishátíðar Dómkirkjunnar kl. 16. Séra Hjalti Guðmundsson setur afinælishátíðina. Sunnudagur: Hátíð- armessa kl. 11. Herra Ólafur Skúla- son, biskup íslands, prédikar, séra Bjalti Guðmundsson og séra Jakob Á. Hjálmarsson þjóna fyrir altari. Baraahátíð í kirkjunni kl. 14. Opið hús í Dómkirkjunni og Safnaðar- heimilinu. Helgistrmdir í Dómkirkj- unni ki. 16 og 17. Bænaguðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Bamaguðsþjónusta kl. 11 í umsjón Ragnars Schram. Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18. Sr. Hreinn Hjart- arson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Gylfi Jónsson. Grafarvogskirlqa: Bamaguðsþjón- usta kl. 11 í umsjón Hjartar og Rúnu og kl. 12.30 í Rimaskóla í umsjón Jó- hanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Skagfjörð syngur einsöng. Eftir guðsþjónustuna verður fundur með foreldrum fermingarbarna úr Rimaskóla. Fulltrúar bekkjardeilda draga um fermingardag. Prestamir. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Fríkirkjan í Reykjavík: Guðsþjón- usta kl. 14. Cecil Haraldsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Fermingarböm og foreldrar þeirra komi til messu. Prestar sr. Kjartan Örn Sigurbjöms- son og sr. Halldór S. Gröndal. Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskól- inn, heimsókn í Vídalínskirkju f Garða- bæ. Lagt a_f stað með rútu frá kirkjunni kl. 10.20. Áætlaður komutími heim aft- ur kl. 12.50. Messa kl. 11, sr. Kristján Bjömsson, sóknarprestur á Hvamms- tanga, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kórar Hvamms- tanga- og Grindavíkurkirkju syngja. Messan er liður í vinatengslum milli sókna Kjalamessprófastsdæmis og Húnavatnsprófastsdæmis. Sóknar- nefndin, sóknarprestur og samstarfs- fólk í safnaðarstarfi. Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudaga- skólinn í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Umsjónarmaður séra Þórhildur Ól- afs. Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Umsjónarmaður séra Þórhall- ur Heimisson. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarböm úr Óldutúnsskóla sýna helgileik og lesa ritningarorð og bænir. Öldutúnsskólakórinn syngur ásamt kór kirkjunnar. Prestur: séra Gunnþór Ingason. Hallgrfmskirkja: Fræðslumorgunn kl. 10. Kennimenn í Hallgrímslrirkju: dr. Einar Sigurbjömsson. Bamasam- koma og messa kl. 11. Fermdur verð- ur Bryan Allan Smith, Njálsgötu 59. Sr. Karl Sigurbjömsson. Ensk messa kl. 14. Sr. Karl Sigurbjömsson. Hjallakirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 með heimsókn frá Kristi- legu skólahreyfingunni (KSS). Mikill söngur og fluttur verður helgileikur. Sr. Guðmundur Karl Brypjólfsson skólaprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.Bamaguðs- þjónusta kl. 13. Poppmessa kl. 17. Sr. Kristjón Einar Þorvarðarson. Hveragerðisprestakall: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í Hveragerðiskirkju. Jón Ragnarsson sóknarprestur. Kópavogskirkja: Bamastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðs- þjónusta fellur niður vegna fram- kvæmda f kirkjunni. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffia Konróðsdóttir. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Tómas Guðmundsson: Kór Langholts- kirkju (hópur IV) syngur. Kaffisopi eftir messu. Bamastarf kl. 13. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Fé- lagar úr Kór Laugameskirkju syngja. Bamastarf á sama tíma. Guðsþjón- usta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Há- túni 12. Ólafur Jóhannsson. Mosfellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Bamastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. Neskirkja:Bamastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank. M. Hall- dórsson. Frostaskjól: Bamastarf ki. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Sr. Halldór Reynisson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Árlegur basar og kaffisala Kvenfélagsins að lokinni guðsþjónustu. Oháði söfauðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Bamastarf á sama tíma. Kaffi eftir messu. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Áltaris- ganga. Sr. Irma Sjöm Óskarsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.