Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 1 IV - uppreisn sem á sár enga hliðstæðu og fyrrum atvinnumaður í amerísk- um fótbolta. Helen móðir hans er írsk- amerísk, fyrrum dansari og leiklistar- kennari. Hún kynnti syni sínum leik- húsið þegar hann var ungur að árum og þegar hann var sextán ára fékk hann leyfi hjá foreldrum sinum til að hætta í skóla og reyna fyrir sér í leik- listinni. Hann fékk fljótt vinnu við leikhúsin í New York og vann þar næstu fimm árin við ýmis störf. Árið 1975 fékk hann hlutverk í þá nýjum sjónvarpsmyndaflokki sem hét Welcome back, Kotter. Þar lék hann leðurj akkatöffarann Vinnie Barbar- ino og það var leikur hans í þessari þáttaröð sem gerði það að verkum að hann var valinn til að leika Tony Manero í Saturday Night Fever. Fyrir leik sinn í Saturday Night Fever fékk hann sína fyrstu tilnefn- ingu til óskarsverðlauna. Eins og áður sagði seig fljótt á ógæfuhliðina hjá Travolta eftir að níundi áratugurinn gekk í garð og á tímabili var hann al- varlega að hugsa um að snúa sér að fluginu eingöngu. Þetta var rétt áður en Amy Heckerling bauð honum hlut- verk í Look Who’s Talking og má segja að hún hafi þar með bjargað ferli hans því vinsældir myndarinnar gerðu það að verkum að hann ákvað að láta slag standa og sjá hvað kæmi, en lítið gerðist nema tvær framhalds- myndir um krakkana, eða þar til Quentin Tarantino hafði samband við hann og bauö honum að leika i Pulp vera ánægður með lífið,“ segir um- boðsmaðurinn. Ekki minnkaði lífslöngun Johns Travolta þegar hann kynntist leikkon- unni Kelly Preston. Þau giftu sig og eiga nú einn son. Þaö var Quentin Tarantino sem fékk þá hugdettu að John Travolta væri rétti leikarinn til að leika annan skúrkinn í Pulp Fict- ion og eins og allir vita hófst þar nýr kafli i lífi Johns Travolta sem hefúr gert hann aö einum vinsælasta leikar- anum um þessar mundir. Kunnugleg stelling hjá John Tra- volta úr Saturday Nlght Fever. til málsbóta að hann fékk nokkra upp- reisn æru þegar hann lék i Look Who’s Talking, sem naut talsverðra vinsælda, en vinsældimar voru samt ekki honum að þakka og hélst hann því í sama farinu. John Travolta, leikar- inn sem fékk ungar stúlkur til að skjálfa í hnjáliðum og reka upp öskur við að sjá hann tilsýndar, náði ótrúlegri skjótri frægð eftir að hafa leikið í Sat- urday Night Fever og Grease og er að- eins hægt að líkja frægð hans við vinsæl- ustu poppstjörnur. í kjöl- farið fylgdu tvær myndir sem voru góðra gjalda verðar, Urban Cowboy og Blow out, sem Brian De Palma leikstýrði, en síðan lá leiðin beint niður. Frægðin kom sem sagt eins og flugeldur en hrapið var einnig mikið. Á ein- hvern Hafúi ekki miklar óskiljanlegan hátt tókst honum í mörg ár að veðja ævinlega á rangan hest og þegar ungu stúlkurnar sem dýrkuðu hann voru orðnar mæður voru vin- sældir hans alveg horfhar. Ekki vant- aði að honum voru boðin aðalhlut- verk í kvikmyndum sem urðu mjög vinsælar, má nefha Arthur, Splash, Midnight Express og An Officer and a Gentleman. Það má þó segja honum Eitt var það sem John Travolta vantaði ekki á þessum millibils- ástandsárum sínum en það voru pen- ingar. Hann hafði verið skynsamur í þeim efnum og þess vegna gat hann lifaö áhyggjulausu lífi og það gerði hann. Hann sat ekki heima við sím- ann og beið eftir atvinnutilboðum. Travolta átti sér áhugamál sem hann nú fór að stunda og það var flug. Hann tók öll próf sem með þurfti svo hann gat keypt sér litla þotu sem hann flaug heimshorna á milli. Umboðs- maður hans segir að við og við hafi Travolta hringt í hann frá Afríku, Ástralíu eða öðrum fjarlægum heims- homum og spurt hvort eittvað væri að gerast og þegar svo var ekki þá bara hló hann og sagðist mundu hringja aftur seinna, venjulega eftir tvær til þrjá vikur: „John Travolta hefur alltaf getað fundið ástæöu til að John Travolta ásamt Robert Duval í nýjustu kvikmynd slnni, Phenomenon. John Travolta ásamt Rene Russo I Get Shorty. Fiction. Ekki vissi Travolta þá að Daniel Day-Lewis hafði lýst sig reiðu- búinn að leika þetta hlutverk, en Tar- antino var harður á sínu og vildi Tra- volta. Frá því John Travolta lék í Pulp Fiction hefur hann átt hvem stórleik- inn á fætur öðrum og hefúr sannað svo um munar að góður leikur hans í Pulp Fiction var engin tilviljun. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem John Travolta hefur leikið í. The Devil's Rain, 1975 Carrie, 1976 Satuday Night Fever, 1977 Grease,1978 Moment by Moment, 1978 Urban Cowboy, 1980 Blow Out, 1981 Staying Alive, 1983 Two of a Kind, 1983 Perfect, 1989 The Expert, 1989 Look Who’s Talking, 1989 Lokk Who's Talking too, 1990 The Tender, 1991 Shout, 1991 Look Who's Talking Now, 1993 Pulp Fiction, 1994 Get Shorty, 1995 White's Man Burden, 1995 Broken Arrow, 1996 Phenomenon, 1996 Yngstur sex systkina John Travolta fæddist 18. febrúar 1954 í Englewood, New Jersey, og er hann yngstur sex systkina. Faðir hans hét Salvatore og var dekkjasölumaður Á einhvern óskiljan- legan hátt tókst Tra- volta í mörg ár að veðja á rangan hest. Ekki vantaði að hon- um væru boðin aðal- hlutverk í kvikmynd- um sem urðu mjög vinsælar, má þar nefna Arthur, Splash, Midnight Express og An Officer and a Gentleman. íris Einarsdóttir: Threesome, hún er ýkt góð. Sæunn Birgisdóttir: Casino. Hún var góð. Sigtryggur Brynjarsson: Ég hef ekki leigt videospólur í mörg ár. Kristinn Sveinsson: Strange Days. Hún var alltof löng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.